Morgunblaðið - 27.02.1985, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBROAR 1985
íþróttir
Að þessu sinni var íþróttaþátt-
urinn bráðskemmtileiíur, í
senn fjölbreyttur og tók fyrir ým-
islegt sem hingaðtil hefir ekki þótt
hæfa í slikum þáttum einsog list-
dans, slíkan er sjá mátti uppá
sviði Hótel Sögu fyrir skömmu.
Hafi Ingólfur Hannesson þökk
fyrir þáttinn. Tel ég að honum og
Bjarna Felixsyni takist oft alveg
prýðilega upp, þótt stundum teyg-
ist nú úr hófi úr sumum atriðun-
um. Þannig er dekrað við íþrótta-
greina einsog handbolta, körfu-
bolta að ógleymdri skíðaíþróttinni
og fimleikunum, en aðrar gleym-
ast að mestu, greinar á borð við
skylmingar, bogfimi, fjölbragða-
glímu, karate, keiluspil, póló,
rugby, fjallaklifur, froskahlaup,
skotfimi, bridge, krikket, póker,
pílukast, sumo, brimbrettasvif og
fleira mætti nefna. Kjami málsins
er sá að við megum ekki gleyma
því að þaö skiptir ekki höfuðmáli
hver er fyrstur í mark, aðeins að
menn njóti leiksins. Mér finnst oft
að í íþróttafréttum sé einum tí-
undað hver vinnur og hver tapar.
Þannig er vart orði vikið að þeim
ógöngum sem keppnisíþróttir eru
raunar komnar í í dag, eða er ekki
á allra vitorði að keppnisíþrótta-
menn í ýmsum greinum neyta
ákveðinna forboðinna lyfja? Nú og
hvað um Austur-Evrópsku smá-
stelpurnar sem hoppa og skoppa á
slánni, reknar áfram af ómennsk-
um agameisturum? Þar er ekki
talað um „barnaþrælkun". Eða
bandarísku Ólympíustjörnurnar
sem ganga kaupum og sölum, eins
og hver önnur markaðsvara í aug-
lýsingum? Hvað rekur fólk áfram
til afreksverka?
Hvert stefna
íþróttirnar?
Sá er þetta ritar hefir átt því
láni að fagna að kynnast nokkrum
af fremstu frjálsíþróttamönnum
Bandaríkjanna. Þessir menn voru
afskaplega misjafnir til orðs og
æðis, einsog gengur. Og ekki varð
ég nú við að þeir væru vel staddir
fjárhagslega. Þannig kom fram í
máli þessara manna að það væri
oft mjög erfitt fyrir keppnis-
íþróttamenn að finna sér lífs-
grundvöll, að standa á eftir hina
áralöngu ströngu þjálfun. Þeir
sem hins vegar sigruðu á Ólymp-
íuleikum og færu þaðan beint í
bíssness, gætu gert það ótrúlega
gott. Slíkum stjörnum kynntist ég
nú ekki í Bandaríkjaferð minni,
enda dvöldu þær víðs fjarri
íþróttavöllum og lyftingarher-
bergjum þar sem „toppmennirnir"
reyndu að halda í horfinu og jafn-
vel bæta fyrri met. Hvað um það
eftir situr minningin um góða
drengi er uppskáru ekki giæsivill-
ur í Beverly Hills, eða Palm Beach
heldur aðeins örfáa gullpeninga og
þá reisn er fylgir þeim er ekki hef-
ir selt sál sína og líkama.
Nýjar áherslur:
Ég nefni þetta hérna vegna þess
að mér finnst einsog ég sagði hér
áðan, athygli fjölmiðlanna beinast
fullmikið að keppnisíþróttunum.
Við getum náttúrulega endalaust
mælt sekúndubrotin með full-
komnari og fullkomnari mæli-
tækjum, en hefur slíkt eitthvað
með iþróttir að gera? Og hvað um
allt peningaplokkeríið? Kunningi
minn sem þekkir vel til íþrótta-
starfs hér á landi, segir mér að
vart sé svo haldið hér smá mót, til
dæmis í skólum landsins, að stóru
íþróttafélögin séu ekki til staðar.
Gætu ríkisfjölmiðlarnir ekki haft
hér einhver áhrif í þá veru, að vér
lítum á ný á íþróttir, sem leik og
skemmtan fyrst og fremst.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / S JÓN VARP
Fasteignaviðskipti
■I Síðast á
35 dagskrá sjón-
” varps í kvöld er
annar þáttur af þremur
um Iögfræði fyrir almenn-
ing um þau svið viðskipta
sem flestir kynnast af eig-
in raun á lífsleiðinni. Um-
sjónarmenn eru Baldur
Guðlaugsson hæstarétt-
arlögmaður og Pétur Þór
Sigurðsson héraðsdóms-
lögmaður.
Að þessu sinni verður
fjallað um fasteignavið-
skipti. Farið verður í þær
réttarreglur sem helst
gilda um slík viðskipti,
þ.e. réttindi og skyldur
kaupanda og seljanda.
Fjallað verður um það
hvernig hvor um sig geti
sem best tryggt sinn rétt,
hvers beri að gæta og hver
séu úrræði hvors um sig
þegar viðskiptin ganga
ekki alveg eins og til stóð.
t þriðja og síðasta þættin-
um verður svo fjallað um
bifreiðaviðskipti.
Mynd um sleöabraut-
ina í St. Moritz
■I t kvöld kl. 20.40
40 verður sýnd í
*“ sjónvarpi bresk
gamanmynd í léttum dúr
um vetrardvalarstaðinn
fræga, St. Moritz í Sviss,
gesti sem þangað hafa
vanið komur sínar og
sleðabrautina sem liggur
rétt fyrir ofan bæinn.
St. Moritz er elsti skíða-
staðurinn í ölpunum og
Bretar byggðu sleðabraut-
ina þar fyrir hundrað ár-
um. Breskur fréttamaður
fylgist með keppni í sleða-
akstri og fer reyndar
sjálfur einn túr eftir
brautinni. Hann rekur
sögu St. Moritz og braut-
arinnar en að öllum lík-
indum hefur viðeigandi
sleðaútbúnaður breyst
töluvert frá því að brautin
var opnuð fyrir einni öld.
Þá verður fjallað um
gesti skíðastaðarins en
þeir hafa jafnan verið úr
ýmsum áttum og mikið
um frægt og efnað fólk.
Einn á fullri ferð í sleðabrautinni I SL Moritz.
MIÐVIKUDAGUR
27. febrúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
A virkum degi. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15
Veðurtregnir.
Morgunorð: — Erlendur Jó-
hannsson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
. Pipuhattur galdrakarlsins"
eftir Tove Jansson. Ragn-
heiöur Gyða Jónsdóttir les
pýðingu Steinunnar Briem
(10).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
10.45 Islenskir einsðngvarar og
kórar syngja
11.15 Úr ævi og starti Islenskra
kvenna
Umsjón: Björg Einarsdóttir.
1145 Islenskt mál
Endurtekinn þáttur Guörunar
Kvaran frá laugardegi.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12J0 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
1340 Barnagaman
Umsjón: Sigrún Jóna Krist-
jánsdóttir.
13J0 .Þokkabót, Spilverk
þjóðanna, Randver” o.fl.
leíka og syngja.
14.00 .Blessuð skepnan" eftir
James Herriot
Bryndls Vlglundsdóttir les
pýöingu slna (15).
1440 Miödegistónleikar: Tón-
list eftir Georg Firedrich
Hándel
a. .Andante" Michala,
Hanne og David Petri leika á
flautu, sembal og selló.
b. Sónata I g-moll. Amand
Van de Velde, Jos Rade-
makers, Frans de Jonghe og
Godelieve Gohil leika á fiðlu,
tlautu, fagott og sembal.
1445 Popphólfið
— Bryndls Jónsdóttir.
1540 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
1640 Slðdegistónleikar: Tónlist
eftir Georg Friedrich Hándel
I
1945 Aftanstund. Barnaþáttur
með innlendu og erlendu
efni. Sðguhornið — Brúsa-
skeggur, sðgumaöur Helga
Guðmundsdóttir. Tobba, Litli
sjóræninginn og Hðgni Hin-
riks.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
2040 Auglýsingar og dagskrá
2040 Sleöabrautin I St. Moritz.
Bresk heimildamynd I léttum
dúr um vetrarvalarstaöinn
fræga, St. Moritz I Sviss,
gesti sem þangað hafa vaniö
komur slnar og aldargamla
sleðabraut fyrir ofan bæinn.
Blackthorne með góðvinkonu sinni, sem við fáum brátt að kynnast.
Herstjórinn
— 3. þáttur
■i f kvöld kl. 21.45
45 verður sýndur
— þriðji þáttur
bandaríska framhalds-
myndaflokksins Herstjór-
inn, (Shogun) sem gerður
er eftir samnefndri met-
sölubók eftir James Clav-
ell.
í öðrum þætti gerðist
þetta helst: Einn af hinum
fimm höfðingjum sem
berjast um völdin í Japan
er Toranaga hinn grimm-
lyndi í Osaka. Hann gerir
boð eftir stýrimanninum
Blackthorne sem leikinn
er af hinum góðkunna
Richard Chamberlain.
Portúgalskur sæfari sem
er skipstjóri á galeiðu
nokkurri er sendur eftir
Blackthorne. Við nánari
kynni kemur í ljós að sá
portúgalski mun ekki vera
allur þar sem hann er séð-
ur.
Á leiðinni til Osaka
lenda þeir í ofsaveðri og
er tvísýnt um afdrif skips
og skipverja um tíma. En
Blackthorne tekst að
bjarga bæði skipi og skip-
stjóra frá drukknun. Skip-
stjórinn launar Black-
thorne með því að ræna
öllum sjókortum úr skipi
hans sem er nú í höndum
Japana.
Þeir koma loks til
Osaka en þar meinar einn
af sonum Toranaga Black-
thorne að fara í land og
skipar honum að dvelja í
skipinu uns hann verði
sóttur. Þar skiljum við við
Blackthorne ' en portú-
galski skipstjórinn laum-
ast í næturhúminu til
klerks nokkurs og færir
honum sjókort Black-
thornes í hendur.
Svo við víkjum sögunni
að skipsfélögum Black-
thornes þá hefur verið
ákviðið að hleypa þeim
upp c. „jörðina" á ný, en
þeir eru þó ekki frjálsir
ferða sinna frekar en
Blackthorne. Skipstjórinn
þeirra gamli sem var orð-
inn þungt haldinn af veik-
indum deyr Drottni sínum
niðri í gryfjunni og þar
líkur öðrum þætti. í kvöld
fáum við svo að sjá hvern-
ig móttökur Blackthorne
fær í ríki hins grimma
Toranaga.
ÚTVARP
a. Þrjár „Halle"-sónötur.
William Bennett, Nicholas
Kraemer og Denis Vigay
leika á flautu, sembal og
selló.
b. Tveir söngvarar úr „Nlu
þýskum arfum". Hermann
Prey syngur. Leonard Ho-
kanson, Marcel Cervera og
Eduard Melkus leika á semb-
al. vlólu da gamba og fiölu.
c. „Vatnasvltan”, svlta I
Fdúr. „Philip Jones brass
Ensemble" leikur; Elgar
Howarth stjórnar.
17.10 Slðdegisútvarp
Tilkyrlningar.
1845 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
SJÓNVARP
MIÐVIKUDAGUR
27. febrúar
Þýðandi Eirlkur Haraldsson.
2145 Herstjórinn. Þriöji þáttur.
Bandarlskur framhalds-
myndaflokkur I tlu þáttum,
gerður eftir metsölubókinni
„Shogun" eftir James Clav-
ell. Leikstjóri Jerry London.
Aðalhlutverk: Richard
Chamberlain. Thoshiro Mif-
une og Yoki Shimanda. Um
1600 veröur John Black-
thorne stýrimaður skipreka
viö Japansstrendur ásamt
áhöfn sinni. Þeir eru hnepptir
l dýflissu og sæta illri meö-
ferð. A þessum tlmum
drottna Portúgalir yfir úthöf-
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
1945 Daglegt mál. Siguröur G.
Tómasson flytur þáttinn.
19.50 Horft I strauminn með
Kristjáni Róbertssyni.
(RÚVAK).
20.00 Útvarpssaga barnanna:
„Grant skipstjóri og börn
hans" eftir Jules Verne.
Ragnheiður Arnardóttir les
þýðingu Inga Sigurössonar
(5).
2040 Mál til umræöu
Matthlas Matthlasson og
Þóroddur Bjarnason stjórna
umræöuþætti fyrlr ungt fólk.
21.00 „Friöróður" eftir Georg
Friedrich Hándel
Einsöngvarar, kór og
hljómsveit Tónlistarskólans I
unum og eiga Itök I Japan
þar sem höföirtgjar berjast
um völdin. Einn þeirra, Tor-
anaga, hefur örlög Black-
thornes I hendi sér. Þýðandi
Jón O. Edwald
2245 Fasteignaviðskipti. Ann-
ar þáttur um lögfræði fyrir
almenning um þau svið viö-
skipta sem flestir kynnast af
eigin raun á llfsleiðinni. Um-
sjón Baldur Guðlaugsson,
hæstaréttarlögmaöur, og
Pétur Þór Sigurösson, hér-
aðsdómslögmaöur. Stjórn
upptöku: Örn Harðarson.
23.15 Fréttir I dagskrárlok
■■I
Moskvu flytja. Alexander
Svesnikov stjórnar.
2140 Að taflí
Jón Þ. Þór flytur skákþátt.
22.00 Lestur Passlusálma (21)
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 Tlmamót
Þáttur I tali og tónum. Um-
sjón Ævar Kjartansson.
23.15 Nútlmatónlist
Þorkell Sigurbjörnsson kynn-
ir.
2345 Fréttir. Dagskrárlok.
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: Kristján Sigur-
jónsson.
14.00—15.00 Eftir tvö
Stjórnandi: Jón Axel Ólafs-
son.
15.00—16.00 Nú er lag
Gömul og ný úrvalslög að
hætti hússins.
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son. «
16.00—17.00 Vetrarbrautin
Þáttur um tómstundir og úti-
vist.
Stjórnandi: Júllus Einarsson.
17.00—18.00 Tapað, fundið
Sögukorn um soul-tónlist.
Stjórnandi: Gunnlaugur Sig-
fússon.