Morgunblaðið - 27.02.1985, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aóstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakið.
Treholt ákærður
Irúmt ár hefur þess verið
beðið, að norsk yfirvöld
skýrðu frá því, hvað í ljós
hefði komið við rannsókn
þeirra á máli Arne Treholt
sem var handtekinn 20. janú-
ar 1984, sakaður um njósnir.
Ákæran var birt í fyrradag og
í ræðu Lars Quigstad, ríkis-
saksónara, kom fram, að Tre-
holt hefði safnað 832 trúnað-
arskjölum á heimili sitt í Osló
og hann hefði verið með 66
slík skjöl í handtöskunni, þeg-
ar hann var tekinn á Forne-
bu-flugvelli á leið til fundar
við útsendara KGB í Vínar-
borg.
Málflutningur saksóknara
sýnir, að Arne Treholt hefur
skýrt lögreglunni frá því,
hvernig hann hefur ánetjast
sovésku öryggis.- og njósna-
stofnuninni KGB. Sovét-
mönnum virðist hafa dugað
að beita hann sígildum brögð-
um eins og þeim að senda
honum áfengi og ljósmynda
hann við ósæmilegar aðstæð-
ur í samkvæmi í Moskvu. Þó
er líklegt, að ekki séu öll kurl
komin til grafar um þennan
þátt málsins. *
Af þeim fréttum sem borist
hafa af hegðan sakbornings-
ins í fangelsinu er ljóst, að
hann er annaðhvort viss um
að hafa gert rétt eða fullur
efasemda um eigin stöðu. í
réttarsalnum á hann vafa-
laust eftir að sýna á sér fyrri
hliðina. Hann veit sem er, að
þeir eru margir sem líta á
framkomu hans þar sem
bestu sönnunina fyrir því, að
norsk yfirvöld hafi gerst
offari í þessu máli.
Þótt lítið hafi verið um
haldbærar fréttir af máli Tre-
holts frá því að hann var
handtekinn hefur mikið verið
um það ritað. í þeim umræð-
um hafa menn skipst í tvo
hópa. Annars vegar eru þeir
sem vilja gera sem minnst úr
sekt Treholts. Þeir segja nú
þegar ákæran hefur verið
birt, að þau gögn sem hann
hafi undir höndum séu þess
eðlis, að allt sem í þeim stend-
ur geti menn lesið í góðum
dagblöðum. Hins vegar eru
þeir sem hafa talið Treholt
sekan frá upphafi. Hann sé
eins og hver annar svikari
sem gengur stjórnvöldum
annarra ríkja á hönd, spurn-
ingin sé um það eitt, hve mik-
ið sé unnt að sanna.
Strax eftir handtökuna
beíndist athyglin að þeirri
emstæðu aðstöðu sem Arne
Treholt hafði til að hafa áhrif
á töku mikilvægra ákvarðana
í norska stjórnkerfinu, ekki
síst á meðan hann var hægri
hönd Jens Evensen, hafrétt-
arráðherra. Þá var álitið að
Treholt hefði einkum komið
KGB að gagni sem útsendari í
áhrifastöðu, maður sem getur
haft áhrif á stefnumótun á
úrslitastundu. Erfitt er að
henda reiður á slíkri iðju og
hún er venjulega refsilaus í
lýðræðisríkjum. Nú er hins
vegar ljóst, að Treholt er
skjalanjósnari: Hann hefur
stolið trúnaðarskjölum til að
koma þeim í hendur annarra.
Arne Treholt hefur lýst því
yfir, að hann hafi aldrei látið
af hendi upplýsingar er varða
öryggi ríkisins eða hernaðar-
leg leyndarmál. Nú er það
hlutverk norska ákæruvalds-
ins að afsanna þessa fullyrð-
ingu. Liður í því hlýtur að
vera að sýna fram á hvað
fyrir Treholt vakti með svik-
semi sinni. í upphafi var sagt,
að hann hefði verið neyddur
vegna launbarns í Tékkóslóv-
akíu. Það reyndist uppspuni.
Nú er rætt um nauðung vegna
ósæmilegrar hegðunar í
Moskvu. Margt bendir til að
undirrótin sé önnur.
Allt frá því Arne Treholt
var í háskóla hefur hann skip-
að sér í flokk með þeim
vinstrisinnum sem telja vest-
rænt varnarsamstarf af hinu
illa. Hann er andvígur aðild
Noregs að Atlantshafsbanda-
laginu og telur varnir gegn
vígbúnaði Sovétríkjanna af
hinu illa. Við íslendingar
þekkjum þessi sjónarmið svo
vel, að þau þarf ekki að tíunda
hér. Á sínum tíma lagði Arne
Treholt meira að segja á ráð-
in um það í samtölum við ís-
lenska stjórnmálamenn,
hvernig staðið skyldi að því
að draga ísland út úr vest-
rænu varnarsamstarfi. Flest
bendir til þess að hugmynda-
fræðilegar ástæður hafi legið
því að baki í upphafi, að Arne
Treholt gerðist handgenginn
Sovétmönnum og þeir hafi
síðan hert á honum tökin. Þá
kann að vera að Treholt hafi
alla tíð gengið með pá grillu,
að það væri á sínu færi og
einskis annars að breyta
heimsmyndinni, með því að
lauma skjölum til KGB væri
hann að byggja brú milli
austurs og vesturs.
Full ástæða er fyrir okkur
Islendinga að fyigjast náið
með réttarhöldunum yfir
Arne Treholt. Hann kann að
hafa skaðað öryggishagsmuni
íslands með athæfi sínu. 4Ils
ekki er líkiegt, að hann sé eíni
maðurinn á norðurhveli sem
ánetjast hefur KGB.
Til meðferðar hjá bandarískum yfírvöldum:
Krafa um tolla á
kanadískan fisk
eftir Sigmar Þormar
og Halldór Pétur
Pálsson
í grein í Morgunblaðinu 10.
janúar sl. skýrðum við aðgerðir
kanadískra stjórnvalda til aðstoð-
ar sjávarútvegi. Hæg efnahags-
þróun á Atlantshafssvæðum
Kanada og erfið fjárhagsafkoma
fyrirtækja í sjávarútvegi síðast-
liðin ár varð til að kalla á aðstoð
ríkisvaldsins. Gagnger endur-
skipulagning hefur átt sér stað.
Fiskvinnslufyrirtækjum, sem áður
voru í einkaeign, hefur nú verið
steypt saman í tvö stór fyrirtæki
er annað þeirra að meirihluta í
opinberri eigu. Þessum aðgerðum
fylgdi mikill opinber fjárstuðning-
ur.
En ekki er ein báran stök. Þó
Kanadamenn telji þessar aðgerðir
óumflýjanlegar tilraunir til að
koma í veg fyrir atvinnuleysi líta
aðilar innan bandarisks sjávar-
útvegs þær öðrum augum. Að
þeirra mati er með fjárstuðningi
við kanadískan sjávarútveg verið
að greiða niður fisk sem fer á
Bandaríkjamarkað. Þessir aðilar
hafa nú kært Kanadamenn fyrir
óheiðarlega viðskiptahætti.
Bandaríska alþjóðaverslunar-
nefndin (United States Internat-
ional Trade Commission) hefur
þessa kæru til meðferðar. Starf
nefndarinnar er tvíþætt. í fyrsta
lagi á nefndin að gefa út skýrslu
um staðreyndir málsins (finding
of facts). Sú skýrsla liggur nú
fyrir. Seinna verk nefndarinnar er
að kveða upp dóm í málinu. Ef
kanadísk sjávarútvegsfyrirtæki
verða fundin sek í þessu máli verð-
ur þeim refsað með hækkun tolla
á kanadískar fiskafurðir.
Þessi grein er aðallega byggð á
skýrslu bandarísku alþjóðaversl-
unarnefndarinnar. Upplýsingar I
skýrslunni verða forsendur úr-
skurðar um það hvort Kanada-
menn séu sekir af ákæruatriðum. í
skýrslunni er einnig beint sjónum
að íslenskum sjávarútvegi.
Botnfískinnflutningur
til Bandaríkjanna
Bandarískir botnfiskframleið-
endur selja alla framleiðslu sína á
heimamarkað. Fiskurinn er nær
allur seldur ferskur. Á undanförn-
um árum hefur innflutningur á
kanadískum fiski til Bandaríkj-
anna aukist. Bandarískum fisk-
framleiðendum er sérstaklega illa
við aukinn ferskfiskinnflutning
frá Kanada.
Kanadamenn eru aðeins ein af
mörgum þjóðum sem selja botn-
fisk á Bandaríkjamarkað. Þeir eru
hinsvegar stærsti innflytjandinn
og eina þjóðin sem selur þangað
verulegt magn ferskra afurða.
Kanadamenn selja auk þess fisk-
inn á lægra verði en flestar sam-
keppnisþjóðir þeirra. Tafla 1 sýnir
að Kanadamenn eru stærstu inn-
flytjendur botnfisks til Banda-
ríkjanna.
T.4FLA 1
Innflutningur á botnfiski til
Bandaríkjanna 1982
í millj. I Heildar verómvti Verdá Tundi Áanada
207.381 $1.07 sland
95.855 $1.40 lanmork
45.661 $1.47 Nore{ur
14.(58 $1.23 Upan
10.%8 21.630 <0.98 $1.41 Aórir
(Heimild: Conditions of Competition
Affecting t.he Northeastern U.S.
Groundfish <*nd Scallop iíndustries in
Selected Markets. Qk 134. (USITC
pubiication 1622, Des. 1984).)
Bein ríkisaðstoð
Bandarískir framleiðendur vilja
að tollar á innfluttum fiski verði
hækkaðir. Hækkunin á að mæta
áhrifum ríkisaðstoðar sem erlend-
ir keppinautar njóta. Tollar á
botnfiski eru nú um 1,87 sent á
hvert pund.
í skýrslu bandarísku alþjóða-
verslunarnefndarinnar er gerð til-
raun til að meta upphæð fjár-
stuðnings til sjávarútvegs í þeim
löndum sem selja botnfisk á
Bandaríkjamarkað. Fram kemur
að um verulegan stuðning er að
ræða í öllum löndunum. Tafla 2
sýnir mat nefndarinnar á upphæð
beinna opinberra styrkja í fjórum
löndum.
TAFLA2
Ríkisaðstoð og verðmæti sjáv-
arútvegsframleiöslu fjögurra
landa 1982 (millj. dala) Ríkia- Heildar
aóstoó fr&mleióslu-
NA-Bandar. 28,8 verðm. 1.300
ttlh»fsntr. Kinada 105.6 1.160
Danmork 136.9 900
Norejfur 158.0 900
áctlað
(Heimild. Sama og tafla 1. Bls. 198.)
Upplýsingar um aðstoð við ís-
lenskan sjávarútveg liggja ekki
fyrir.
Þetta er mat á lágmarksaðstoð
sem rennur til sjávarútvegs í þess-
um löndum. Taldir eru með styrk-
ir, lágvaxta lán og lánatryggingar.
Undanskilin er almenn þróunar-
aðstoð sem fer ekki sérstaklega til
sjávarútvegs, þótt hann njóti
slíkrar aðstoðar ef til vill óbeint.
Bandarískir framleiðendur
halda því fram að hefði sam-
bandsstjórnin í Ottawa leyft
gjaldþrota fyrirtækjum á Ný-
fundnalandi og Nova Scotia að
hætta rekstri hefði fiskverð í
Bandaríkjunum verið hærra árið
1983. Það sem gerðist var að kan-
adísku fyrirtækin voru endur-
skipulögð og flytja nú aukið magn
af ferskum fiski til Bandaríkj-
anna. Þau keppa nú meira við
heimamenn en nokkurn tíma áður.
Ennfremur halda bandarískir
framleiðendur því fram, að kanad-
ísku stórfyrirtækin séu mjög vel í
stakk búin til að stjórna fiskverði.
Árið 1981 var verð á þorski upp úr
bát (ex-vessel) 33 sent i Banda-
ríkjunum en 15 sent í Kanada. Til
gamans má geta þess að flutn-
ingskostnaður frá Nova Scotia til
Boston er 5—10 sent á pund.
Niðurstaðan er ásamt sú að fisk-
verð á tímabilinu 1979 til 1983 var
helmingi lægra til kanadískra sjó-
manna en þeirra bandarísku.
Laun í frystihúsum eru lægri á
Nýfundnalandi en í Bandaríkjun-
um. Sem dæmi fá karlar í New
Bedford í Bandaríkjunum 7,85
Bandaríkjadollara á tímann á
meðan frystihús á Nýfundnalandi
greiða sem svarar 5,50—5,67
Bandaríkjadollara. Bandarískir
hagsmunaaðilar halda því fram að
samspil ríkis og stórfyrirtækja
geri Kanadamönnum kleift að
halda launum og fiskverði óeðli-
lega lágu. Á Nýfundnalandi er al-
gengt að frystihús Fishery Pro-
ducts International séu eini at-
vinnuveitandinn á útgerðarstöð-
um. Þetta, ásamt miklu atvinnu-
leysi á Nýfundnalandi, heldur
launum lágum. 1 Bandaríkjunum
er fiskur keyptur á uppboðsmark-
aði þar sem kaupendur eru marg-
ir. í Kanada er kaupandinn oftast
nær einn, þ.e. annað stórfyrir-
tækjanna.
Vörn Kanadamanna
Kanadamenn telja kæruna
óréttmæta. Þeir benda á ýmis at-
riði í vörn sinni. í fyrsta lagi að
orsakir vanda bandarísks sjávar-
útvegs sé ekki að finna í Kanada
heldur sé lélegri fiskveiðistjórnun
Bandaríkjamanna um að kenna.
Fiskistofnar fyrir utan strönd
Bandaríkjanna séu ofnýttir og
rýrnandi afkoma fiskveiðiflotans
afleiðing af því.
1 öðru lagi segjast Kanadamenn
ekki styrkja sjávarútveg sinn
meira en keppinautar þeirra á
Bandaríkjamarkaði. Stjórnvöld og
aðilar sjávarútvegs í Kanada
benda oft á að allir helstu keppi-
nautar þeirra á Bandaríkjamark-
aði felli raungengi gjaldmiðla
sinna gagnvart Bandaríkjadollar
til þess að betur gangi að selja
fiskinn í Bandaríkjunum.
Þetta atriði er tekið sérstaklega
fyrir I einum kafla skýrslunnar.
Frystihúsiö i’ St. Anthonv á Nýiundnalandi.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985
33
Aóstaða til H.sklöndunar er frumstæð víða i Nýfundnalandi. Myndin er frá
Pouch (öve.
Gjaldeyrisvísitala er reiknuð
þannig að skráð gengi er deilt með
vísitölu framleiðslukostnaðar í
viðkomandi landi, (sjá töflu 3).
TAFLA3
Vísitala raungengis gagnvart
Bandaríkjadollar.
Dðnsk króna Islensk Itrónn Norek króna Kanada dollar
1979 100,0 100,0 100,0 100,0
1980 94,0 102,1 103,4 99,7
1981 77,1 93,6 90,5 98,2
1982 71,6 80,0 83,8 99,1
1983 67,8 73,0 77,5 (Heimild: Sama og tafla 1. 101,3 Bls. 194.)
Af töflunni má sjá að fullyrðing
Kanadamanna virðist standast.
Raungengi dönsku, norsku og ís-
lensku krónunnar hefur á undan-
förnum árum lækkað gagnvart
Bandaríkjadollar. Gengi kanad-
íska dollarans hefur hinsvegar
staðið í stað gagnvart Bandaríkja-
dollar.
í skýrslunni er skýrt frá athug-
un á því hvort fslendingar felli
gengi krónunnar til styrktar sjáv-
arútvegi. Þar segir orðrétt: „Því
hefur verið haldið fram að full-
trúum kanadísks sjávarútvegs og
af kanadískum stjórnvöldum í
tengslum við rannsókn þessa að
ríkisstjórn íslands felli gengið oft
og vísvitandi. Gengislækkanir séu
notaðar sem stjórnunartæki til að
halda uppi og auka útflutning á
fiskframleiðslu.“ (Sjá bls. 115.)
Höfundar skýrslunnar fundu
enga sönnun þess að um vísvitandi
gengisfellingarstefnu væri að
ræða af hálfu íslenskra stjórn-
valda. Ennfremur var dregið í efa
að slík stefna væri vænieg til ár-
angurs í jafn opnu hagkerfi og því
íslenska.
Tollar á saltfísk
Það hefur orðið til að auka al-
vöru í þessu máli að 23. janúar sl.
voru settir á háir tollar á kanad-
ískan saltfisk sem fer til Banda-
ríkjanna.
Þessir tollar voru settir á vegna
þess að talið er að kanadíski salt-
fiskurinn hafi verið seldur undir
kostnaðarverði (dumping) til
Bandaríkjanna. Rannsóknin fór
fram vegna kröfu eins framleið-
anda í Puerto Rico.
Meðaltollur er 24%. Hann
greiða þau fyrirtæki sem ekki er
getið sérstaklega. Sex fyrirtæki
greiða mismunandi háa tolla eftir
því hve langt undir kostnaðarverði
þau hafa selt fiskinn. Nat. Sea,
stórfyrirtækið í Nova Scotia, þarf
að greiða 34% toll, en Canadian
Saltfish Corporation 26,65%.
Lægsti tollurinn var settur á lítið
fyrirtæki á Nýfundnalandi, Un-
ited Maritime Fishermen, 13,4%.
Nú þurfa öll kanadísk fyrirtæki að
leggja fram tryggingu fyrir
greiðslu tollsins á saltfiskinn-
flutning til Bandaríkjanna. Toll-
arnir eru til bráðabirgða, en loka-
úrskurðar um hvort þeir verða
settir á til langframa verður
væntanlega kveðinn upp hjá Al-
þjóða verslunarnefndinni (Inter-
national Trade Commission) um
miðjan apríl nk.
Þetta mál er aðskilið kærunni á
frysta og ferska fiskinnflutning-
inn sem er aðalefni þessarar
greinar. Það er þó hætta á að úr-
skurðurinn um hækkun tolla á
saltfisk verði að einhverju leyti að
fordæmi í seinna málinu.
Lokaorð
Kanadískur sjávarútvegur á við
margan vanda að glíma. Tilraunir
kanadískra stjórnvalda til að að-
stoða fiskvinnslufyrirtæki Atl-
antshafssvæðanna hafa nú fætt af
sér ný vandamál.
Ef tollar á frystum og ferskum
fiski sem fer til Bandaríkjanna
verða hækkaðir hefur það í för
með sér ómælanlega erfiðleika í
Kanada. Sjávarútvegur þar er
mjög háður viðskiptum við Banda-
ríkin. í Kanada fara aðeins um
20% af botnfiskframleiðslunni á
heimamarkað. Um 80% eru flutt
út til Bandaríkjanna.
Eftir útkomu skýrslunnar um
staðreyndir í þessu máli töldu
hagsmunaaðilar í bandarískum
sjávarútvegi að skýrslan styddi
mál þeirra. Því má búast við að
þeir færi málið fyrir dóm á næstu
mánuðum.
Halldór Pétur PÁIsson B.4, við-
skiptaíræói og bagfræói frí Sir
Wilfrid Ijíurier-háskóla, Waterloo,
Ont. IUH0, MA hagfræói frá Wat-
erloo-háskóla 1982. Stundar nám
rió Carleton-háskóla, Ottawa, frá
haustinu 1982 í PHD í hagfræói.
Sigmar V Þormar. BA-próf j þjóó-
félagsfræóum frá Háskóla íslands
1982. MA-próf í þjóófélagsfræóum
frá i 'arleton-haskola, Ottawa 1984.
Stundar nú rtám í þjóóbagfræói /
Ottawa.
/HR
w
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JOHN C. AUSLAND
Pólitísk áhrif
Treholt-málsins
, Arne Treholt og Jens Evensen í Moskvu. Evensen var á sínum .íma hafréttarráöherra í .st)órn Verkamanna- i
flokksins. rlann er núna dómari viö Álþ.ióöadómstólinn ! llaag. Evensen 'ieitti sér oftar en einu sinni gegn |
. iiónarmiöum órystumanna Verkamannaflokksins, "il dsmis í tmræöunum im kjarnorkuvopnalaus svæði á I
Noróurlöndunum. Vetgátuc íru 'ippi im ííilut Treholts í þvf :-máli.
uppi að blöðin hefðu átt að vera
hófsamari í skrifum sínum þar
til dómur hefði fallið í málinu.
Ef til vill skýrir þetta deilurn-
ar sem vöknuðu vegna bókar,
sem Kari Storækre, eiginkona
Treholts, skrifaði og kom út að-
eins tveimur vikum áður en rétt-
arhöldin hófust. Hún er blaða-
maður og starfar einnig fyrir
norska sjónvarpið. Þótt bókin
fjalli á einlægan hátt um líf
hennar eftir að Treholt var
handtekinn eru margir þeirrar
skoðunar að með bókinni hafi
hún kveðið upp dóm yfir eigin-
manni sínum. Einnig má líta á
bókina sem svar Kari Storækre
við bréfunum frá Treholt til
hennar, sem hún smyglaði út úr
fangelsinu þegar hún heimsótti
hann. Hún vitnar orðrétt í bréfin
og birtir bréf frá ungum syni
þeirra til föður síns þar sem
drengurinn spyr hvers vegna
hann hafi gerst njósnari.
Bókin kom út í kjölfar deilna
sem spunnust um samþykkt
Stórþingsins þess efnis að styðja
ákvörðun ríkisstjórnar Willochs
um að leysa Arne Treholt frá
störfum í utanríkisráðuneytinu.
Þykir mörgum að stjórnvöld hafi
látið undan ótímabærum þrýsP
ingi frá almenningi og blöðum
og að rétt hefði verið að bíða þar
til dómur hefði fallið í málinu.
Máli Treholts lýkur tæpast
með réttarhöldunum. Heyrst
hefur að Treholt hafí verið iðinn
við skriftir í fangelsinu og hafa
mörg útgáfufyrirtæki lýst yfir
áhuga sínum á að gefa út bók
eftir hann.
Vegna þess hve fjölmíðlar
hafa verið uppteknir við að
skýra frá málavöxtum er ef til
vill ekki að undra að lítið hefur
verið rætt um þá 100 leyniþjón-
ustumenn sem norska leyniþjón-
ustan hefur áætlað að séu að
störfum í Noregi fyrir Sovétrík-
in og leppríki þeirra.
Á mánudag hófust réttarhöldin yfir Arne Treholt, sem
ákærður er fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna og íraks. Talið
er að réttarhöldin standi fram að páskum en margir telja að
blöð í Noregi, Stórþingið og nú síðast eiginkona Treholts hafi
þegar kveðið upp dóm sinn yfír honum.
Málavextir allir minna
helst á njósnasögu eftir
John Le Carré. Ungur embættis-
maður hlýtur skjótan frama
vegna pólitískra sambanda
sinna. Hann er náinn vinur for-
vígismanna Verkamannaflokks-
ins. Hann gagnrýnir stefnu
Bandaríkjastjórnar og er and-
vígur Átlantshafsbandalaginu
auk þess sem hann á aðild að
mikilvægum samningum á milli
Norðmanna og Sovétmanna.
Á meðan réttarhöldin standa
yfir, nánar tiltekið dagana 21. til
24. mars, mun Verkamanna-
flokkurinn halda landsfund sinn
þar sem stefnan verður mótuð
fyrir þingkosningarnar, sem
fram fara í september. Mál Tre-
holts verður þar ekki til umræðu
en skuggi þess mun hvíla yfir
fundinum. Þegar upp komst um
njósnir Treholts lýsti Gro Har-
lem Brundtland, leiðtogi flokks-
ins, því yfir, að mál þetta væri
lögreglumál og ekki stjórnmála-
legs eðlis. Hins vegar veit hún
vel að Treholt var vinur margra
af forráðamönnum flokksins
þeirra á meðal Einars Förde,
varaformanns Verkamanna-
flokksins. Þess vegna er ómögu-
legt að segja fyrir um hvaða
áhrif réttarhöldin hafa á þing-
kosningarnar og pólitíska fram-
tíð vina Treholts.
Káre Willoch forsætisráð-
herra hefur tekið undir þá skoð-
un að málið sé í eðli sínu
lögreglumál. Ákæruvaldið er
greinilega sammála þessu því
Treholt er aðeins ákærður fyrir
njósnir en ekki fyrir að hafa
misnotað stöðu sina til að hafa
áhrif á stefnu stjórnvalda.
Það er alkunna að Treholt var
einn helsti ráðgjafi Jens Even-
sen, sem gegndi ráðherraemb-
ætti I stjórnartíð Verkamanna-
flokksins og hefur löngum verið
umdeildur stjórnmálamaður.
Evensen var formaður nefndar,
sem gerði mikilvæga samninga
við Sovétmenn um fiskveiðar
þeirra í Barentshafi. Því hefur
einnig verið haldið fram að Tre-
holt hafi fengið Evensen til þess
að gera það að tillögu sinni í
ræðu sem hann hélt árið 1980 að
Norðurlönd yrðu gerð að kjarn-
orkuvopnalausu svæði. Sovét-
menn hafa oftlega gert þetta að
tillögu sinni og hefur þessi ræða
Evensens verið ríkisstjórn
Verkamannaflokksins og nú
samsteypustjórn Willochs til
mestu óþurftar.
Nú þegar mál Treholts hefur
verið á forsíðum norskra blaða í
rúmt ár eru margir blaðamenn
teknir að efast um að rétt hafi
verið staðið að skrifunum. Þar
til ákæran var birt var sú skoðun
l
John. C. Ausland starfaði í
bandarísku utanríkisþjónustunni
en stundar nú ritstörf í Osló.