Morgunblaðið - 27.02.1985, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985
Rannsókn RLR á GT-húsgögnum:
Áfram miöar í
sjómannadeilu
NOKKUÐ þokaöist í samkomulagsátt á sáttafundum í sjó-
mannadeilunni í gær og fyrrakvöld. I»egar Mbl. fregnaði
síöast af sáttafundum undir miðnættiö stóö enn yfír fundur
— en miöaði hægt.
„Við höfum verið að reyna að
koma frá ýmsum sérmálum, sem
ekki snerta launaliðina beint,"
sagði Kristján Ragnarsson,
formaður LÍÚ, í samtali við
blaðamann Mbl. í gærkvöld.
„Þetta gengur hægt ýmissa
hluta vegna en við sitjum og það
er haldið áfram."
Kristján sagði að fyrr í gær
hefði hann átt fund með for-
mönnum útvegsmannafélaganna
tólf og að þar hefði komið fram
mikill einhugur og samstaða í
deilonni. „Við stöndum fast á
okkar afstöðu í deilunni," sagði
hann.
Guðjón A. Kristjánsson, for-
seti Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins, sagði sömuleiðis
að hægt miðaði áfram en miðaði
þó. „Það er verið að reyna að
koma frá ýmsum málum áður en
tekið er til við launaliðina,"
sagði hann, „en mér hefur samt
sýnst að ekki sé búið að binda
neina hnúta endanlega. Það eru
bókanir og fyrirvarar með öllu.
Það er kannski ekki nema von —
hér er verið að semja fyrir að
minnsta kosti fjórar stéttir.
Hvenær þessu lýkur er ómögu-
legt að segja en það verður að
reyna til hins ítrasta að ná sam-
komulagi svo menn komist aftur
á sjóinn."
Krafizt gæzluvarðhalds
yfir þriðja manninum
Rannsóknarlögregla ríkisins
gerði í gær kröfu í Sakadómi
Reykjavíkur um gæsluvarðhald yf-
ir þriðja manninum vegna rann-
sóknar á ætluðum söluskatts- og
bókhaldssvikum forráðamanna
GT-húsgagna. Tveir menn, fyrrum
framkvæmdastjóri GT-húsgagna
og starfsmaður, voru úrskurðaðir í
gæzluvarðhald um helgina. Þriðji
maðurinn er einnig fyrrum starfs-
maður GT-húsgagna og er krafist
gæzluvarðhalds fram á föstudag.
Dómari í Sakadómi tók sér sól-
arhringsfrest til að úrskurða um
kröfu RLR.
Bú GT-húsgagna var tekið til
gjaldþrotaskipta 29. nóvember
siðastliðinn. Frestur til að lýsa
kröfum í búið er nýliðinn og er
búist við að kröfur verði um 15
milljónir króna. Þar eru vinnu-
laun til starfsmanna fyrirtækis-
ins um 2 milljónir króna og eru
það forgangskröfur.
Við skiptameðferð vaknaði
grunur um að forráðamenn
GT-húsgagna hefðu gerst sekir
um stórfelld brot á lögum um
söluskatt, bókhaldslögum og al-
mennum hengingarlögum. Sam-
kvæmt niðurstöðum rannsókn-
ardeildar rikisskattstjóra er
vantalin söluskattsskyld velta
fyrirtækisins á síðastliðnu ári
talin vera um 9 milljónir króna
og mun það ekki endanleg niður-
staða.
Selurinn Ringeltje og fylgdarkonan Lenie Hart.
Morgunbla&ið/Árni Sæberg
Farþegi frá Hollandi
ÓVENJULEGUR farþegi var með
flugvél Arnarflugs frá Amsterdam
í gærkvöldi. Var það ungur selur,
hringanóri, Ringeltje að nafni. Sel-
urinn verður fluttur til Akureyrar
fyrir hádegi f dag og honum sleppt
þar.
Hollensk stofnun sem nefnist
Selaspítalinn leitaði til Arnar-
flugs um aðstoð, en selurinn
fannst í fjöru í Hollandi fyrir
sex vikum. Þá var hann 10 kg en
er núna 23 kg.
Þetta er í annað sinn sem
sama stofnun leitar til Arnar-
flugs um slíka flutninga. Fyrir
tveimur árum var ungur hringa-
nóri fluttur til Akureyrar frá
Hollandi með sama hætti og
honum sleppt þar. Þá kom hol-
lensk kona með selnum, Lenie
Hart, sem fulltrúi Selaspítalans.
Hún kom hingað einnig í gær-
kvöldi.
Ríkisstjórnin og þingflokkarnir:
Hart deilt um aðgerðir vegna
innflutnings á kartöfluvörum
„Viö erum kaþólskari en páfinn,“ segir forsætisráðherra, „ef ekki má beita innflutningsbanni“
MIKLAR deilur eru innan ríkisstjórnar og þingflokkanna sem að henni
standa vegna afgreiðslu beiðni um aðstoð við framleiðendur matvæla úr
innlendum kartöflum, en þeir eiga í harðri samkeppni við innfluttar vörur
svo sem franskar kartöflur, kartöfluflögur o.fl. Framsóknarmenn leggja til
að innflutningur verði bannaður, en skiptar skoðanir eru innan þingflokks
Sjálfstæðisflokksins um málið. Nokkrir styðja þar tillögu framsóknarmanna,
a.m.k. að banni verði beitt fram á vor, en aðrir telja tollaleið eða sambland
tollaleiðar og niðurgreiðsluleiðar heppilegri. Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í fyrri hópnum en Matt-
hías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra í seinni hópnum.
Forsætisráðherra, Steingrímur lands og við fullnægðum sjálf eft-
INNLENT
Hermannsson, sagði í viðtali við
blm. Mbl., að framsóknarmenn
væru búnir að taka afstöðu. Þeir
vildu að ekki yrði veitt gjaldeyris-
leyfi fyrir innflutningi kartaflna á
meðan nægt hráefni væri innan-
irspurn. Hann sagði: „Mín per-
sónulega skoðun er, að mér þykir
við vera orðnir kaþólskari en páf-
inn ef við megum ekki vernda inn-
lenda framleiðslu úr landbúnaðar-
afurðum eins og allar aðrar þjóðir
f kringum okkur.“ Hann sagði
ennfremur, að Framsókn gæti vel
fallist á vernd með hækkuðum
tollum, en málið virtist vera, að
erlendir framleiðendur stunduðu
þvílíkar verðlækkanir á vörunni
til að klekkja á samkeppnisað-
ilum, að slíkt væri varla fram-
kvæmanlegt. Hann sagði síðan:
„Þetta er samkvæmt upplýsing-
um fjármálaráðherra, sem hefur
mjög eindregið stutt það að banna
innfíutning, það er að veita ekki
gjaldeyrisleyfi. Hann telur tollinn
verða að vera svo ákafíega háan
til að vega þama upp á móti, allt
að nokkur hundruð prósent."
um 10 þúsund tonn á ári. Heild
arsalan nú nemur samkvæmt upp
lýsingum Mbl. aðeins 20% af áætl
aðri framleiðslu. Til viðmiðuna
við verðlag á innlendum og erlend
um kartöflum má geta þess, að
Danmörku kaupa þarlendar kart
öfluverksmiðjur kíló af kartöflun
á jafnvirði 3 kr. ísl., en hérlendi
eru þær á rúmar 26 kr. kílóið. Þ;
mun vörugjald það sem sett var ;
kartöflur, auk síðustu gengisfell
ingar, ekki hafa haft áhrif á ver
innfluttu vörunnar. Því telj;
menn að undirboð í verði eigi sé
stað í ríkum mæli, sem réttlæt
það að leggja tolla á innflutning
Jónas Haralz formaður Sambands íslenskra viðskiptabanka:
„íslenskir bankar nokk-
uð á eftir í tækniþróunu
Segir engan vafa á að bankarnir geti komist af með færra starfsfólk
„ÍKLENSKIR bankar eru nokkuð á eftir í tækniþróun, en á því sviði er
ýmislegt í undirbúningi hjá bönkunum sem mun hafa áhrif á næstunni," sagði
Jónas Haralz bankastjóri Landsbankans í samtali við blm. Mbl. er hann var
spurður hvað hann vildi segja um þá staðreynd að starfsmönnum banka og
sparisjóða hefur fjölgað um 217,9% frá árinu 1963 til ársins 1983, eins oggreint
var frá í Morgunblaðinu í gær. Fjöldi mannára í bönkum árið 1963 var 1.400,
en 20 árum síðar, 1983, var fjöldi mannára f bönkum 4.450. Tilefni þess að
Jónas var spurður er að hann er formaður Kambands íslenskra viðskiptabanka.
Jónas sagði að þau tæknilegu áfram að fjölga eins mikið og verið
umsvif bankanna sem í undirbún- hefur. Hann taldi ekki að ný tækni
ingi væru, myndu koma í veg fyrir bankanna myndi beinlínis fækka
sð starísír.önnurr. bnnkanna héldi starfsmönnum, en sagðist þó ekki
telja nokkurn vafa á því að hægt
væri að komast af með færra
starfsfólk í bönkunum. En á það
bæri einnig að Ifta að þannig hátt-
aði til í öllum greinum íslensks at-
vinnulífs.
Jónas benti á að þróunin væri
alls staðar hin sama í heiminum.
Því ríkari sem þjóðfélög yrðu, þeim
mun meiri hluti mannafíans ynni
við þjónustustörf.
Fjármálaráðherra, Albert Guð-
mundsson, sagði í viðtali við blm.
Mbl, að hann hefði ekki lagt fram
neina tillögu í máli þessu. Hann
sagði rétt vera að talað væri um
að setja á mörg hundruð prósent
tolla. Aðspurður um, hvort hann
væri fylgjandi banni sagði hann:
„Það heyrir ekki undir mig að
taka ákvörðun um bann. Ég vil
ekkert segja um málið annað en að
það verður að afgreiðast í þing-
flokki okkar strax á morgun (þ.e. í
dag, innskot Mbl.).
Samkvæmt heimildum Mbl. fer
nú fram könnun á kartöflubirgð-
um í landinu, en menn hafa nefnt
tölurnar 15 til 20 þúsund tonn sem
líklegan afrakstur uppskerunnar
sl. haust. Þá er talið að fjölmargir
einstaklingar hafi, sökum reynsl-
unnar af lélegum kartöfíum á sl.
vetri, sett niður eigin kartöflur og
að það geti haft áhrif á söluna,
sem lauslega hefur verið áætluð
Spurt og svar-
að um fjármál
húsbyggjenda
TEKIÐ er á móti spurningum í
þáttinn „Spurt og svarað um
fjármál húsbyggjenda" í síma
10100 frá klukkan 10.30 til
klukkan 12 mánudaga til föstu-
daga. Morgunblaðið hefur
fengið sérfræðinga Húsnæðis-
stofnunar ríkisins, Fjárfest-
ingarfélagsins og Útvegsbank-
ans til að svara spurningunum
og birtast svörin fáum dögum
eftir að spurningunum hefur
verið komið á framfæri við
blaÖið. óskað er eftir aÖ fyrir-
spyrjendur geti um nafn og
heimilisfang.