Morgunblaðið - 27.02.1985, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985
100 manns missa
vinnu á Reyðarfirði
— vegna sjómannaverkfallsins
Rejivfirði, 26. febrúar.
BUAST má við að um 100 manns missi atvinnuna hér á Reyðarfirði ef
verkfall sjómanna dregst á langinn. Það er nær helmingur vinnandi fólks á
staðnum.
Hjá saltfiskverkun GSR eru
verkefni nú á þrotum en þar hafa
unnið á milli 20 og 30 manns. Hjá
frystihúsi Kaupfélags Héraðsbúa
lýkur vinnu um helgina og á morg-
un verður 40 konum þar sagt upp
kauptryggingu. Sjö karlar munu
vinna áfram við lagfæringar og
annað sem til fellur. Austursíld
hf. verður með verkefni fram í
Tveir togar-
ar seldu ytra
TOGARINN Arinbjörn RE seldi í
Bremerhaven í V-Þýskalandi í
gærmorgun 176,7 tonn, mest karfa,
fyrir 5.845.700 krónur. Meðalverð
fyrir kílóið var 33,07 krónur.
Guðfinna Steinsdóttir ÁR seldi
í Grimsby á mánudaginn 50 tonn
fyrir 1.844.100 krónur. Uppistaðan
í aflanum var þorskur og meðal-
verð fyrir hvert kíló 36,90 krónur.
í næstu viku munu fjórir togar-
ar selja afla sinn í útlöndum og
tveir í vikunni þar á eftir, skv.
upplýsingum Jóhönnu Hauksdótt-
ur hjá Landssambandi íslenskra
útvegsmanna.
næstu viku. Þar eru tólf manns á
launaskrá en tíu þeirra missa
vinnu ef verkfall sjómanna dregst
á langinn.
Fyrir áramót var búið að bræða
hjá Síldarverksmiðju ríkisins
17.026 tonn af loðnu. Eftir ára-
mótin hafa borist á land 10.845
tonn. Enn eru óbrædd 3.500 tonn
og ef allt gengur vel lýkur bræðslu
8. eða 9. mars. Um 30 manns eru á
launaskrá hjá Síldarverksmiðj-
unni. Ekki er vitað enn hve margir
missa vinnu þar eftir að loðnu-
bræðslu lýkur. Um helmingur þess
loðnumjöls, sem framleiddur hef-
ur verið í vetur, hefur verið seldur
úr landi.
Togarinn Snæfugl kom úr síð-
ustu veiðiferð sinni miðvikudag-
inn 20. febrúar með 89 tonn af
fiski, þar af 20 tonn af þorski og 60
tonn af grálúðu, sem unnin er hjá
frystihúsi Kaupfélags Héraðsbúa.
Fólk hér hefur ekki enn jafnað
sig peningalega eftir verkföllin í
haust og er kvíðið vegna þeirrar
stöðu, sem nú er komin upp. Góða
veðrið, sem verið hefur hér hvern
dag að undanförnu, er huggun
harmi gegn og flýtir fyrir vetrin-
um.
— Gréta
Tíu embættismenn utan
að skoða Volkswagen
TÍU embættismenn héldu í gær-
morgun utan til Þýskalands til að
skoóa Volkswagen-verksmiðjurnar í
boði Heklu h.f., sem hefur umboð
fyrir Volkswagen á íslandi. Tilgang-
ur ferðarinnar er að kynna sér lög-
reglubíla af ýmsum gerðum og
stærðum. Hópurinn mun væntanleg-
ur heim aftur fyrir helgi.
Í sendinefndinni eru tveir
starfsmenn dómsmálaráðuneytis-
ins, þrír frá embætti lögreglu-
stjórans í Reykjavík, einn frá
Rannsóknarlögreglu ríkisins, tveir
frá Innkaupastofnun ríkisins og
tveir úr svokallaðri bíla- og véla-
nefnd, sem starfar undir
Innkaupastofnun og Fjárlaga- og
hagsýslustofnun fjármálaráðu-
neytisins.
„Þessi ferð er skattborgurum að
kostnaðarlausu," sagði Þorsteinn
Geirsson, ráðuneytisstjóri í
dómsmálaráðuneytinu, er Mbl.
leitaði fregna af ferðinni. Hann
sagðist ekki sjá að nokkuð athuga-
vert væri við ferðalagið, væntan-
lega væri tilefni þess — af hálfu
verksmiðjanna ytra — fyrirhuguð
bifreiðakaup íslenska rikisins,
trúlega væru Þjóðverjarnir of
seinir ef þeir hefðu hugsað sér að
hafa áhrif á val íslensku embætt-
ismannanna. Þorsteinn sagðist
telja að það gæti verið gott fyrir
þá embættismenn, sem ættu að
taka ákvörðun um bifreiðakaup
ríkisins, að hafa nasasjón af því
sem boðið er upp á á þeim mark-
aði.
Sjávarútvegs-
ráðuneytið:
30 umsókn-
ir um rækju-
veiðileyfi
UM 30 umsóknir um rækjuveiðileyfi
liggja fyrir í sjávarútvegsráðuneyt-
inu að sögn Jóns Arnalds ráðuneyt-
isstjóra. Umsóknirnar verða ekki af-
greiddar fyrr en fyrir liggur álit
fiskifræðinga um leyfilegt aflamagn
á úthafsveiðum á næsta ári.
Meðal umsóknanna eru umsókn
frá eigendum sláturhússins á
Patreksfirði, en þeir hyggjast
breyta sláturhúsinu í rækju-
vinnslustöð. Þá er önnur umsókn
frá fyrirtækinu Vatneyri á sama
stað. Að sögn Jóns eru hinar um-
sóknirnar alls staðar af landinu.
Norðurlandaþing sett í Reykjavík á mánudag:
Hátt í 6 hundruð
erlendir gestir
ÞRÍTUGASTA og þriðja þing Norðurlandaráðs verður sett í Reykjavík
næstkomandi mánudag, 4. mars, á hádegi og mun það standa til föstudagsins
8. mars. I tengslum við þingið verða rúmlega 700 manns, 150 þingfulltrúar og
ráðherrar verða hér á landi og væntanlegir eru nálægt því 200 blaðamenn.
Forsætisráðherrar allra Norðurlandanna koma hingað og utanríkisráðherrar
nema Danmerkur. Samtals munu erlendir gestir verða hátt á sjötta hundrað.
ræðu, sem og Nordsat sjón-
Aðalmál þingsins verður sam-
eiginlegt átak Norðurlandanna til
að auka hagvöxt og atvinnu, en
auk þess má gera ráð fyrir að
skipulagsmál verði mikið til um-
sem og
varpshnötturinn.
Þinghald fer fram í Þjóðleik-
húsinu, en fundir í tengslum við
það í Borgartúni 6.
Morgunbl&dið/Bj arni
Samningafundur í deilu kennara í Hinu íslenska kennarafélagi og fjármálaráðuneytisins var í gær. Á myndinni
sjást samningamenn rikisins og kennara í upphafi fundar.
Kennaradeilan:
„Útilokað að samið
verði fyrir föstudag"
— segir formaður samninganefndar ríkisins
„Höldum fast við okkar kröfugerð“
— segir formaður HÍK
„AF ÞESSUM fundi eru engar stórfréttir. Samninganefnd ríkisins ítrekaði
þá afstöðu sína að kröfugerð okkar væri ekki samningsgrundvöllur,“ sagði
Kristján Thorlacius, formaður Hins íslenska kennarafélags, þegar hann var
inntur frétta af samningafundi, sera haldinn var í gær.
Kristján sagði, að samninga-
menn ríkisins hefði boðist til að
semja við kennarana um sam-
svarandi hækkanir og semdist
um við önnur félög í launamála-
ráði BHM. „Það kom einnig fram
í máli samninganefndarmanna,
að þeir væru fúsir til að taka tillit
til rýrnunar á kjörum kennara
miðað við aðrar stéttir, en það
var ekki útskýrt nánar hvað í því
fælist. Loks var okkur tjáð að
fullt tillit yrði tekið til niðurstöðu
endurmatsnefndar, sem nú starf-
ar á vegum menntamálaráðu-
neytisins," sagði Kristján.
Indriði H. Þorláksson, formað-
ur samninganefndar ríkisins
sagði að nefndin hefði ekki lagt
fram nein tilboð á fundinum. „Við
lögðum hins vegar fram ýmsar
tæknilegar upplýsingar varðandi
skiptingu í starfsaldurshópa
vegna breytinga á launaflokka-
kerfinu," sagði Indriði. „Við gerð-
um auk þess grein fyrir viðhorf-
um okkar til samningamálanna,
þ.e. að við gætum ekki lagt fram
nein ákveðin tilboð á þessu stigi,
þar sem heildarkröfur annarra
BHM-félaga eru ekki ljósar. Við
viljum semja við HÍK í samræmi
við önnur félög háskólamennt-
aðra manna. Að auki viljum við
taka tillit til þeirra atriða, sem
kennarar leggja sérstaka áherslu
á, þ.e. þeirra fullyrðingar um að
þeir hafi á síðustu árum dregist
verulega aftur úr öðrum háskóla-
menntuðum mönnum og einnig
viljum við taka tillit til niður-
stöðu nefndar þeirrar, sem nú
vinnur að endurmati á störfum
kennara."
Indriði sagði, að engar líkur
væru á því að búið væri að semja
við kennara fyrir föstudag. „1.
mars er enginn lokadagur fyrir
samningana. Eins og áður hefur
komið fram er tæknilega og efn-
islega ekki hægt að binda sig við
þann dag.“
Kristján Thorlacius sagði
ÞORGRlMUR Daníelsson afhenti
síðastliðinn þriðjudag Ragnhildi
Helgadóttur, menntamálaráðherra,
áskorun frá 445 nemendum
Menntaskólans á Akureyri vegna
uppsagna framhaldsskólakennara.
Áskorunin var svohljóðandi:
„Við undirritaðir nemendur í
Menntaskólanum á Akureyri
hörmum þá þróun sem orðið hef-
ur í Iaunamálum kennara undan-
kennara hafa óskað eftir því að
samninganefnd ríkisins talaði
skýrar um hugmyndir sínar á
næsta samningafundi, sem hald-
inn verður á morgun. „Við höld-
um fund með þeim félagsmönn-
um okkar, sem sagt hafa upp
störfum, eftir þann samninga-
fund,“ sagði Kristján. „Ef samn-
inganefndin talar ekki skýrar, þá
held ég að það gæti reynst erfitt
að fá félagsmenn okkar til að
hlusta á svona óákveðið tal. Við
höldum fast við okkar kröfugerð
á meðan við fáum ekkert á móti,“
sagði Kristján að lokum.
farinn áratug. Sem nemendur
krefjumst við þess að samnings-
aðilar reyni í alvöru að ná samn-
ingum hið allra fyrsta, til þess að
létta af þeirri óþolandi óvissu,
sem við nú þurfum að poia.“
Undirskriftasöfnunin fór fram
þriðjudaginn 19. febrúar og skrif-
uðu undir eins og áður segir 445
nemendur, en í skólanum eru um
600 nemendur.
Nemendur MA skora á kenn-
ara og stjórnvöld að ná samningum
Morgunblaðið/Bjarni
Skólameistar-
ar þinga
í Reykjavík
ARLEGUR fundur samráðsnefndar
menntaskólastigsins stóð í gær og í
fyrradag. í nefndinni eiga sæti
skólastjórar allra skóla, sem út-
skrifa stúdenta, auk fuiltrúa
menntamálaráðuneytisms. Meðal
mála til umræðu voru uppsagnir
kennara, en engin ákveðin niður-
staða fékkst í því máli.
Á myndinni sjást nokkrir
skólameistaranna ræða saman
yfir grískum mat á veitingastað-
num Zorba eftir stranga fundars-
etu.