Morgunblaðið - 01.02.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUQAGUR 1. FEBRÚAR1985;
33 .««<•
Kristín Jóna Stef-
ánsdóttir — Minning
Fædd 2. mars 1939
Dáin 23. janúar 1985
í dag kveðjum við hinztu kveðju
Kristínu vinkonu okkar og sam-
starfsfélaga, er lést í Landa-
kotsspítala 23. janúar sl.
Fyrir ári gekkst Kristín undir
læknisaðgerð vegna þess sjúk-
dóms er svo marga leggur að velli
og læknavísindum hefur enn ekki
tekist að vinna bug á. Þrátt fyrir
að Kristín virtist nokkuð hress
eftir aðgerðina, og vann öðru
hvoru á vinnustað sínum Ási, náði
sjúkdómurinn yfirhöndinni og
hún fór á sjúkrahúsið öðru sinni í
ágúst sl. Kristín Jóna Stefánsdótt-
ir fæddist í Reykjavík 2. mars
1939 og var yngsta barn foreldra
sinna, Oddnýjar Vilborgar Guð-
jónsdóttur og Stefáns Hermanns-
sonar stýrimanns. Hin eru Hrafn-
hildur er bjó lengst af í Bandaríkj-
unum og lést þar 1976, Jóhann
hjúkrunarfræðingur og Hermann
bankastarfsmaður.
Stefán faðir Kristínar fórst með
togaranum Gullfossi árið 1941 og
stóð Oddný þá ein uppi með
barnahópinn. Oddný lét ekki bug-
ast þá fremur en ætíð síðan. Hún
hafði í mörg ár matsölu á heimili
sínu hér í borginni. Hafði „kost-
gangara", eins og það var kallað.
Þannig sá hún sér og sínum far-
borða meðan börnin voru í heima-
húsum og luku sínu námi. Kristín
hóf nám í barnaskóla, en hennar
námsdvöl varð einungis einn vet-
ur, þar sem hún átti ekki samleið
með jafnöidrum sínum í námi. Á
þeim árum var hvorki stuðnings-
né sérkennsla veitt þeim börnum
er ekki gátu stundað hið hefð-
bundna nám.
Geta má nærri hve þungbær
reynzla það hefur reynst mörgum
foreldrum, að fá hvorki stuðning,
né heldur þjálfun og kennslu við
hæfi þessara barna sinna.
Árið 1958 er Styrktarfélag van-
gefinna í Reykjavík stofnað.
Fljótlega eftir það fóru konurnar í
félaginu að halda fundi mánaðar-
lega. Mikill áhugi og baráttuhugur
var í konunum á þessum árum,
enda þekktu mæðurnar hvað best
erfiðleikana og skilningsleysið á
högum vangefinna. Oddný móðir
Kristínar var ein af þeim mæðrum
er sótti fundina trúfastlega frá
upphafi.
Fyrsta verkefni félagsins var að
byggja og starfrækja dagheimili.
Dagheimilið Lyngás tók til starfa
1961 og var ætlað börnum. Fljót-
lega vistast Kristín í Lyngás, enda
ekki í önnur hús að venda til þess
LITGREINING MEÐ
___I
CROSFIELD
540
LASER
LYKILLINN AO VANDAORI
LITPRENTUN
MYNDAMÓT HF.
að fá kennslu og þjálfun. Þrátt
fyrir það að heimilið hefði upp-
haflega verið ætlað börnum, vist-
uðust nokkrir unglingar og full-
orðnir þar á þessum árum.
Árið 1971 hefur Styrktarfélagið
lokið byggingu annars dagvistar-
heimilis í Reykjavík, ætlað ungl-
ingum og fullorðnu fólki. Kennslu-
og starfsþjálfunarheimilið Bjark-
arás við Stjörnugróf tók á móti
sínum fyrstu vistmönnum í nóv-
ember 1971, og var Kristín ein af
þeim þrettán er mættu fyrsta
starfsdaginn. Við sem kynntumst
og störfuðum með Kristínu í þau
tíu ár er hún dvaldi í Bjarkarási
og síðan síðustu þrjú árin í Ási,
eigum margar góðar minningar.
Við minnumst Kristínar sem
leiðtoga. Hún vildi hafa forystu og
tókst það prýðilega. Kristín var
með afbrigðum kurteis og prúð í
framkomu og það svo að eftirtekt
vakti.
Mikilvægur áfangi var það fé-
lögunum í Bjarkarási er tólf
þeirra hófu starf á verndaða
vinnustaðnum Ási, Brautarholti 6,
er Styrktarfélagið starfrækir. I
þeim hóp var Kristín. Loks var
þeim áfanga náð er stefnt hafði
verið að undangengin ár. Að vera
virkur í þjóðfélaginu. Starfa við
þau viðfangsefni er geta og kraft-
ar leyfðu. Taka við launum fyrir
vinnu sína, sem og aðrir framleið-
endur úti á hinum almenna vinnu-
markaði.
Félagar og samstarfsmenn
Kristínar eiga mörg erfitt með að
skilja, hvers vegna þrír félagar á
besta aldri eru kallaðir burt svona
hver á eftir öðrum, eða á tæplega
einu ári.
Hvers vegna var þeim ekki ætl-
að lengra líf?
Við söknum Kristínar. Hún skil-
ur eftir sig ljúfar minningar sem
við geymum. Það er mikill missir
fyrir Oddnýju að sjá nú á eftir
annarri dóttur sinni, ekki sízt
Kristínu, en þær mæðgur bjuggu
saman alla tíð.
Starfsfólk Bjarkaráss og Áss,
kennarar Þjálfunarskólans við
Stjörnugróf, félagar Kristínar og
samstarfsfólk, senda Oddnýju
móður hennar svo og öðrum að-
standendum, innilegar samúð-
arkveðjur.
Við viljum einnig þakka starfs-
fólkinu á deild 3B, Landakoti, um-
önnun þeirra og hlýju í garð
Kristínar. Við vitum að þar leið
henni vel. Blessuð sé minning
Kristínar Stefánsdóttur.
Gréta Bachmann
Hafliði Hjartarson
Hinn 28. febrúar 1941 fórst tog-
arinn Gullfoss í hafi í ofsaveðri út
af Snæfellsnesi. Með skipinu týnd-
ist öll áhöfnin, 19 menn. Fyrsti
stýrimaður á skipinu var Stefán
Hermannsson 35 ára gamall, ætt-
aður frá Seyðisfirði. Hann lét eftir
sig konu, Oddnýju Guðjónsdóttur,
ættaða frá Kotmúla í Fáskrúðs-
firði, og fjögur börn, hið yngsta
tæpra tveggja ára og hið elsta
fjórtán ára.
Nærri má geta, að þetta var
reiðarslag fyrir konuna, sem nú
stóð ein eftir méð börnin fjögur.
En Oddný lét ekki bugast, fremur
en mörg önnur sjómannskona,
sem um sárt átti að binda á þess-
um árum, þegar bæði styrjaldar-
átök og harðviðri hjuggu stór
skörð í raðir íslenskra sjómanna.
Ein og óstudd kom hún börnum
sínum til manns, þó lengst af væri
þröngt í búi.
Oddný hefur nú horft á bak
tveimur dætrum sínum hverfa úr
tölu lifenda. Elsta dóttir hennar
Hrafnhildur Erla eða Stella, sem
búsett var í Bandaríkjunum, lést
árið 1977 og í dag er gerð útför
yngstu dótturinnar, Kristínar
Jónu.
Kristín Jóna eða Stína eins og
hún var jafnan kölluð, var alla tíð
í heimili hjá móður sinni. Á
barnsaldri veiktist hún mjög hast-
arlega með þeim afleiðingum að
hún tók ekki út eðlilegan andlegan
þroska eftir það.
Saga Stínu er því saga konu,
sem fór á mis við flest það í lífinu,
sem aðrir telja sjálfsagt að
höndla. Stína gerði fáar kröfur til
lífsins gæða og því þurfti ekki
mikið til að gleðja hana. Hún vildi
öllum vel og flestir báru gæfu til
að endurgjalda einlægt og barns-
legt viðmót hennar með hlýju og
góðsemi.
Nokkru eftir að starfsþjálfunar-
og kennslustofnunin Bjarkarás í
Stjörnugróf og síðar verndaður
vinnustaður þar í næsta nágrenni
tóku til starfa, gerðist Stína þar
starfsmaður. Á þessum stöðum
varð hún aðnjótandi kennslu og
þjálfunar, sem gaf henni aukið
sjálfstraust og kom henni til að
líta á sjálfa sig sem gildan þegn í
þjóðféiaginu. Eftir að Bjarkarás
og vinnustaðurinn urði henni at-
hvarf fór hún daglega „í vinnuna"
sambærilega og aðrir sem á þön-
um voru í kringum hana.
Stína gerði ekki víðreist um
ævina. Þó fór hún með vistfólki í
Bjarkarási i orlofsferðir til Nor-
egs og Spánar. Þessar ferðir víkk-
uðu sjóndeildarhring hennar og
urðu henni minning um ógleym-
anlega röð ævintýra, sem hún
vitnaði oft til. f Bjarkarási átti
hún góða daga og skal starfsfólki
og vinum hennar og félögum þökk-
uð umhyggja, kennsla og félags-
skapur, sem hún varð þar aðnjót-
andi.
Skyldfólki Stínu, tengdafólki og
öðrum vinum hennar skal þökkuð
ræktarsemi, sem það auðsýndi
henni alla tíð og allt til hinstu
stundar.
Læknum og hjúkrunarfólki á
Landakotsspítala er þökkuð góð
umönnun sem Stína hlaut þar í
baráttu við bráðan sjúkdóm.
Ottar Kjartansson
Garðar Magnm-
son — Kveðjuorð
Fæddur 28. júlí 1922
Dáinn 25. janúar 1985
í dag kveðjum við elskulegan
afa okkar, Garðar Magnússon,
sem lést skyndilega þann 25. janú-
ar sl. 62 ára að aldri.
Við afabörnin áttum svo margar
gleðistundir með afa okkar þessi
ár sem við fengum að njóta hans.
Hann var ætíð tilbúinn að bregða
á leik ef svo bar undir.
Sérstaklega viljum við þó minn-
ast sumarbústaðaferðanna sem
voru og eru ógleymanlegar og allt-
af hlökkuðum við til næsta
Hver tilgangurinn er það skilj-
um við ekki nú, en mestu máli
skiptir að afa líði vel þar sem
hann er nú hjá Guði.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við kveðja afa okkar.
Missir elsku ömmu okkar er
mikill og söknuðurinn sár.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(sd. 1886 — V. Briem).
Afabörn