Morgunblaðið - 01.02.1985, Side 44

Morgunblaðið - 01.02.1985, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBROAR 1985 Þorramatur að þjóð- legum sið í Naustinu „Þurr skyldi þorri,/ þeysin góa,/ votur einmánuður/ og þá mun vel vora“ segir í gömlu kvæði og að þessu leyti hefur þorrinn ekki brugðist vonum landsmanna enn sem koraið er. Veitingahúsið Naustið ætlar heldur ekki að bregðast gestum sínum á þorran- um en nú er liðinn rúmur aldar- fjórðungur síðan Halldór Gröndal, þáverandi veitingamaður í Naust- inu, tók upp á þeim þjóðlega sið að hafa íslenskan mat á boðstólum á þessum árstíma. Með þorrakomunni var blaða- mönnum að venju boðið að gæða sér á þorramatnum í Naustinu og sagði þá Ómar Hallsson, veit- ingamaður, nokkuð frá tildrög- um þessa siðar, sem á stuttum tíma hefur skotið föstum rótum með þjóðinni. Var síðan matur- inn borinn fram í trogum og svo vel úti látinn, að jafnvel hraust- ustu matmenn þurftu ekkert að óttast. Hefur það að sögn ómars ekki átt minnstan þátt í vinsæld- um hans auk þess sem sú breyt- ing hefur orðið með árunum, að ungu fólki er ekki lengur fram- andi íslenskur matur. Þannig var þó komið á sínum tíma þegar Naustið tók upp á þessari menn- ingarlegu nýbreytni. Aðföngin í þorramatinn eru ættuð úr ýmsum landshlutum en veitingamennirnir á Naustinu sjá sjálfir um að tilreiða hann. Er hafist handa við það um mánaðamótin september- október og byrjað á súrsuninni en við hana er notuð mysa, sem ein getur tryggt rétta súrbragð- ið. Óþarfi ætti annars að vera að tína allt til, sem finna má í trog- unum, lundabagga, hrútspunga, sviðakjamma, harðfisk, flat- brauð og annaö góðgæti, en Ómar vildi láta þess getið, að súrsuðu selshreifarnir eru komnir vestan úr Breiðafirði og af Vestfjörðum og þaðan er líka hárkarlinn, sem vill standa dá- lítið í sumum en öðrum finnst ómissandi með viðeigandi veig- um. íslenskur matur virðist falla fleirum vel í geð en fslendingum og sagði ómar, að sér hefði kom- ið á óvart hvað útlendingum lík- aði hann vel. Það hefði líka sitt að segja, að þegar fólk kæmi á erlenda grund vildi það reyna eitthvað nýtt, eitthvað sem væri öðruvísi en það ætti að venjast og minnti það á land og þjóð. Morgunblaðið/RAX Ómar Hallsson, veitingamaður f Naustinu, hugar að þorramatnum í geymslum Naustsins ásamt matreiðslumönnum sínum. Smiöjuvegi 1,% Kópavogi Föstudagur: ^ . | iJBPP' Gömlu dansarnir 21—02. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur og syngur. Skemmtiatriöi. Nú veröur stanslaust fjör. Aög. 150 kr. Laugardagur: Hljómsveitin Goðgá. Skemmtikraftar: kl. 22—03: Bjössi Bolla og töframaðurinn Ágúst ísfjörö. Aög. 150 kr. Sunnudagur kl. 21.00—00.30. Samkvæmisdansar, diskótek. Aög. 120 kr Vínveitingar ekki enn aem komið er. Snyrtilegur klæðnaður. Aldurstakmark 18 ára. Sími 46500 leópurínN ON °G NVAONVJ JÖSSl aldrei betri, skemmta í kvöld og hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar. KÓPAKRA OPIN FRÁ KL. 20. , AUÐBREKKA 12, KÓPAVOGI. SÍMI 46244. Ræðst við í nýju ölstofunni: Frá vinstri: Pálmi Lórensson, veitingamaður, Pálmi Gunnarsson, hljómlistarmaður, Sigmar Pálmason, bílstjóri og fyrrver- andi útherji, og Ragnar Sigurjónsson, hljómlistarmaður. Vestmannaeyjar: • • Olstofa opnuð í Gestgjafanum Vestmannaeyjum, 29. janúar. SÍÐASTLIÐINN föstudag opnaði Gestgjafinn í Vestmannaeyjum aftur eftir gagngerðar endurbætur sem gerðar hafa verið á staðnum. Gestgjafinn er velþ«-kktur og gamalkunnur matsölustaður en með þeim breytingum sem gerðar hafa verið hefur staðurinn verið færður í nýtískuiegt horf og þjónar nú jöfnum höndum sem vandaður matsölustaður og „pöbb“ í hærri gæðaflokki. Mjög vel hefur til tekist með innréttingar á staðnum en þær eru að mestu leyti frá trésmiðj- unni Árfelli hf. í Reykjavík en smekkleg og þægileg húsgögn koma frá Meiði. Við breytingarnar hefur verið saminn nýr matseðill fyrir staðinn og boðið er uppá freyðandi „öllara" auk allra al- mennra veitinga. Það var ekki annað að sjá en Vestmannaeyingar tækju þessum nýja stað vel, því fullt var út úr dyrum öll kvöld á helginni. Stað- urinn rúmar vel á annað hundrað manns. Um helgina skemmti þarna nýtt söngtríó sem mun koma fram á Gestgjafanum um helgar í vetur. Tríóið kallast Náttsól og er skipað þeim Sigurrós Ingólfsdóttur, Rut Reginalds og Sigurgeir Jónssyni. Náðu þau upp feiknagóðri stemmningu á föstu- dagskvöldið þegar útsendari Mbl. var að kynna sér staðinn í boði húsráðenda. Það eru hjónin Pálmi Lórensson og Mary Sigurjónsdóttir sem reka Gestgjafann og þau reka einnig á sama stað skemmtistaðinn Skans- inn og hið vandaða Hótel Gest- gjafinn. Mjög góð aðsókn hefur verið að Skansinum síðustu helg- arnar og þar ríkjandi mikið fjör. Á Skansinum spilar fyrir dansi mjög góð hljómsveit Pálma Gunnarssonar sem nefnist Ex- port. Upp á síðkastið hafa komið fram með hljómsveitinni þeir bræður Helgi og Hermann Ingi STAÐUR MEÐ NYJU ANDRÚMSLOFTI Hljómsveitin Fjörorka sér um fjöriö í kvöld. Kráarhóll opnar kl. 18.00. Mætið í betri fötunum. Aldurstakmark 20 ár. Boöiö veröur upp á 'ii Skiphóls-kokteilinn milli kl. 10—11.30. Stóphrll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.