Morgunblaðið - 01.02.1985, Síða 21

Morgunblaðið - 01.02.1985, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 21 Árni Ragnarsson arkitekt á teiknistofu sinni í gamla barnaskólanum á Sauöárkróki. ústsson húsin í gamla bænum á ár- unum 1976 og ’77 og setti fram hugmyndir sínar um þau.“ — Kemst þetta lengra nú? „Ef fram heldur sem horfir ætti endanleg tillaga að deiliskipulagi að geta legið fyrir í vetur. Unnið hefur verið að henni frá því í janú- ar 1984, með hléum þó. Ahugi íbú- anna í gamla bænum er mikill fyrir þessu máli. Fólk stansar mig oft á götu til þess að ræða það við mig og benda mér á ýmislegt, sem það tel- ur að skipti máli. Staðreyndin er sú, að til þess að vinna skipulag fyrir bæjarhluta, sem er í byggð og búinn að vera það lengi, er sam- starf við íbúana alveg óhjákvæmi- legt. Bæjarhlutinn er þeirra, og margir hafa velt málinu fyrir sér og hugsað mikið. Á borgarafundin- um sem haldinn var á mánu- dagskvöldið, sögðu þessir íbúar miklu minna en ástæða er til, og miklu minna en þegar þeir spjalla við mig á förnum vegi. Af reynslu minni af slíkum samkomum dreg ég þá ályktun, að það séu helst nú- verandi og fyrrverandi frammá- menn sem taka til máls. — Eru borgarfundir þá óheppi- legir? „Nei, alls ekki. Þeir eru nauðsyn- legir, en varasamir einir sér, án beinna samskipta við fólk. Og borg- arafundi verður að undirbúa vel, setja efnið fram á aðgengilegan og auðskiljanlegan hátt. Raunar álit ég, að almennir borgarafundir ættu að vera oftar og þá um hin ýmsu málefni. Á fundinum, sem við erum að ræða um, komu fram sjónarmið varðandi fjölmargt í umræðutillög- unni. Mér fannst t.d. að áhuginn fyrir verndun nafnanna ofan við bæinn kæmi sterkt fram og eins áhyggjur af leikvöllum fyrir börn- in, sem að vísu eru fá núna. Þá var umferðin og umferðakerfið ofar- lega í hugum fólks, og bent á mis- tök í byggingarmálum, sér í lagi varðandi tiltölulega nýbyggð hús og viðbyggingar. Annars virðist mér allir sammála um að fjölga íbúðum og íbúum, og bæta aðstöðu verslana við Aðalgötu." — Hvað gerir tillagan ráð fyrir mörgum íbúum í gamla bænum? „Ja, þetta liggur auðvitað ekki ljóst fyrir enn. Umræðutillagan felur í sér svona 70 nýjar íbúðir og þá má kannski reikna með nálægt 200 nýjum íbúum, eða um 570 alls. En íbúðum má fjölga frekar og á fundinum kom m.a. fram sú skoðun að markmiðið ætti að vera 700 manna byggð í gamla bænum. Það er alls ekki óraunhæft markmið." — Hverjar eru helstu breytingarn- ar og nýmæli í tillögunni? „Strandvegurinn, sem liggja á með sjónum meðfram gamla bæn- um endilöngum hefur verið til í skipulagi lengi, en raunar akfær nú þegar, svo hann er hvorki nýmæli né breyting. Hitt, að gera hann að góðri götu í réttri legu er nauðsyn- leg forsenda fyrir öðrum tillögum. Þá verður hægt að gera Aðalgöt- una, þar sem eru margar smáversl- anir og fyrirtæki, að eins konar vistgötu og við sérstök tækifæri að loka henni alveg fyrir bílaumferð og hafa göngugötu. Að gera Aðal- götuna vistlegri er mikilvægt atriði í tillögunni. Annað, sem vegur þungt er tillaga um að vernda svæðið vestan Aðalgötu, milli Kirkjuklaufar og Kristjánsklaufar. Á þessu svæði eru mörg gömul og góð hús, m.a. Sauðárkrókskirkja, gamla sjúkrahúsið og Gúttó. Byggðin þarna hefur sérstakt og sterkt svipmót, sem ekki má spilla frekar en orðið er. Aftur á móti er byggðinni austan við Aðalgötu raskað allmikið og þar er gert ráð fyrir nýjum húsum, verslunar- og íbúöarhúsum. Áhersla er lögð á Kirkjutorg og Kaupvangstorg, þar verði byggí upp og nýtingarhlutfall verði hátt. Það mun styrkja Aðal- götuna, sem liggur milli þessara torga. Ný íbúðarþyggð er aöallega í raðhúsum meðfram Strandvegin- um og fjölbýlishúsum nyrst, niður- undan Gránuklauf. Einungis fáar nýjar einbýlishúsalóðir verða sam- kvæmt tillögunni." — Eru allir sammála? „Nei, svo slæmt er það nú ekki orðið á Króknum enn. Mér finnst þó vera býsna mikil samstaða um aðalatriðin, líka t.d. breytingar á götum og torgum. Svo er auðvitað stórgrýtt sums staðar í þessum annars fína jarðvegi, sem gamli bærinn er, þannig að það eru nokk- ur torleyst mál, sem ég þó vona að samstaða takist um. En það verða aldrei allir sammála í skipulags- málum," sagði Árni Ragnarsson að lokum. Eins og fyrr segir var fundurinn í Safnahúsinu fjölmennur og fróð- legur. Fundarmenn þökkuðu Árna ágæt störf, sem hann hefur unnið af miklum dugnaði og áhuga. Bæj- aryfirvöld voru hvött til að sýna í verki vilja til að efla byggð á grundvelli tillagna hans. í umræð- unum var m.a. vakin athygli á því, að ráðgert væri að byggja á þessu ári 12—14 íbúðir á vegum stjórnar verkamannabústaða. Gæfist nú ágætt tækifæri til að hleypa nýjum þrótti í gamla bæjarhlutann með því að ætla þessum íbúðum þar stað. En hvernig sem mál kunna að þróast liggur ljóst fyrir að nnikill áhugi er ríkjandi á Sauöárkróki fyrir endurreisn gamla bæjarins og umhverfis hans. Umræðutillagan að deiliskipu- lagi liggur frammi á bæjarskrif- stofunni almenningi til sýnis og athugasemda. Kári. Sænsku vorvörurnar frá LAPIDUS BUXUR — PILS — VESTI — JAKKAR — PEYSUR — BLÚSSUR í STÆRÐUM 40—48. lympi Laugavegi 25 — Sími 13300 — Glæsibæ — Sími 31300. NÚERANN ENN Á NORÐAN OG HÚSGAGNAHÖLLIN Á BÍLDSHÖFÐA AÐ FYLLAST AF NORÐANVÖRU. VIÐ OPNUM Á FIMMTUDAGINN. Á BOÐSTÓLUM: Sport- og gallabuxur, úlpur, mittisstakkar, skyrtur, sokkar, margs konar bamaíatnaður og inníluttir skór. ENNFREMUR: Prjónajakkar, peysur, vettlingar, treílar, hútur og legghlííar. LÍKA: Mokkaíatnaður margs konar á góðu verði, herra- og dömujakkar, kápur og trakkar og mokkalúííur, hútur og skór á börn og íullorðna. ÞAR AÐ AUKI: Teppagœrur, trippahúðir og leður til heimasaums. EINNIG: Teppabútar, áklœði, gluggatjöld, buxnaetni, kjólaeím og gullíalleg ullarteppi á kostakjörum. OG AUÐVTTAÐ: Garn, meðal annars í stórhespum, loðband og lopi. Stiœtisvagnateiðii: Fiá Hlemmtoigi: Leið 10 Fiá Lœkjaigötu: Leið 15. ★1 m ’(S1 WJ VSA f LA L* SAMBANDSVERKSMIÐJANNA A AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.