Morgunblaðið - 27.02.1985, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985
Frá enska apa-
vinafélaginu
Pabbi, þú hér! — Greystoke lávarður, öðru nafni Tarzan, bjargar uppeldisfoður sínum út úr breska náttúrugripa-
safninu.
Kvíkmyndír
f Árni Þórarinsson
Austurbæjarbíó: Tarzan apabróðir
— Greystoke, The Legend of Tarz-
an irk'h
Bresk-bandarísk árgerð 1984.
Handrit: P.H. Vazak eftir sögu
Edgar Rice Burroughs. Leikstjóri:
Hugh Hudson. Aðalhiutverk:
Christopber Lambert, Ian Holm,
Ralpb Richardson, Andie McDow-
ell, James Fox.
Gamla þrjúbíóið með Johnny
Weissmuller verður eins og tíst-
andi músarrindill í samanburði
við voldugan mannapa þar sem
er þessi viðamikla stórmynd.
Allt frá árinu 1918 hafa kvik-
myndaframleiðendur kreist sög-
urnar um apabróðurinn í tugum,
ef ekki hundruðum bíómynda
sem allar hafa verið af ódýrara
taginu. Tarzan hefur i bíó eins
og bók fengið túkallameðferðina,
enda er hann hvað sem hver seg-
ir, frá náttúrunnar hendi ein-
faldur unglingahasar, ekta þrjú-
bíó.
Eftir Óskarsverðlaunamynd-
ina Chariots of Fire fann Hugh
Hudson leikstjóri hjá sér hvöt til
að gera það við Tarzan sem eng-
um kvikmyndagerðarmanni
virðist hafa dottið i hug áður,
þ.e. að taka apabróðurinn alvar-
lega. í þessari kvikmynd um-
gengst hann persónu Burroughs
af stakri virðingu og gerir úr
henni eins konar darwinska
dæmisögu um átök erfða, — hins
eðalborna enska uppruna og um-
hverfis, — uppvaxtar í apasam-
félagi frumskógarins, með til-
heyrandi títuprjónaádeilu um
þröngsýni siðmenningarinnar"
andspænis ómenguðum tærleika
hins villta frumstæða lífs. Hér
víkur frumskógahasarinn sem
sagt að mestu fyrir mannlega
þættinum í apalífinu, ef unnt er
að komast þannig að orði.
Greystoke er tilkomumikil
mynd, stórfenglega hönnuð,
tignarlega tekin og sviðsett,
gallalaus i leik manna sem apa-
manna. En eftir að Tarzan hefur
snúið úr frumskóginum heim í
enska heiðardalinn, ríkidæmi
ættar sinnar og séð á bak afa
sínum (yndislega leikinn af
Ralph heitnum Richardson) mis-
stígur handritið sig dálítið. Það
er reyndar aldrei sérlega til-
þrifamikið; fetar sig mjög hefð-
bundið eftir ferlinu úr frumskógi
til aðlögunar og aðlögunarerfið-
leika í „hinum siðmenntaða
heimi“ og minnir þá á samsvar-
andi ferli úr jafn ólíkum mynd-
um og The Elephant Man og E.T.
En eftir lát afans, vel að merkja
þegar hann er í þann veginn að
uppgötva barnið, hið uppruna-
lega í sér, þá deyja höfundar eig-
inlega ráðalausir. Þeir láta hinn
nýja lávarð af Greystoke, Tarz-
an, finna uppeldisföður sinn, ap-
ann, í búri í breska náttúru-
gripasafninu og hleypa honum
út með afleiðingum sem ekki eru
harmrænar heldur neyðarlega
flatar. Og þar eftir eru allar
lyktir fyrirsjáanlegar.
En útkoman er samt furðu
fullnægjandi, ef ekki fyrir hugs-
unina, þá að minnsta kosti fyrir
augað. Og krakkar þurfa aldrei
að komast að þvl hver Johnny
Weissmuller var. Hvernig sem
menn svo taka á sögunni um
Tarzan hefur hún eiginlega allt-
af sömu áhrif: Maður heldur með
öpunum.
Karl Kraus
Erlendar
bækur
Siglaugur Brynleifsson
Karl Kraus: In These Great Tiroes. A
Karl Kraus Reader edited by Harry
Zohn. Carcanet 1984.
Karl Kraus fæddist í Bæheimi
28. apríl 1874. Faðir hans var vel
efnaður pappírsverksmiðjueigandi.
1877 fluttist fjölskyldan til Vínar-
borgar, og þar bjó Karl Kraus alla
sina tíð, lést þar 1936.
Vínarborg Karls Kraus var einn-
ig borg Freuds, Schönbergs, Witt-
gensteins og Musils. Höfuðborg
margþjóða keisaradæmis, hjarta
Mið-Evrópu. Kraus stundaði nám
við háskólann í Vín I lögum og
heimspeki, lauk ekki prófi og tók
snemma að skrifa um bókmenntir
og setja saman satírur, sem birtar
voru í ýmsum tímaritum fyrst í
stað.
Kraus skynjaði yfirvofandi hrun
austurríska keisaradæmisins og
taldi sig skilja forsendurnar fyrir
því og einnig fyrir þeirri skriðu
sem það myndi valda í Evrópu.
Niðurkoðnun málsins, þýskunnar,
ónákvæmni og óheiðarleiki blaða-
skrifara og grautarlegar kenningar
pólitíkusa voru að hans dómi
ástæðurnar fyrir menningarlegri
niðurkoðnun. Hann taldi lygina og
hálfsannleikann móta samfélögin.
Hann taldi sig boðbera sannleikans
á öld „sem var að drukkna 1 lyg-
um“. Hann hafði kjark til þess að
vera hrópandinn í eyðimörkinni,
einstaklingshyggja hans var ein-
stök og satírur hans öfluðu honum
feikilegrar andúðar vissra afla og
einnig hrifningar, en þótt hann
hæddist að hátíðlegum hræsnurum
og svipti hulunni af útsmognum
spekúlöntum og væri óþreytandi að
vara við ýmsum ískyggilegum ein-
kennum f samfélaginu, þá hirtu
menn ekki um að taka mark á að-
vörunum hans. En þegar þrengdi
að og spádómar hans tóku að ræt-
ast þá var orðið of seint að byrgja
brunninn. Hann gat engan veginn
orðið góður flokksmaður sem kall-
að er og sumir kalla flokkshálfvita,
þó gekk hann til liðs við sósíal-
demókrata um tíma, en fann þar
ekki það sem hann leitað að og brá
þeim um samskonar óheilindi og
ónákvæmni og öðrum stjórnmála-
flokkum.
Kraus réðst harkalega á refsilög-
gjöf austurríska ríkisins. í „Sitt-
Iichkeit und Kriminalitet", safn
greina gefið út 1908, ræðst hann
harkalega á refsilöggjöfina og
einkum þá þætti sem snerta
afvegaleitt kvenfólk. Hann talar
um þá sem setja sig eða sitja f sæt-
um dómaranna og fordæma það að
degi til, sem þeir laumast til að
iðka að næturlagi. Hann taldi götu-
læðurnar og blíðusölu þeirra fjarri
því að vera jafn spilltar og andleg-
ar hórur I líki mútuþægra karl-
mannalubba. „Þrengið mennsku
eðli í spennitreyju refsi-
löggjafarinnar og sjá, glæpirnir
munu margfaldast."
Kraus var ljós hættan af aukn-
um afskiptum ríkisvalds af einka-
lífi manna og auglýsingadembunni
sem þá var að hefjast og ekkert var
heilagt. Hann skopaðist að fram-
faradýrkuninni og útmálunum á
afrekum eins og „að sigrast á Norð-
urpólnum” sem þá (Fackel 1909)
var á allra vörum. Nú myndi hann
segja, heimskan sigraði Norðurpól-
inn eftir aldamótin 1900 og mann-
leg heimska dáði lendingu manna á
tunglinu 1960.
Þegar fyrri heimsstyrjöldin skall
á urðu viðbrögð Krauss viðbjóður
og heift gegn þeim sem hann taldi
vera orsök styrjaldarinnar og útrás
hans varð „Die letzen Tage der
Menschheit", sem hann skrifaði á
árunum 1915—17, endurskoðaði
1921 og gaf verkið út í heild 1922.
Fyrstu drög þess komu út í tímariti
sem Kraus gaf út með hléum frá
1899—1936, en þar birtust leikrit,
staírur og þættir um bókmenntir
og listir.
„Síðustu dagar mannkynsins“
eru í fimm þáttum og alls 220 at-
riðum. Hann taldi að það myndi
taka 10 kvöld að sýna allt leikritið
á leiksviði. Þetta leikrit er heild-
armynd stríðsins, séð frá Vínar-
borg. Kraus ræðst af heift á ríkj-
andi þjóðhöfðingjaætt, keisarann,
hershöfðingjana, stjórnmálamenn,
blöðin og blaðamenn, þá sem mata
krókinn á hergagnaiðnaði og sölu
nauðsynja til hersins, hann hæðir
ruddalega liðsforingja, trúgjarna
blaðalesendur og hringlið í skoð-
anamyndun almennings. Hann tel-
ur aðalástæðuna fyrir ófarnaðinum
hina almennu niðurkoðnun tungu-
mála, en þar með verður öll hugsun
sljó og tilfinningar lognar og sann-
leikurinn nær aldrei í gegn, ef svo
má segja, fyrir fölsunum og lygum
blaða- og stjórnmálamanna, sem
geta ekki annað en logið.
Leikritið er allsherjar árás á
spillt samfélag þar sem lygin ríkir.
í lokin heyrist rödd Guðs, sem
endurtekur orð hins aldna keisara
Franz Jóseps: „Þetta var ekki minn
vilji".
„Das Weltgericht", safn ritgerða,
kom út 1919 og síðan nokkur leik-
rit. Kraus ætlaði sér að birta „Die
dritte Walpurgisnacht" í Die Fack-
el 1933, en hætti við það af ótta við
aðgerðir stjórnvalda í Þýskalandi
gegn vinum sínum. Það kom ekki út
fyrr en 16 árum eftir lát Krauss,
1952.
Þar er lýst aðferðum nasista
gagnvart andstæðingum sínum,
fangabúðunum, sadisma og
skepnuskap fangavarðanna og sigri
göturennu-fyrirbrigðanna yfir
þýskum menningararfi.
„Literatur und Lúge“ er útmálun
á misnotkun tungumáls og mál-
skemmdum sem tjáningu siðspill-
ingar og lygi, sem þá er orðin eðl-
islæg. Kraus taldi sig geta markað
hvort hugur fylgdi máli af tals-
máta og skrifum manna og hvort
málnotkun þeirra væri aðeins yfir-
hylming yfir lygar og fals, innan-
tómt þvaður og notkun orða, sem
voru dauð um ieið og þau voru sögð,
og þá skiptir ekki máli þegar svo er
komið þótt orð séu ekki skilin af
þeim sem talar.
Ritgerðir Krauss um tungumálið
komu út i „Die Sprache" 1937.
Kraus er tvímælalaust meðal
mestu satírista heimsbókmennt-
anna og hann hvarflaði aldrei frá
þeirri trú sinni að tungan ætti að
bera sannleikanum vitni og spilling
málsins stafaði af siðrænni spill-
ingu og orsakaði hana jafnframt.
„Málið er móðir hugsunarinnar
og málsyndir eru dauðasyndir.“
Vald Krauss á þýskri tungu er
einstakt og stílsnilld hans er mögn-
uð, stíll hans var persónuleiki hans,
hann var allur í því sem hann
skráði hverju sinni, gaf sig algjör-
lega á vald málinu. Það er e.t.v.
þessvegna sem honum lætur svo vel
smágreinaformið og leikritið. Háð
hans var beinskeytt og grimmt,
hann hlífði ekki þeim sem hann
áleit fara með „fals og lygi“. Þeir
sem urðu fyrir barðinu á honum,
einkum blaðamenn og pólitíkusar,
reyndu hvað þeir gátu til að þegja
hann í hel, önnur leið var þeim ekki
fær, þeim þýddi ekki að reyna að
svara gagnrýni hans, til þess var
tungutak þeirra of sljótt og stíls-
máti þeirra kauðskur f samanburði
við snilli Krauss. En hann rauf
þagnarmúrinn og hróp hans heyrð-
ust og bergmáluðu og bergmála
enn þann dag í dag.
Kraus var ekki jafn snjall sem
ljóðskáld og hann var í óbundnu
máli, en prósi hans jaðraði oft við
það að vera lyrik. Hann gaf út 9
ljóðabækur og rímbækur og telja
ýmsir gagnrýnendur að ljóðverk
hans séu framhald prósans.
Þetta val úr verkum Krauss er
þýtt úr þýsku af Harry Zohn, Jos-
eph Fabry, Max Knight, Karl F.
Ross. ÍJtgefandinn segir í inngangi
að þessi bók sé fyrsta verulega til-
raunin til þess að koma talsverðu
úrvali greina og verka Kraus yfir á
enskt mál.
Að þýða Kraus er ekki heiglum
hent, sem verk hans eru að sögn
útgefanda algjörlega óþýðanleg.
Þýðendur hafa valið margt það,
sem birst hefur í úrvölum úr verk-
um Krauss á þýsku, talsvert magn
kvæða hans er birt hér þýtt af
Knight og Ross og brot úr Sfðustu
dagar mannkynsins þýtt af Knight
og Fabry.
Titill ritsins er tekinn eftir fyrir-
lestri sem Kraus hélt f Vínarborg
19. nóvember 1914 og sem var birt-
ur í „Die Fackel" mánuði sfðar und-
ir titlinum „In dieser grossen Zeit-
en“. Þetta verk er mjög einkenn-
andi fyrir snilld Krauss og er með
því snjallasta sem Kraus setti sam-
an um styrjöldina. Kösel Verlag í
Munchen hefur gefið út öll verk
Krauss og einnig „Die Fackel" f
endurprentun árið 1968.
Aðstaða flugbjörgunarmiðstöðvar bætt
FLUGMÁLASTJÓRN hefur, frá ár-
inu 1946 rekið flugbjörgunarmiðstöð,
í nánum tengslum við flugstjórnar-
miðstöðina á Reykjavíkurflugvelli.
Þetta er gert til öryggis alþjóðaflugi,
en íslandi hefur verið úthlutað svæði
á hluta Norður-Atlantshafs f sam-
ræmi við alþjóðareglur.
Flugmálastjórn styðst við fram-
lag og þátttöku ýmissa aðila, svo
sem varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli, vegna lengri leitar- og
björgunarferða og þyrluflugs,
Landhelgisgæslu, flugprófunar-
deildar flugmálastjórnar, flugrek-
enda og einkaflugmanna. Auk þess
aðstoðar fjöldi fólks frá
Slysavarnafélagi íslands,
Flugbjörgunarsveitunum og Hjálp-
arsveitum skáta auk fjölda ann-
arra við störf á jörðu niðri. En
starfsemi flugbjörgunarmiðstöðv-
arinnar liggur niðri, nema þegar
leit og/eða björgun stendur yfir.
Flugbjörgunarmiðstöðin hefur
hingað til verið starfrækt á skrif-
stofu Valdimars Ólafssonar yfir-
flugumferðarstjóra og aðstaða þvi
mjög ófullkomin. En nú hefur að-
staðan verið bætt.
Pétur Einarsson flugmálastjóri
sagði á blaðamannafundi þar sem
þessi nýja aðstaða var kynnt, að
Morgunblaðið/RAX
hún væri fátækramannalausn, en
að mörgu leyti mjög skemmtileg.
Öllum tækjum flugbjörgunar-
miðstöðvarinnar er komið fyrir
inni í skáp, sem er hafður lokaður
nema þegar leit eða björgun stend-
ur yfir. Skápurinn er staðsettur í
setustofu flugumferðarstjórnar og
er hægt að opna hann með einu
handtaki. Þar er skrifborð og stól-
ar, sem hægt er að leggja saman.
Einnig er þar fullkominn fjar-
skiptabúnaður og geta þeir, sem
þarna eru á vakt, haft talstöðvar-
samband við alla sem vinna að
björgunar- og leitarstarfi, hvort
sem er á landi eða í lofti. Þama er
einnig ritvél og þrír símar sem
tengdir eru við segulband. Þá eru í
skápnum geymd kort af öllu land-
inu af ýmsum stærðum. í herbergi
við hliðina er svo hvíldaraðstaða.
Þegar starfi flugbjörgunarmið-
stöðvarinnar er lokið, er skápnum
lokað og öll tæki eru þá á sínum
stað og tilbúin til notkunar þegar
þörf er á, sem er að meðaltali tvisv-
ar á ári.
Á meðfylgjandi mynd eru Pétur
Einarsson, Valdimar Ólafsson og
Ingvar Valdimarsson við stjórn-
stöð flugbjörgunarmiðstöðvarinn-