Morgunblaðið - 27.02.1985, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985
Tækniskólinn í Álaborg:
Unnt að gera lostætar
pylsur úr fiskúrgangi
í TKkniskólanum í Álaborg á hefur þegar snúið sér til borgar- „f Norður-Jótlandi einu saman
Norður—jótlandi hefur verið vfirvalda f Álahorir na vakið at- hont nm 9H—'ÍO tnnniim af
í Tækniskólanum t Álaborg á
Norður—Jótlandi hefur verið
fundin upp byltingarkennd Uekni,
sem gerir kleift að framleiða úr-
valsvöru úr fiskúrgangi, að því er
fram kom í danska blaðinu Aktu-
elt nýlega.
Uppskrift skólans er einföld: í
stað þess að henda fiskúrgangi,
eru gerðar úr honum pylsur, sem
eru herramannsmatur.
í skólanum hefur verið fundin
upp aðferð til að nota þann hluta
fisksins, sem verður afgangs og
notast ekki í fiskiðnaðinum. Er
þar um að ræða fisk, sem verður
eftir á beinunum, þegar flakað
er.
Snasl þetta verður að úrvals-
vöru, þegar tækniskólafólkið
hefur farið höndum um það og
búið til úr því fjölmargar gerðir
af pylsum, sem þykja lostæti
sem álegg.
Forstöðumaður tækniskólans
hefur þegar snúið sér til borgar-
yfirvalda í Álaborg og vakið at-
hygli þeirra á þeim atvinnutæki-
færum, sem þessi nýja aðferð
býður upp á.
Borgarstjórinn í Skagen, Erik
Thomsen, er mjög uppveðraður
vegna þessa. Hann segir aðferð
tækniskólans mjög áhugaverða,
auk þess sem aldrei sé of mikið
gert til að skapa atvinnulausu
fólki vinnu. Um 2000 manns eru
atvinnulausir í Skagen.
Tomsen borgarstjóri segir
einnig að ekki sé hætta á, að
þessi framleiðsla keppi við þann
fiskiðnað sem fyrir er, þar sem
slík starfsemi sé enn sem komið
er hvergi til staðar.
Það var slátur- og pylsugerð-
armeistarinn Jörgen Gaaei, sem
starfar hjá tækniskólanum í
Álaborg, sem fann upp þessa að-
ferð og hefur unnið að fullkomn-
un hennar síðastliðin 8—10 ár.
Norður-Jótlandi einu saman
er hent um 25—30 tonnum af
fiski dag hvern," segir Jörgen
Gaaei í viðtali við Aktuelt.
„Fjöldi atvinnutækifæranna fer
svo eftir því, hversu mikið hrá-
efnið verður unnið. Því verð-
mætari sem varan er sem fram-
leiða á, því fleiri atvinnutæki-
færi skapast í kringum vinnsl-
una.“
Danir eru eitthvað hikandi við
að notfæra sér þessa nýju tækni.
En það sama verður ekki sagt
um Grænlendinga. Þeir hafa
þegar tileinkað sér hana og ætla
að hefja framleiðslu eins fljótt
og auðið er.
Nuka Knudsen, 26 ára gamall
kjötiðnaðarmaður frá Nuuk í
Grænlandi, hefur verið í Ála-
borg, að tilhlutan heimastjórn-
arinnar, og lært vinnubrögðin.
Nú er hann kominn heim og mun
kenna löndum sínum það sem
Upphafsmaður nýju tækninnar,
Jörgen Gaaei, ræðir hér við einn
nemenda sinna, Nuka Knudsen
frá Grænlandi.
hann lærði í Danmörku. I Græn-
landi er daglega hent miklu af
fiskúrgangi.
„Heimastjórnin er mjög áfjáð
í að nýta þessa nýju tækni," seg-
ir Nuka Knudsen. „Ástæðan er
m.a. sú, að það er svo ódýrt að
hefja framleiðslu af þessu tæi og
t.d. þarf ekki mikinn vélakost.
Það er áreiðanlega markmiðið
að gera þetta að iðnaði á Græn-
landi."
Rokkhópur
gefur ágóða
af Afríku-
hljómleikum
London, 26. febrúar. AF.
BREZKI rokkhópurinn UB40 hefur
gefið eitt hundrað þúsund sterl-
ingspund, eða allan ágóða af hljóm-
leikum í Afríkulöndum upp á síð-
kastið til styrktar fátækum og
heimilislausum í Zimbabwe, að því
er framkvæmdastjóri UB40 skýrir
frá í dag.
Hann sagði að hópurinn hefði
ekki ætlað að skýra frá gjöfinni,
en brezkar fréttastofur hefðu
fengið óljósar fregnir af ákvörð-
un hópsins. Robert Mugabe, for-
sætisráðherra Zimbabwe, veitti
gjöfinni viðtöku eftir að hljóm-
leikaförinni lauk fyrir nokkru.
Genscher lætur af
flokks formennsku
Saarbrtirken, 26. febrúar. AP.
HANS-DIETRICH Genscher utanríkisráðherra hefur látið af formennsku í
Frjálsa demókrataflokknum (FDP) eftir 11 ára starf til þess að reyna að
stuðla að einingu í flokknum og Martin Bangemann efnahagsmálaráðherra
er tekinn við af honum.
Bangemann var kjörinn eftir-
maður Genschers á flokksþingi
FDP í Saarbrúcken með 89 af
hundraði atkvæða.
Genscher samþykkti fyrir níu
mánuðum að láta af formennsku
til þess að auka möguleika á ein-
ingu í flokknum, sem hefur misst
10% skráðra flokksmanna og
einnig glatað verulegum stuðningi
meðal almennings á undanförnum
tveimur árum.
Minnkandi gengi flokksins hef-
ur valdið áhyggjum um stöðu
samsteypustjórnarinnar i Bonn.
Samkvæmt síðustu skoðanakönn-
unum fengi FDP innan við fimm
af hundraði atkvæða, ef kosið væri
nú, og þar með fengi hann engan
þingmann kjörinn.
Genscher kvaðst vona að hann
gæti haldið áfram að styrkja
flokkinn, þótt hann yrði ekki leng-
ur leiðtogi hans.
Deilurnar í flokknum hófust
þegar Genscher tók þá ákvörðun
að hætta samstarfi við sósíal-
demókrata og mynda samsteypu-
stjórn með kristilegum demó-
krötum 1982.
Staða FDP hefur einnig veikzt
mikið vegna Flick-málsins, sem
einn af leiðtogum flokksins, Otto
Lambsdorff fyrrverandi efna-
hagsráðherra, flæktist í.
Leiðtogar flokksins vona að nýr
formaður geti stuðlað að því að
flokkurinn endurheimti vinsældir
sínar. En ýmsir eru efins um að
Bangemann sé vandanum vaxinn.
Genscher
Nauðlenti á
örsmárri
kóraleyju
Aucklmnd, Njj»-.Sjál»ndi, 26. rebrúar. AP.
VÉL af gerðinni IX -10 frá franska
flugfélaginu UTA og með 200 far-
þega um borð nauðlenti á lítilli kór-
aleyju norður af Tahiti í morgun,
eftir að tilkynnt hafði verið um
talstöð að sprengja væri í vélinni.
Flugstjórinn lenti á flugbraut
á Rangiroa-eyju sem er um 300
km fyrir norðan Tahiti. Eyjan er
nánast langt og mjótt kóralrif
með lóni í miðju og ekki er vitað
til að aðrar en litlar vélar hafi
lent þar. Lendingin tókst vel og
farþegar og farangur voru síðan
selflutt til Papeete. Vélin var í
áætlunarflugi frá Los Angeles til
Auckland á Nýja-Sjálandi með
millilendingu á Tahiti.
Fjórir ráðherrar
féllu í Pakistan
gorenje
^^SKANDINAVIEN *
Gæða ísskápar
Gorenje HDS 201K rúmar 260
lítra. Þar af er 185 litra kælir
og 65 lítra djúpfrystir.
Sjálfvirk affrysting.
Hæð 138 cm, breidd 60 cm,
dýpt 60 cm.
Verð aðeins kr. 15.865,- stgr.
Sami gæðaflokkur og
ísskápar í mun hærri
verðflokkum.
Gtóðir afborgunarskilmáJar,
- látið ekki happ úr hendi
sleppa.
Þetta er ekki bara draumur
- þetta er blákaldur
veruleikinn.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Söðurlandsbraut 16 Simi 91352ÚÖ
Zia leysir ríkisstjórnina frá störfum
bdamabad. 26. febfúar. AP.
Mohammed Zia Ul-haq hershöfð-
ingi leysti upp ríkisstjórn sína í dag
í kjölfar þess að fjórir ráðherranna
náðu ekki kjöri í þingkosningum í
Pakistan í gær, hinum fyrstu þar í
landi í 8 ár.
Enda þótt talningu atkvæða sé
ekki að fullu lokið þá eru úrslitin
áfall fyrir herstjórn Zia. Lét
hann handtaka hundruð stjórn-
arandstæöinga áður en kjördag-
ur rann upp. Hafði hann og lýst
yfir því að þingkosningarnar
væru fyrsta skrefið í afnámi
herlaga í Pakistan.
Kosið var um 217 þingsæti, en
völd þingsins eru óljós þar sem
Zia tekur allar ákvarðanir sem
máli skipta. Ráðherrarnir, sem
ekki hlutu kosningu, voru varn-
armálaráðherrann, Alhaj Mir
Ali Ahmed Khan Talpur, at-
vinnumálaráðherrann, menning-
armálaráðherrann og upplýs-
ingamálaráðherrann. Einnig
féllu tveir ráðuneytisstjórar,
annar þeirra ráðgjafi Zia í við-
skiptamálum.
Áf hálfu stjórnarandstöðunn-
ar var því haldið fram að a.m.k.
2.000 stjórnarandstæðingum
hefði verið varpað í fangelsi fyrir
kosningarnar, en hið opinbera
segir þá hafa verið 369 talsins.
Kosningaþátttaka var mjög
mikil þótt tölur um kjörsókn
liggi ekki fyrir. Zia hafði sagst
verða ánægður með 40% kjör-
sókn, en ljóst er að hún var enn
meiri. Talsmaður stjórnarinnar
reyndi að gera lítið úr ósigri
ráðherranna og láusn stjórnar-
innar. Hann sagði að ákveðið
hefði verið fyrir kosningar að
ráðherrar, sem færu fram, yrðu
sjálfkrafa settir til hliðar eftir
kosningar, án tillits til úrslita
kosninganna.
Götumynd frá Rawalpindi í Pakistan á kosningadegi.