Morgunblaðið - 27.02.1985, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985
Á að loka
landinu?
Ábending til stjórnvitringa
Eyjan hvíta séð úr veðurtungli 21. aprfl 1983.
— eftirÞór
Jakobsson
Húsnæðismálin eru nú mikið
rædd, enda komin í óefni. Ég bið
Morgunblaðið að koma nokkrum
ábendingum á framfæri við nefnd-
ir, ráð, stofnanir og stjórnmála-
flokka sem þinga um málið. Víst
er að þeir sem stjórna verða að
hafa hraðann á áður en stjórn-
málaflokkum fjölgar.
En húsnæðismál eru mikilvæg-
ur málaflokkur og tengist hann
mjög fjölskyldumálum almennt,
sem gamalreyndir stjórnmála-
skörungar telja mál málanna í sí-
auknum mæli. Eysteinn Jónsson,
fyrrverandi fjármálaráðherra,
kveður fjölskyldumálin í rauninni
jafn víðtæk og fjármálin. Fáir
stjórnmálamenn hafa áttað sig á
þessu.
Ungt fólk er í kröggum og er illt
til þess að vita. Einnig gamalt fólk
sem þarf að flytja og taka verð-
tryggð lán með vöxtum. En fleir-
um er gert erfitt fyrir að búa um
sig í þessu landi og kemur hér
ábendingin: Það er fáránlega erf-
itt að flytja búferlum til lslands
um þessar mundir. Hér er átt við
íslendinga á heimleið, sem hafa
dvalist 1—2 áratugi erlendis við
nám og störf, og einnig við útlend-
inga sem flytja hingað af ýmsum
ástæðum.
„En landið lokast
eins og Albanía ef þessu
heldur áfram. Náms-
menn og annað ungt
fólk hverfur úr landi og
kærir sig ekki um að
snúa heim í geggjað
basl sem aldrei tekur
enda.“
Viðbrigðin til hins verra, komi
menn frá Skandinavíu eða Norð-
ur-Ameríku, tengjast mjög hús-
næðismálum. Dæmi: Eigandi ein-
býlishúss í stórborg í Norður-
Ameríku hefur ekki efni á því að
kaupa íbúð í Reykjavík, jafnvel
skikkanlega íbúð, miklu minni að
flatarmáli en einbýlishúsið! Hvers
vegna?
Astæðan er skortur á nægi-
legum langtímalánum. Skiljanlega
verður að gæta þess, að verðtrygg-
ing verði ekki okurtrygging. Skilj-
anlega vill seljandi húseignar vera
laus allra mála sem allra fyrst
með hárri útborgun. Það er ekki
þar sem hundurinn liggur grafinn.
Það eru langtímalánin sem van-
tar. Hér skilur á milli feigs og
ófeigs, þegar við berum saman
litla skríparíkið okkar við alvörul-
önd.
Kínamúrinn á íslandi
Okkur þykir vænt um landið
okkar og viljum ekki teljast eftir-
bátar annarra. En landið lokast
eins og Albanía ef þessu heldur
áfram. Námsmenn og annað ungt
fólk hverfur úr landi og kærir sig
ekki um að snúa heim í geggjað
basl sem aldrei tekur enda. Út-
lendingar, nýtt fólk, ný áhrif,
reynsla og menning mun hætta að
berast til landsins. Það mun
spyrjast að ógerningur sé að búa
hér nema þröngt, þótt þeir sem
blómstruðu á veðrbólguöld villist í
sínum híbýlum.
Reynum að ráða fram úr þessu
af einurð, en þó með stillingu og
gætni. Hugsum fram í tímann.
Góðir stjórnmálamenn með póli-
tískan sans skyngja lengra fram
en líðandi stund. Þeir bíða ekki
þar til „allt er í volli". Nú reynir á
kappana á Alþingi. Hvernig ætla
þeir (þær meðtaldar) að vinna að
því að húsnæðismál á íslandi
standist samanburð við önnur
vestræn ríki að 10 árum liðnum,
t.d. með áþekku kerfi langtíma-
lána?
Að lokum þakka ég góð skrif
ýmissa kunnáttumanna um þessi
mál. Sérstaklega ber að nefna vel
unnar viðvaranir og ráðleggingar
Stefáns Ingólfssonar hjá Fast-
eignamati ríkisins. Hann hefur
undanfarin ár fjallað um kaup og
sölu á húsnæði hér á Islandi og
borið saman við nágrannalönd.
Samanburðartölur Stefáns sýna
svart á hvítu, að það er ekki öll
vitleysan eins. Ekki er um að vill-
ast: það er ekki bara bjórfælni og
ólund í garð hunda sem einkennt
hefur lífið á eyjunni hvítu, heldur
líka rammbyggilegur Kínamúr
umhverfis húseignir í landinu:
Kínamúr sem enginn kemst yfir
nema fuglinn fljúgandi — allra
síst ungt fólk og gamalt sem þarf
að færa sig um set og aðskotadýr
sem álpast til landsins handan yf-
ir hafið bláa.
Dr. Þór Jakobsson er reðurfræd-
ingur og bjó sinn hvorn áratuginn í
Noregi og Kanada, en sneri heim
til íslands árið 1979.
Orð í tíma
— eftir Friðjón
Guðmundsson
Undanfarin missiri hafa orðið
mikil blaðaskrif og umræður um
landbúnaðarmál, sem því miður
hafa æði oft reynst allt of lítið
málefnalegar. Þar hefur of mikið
borið á þrálátum áróðri gegn
bændastéttinni, mest þó frá suð-
vesturhorni landsins, svo að segja
má að sumt af því geti beinlínis
flokkast undir atvinnuróg. Land-
búnaðurinn hefur verið lítilsvirtur
og bændur allt að þvi fótum troðn-
ir. Það hefur verið talað um það
sem þjóðfélagslega nauðsyn að
„fækka bændum" um allt að því
helming. Svo illa er jafnvel komið,
að menn úr leiðbeiningaþjónustu
bænda láti sér þetta um munn
fara. Til eru líka menn sem telja
að leyfa beri frjálsan innflutning
á landbúnaðarvörum, en þá er
ekki unnt að taka alvarlega, því
það myndi þýða endalok landbún-
aðar á íslandi við þær markað-
saðstæður og viðskiptahætti, sem
nú tíðkast í viðskiptalöndum
okkar, þar sem landbúnaðarfram-
leiðsla er lögvernduð með ýmsu
móti.
Menn setja upp einhliða reikn-
ingsdæmi vegna svonefndra út-
flutningsbóta, sem á að sýna skað-
semi þeirra fyrir þjóðarhag, en
gleyma gjarnan öðrum hliðum
málsins: þjóðfélagslegri þýðingu
landbúnaðarins og þeirri marg-
víslegu atvinnuuppþyggingu er
tengist búvöruframleiðslunni,
einnig þeirri sem er umfram inn-
anlandsþarfir.
Bændaforustan hefur reynst lin
í vörn gegn þessum áróðri. Stétta-
samband bænda virðist vera farið
að bollaleggja um afnám útflutn-
ingsbóta „í áföngum" eins og það
er orðað. Hér sannast orðtakið:
„dropinn holar steininn". Fólk til
sveita er farið að tapa trú á sínu
hlutverki sökum þess hversu störf
þess eru vanmetin.
Sem kunnugt er hefur útflutn-
ingsbótaréttur landbúnaðarfram-
leiðslu verið miðaður við 10% af
heildarframleiðsluverði búvara
síðan um 1960. Sú stærð var þá
metin hæfileg í góðæri til að mæta
samdrætti í harðæri, svo tryggt
væri að innanlandsþörf væri
ávallt fullnægt. Framleiðsla um-
fram þetta hefur verið vandi
bændanna sjálfra og verður, svo
lengi sem reglur þessar gilda. Og
ég veit ekki til að neinar óskir hafi
komið fram um aukinn útflutn-
ingsbótarétt. Það er talað um að
með þessum útflutningsbótarétti
hafi verið mörkuð röng landbún-
aðarstefna, sem hafi skaðað þjóð-
arhag. Þetta tel ég alrangt —
þvert á móti tel ég að útflutn-
ingsbæturnar hafi veitt landbún-
aðinum mikilsverðan stuðning og
átt drjúgan þátt í að tryggja bú-
setu í sveitum og skapa atvinnu í
þéttbýli á þessu 25 ára tímabili.
Og það er sem betur fer langt í frá
að ég sé einn um þá skoðun. Fram-
leiðsla umfram þetta mark er svo
allt annað mál. Þá má segja að
komið sé að hinum margumrædda
„offramleiðsluvanda". Það er
einnig, röng ályktun að útflutn-
ingsuppbætur á landbúnaðarvörur
séu að öllu leyti tapað fé fyrir rík-
issjóð. Það er annaðhvort mis-
skilningur eða mistúlkun, en þó
undarlegt sé, minnist ég þess ekki
að hafa nokkru sinni séð þetta
leiðrétt. Þrátt fyrir óhagstæð
markaðsmál fæst þó gjaldeyrir
fyrir útfluttar landbúnaðarvörur,
sem er innlegg í þjóðarbúið og
fyrir þann gjaldeyri er unnt að
kaupa inn vörur, sem á eru lagðir
tollar og innflutningsgjöld, og síð-
ar söluskattur sem ríkissjóður
hirðir. Útflutningsbæturnar sjálf-
ar eru brúttóstærð, nettóstærðin
er önnur og minni: Tap ríkissjóðs
fer eftir því hversu utanlands-
markaður er hagstæður og hvern-
ig toll- og skattheimtu rikissjóðs
er háttað hverju sinni. Hér kemur
margt til álita og margir aðilar
töluð
„Kjarni málsins er ein-
mitt sá, að það er þjóð-
félagsleg nauðsyn að
halda uppi búskap í
sveitum landsins þannig
að byggð grisjist ekki úr
því sem orðið er.“
við sögu: 1. Þjóðarbúið. 2. Ríkis-
sjóður. 3. Bændur. 4. Vinnslu-
stöðvar búvöruframleiðslu og
sláturhús. 5. Iðnaðarfyrirtæki. 6.
Milliliðir. 7. Flutningsaðilar,
skipafélög, flugfélög. 8. Bankar, og
ef til vill fleiri. Ætli það sé ekki
óhætt að slá því föstu, að ef út-
flutningsbætur yrðu afnumdar
mundu allir ofangreindir aðilar
tapa, nema ríkissjóður. Hann
myndi að vísu hagnast, en hvergi
nærri eins mikið og upphæð þeirra
nemur.
í 8. tölublaði Freys í sept. sl. er
fróðleg grein um stöðu landbúnað-
arins eftir Guðmund Stefánsson
hjá Stéttarsambandi bænda. Þar
koma fram ýmsar athyglisverðar
staðreyndir. M.a. er birt tafla um
útflutning á dilkakjöti í jan. 1984.
Þó hér sé ekki um að ræða neitt
algilt dæmi um stöðu mála er rétt
að skoða það: Útflutningsverð-
mæti cif. er kr. 51,26 á kg. Flutn-
ingskostnaður er 10,55 á kg. Slát-
ur- og heildsölukostnaður er kr.
30,55 á kg. Vaxta- og geymslugjald
kr. 9,54 á kg. Stofnlánadeildar-
gjald kr. 2,54 á kg. Samtalsfrá-
dráttur frá söluverði erlendis kr.
53,18 á kg. Skilaverð til bænda
verður því kr. 51,20 á kg + 53.18 á
kg = + kr. 1,92 á kg. Grundvallar-
verð til bænda í jan. 1984 var því
sem næst kr. 96,00 á kg. Ríkissjóð-
ur þarf því að greiða nálega kr.
98,00 með hverju kílói ef bændur
eiga að fá fullt grundvallarverð.
Ef útflutningsbótaþörf dilkakjöts
1984 hefði verið 3.000 tonn og rík-
issjóður greitt fullt grundvallar-
verð fyrir það magn samkvæmt
ofangreindum forsendum virðist
dæmið líta svona út:
En þrátt fyrir ýmislegt sem bet-
ur mætti fara í framleiðslu-
stjórnun og hjá bændunum sjálf-
um, er það misskilningur eða blátt
áfram rangtúlkun, að landbúnað-
urinn sé að ógna efnahagskerfi
landsins. Það eru óarðbærar fjár-
festingar landsmanna af ýmsu tagi,
ábyrgðarleysi í meðferð fjármuna,
alskyns óráðsía í opinberum rekstri
og rekstri ýmissa fyrirtækja, alskon-
ar spákaupmennska, þrýstihópakerf-
ið og í stuttu máli sagt allt of al-
mennur dans í kringum gullkálfinn,
sem er að kollvarpa efnahagskerf-
inu. Það er farið að syrta alvarlega
í álinn, þegar fyrirsvarsmenn
þrýstihópa eru farnir að hæla sér
af því að þeir geti með samtaka-
mætti sínum „látið hrikta í stoð-
um þjóðfélagsins". Sú hugsun
sækir að manni, að fjárhagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar sé komið á
fremsta hlunn, og að hluti hennar
sé allt að því tilbúinn að fóma því
fyrir stundarhag.
íslendingum hefur aldrei gengið
verr að stjórna sínum fjármálum
en einmitt nú þegar tækni og tölv-
ur blómstra. Það vaða uppi als-
kyns sjálfsköpuð vandamál, sem
fólki finnst nær óyfirstíganleg, en
eru það auðvitað ekki ef það á
annað borð vill takast á við
vandann. En ég held að það væri
mjög óréttlátt að saka bænda-
stéttina um frekju í kapphlaupinu
um lífsgæðin. í aðalatriðum hefur
(xjaldeyr- Til milli- Til Alls til
isst: liða bænda: millil.
og bænda:
landbúnaðarstefnan verið nokkuð
rétt fram að þessu. En það þarf að
fara fram málefnaleg umræða um
þessi mál, sem kemur í veg fyrir að
áróður stjórnmálamanna og fjöl-
miðla vinni tjón og drepi kjark úr
bændum meir en orðið er. Bænda-
stéttin og forystumenn hennar þurfa
alvarlega að gæta þess að ánetjast
ekki áróðursvélum andstæðra afla.
Til þess að skýra stöðu mála,
stöðva óréttlátan áróður og eyða
misskilningi þarf að gera eftir því
sem unnt er, athugun á þjóðhags-
legu og þjóðfélagslegu gildi land-
búnaðarins með því m.a. að kanna
eftirtalin atriði: í fyrsta lagi
hversu miklum fjármunum land-
búnaðurinn og þjónustugreinar
hans skila, þar með talinn iðnaður
tengdur honum.í öðru lagi hve
margt fólk hefur atvinnu sína af
landbúnaði og atvinnurekstri
tengdum honum.í þriðja lagi
hvernig viðskiptastöðu þessara
greina er háttað gagnvart útlönd-
um. í fjórða lagi hversu mikið út-
flutningsbæturnar kosta ríkið
nettó og hvernig útflutningur
landbúnaðarvöru kemur út þjóð-
hagslega.í fimmta lagti hverjar af-
leiðingar takmörkun búvörufram-
leiðslu við innanlandsmarkað
Magn: Veró á t
Útfl. dilkakj. 3000 t 51.260 153.780 þ
Flutn.kostn. 3000 t 10.550 31.650 þ
Slátrun o.fl. 3000 t 30.550 91.650 þ
Vaxtakostn. 3000 t 9.540 28.620 þ
Stofnlánad.gj. 3000 t 2.540 7.620 þ
Alls 153.780 þ 159.540 þ
+ mism. á skr. og
millil. kostn. + 5.760 þ
Til ráðstöfunar 153.780 þ
Útflb. til millil.
30001 á 1.960 5.760 þ 159.540 þ
Útfl.b. til bænda
3000 t á 96.000 288.240 þ 288.240 þ
Samt. 153.780 þ 159.540 þ 288.240 þ 447.780 þ