Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 MorgunblaðkJ/Hllmar bæoerg •Þórdís og Sveinn eftir sigur- inn. Stórsvigsmót: Þórdís og Sveinn unnu Stórsvígsmót Ármanns og jafnframt fyrsta mótió sem fer fram í Bláfjöllum á þessu ári, fór fram á sunnudag. Keppt var í flokki 15—16 ára drengja og stúlkna. Úrslit uröu þessi: Flokkur stúlkna 15—16 ára. mín. 1. Þórdís Hjörleifsdóttir, Vík. 1:51,89 2. Snædís Ulriksdóttir, Árm. 1:53,65 3. Guöný Hansen, Árm. 1:59,77 Flokkur drangja 15—16 éra. 1. Sveinn Rúnarsson, KR 1:42,57 2. Baldur Bragason, KR 1:42,90 3. Eirikur Haraldsson, Fram 1:44,13 Margir sterkir ísienskir leikmenn fjarri á mótinu Frá Þórarni Ragnaraayni, biaóamanni Morgunblaóaina í Frakklandi. Upphaflega stóó til aö 16 leik- menn yröu í íslenska landsliös- hópnum hér í Frakklandi, en þrír boöuöu forföll á síöustu stundu og leika ekki meö. Þaö eru þeir Atli Hilmarsson, Sigurður Sveins- son og Bjarni Guömundsson. Bjarni fékk reyndar leyfi til aö leika gegn Ungverjum í gær, en þannig stóó á flugi aó hann heföi ekki náó tímanlega í leikinn, því mætti hann ekki. Þaö sýnir best hina miklu breidd sem er í íslenskum handknattleik i dag, að a.m.k. átta mjög sterkir leikmenn eru fjarverandi og ísland gæti því stillt upp tveimur sterkum landsliöum í dag. Leikmenn eins og Kristján Sigmundsson mark- maður Víkings, sem varöi svo frá- bærlega gegn Júgóslövum á dög- unum, Guömundur Guömundsson, Karl Þráinsson, Steinar Birgisson og Viggó Sigurösson allir úr Vík- ingi og Hans Guömundsson FH. Þessir leikmenn gáfu ekki kost á sér til fararinnar. Landsliöin, sem taka þátt í mót- inu, búa öll á sama staö á snyrti- legu hóteli fyrir utan Lyon og er aöbúnaöur mjög góöur, íslend- ingarnir kvörtuöu þó undan þvi aö fá ekki nóg aö boröa í morgunmat, en því veröur kippt i liöinn. Mikiö álag islenska iandsliöiö er undir miklu álagi þessa dagana hér í Frakklandi, þaö ieikur ekki einung- is á hverjum degi erfiða landsleiki, því Bogdan landsliösþjálfari er meö strangar æfingar á hverjum morgni og standa þær yfir í tvo klukkutíma. Fararstjórn íslenska liösins mun reyna aö taka aöra leiki upp á myndband, svo hægt veröi aö fylgjast náiö meö leik liöanna og skoöa einstaka leikmenn. í lok mótsins mun veröa valinn besti leikmaöurinn, besti mark- maöurinn og jafnframt prúöasta liöiö, en gefinn veröa refsistig viö hverja brottvísun af leikvelli, gul spjöld og ef leikmenn veröa útilok- aöir frá leik. Þjóöirnar eru meö alla sína sterkustu leikmenn í keppninni aö undanskyldum Ungverjanum Kov- acs sem getur ekki leikið meö, en hann er einn af betri handknatt- leiksmönnum í heiminum í dag. • Hans Guðmundsson, einn þeirra sem ekki gátu gefiö kost á sár. Drátturinn í Evrópukeppni Oregið var í Evrópukeppn- inni í handbolta á dögunum eins og við höfum þegar greint frá. Hér á eftir fer drátt- urinn í heild sinni: Kabr Keppni meistaraiiöa Metaloplastica Sabac — FH Atletico Madrid — Dukla Prag Kappni bikarhata: Lugi, Sviþjóö — ZSKA Moskvu, Sovétríkj- unum Víkingur — Barcetona. Spáni IHF-keppnin: Saporoshe, Sovétr/Proleter Nafta, Júgóal. — Tacniaa Alicante, Spáni Minaur Baia Mara, Rúmeniu — Wat Margaratan, Austurríki Konur Keppni meistaraliða: Spartak Kiew, Sovétr. — SC Leipzig, A-Þýskalandi Radnicki Belgrad. Jugosl — Hypobank, Austurrikl. Keppni bikarhafa: CSKA Sofia. Bulgariu — Druzstevnik Topolniki, Tékkóslóv. Selchoztech Krasnodar, Sovétr. — Buduc Tltograd. Júgóslv. IHF-keppnin: Iskra Partizanske. Tékkósl. — Vasas Budapest. Ungverjalandi ASK Vorwaerts, A-Þýskal. — TV Lutzell- inden, V-Þýskal Leikir i undanúrslitum karlakeppninnar eiga aö fara fram sem hér segir: lyrri leikir á mtHI 18. og 24. marz, og hlnlr siöarl milli 25. og 31. marz næstkomandl. ( kvenna- flokki etga hins vegar fyrri leikirnlr aö spil- asl milli 11. og 17. febrúar og hlnlr siöan milli 18. og 24 februar. • Maria Walliser. Forráóamenn Luzern hafa ekki talað við Ragnar aftur: „Ef ég fer ekki til Luzern spila ég meö Keflavík í sumar“ — sagði Ragnar Margeirsson í samtali við Morgunblaðið í gær RAGNAR Margeirsson knatt- spyrnumaóur úr Keflavík, hefur veriö í viöræóum viö svissneska líðíð Luzerne sem leikur í 1. deild. Ragnar var í Sviss fyrir nokkru og skoöaöi þar aöstæöur og ræddi viö forráöamenn svissneska fé- lagsins. Forráöamenn félagsins höföu mikinn áhuga á aö fá Ragn- ar til sín, en þaö má aöeins einn útlendingur leika meö félögunum í 1. deildinni í Sviss. Fyrir hjá félaginu var David Fair- clough sem áöur lék meö Liv- erpool. Hann haföi ekki staöiö sig sem skyldi og vildu forráöamenn félagsins selja hann, Fairclough fékk síðan frjálsa sölu í gær og hefur hann veriö undanfariö í Eng- landi og er taliö líklegt aö Úlfarnir kaupi hann. Ætti þá eitthvaö aö rofa til í máli Ragnars. Luzerne sem er nú um miöja deild í 1. deildinni i Sviss, vantar tilfinnanlega framherja og ætti Ragnar aö geta fyllt þaö skarö nú þegar Fairclough hefur veriö seld- ur. Þegar blaöamaöur Morgun- blaösins náöi tali af Ragnari í gær haföi hann ekki heyrt neitt frá for- ráöamönnum Luzerne. Þaö er langt liöiö á keppnistímabilið í Evr- ópu svo þaö getur veriö aö félögin séu ekki aö rasa aö neinu, bíói frekar fram á næsta vor. Ef ég fer ekki til Luzerne spila ég meö Kefla- vík í sumar," sagöi Ragnar Mar- geirsson aö lokum. Walliser með forystu Heimsmeistaramótió í alpa- greinum skíðaiþrótta hófst í Bormíó á Ítalíu í gær. María Wall- iser frá Sviss, sem nefnd hefur verið fallegasta skíðadrottningin í heimsbikarkeppninni, varð sigur- vegarí í bruninu sem telst til tví- keppninnar, þ.e.a.s. brun og svig, og er það sór grein á mótinu. Allar helstu brunkonurnar voru meö í bruninu í gær, þar sigraói hin 21 árs Maria Walliser frá Sviss, fékk tímann 1:16,26 mínútur. Brunbrautin sem er í bænum Santa Caterna var 2138 metra löng og fallhæö 607 metrar, meö- alhraöi Walliser í brautinni var 106,59 kílómetrar á klukkustund. í ööru sæti varö Traudl Haecher frá V-Þýskalandi, fékk tímann 1:16,41 mín. þriöja sætið kom í hlut franskrar stúlku Claudine Em- onet sem fékk tímann 1:16,50. Úrslit um tvíkeppnigulliö veröa svo kunn á mánudag eftir svigiö sem þá er á dagskrá. Michela Figini frá Sviss sem hef- ur forystu í heimsbikarkeppninni varö í sjöunda sæti og varö fyrir óhappi efst í brautlnni sem kostaöi hana sennilega gulliö, hún haföi besta tímann í seinni hluta braut- arinnar. Walliser sagöi eftir brunið: „Mig langar í verölaun í tvíkeppninni, en óg held aö þaö veröi erfitt, vegna þess að þaö eru margar góöar svigkonur sem eru ekki langt á eft- ir mér.“ • Gottlieb Konráðsson Bikarkeppni SKÍ UM NÆSTU helgi hefst keppni í bikarkeppni Skíóasambands ís- lands og verður þá keppt í skíöagöngu á Siglufirði. Keppni í alpagreinum átti einn- ig aö hefjast um þessa helgi og hefur henni veriö frestaö um eina viku vegna snjóleysis og verður nánar tilkynnt um þau mót síðar. Keppt veröur á laugardag í göngu og veröur keppt bæöi i unglinga- og fulloröinsflokki. Mótiö er liður í bikarkeppni SKl. Nægur og góöur snjór er nú á Siglufiröi. Gottlieb Konráösson, handhafi bikarsins frá því i fyrra, veröur meö á mótinu. Trimmgangan í Kjarnaskógi KJARNAGANGAN, sem er trimm- skíöaganga, fór fram á Akureyri um síöustu helgi og var keppt í öllum flokkum. Keppendur frá Ólafsfirói og ísafiröi komust ekki til Akureyrar vegna ófæróar. Einungis voru keppendur frá Akureyri. Auk þeirra sem tímar voru teknir af gengu um fjörutiu trimmarar tilskilda vegalengd á trimmdeginum í Kjarnaskógi. Úrslit uröu þessi: Flokkur 12 ára og yngri mín. 1. Kári Jóhannesson 11,30 2. Arinbjörn Þórarinsson 13,01 3. Adam Már Þórarinsson 13,08 Flokkur 13—16 ára 1. Ásgeir Guðmundsson 20,51 2. Baldvin Þór Ellertsson 24,20 3. Kristín Bjarnadóttir 29,44 Flokkur 17—34 ára 1. Haukur Eiríksson 29,52 2. Ingþór Eiríksson 30,22 3. Jón Stefánsson 35,01 Flokkur 35 ára og eldri 1. Jón Björnsson 28,06 2. Rúnar Sigmundsson 28,09 3. Þorlákur Sigurðsson 29,55 4. Stefán Jónsson 30,26 5. Einar Kristjánsson 31,45 Flokkur 12 ára og yngri gekk 2,3 kílómetra. Flokkur 13—16 ára gekk 4,6 km. 35 ára og eldri gengu 6,9 km og flokkur 17—34 ára gekk 9,2 km.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.