Morgunblaðið - 01.02.1985, Síða 29

Morgunblaðið - 01.02.1985, Síða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 29 pJmr0iiw®rWiíiti» Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakið. V erðbréfaviðskipti Umsvif verðbréfamarkað- anna í Reykjavík verða stöðugt meiri. Þeir hafa auk- ið mjög á fjölbreytni á pen- ingamarkaðnum og bryddað upp á nýjungum, sem geta orðið fjármálastarfsemi í landinu til framdráttar, ef rétt er á haldið. Verðbréfa- markaðirnir hafa staðið fyrir öflugu kynningarstarfi, sem hefur eflt áhuga fólks á þeim leiðum til ávöxtunar sparifjár, sem þeir bjóða upp á. Fram til þessa hafa verð- bréfamarkaðirnir verið eins og nýgræðingur sem er að vaxa úr grasi. Þess vegna hefur þeim verið vel tekið. Nú er starfsemi þeirra að verða það ríkur þáttur í fjár- málalífi okkar, að ástæða er til að staldra við og íhuga, hvert stefnt er. Verðbréfamarkaðir eru háþróaðir í öðrum löndum. Þar þykir það sjálfsagt, að atvinnufyrirtæki, sveitarfé- lög, ríkissjóðir, opinberir sjóðir og ýmsir aðilar af því tagi afli fjár til starfsemi sinnar með skuldabréfaút- boði. Að því leyti til er skuldabréfaútboð samvinnu- hreyfingarinnar merkileg nýjung á þessum vettvangi. Verðbréfamarkaðir hér hafa að einhverju leyti byggzt upp á viðskiptum með ríkis- tryggð skuldabréf og er það í alla staði eðlilegt. Starfsemi þeirra nú sýnist hins vegar j auknum mæli byggjast á verzlun með skuldabréf ein- staklinga, sem orðið hafa til í fasteignaviðskiptum. Það er einmitt með sölu slíkra bréfa, sem verðbréfamarkað- irnir telja sig geta boðið eig- endum fjármagns bezt kjör. Líklega er eitthvað orðið um það, að fólk, sem er fjárþurfi vegna byggingaframkvæmda eða íbúðakaupa, útbúi slík bréf og biðji verðbréfasala að koma þeim í verð. Þau eru þá seld með miklum afföllum eins og sjá má í auglýsingum verðbréfamarkaðanna. Hér er ástæða til að staldra við og spyrja, hvort þessi viðskipti séu komin út í ógöngur. Það er Ijóst, að fólk leitar ekki eftir fé á þessum mörkuðum með þeim vöxt- um, sem þar verða að greið- ast, nema vegna vandræða. Það er útilokað mál, að hægt verði að bygcúa verðbréfa- viðskipti á Islandi upp á vandræðum fólks. Hið eðli- lega er, að verðbréfamarkað- urinn verði markaður fyrir- tækja, opinberra aðila og þeirra einstaklinga, sem telja sér hag í því að afla þar fjár til atvinnustarfsemi. Þróunin má ekki verða sú, að þeir verði markaður fólks, sem er í peningavandræðum vegna húsabygginga. Hvarvetna í heiminum er starfsemi verðbréfamarkaða settur ákveðinn rammi með einhvers konar löggjöf. Hér eru að vísu í gildi laga- ákvæði, sem varða þau við- skipti, sem stunduð eru á verðbréfamörkuðum. Sum þau lagaákvæði eru úrelt. Ljóst er, að verðbréfavið- skiptin hefðu ekki komizt af stað, ef þeim hefði verið of þröngur stakkur skorinn. Bezta eftirlitið með þeim er sterkt almenningsálit og vel upplýst fólk um þessi við- skipti. Engu að síður er nauðsynlegt að tryggja með einhverjum hætti heilbrigða viðskiptahætti á þessum mörkuðum. Samkeppnin, sem nú er háð á peningamarkaðnum, er háð við óeðlileg skilyrði. Bankar og sparisjóðir eru búnir að missa hluta þessa frelsis, sem þeir fengu í ág- úst sl. Hendur þeirra eru bundnar að mestu leyti við ákvörðun þeirra vaxtakjara, sem þeir geta boðið við- skiptavinum sínum. Á annan veg er svo ríkissjóður, sem býður kjör á bréfum sínum með þeim hætti, að það er illmögulegt fyrir bankana að keppa við ríkissjóð. Á hinn veginn eru verðbréfamark- aðirnir, sem ákveða nánast sjálfir miðað við vaxtakjör bankanna hvaða ávöxtun- arkjör þeir bjóða. Þetta fár- ánlega kerfi gengur ekki. Samkeppnisaðilar á pen- ingamarkaðnum verða að búa við sömu skilyrði. Fjöl- margir aðilar ráðleggja fólki um beztu ávöxtun fjármuna. Slíkri ráðgjöf fylgir mikil ábyrgð. Oft kemur fleira til álita en bezta ávöxtun á pappírnum. Tryggar endur- greiðslur skipta líka máli og raunar margt fleira. Fátt skiptir meira í viðskiptum með peninga en traust. Sölu- mennska má ekki yfirgnæfa trausta ráðgjöf, hvorki hjá ríkissjóði, bönkum og spari- sjóðum né verðbréfasölum. Trillan Gustur er notuA til að kom- ast að búrinu þegar þörf krefur, en eins og sjá má er það varið sjógangi með plankabrúm beggja vegna. Laxinn er gráðugur og fjörugur eins og sjá má og tók nokkur smástökk fyrir Friðþjóf Ijósmyndara. Nú stefnum við á kaup á 50.000 seiðum frá Ólafi Skúlasyni á Laxa- lóni í vor og nýta hér eins og unnt er glæsilegar aðstæður og þá möguleika, sem virðast vera í fiski- ræktinni. Allt er það þó háð vin- semd og trú stjórnvalda á nýjar atvinnugreinar. Það er sjálfsagt ekki mikið mál að byggja hér upp fiskirækt, sem samsvarar verð- mætasköpun eins til tveggja skut- togara. Ef sú reynsla, sem við höf- um fengið til þessa, er rétt og raunhæf, er það mjög auðvelt. I sumar kemur til starfa hjá okkur Svanur sonur minn, sem lært hefur fiskirækt í Noregi og innan eins árs stefnum við á að framleiða allt fóð- ur sjálfir, sem þarf í fiskeldið. í því augnamiði höfum við sett meltu- tanka í togarann, en meltuna not- um við til fóðurgerðarinnar, þegar þar að kemur. Mér finnst það mjög brýnt, að fiskeldi verði fært frá landbúnað- arráðuneytinu yfir í sjávarútvegs- ráðuneytið. Fiskeldi getur aldrei orðið annað en sjávarútvegur, fisk- urinn er alinn í sjó, unninn í frysti- húsum og skipin afla fóðursins. Þá finnst mér núverandi stjórnvöld engan veginn hafa staðið sig í stykkinu. Þau hafa ekki tekið á „stjórnskipuðum" vanda sjávarút- vegsins, aðeins velt honum á undan sér og hafa engan veginn tekið nægilega fast á málunum. Það gengur ekkert með því að láta reka á reiðanum,“ sagði Guðmundur Runólfsson. — HG - Stefimm á 50.000 seiða laxeldi í sjó Rætt við Guðmund Runólfsson fiskverkanda og útgerðarmann í Grundarfirði GRUNDARFJÖRÐUR mun vera yngsta sjávarpláss á landinu. Á þriðja áratugnum byrjaði búseta þar, en byggð fór ekki að rísa þar að marki fyrr en upp úr árinu 1940, er þar var stofnað frystihús í eigu velflestra verkfærra manna í Eyrarsveit. Lífsafkoman byggist að mestu á sjónum, þó þar séu ýmis myndarleg þjónustufyrirtæki. f dag búa um 800 manns í Grundarfirði, þar eru 4 fiskvinnslustöðvar, tveir togarar og sjö bátar, fiskimjölsverksmiðja og laxeldi í sjó hófst á staðnum síðastliðið haust. Guðmundur Runólfsson, útgerð- armaður, fluttist barnungur í plássið og hefur búið þar siðan. Hann rekur nú ásamt fjölskyldu sinni togarann Runólf, fiskvinnsl- una Sæfang og er með laxeldi í sjó. Auk þess er Sæfang hluthafi í fiskimjölsverksmiðjunni. Morgun- blaðsmenn ræddu við Guðmund er þeir áttu leið um Grundarfjörð fyrir nokkru. „Við Grundfirðingar höfum um þessar mundir miklar áhyggjur af rýrnandi aflahlut staðarins. 1983 var heildaraflinn hér 12.996 lestir en á síðasta ári 9.748 eða um fjórð- ungi minni. Því eru menn farnir að leita fanga annars staðar en í bol- fiskinum og niðurstaða þess er meðal annars nýfengið skelvinnslu- leyfi Hraðfrystihúss Grundar- fjarðar og laxeldið hjá mér þáttur í því. Það eru nú um 10 ár síðan við fengum togarann Runólf, en með honum kom mikill fjörkippur í at- vinnulíf á staðnum og uppbyggingu hans og bjartsýni í kjölfarið. Tog- arinn hefur reynzt vel í alla staði og stendur undir 34 til 35% af afla og verðmætasköpun byggðarlags- ins. Hann lagði fyrst upp hjá Hraðfrystihúsinu að mestu, en Soffanías og rækjuvinnsla Júlíusar Gestssonar tóku hluta aflans. Fyrir 6 árum keyptum við hlut í rækju- vinnslu Júlíusar Gestssonar og höf- um síðan yfirtekið fyrirtækið að mestu og nefnum það nú Sæfang. Með því hófum við fiskvinnslu, að- allega frystingu á bolfiski og markmiðið er að við getum tekið rösklega allan aflann af Runólfi og unnið hann í dýrustu pakkningar. Við höfum tekið í notkun laus- frystitæki frá Árna Ólafssyni hf., sem reynzt hafa mjög vel og bæta framleiðsluna talsvert. Þá rekum við einnig eigið netaverkstæði og höfum gert svo lengi. Það nýjasta hjá okkur er síðan iaxeldið. Við fengum áhugann á þvi Morgunblaöift/Friftþjófur Jæja, hvernig lízt þér á? Búrið er talsvert frá landi og bér sést hið tignarlega Kirkjufell { baksýn. fyrir nokkrum árum og einn úr fjölskyldunni fór í nám í fiskeldi í Noregi í þessu augnamiði. Við er- um nú með tilraunaeldi á 4.000 löx- um í sjó eftir norskri fyrirmynd. Búrið er áti á víkinni hérna undir Kirkjufellinu nokkur hundruð metra undan landi. Fóðrinu dælum við venjulega út í búrið úr landi og hefur það gengið mjög vel og fisk- urinn dafnar vel, vex hratt og virð- ist vel frískur. Fóðrið blöndum við sjálfir og höfum í því talsvert af smokkfiski, samkvæmt ábending- um vísindamanna og er það hin mesta kjarnafæða. Hitastig sjávar- ins virðist mjög ákjósanlegt og hef- ur það varla farið niður fyrir 4 gráður í vetur, sem þykir mjög gott. Það má því segja, að það eina, sem okkur skorti á að hafa fengið nægilega reynslu í vetur, séu verri veður. Bræðurnir Guðmundur Smárí og Páll Guðfinnur Runólfssynir fóðra laxinn. Guð- mundur Smári er framkvæmdastjóri fiskverkunarinnar, en Páll Guðfinnur sér um laxinn. Guðmundur Runólfsson Mikil samstaða síldarsaltenda — allir fylgjandi núverandi fyrirkomu- lagi á sölu saltsíldar FÉLÓG síldarsaltenda funduðu í síðustu viku um vaxandi óvissu í markaðsmálum saltsíldar, meðal annars vegna þess, að viðræður um nýjan fimm ára viðskipta samning við Sovétríkin standa nú fyrir dyrum. Mikil samstaða var meðal fundarmanna og sam- þykktu þeir meðal annars sam- hljóða að sölufyrirkomulagi á saltsíld væri bezt fyrir komið eins og það er nú. Á fundi nær allra síldarsalt- enda á Islandi, sem haldinn var sl. fimnitudag 24. janúar á Hótel Sögu í Reykjavík, var eftirfar- andi ályktun samþykkt með öll- um atkvæðum: „Vegna umræðna, sem átt hafa sér stað að undanförnu um breytingar á útflutningsverslun landsmanna, lýsir fundurinn yf- ir eindregnum stuðningi við fyrirkomulag það, sem gilt hef- ur um sölu á saltaðri síld undan- farna áratugi. Síldarsaltendur eru, að fenginni reynslu, ekki í nokkrum vafa um að á þann hátt er hagsmunum þessarar at- vinnugreinar og þjóðarinnar allrar best borgið." Að fundi loknum var gerð skrifleg könnun á því hjá öllum söltunarstöðvum landsins, hvort óskað væri eftir breytingum á sölufyrirkomulaginu eða hvort sölumálin yrðu áfram í höndum Síldarútvegsnefndar. Niðurstöð- ur á könnuninni urðu þær, að allar stöðvarnar — 52 að tölu — óskuðu eftir því að sala og út- flutningur saltsíldar yrði áfram á vegum Síldarútvegsnefndar. „Þessi skoðanakönnun var að- eins einn liðurinn á dagskrá fundarins," sagði Hermann Frá fundi sfldarsaltenda. Hansson, formaður Félags síld- arsaltenda á Norður- og Áustur- iandi, er Mbl. leitaði nánari frétta af fundinum. Hermann sagði, að aðaltilefn- ið til fundarboðunarinnar hefði verið vaxandi óvissa í mark- aðsmálum saltsíldar, m.a. með tilliti til þess að núverandi 5 ára viðskiptasamningur íslands við Sovétríkin sé að renna út og að viðræður um nýjan samning muni væntanlega hefjast í apríl. Auk þess hefðu verið á dag- skránni önnur mál er snerta undirbúning næstu vertíðar. „Það ríkti mikil samstaða um öll þau mál sem fundurinn fjall- aði um,“ sagði Hermann að lok- um, „og færi betur að svo væri almennt í sjávarútveginum." AF ERLENDUM VETTVANGI eftir LARRY GERBER Pólitísku réttarhöldin í Júgóslavíu: Aðför að frjálsræðis- öflum hefur mistekist í Júgóslavíu hefur um árabil tíðkast meira frjálsræði, en menn eiga að venjast í ríkjum kommúnista í Austur-Evrópu. I því sambandi er oft talað um Yogoslorenski puti, hina júgóslavnesku leið til sósíalisma, sem falið hefur í sér vísi að lýðréttindum og atvinnufrelsi. Ýmislegt bendir til þess að áhrifamenn í núverandi stjórn landsins telji að of langt hafí verið gengið og vilji stöðva frjálsræðisþróunina. Til marks um þaö má hafa hin forvitnilegu réttarhöld, sem undanfarna þrjá mánuði hafa farið fram í höfuðdómshúsinu í Belgrad, Réttlætishöllinni. Réttarhöld þessi hófust 5. nóvember og komu þá sex menntamenn fyrir réttinn ákærðir fyrir að brugga launráð gegn stjórnvöldum. Refsing fyrir slíkt athæfi er 5—10 ára fang- elsi. Síðan hefur það gerst að all- ar sakargiftir gegn einum sex- menninganna, Pavlusko Imsiro- vic, 36 ára gömlum þýðanda, hafa verið dregnar til baka og ákærum á hendur þremur hinna breytt þannig, að þeim er nú að- eins gefið að sök að hafa breitt út áróður, sem fjandsamlegur er ríkisstjórn landsins. Þyngsti dómur fyrir slíkt afbrot er 10 ára fangelsisvist. „Frjáls háskóli“ Mennirnir sex voru í hópi 28 manna, sem lögregla handtók í íbúð nokkurri í höfuðborginni 20. apríl í fyrra, en þá stóð þar yfir umræðufundur, sem hinn kunni andófsmaður Milovan Djilas, fyrrum varaforseti Júgó- slavíu, ávarpaði. Umræðufundir þessir, sem stundum hafa verið nefndir „hinn frjálsi háskóli", hófust fyrst árið 1977 og yfirvöld hafa alla tíð vitað af þeim, en fram að þessu hafa þau ekki tal- ið ástæðu til afskipta. Menn hafa safnast þar saman til að ræða hin ólíkustu hugðarefni, ekkert síður um bókmenntir og kvikmyndir en stjórnmál og stjórnmálamenn, og þar hafa menn líka haft tækifæri til að skrafa saman óformlega, stofna til kynna og segja nýjustu slúð- ursöguna í bænum. Fólkið, sem handtekið var, var fljótlega látið laust og sexmenn- ingarnir, sem eru hinir einu úr hópnum, sem sætt hafa ákæru, geta enn um frjálst höfuð strok- ið. Þeir hafa m.a. getað rætt við erlenda fréttamenn, sem fenglö hafa að fylgjast með réttarhöld- unum yfir þeim. Mennirnir fimm, sem enn eru á sakabekk, eru Miodrag Milic, 55 ára gamall handritahöfundur; Dragomir Olujic, 35 ára gamall útvarps- maður; Gordan Jovanovic, 23 ára gamall heimspekinemi, og Milan Nikolic, 37 ára gamall félags- fræðingur. „Þessir menn hafa ekkert gert af sér,“ er haft eftir Srdja A. Popovic, lögfræðingi í Belgrad, sem sérhæfir sig í mál- um andófsmanna. „Réttarhöldin eru fyrst og fremst pólitísk," segir hann. „Þau snúast alls ekki um það hvað mennirnir hafa gert eða ekki gert“. I sama streng hafa hinir ákærðu tekið i viðræðum við er- lenda fréttamenn. „Þessi réttar- höld verða farsakenndari með hverjum degi sem líður“, er haft eftir Milan Mikolic. „Dómarinn veit ekki hvernig hann á að snúa sér í þessu máli, því við sem ákærðir erum sýnum ekki nein merki um ótta, eins og hann átti von á.“ Málaferli úr böndum Málaferlin hafa ekki tekið þá Vladimir Mijanovic Miodrag Milic stefnu, sem talið er að harðlínu- menn í kommúnistaflokknum og rikisstjórninni, kjósi. „Sannan- ir“ þær, sem ákæruvaldið hefur lagt fram til að rökstyðja sak- argiftir. bvkia léttvægar og vitni, sem kö''uð hafa verið fyrir réttinn, hafa ekki verið því hliðholl. Áheyrendur i réttar- salnum, sem m.a. eru fulltrúar vestrænna mannréttindasam- taka, hafa ekki verið uppörv- andi; þeir hafa ekki farið í launkofa með samúð sína með hinum ákærðu. Eitt vitnanna, Nebojsa Jevric, sagði t.d. í vitnisburði sínum í desember, að hann hefði sótt umræðufundina í þrjú ár og þeir hefðu verið opinbert leyndarmál. „Það er ekki til það kaffihús hér í Belgrad, þar sem þessa um- ræðufundi hefur ekki borið á góma. Ef hinir ákærðu eru sekir þá gildir hið sama um okkur öll hin, sem þessa fundi sóttum," sagði hann. Til dæmis um „sönnunargögn" stjórnvalda má nefna prófrit- gerð eftir Milan Nikolic, sem hann samdi fyrir þremur árum er hann var við framhaldsnám í Brandeis-háskóla í Massachus- etts í Bandaríkjunum. í ritgerð- inni eru leidd að því rök, að hið svonefnda „sjálfstjórnarkerfi verkamanna", sem Tító kom á legg (en það felur í sér nokkurt frelsi handa verkafólki til að Pavlusko Imsirovic ákveða fyrirkomulag vinnu, af- köst o.fl.), gangi ekki upp. Enn' fremur er því haldið fram í rit- gerðinni, sem skrifuð er á ensku og aldrei hefur verið gefin út, að stjórnmálaleiðtogar í Júgóslavíu hafi gert mörg klaufaleg mistök. Að tapa ekki áliti á Vesturlöndum Það er ekki við því að búast, að mótbyr sá, sem yfirvöld í Júgó- slavíu sæta vegna réttarhald- anna verði til þess að fimm- menningarnir verði sýknaðir. Ólíklegt er, að dómar yfir þeim verði mjög þungir, en nær ör- uggt að um einhvern tíma verða þeir látnir dúsa í fangelsi og bætast þá í hóp þeirra 600 manna, sem talið er að sitji inni í landinu vegna stjórnmálaskoð- ana sinna. Vestrænir stjórnarerindrekar, sem fylgst hafa með réttarhöld- unum, segja augljóst að þau hafi snúist í höndum stjórnvalda. Þau áttu að vera áminning til frjálsræðisafla í landinu um að fara sér hægt, en hafa í reynd orðið til að efla andstöðuna við stjórnvöld og opna augu fólks fvrir nauðsyn brevtinea á iúeó- slavnesku samfélagi. Éin ástæðan fyrir því, að stjórnvöld treysta sér ekki til að láta til skarar skríða gegn frjáls- ræðisöflum í landinu er sú, að þau vilja ekki glata því áliti, sem þau hafa aflað sér á Vesturlönd- um. Engin tilraun hefur t.d. ver- ið gerð til að leggja stein I götu þeirra erlendu fréttamanna, sem fylgst hafa með réttarhöldunum. Skýringin á þessu er sú, að efna- hagur Júgóslavíu er afar bágbor- inn. Verðbólga er 58% á ári, framfærslukostnaður hefur hækkað um 322% á fjórum ár- um, ein milljón manna gengur atvinnulaus og gjaldmiðillinn, dinar, er óstöðugur. Komið er í veg fyrir hrun með aðstoð lána- stofnana á Vesturlöndum og nema skuldir Júgóslava við þær nú 20 milljörðum bandaríkja- dala. Það skiptir stjórnvöld I Júgóslavíu miklu máli, að unnt sé að semja áfram um hagkvæm lán og endurgreiðslur. Þau átta sig á því, að til að það dæmi gangi upp, er óráðlegt að ögra um of almenningsálitinu á Vest- urlöndum. Larry Gerber er fréttamaður hjá AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.