Morgunblaðið - 27.02.1985, Page 23

Morgunblaðið - 27.02.1985, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 23 Að bera út börnin sín eftir Halldór Guðjónsson Nú eru liðnir rúmlega tveir mánuðir frá verkfalli BSRB og menn leiða varla hugann að því lengur, enda ljóst að það hafði lítil sem engin áhrif á kjör opinberra starfsmanna. Þetta eitt út af fyrir sig vekur ótta þar sem það bendir til þess að aftur verði verkfall þeg- ar næst kemur til samninga um kjör opinberra starfsmanna. Þess eru engin merki að menn hafi í raun lært nokkuð af verkfallinu eða skilið hversu alvarlegt það var. Um jólin kom að vísu út saga verkfallsins, en þar er engin grein- ing á áhrifum þess eða afleiðing- um. Fyrst eftir verkfallið var nokk- uð rætt um áhrif þess á skólahald en lítið áframhald hefur orðið af því og virðist nú sýnt að lítið verði af því og börnum verði bætt sú kennsla sem niður féll. I ljósi þess sem að ofan var nefnt, að samn- ingarnir skiluðu lítilli kjarabót og því megi að öllum stjórnmálaað- stæðum óbreyttum búast við öðru verkfalli, er niðurfall kennslunnar uggvænlegt. Ef til vill má í mörg- um tilfellum til sanns vegar færa að niðurfelling kennslu í einn mánuð skipti ekki miklu máli um þroska nemenda þótt ekki geti það gilt almennt. En það horfir greini- lega til stórvandræða ef kennsla fellur niður við hverja samninga- gerð. Þótt aðeins verði gengið til samninga — og verkfalla — annað hvert ár, þá þýðir mánaðarniður- felling kennslu að hver nemandi tapar á skólaferli sínum fjórum og hálfum mánuði til sex mánuðum frá námi. Svo löng og óhagkvæm hlé í námi hlytu að hafa mjög „Það er greinilegt að niðurfelling skólahalds í verkfallinu er mikilvæg- ust allrar þeirrar rösk- unar sem af verkfallinu varð. Vegna hennar voru um 50.000 nem- endur fjarri eðlilegum og sumpart lögskyldum störfum í heilan mánuð, þ.e. rúm 4.000 mannár fóru þarna í súginn. Að fiskveiðum starfa nú ekki fjarri 5.000 manns. Þannig svarar niðurfell- ing skólahalds til þess að obbanum af físki- skipum landsmanna væri lagt í heilt ár.“ vond áhrif á þekkingaröflun, þjálfun og þroska langsamlega flestra barna, unglinga og síðan fullorðins fólks. Það er greinilegt að niðurfelling skólahalds í verkfallinu er mikil- vægust allrar þeirrar röskunar sem af verkfallinu varð. Vegna hennar voru um 50.000 nemendur fjarri eðlilegum og sumpart lög- skyldum störfum í heilan mánuð, þ.e. rúm 4.000 mannár fóru þarna í súginn. Að fiskveiðum starfa nú ekki fjarri 5.000 manns. Þannig svarar niðurfelling skólahalds til hefði á búsetu og atvinnulíf í sveitum, og á rekstur vinnslu- stöðva búvöru og atvinnulíf í þéttbýli. Ég er mjög eindregió þeirrar skoó- unar, að þaö eigi ekki og megi ekki breyta framleiðsluráöslögunum á þann veg að 10% útflutningsbóta- rétturinn verði skertur, hvað þá af- numinn, nema annað komi í staðinn jafngilt. Ég leyfi mér að varpa fram þeirri hugmynd að ef dregið verður úr útflutningsbótum, þá eigi að nota það fé er sparast til skógræktar í svéitum landsins, þar sem skilyrði leyfa, enda sætu bændur og sveita- fólk fyrir þeirri atvinnu sem við það skapast Mætti þá hugsa sér að dregið yrði smámsaman úr út- flutningsbótum og búvörufram- leiðslu, ef markaðsaðstæður gefa tilefni til, en aukið jafnframt framlag til skógræktar uns. t.d. að helmingaskipti verða, allt eftir því hvernig mál þróast. Með þessu móti væri framkvæmanlegt að hefja skógrækt sem um munar fljótlega, og í stærri stíl þegar fram líða stundir, en það er ekki framkvæmanlegt nema með opinberu fjármagni, sakir þess hversu seint hún skilar árangri. Þetta er verðugt verkefni, felur jafnvel í sér stórkostlega möguleika, sem eftir nokkra áratugi myndi skila arði sem gæti m.a. orðið und- irstaða iðnaðar. Skógræktin myndi lika ' stórbæta landið og milda loftslagið. Til álita kæmi að nota eitthvað af þessu fjármagni til uppgræðslu beitilands, útrým- ingar búfjársjúkdóma og ef til vill að létta undir um stundarsakir með stórum búum sem eiga í erf- iðleikum vegna nýlegra og mikilla fjárfestinga og skerts olnboga- rýmis vegna framleiðslustjórnun- ar, búmarks. Jafnframt skógræktinni þar sem hún yrði stunduð myndi hefðbundinn búrekstur dragast eitthvað saman, en lítið fyrst. Hefðbundinn búrekstur ásamt loðdýrarækt og fiskirækt yrði svo fjármögnuð á venjulegan hátt sem fyrr. Þessi tilhögun ætti að vinna gegn grisjun byggðar í sveitum og verða þjóðhagslega hagkvæm. Ég tel það stórfelld mistök ef bænda- Halldór Guðjónsson þess að obbanum af fiskiskipum landsmanna væri lagt í heilt ár. Vafalítið þykir mörgum slíkur samanburður óréttmætur og ýkt- ur. Það er venja að tala um sjávar- útveg og fiskveiðar sérstaklega sem grundvallaratvinnugrein. Þessi venjubundni talsmáti á við þau rök að styðjast, sem allir hljóta að viðurkenna, að fiskveið- ar eru helsta brauð okkar, ef þær bregðast illa getum við jafnvel þegar til skamms tíma er litið ekki brauðfætt okkur. En sé litið til lengri tíma þá eru það ekki fisk- veiðar einar eða aðrar grundvall- aratvinnugreinar sem ráða því hvort við getum brauðfætt okkur eða ekki, heldur kemur þá 1 ljós að falli niður um langan tíma öll verk í einhverri sæmilega umfangsmik- illi atvinnugrein, þá er lífsviður- væri okkar hætt. Sé ekki aðeins horft til lífsviðurværis heldur til sæmandi þjóðlífs í heild, væri mjög vandfundin sú starfs- eða at- vinnugrein sem umyrðalaust mætti leggja niður án þess það ylli verulegum skaða. Hvað starf skól- anna áhrærir sérstaklega eru þessi tengsl við sæmandi þjóðlíf og reyndar lífsviðurværi augljós. Arangur í starfi og afrakstur af atvinnu hvílir æ meir á vísvitaðri kunnáttu og þjálfun til starfa. Skólarnir veita ýmist þessa kunn- áttu og þjálfun eða undirbúa nem- endur til að afla hennar sjálfir í starfi. Það er enginn annar far- vegur fyrir þennan undirbúning undir störf en skólakerfið. Ef skólakerfið bregst, hlýtur það að koma niður á starfskunnáttu og aðlögunarhæfni með öllum íslend- ingum og stefna þá ekki aðeins sæmandi þjóðlífi heldur líka lífs- viðurværi okkar í hættu. Það sem hingað til hefur verið sagt lýtur aðeins að umfangi og mikilvægi þess áfalls sem skóla- hald og menntun í landinu varð fyrir af verkfallinu nú og gæti orðið fyrir í framtíðinni af svipuð- um atburðum. En það er önnur hlið á þessum málavöxtum sem er miklu alvarlegri, en hún er sú, að ríkið hefur, með því að láta kennslu falla niður, vikið sér und- an einni mikilsverðustu skyldu sinni. Uppeldi og uppfræðsla barna og unglinga var áður í flestu eða öllu skylda foreldra. Ríkið hefur tekið hluta af þessum skyldum — og þá einkum upp- fræðsluna — á sig og þá jafnframt hagað málum þannig að foreldrum er nánast ómögulegt að rækja þessar skyldur sjálfir venjulega og þá varla heldur í neyð. Nú hefur ríkið, með því að láta niðurfell- ingu skólahalds viðgangast, svik- ist undan þessum skyldum sínum og hefur ekki uppi neinar ráð- agerðir um að bæta fyrir svikin. Meðan skyldurnar hvíldu á for- eldrum hefði ríkið sjálft tekið óblíðlega á þeim sem þannig brutu af sér við börn sín. Nú sækir ríkið ekki sökina heldur verst. Þessar aðstæður eru hörmu- legar, þær eru ekki aðeins skað- vænlegar í sjálfu sér heldur bera þær vott um svo fávísleg stjórn- mál og afvegaleiddan hugsunar- hátt að ekkert ríki fær við lifað til neinnar lengdar. Það fær engin þjóð lifað við stjórnmál og stjórn- arfar sem gera það ekki aðeins hugsanlegt heldur fremur líklegt að börn hennar verði borin út 1 mánaðartíma á tveggja ára fresti. Ef ríkið rækir ekki skyldu sína gagnvart börnum, er það þá lík- legt að það ræki aðrar skyldur gagnvart þjóðinni? Gagnvart hverjum öðrum hefur ríkið skyld- ur? Og að lokum, hverjar má ætla að börn sem þannig eru leikin telji vera skyldur sínar gagnvart menntun sinni, gagnvart þjóðinni og ríkinu? Halldór Gudjónsson er kennslu- stjórí rið Háskóla íslands. stéttin glataði útflutningsbótaréttin- um án bóta, en ég trúi því ekki að svo verði ef hún og fyrirsvarsmenn hennar sína í tæka tíð samstöðu og einurð. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra beitti sér á sínum tíma fyrir þessum rétti. Nú skora ég á Jón Helgason landbúnaðarráð- herra að beita sér gegn því að hann verði skertur án þess að ann- að komi í staðinn jafngilt. Helstu efnisatriði 1. Umræður um landbúnaðarmál hafa síður en svo verið málefna- legar. Neikvæður áróður hefur skaðað bændastéttina undanfarin ár. 2. Útflutningsbætur hafa verið mistúlkaðar, tap ríkissjóðs af þeim er minna en af er látið. Þær hafa veitt bændum mikinn stuðn- ing og dregið úr grisjun byggðar. 3. Bændaforustan hefur verið lin í vörn gegn þessum áróðri, sem hefur dregið kjark úr bændum. 4. Landbúnaður er þjóðfélagsleg nauðsyn og grysjun byggðar má ekki verða öllu meiri en orðið er. 5. Landbúnaðarstefnan hefur { aðalatriðum verið rétt hingað til, en stjórnun búvöruframleiðslu talsvert ábótavant. 6. Það þarf að stjórna fram- leiðslu með kvótakerfi og bú- marki, setja bremsu á stærri búin og e.t.v. tómstundabúskap. 7. Það er mistúlkun að landbún- aðurinn ógni efnahagskerfi lands- ins, þar eru allt önnur öfl að verki. 8. Málefnaleg umræða er nauð- synleg og allra hagur. 9. Úttekt á þjóðhagslegri og þjóðfélagslegri þýðingu landbún- aðarins er nauðsynleg. 10. Það má ekki skerða útflutn- ingsbótaréttinn nema annað komi í staðinn, jafngilt. Skorað er á landbúnaðarráðherra að beita sér gegn skerðingu. 11. Varpað er fram hugmynd um stórátak í skógrækt, sem yrði með tíð og tíma fjármögnuð með ríkis- fé er kæmi í stað útflutningsbóta. Friðjón Guðmundsson er bóndi i Sandi í Aðaldal. ^0. ^SI W - ■ SHIHl/IHnM □LUBOÐ pji H TEKEX 200 gr ^JNIÐWSOÐIM JARÐARBER 850 gr Kvl| ^ HVEITI 2ke V4 ** nvciii L Kg **■ C-1 fe ÞVOTTAEFN^ 3 kg C-1 |1 HREINGERNINGA- II LÖGUR 11 ...vöruverð í lágmarki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.