Morgunblaðið - 27.02.1985, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985
43
Aðför að íslensk-
um atyinnuvegi
— eftir Halldór
Gunnarsson í Holti
Sjávarútvegur
I fyrri viku var vakin athygli á
því á Alþingi tslendinga að farið
er að ríkisstyrkja sjávarútveg
nágrannaþjóða okkar. Norðmenn
veita rúmlega 6 milljarða ísl.
króna í ríkisstyrk á þessu ári og
Kanadamenn veita óbeina styrki í
formi tollalækkana, niður-
greiðslna, skattaívilnana, flutn-
ingsstyrkja o.fl. Alþýðuflokks-
þingmenn hófu umræðuna. Karl
Steinar Guðnason spurði: Hvað
hyggst ríkisstjórnin gera til að
koma í veg fyrir þessa aðför að
íslenskum sjávarútvegi? Kjartan
Jóhannsson sagði að verið væri að
kippa stoðunum undan lífskjara-
grundvelli okkar og að verið væri
að leggja okkur í viðskiptastriði.
Við þessa umræðu tóku flestir al-
þingismenn í þennan sama streng
sem til máls tóku og sjávarútvegs-
ráðherra, Halldór Ásgrímsson,
sagði að þetta mál væri eitt brýn-
asta hagsmunamál landsmanna.
Landbúnaöur
Þessi umræða um sjávarútveg-
inn hlýtur að vekja umhugsun um
stöðu landbúnaðarins síðustu ár.
Allt í einu virðast um 4.000 bænd-
ur þessarar þjóðar og þau fjöl-
mörgu heimili að auki sem byggja
afkomu sína á vinnslu landbúnað-
arafurða vera orðin afskipt. Al-
þýðuflokksmenn hófu neikvæða
umræðu í garð landbúnaðarins
fyrir um 20 árum og með hjálp
sterkra fjölmiðla, einkum síðdeg-
isblaða, er svo komið að stjórnar-
flokkarnir, þessir flokkar sem
bændur kjósa nær eingöngu, eru
sammála um að leggja útflutn-
ingsbætur niður á næstu tveimur
til fjórum árum. Engin andmæli
heyrast. Það ætlar að verða sem
fyrr bændastéttinni dýrkeypt að
eiga engan stjórnarandstöðuflokk
að. Forsætisráðherra ræðir í sjón-
varpsþætti um efnahagsráðstaf-
anir sem eigi að vinna að á næst-
unni í samráði við launþega og at-
vinnurekendur, en svarar síðan af-
dráttarlaust játandi spurningu
um afnám útflutningsuppbóta.
Mér er spurn: Gera stjórnmála-
menn sér grein fyrir afleiðingum
þessarar ákvörðunar? Gera þeir,
sem fjallað hafa um útflutnings-
bætur á undanförnum árum, sér
grein fyrir vægi þeirrar upphæð-
ar, hver hún er, til hverra hún er
greidd og hvernig hún skilar sér?
Ég spyr ennfremur: Eru íslend-
ingar að missa sjónar á því sem
gerir eina þjóð sjálfstæða? Hafa
hinar miklu þjóðarskuldir veikt
tilfinningu okkar fyrir þeim
grundvelli sem sjáifstæði þjóðar-
innar byggist á?
Hinar skelleggu fyrirspurnir og
aðvaranir Alþýðuflokksþing-
manna og fleiri um málefni sjáv-
arútvegsins veita mér ástæðu til
að rifja upp málefni landbúnaðar-
ins, því upphafið að vanda land-
búnaðarins var nákvæmlega þetta
sem nú er að verða hjá nágranna-
þjóðum okkar í sjávarútvegi. Það
var ríkisstyrktur landbúnaður er-
lendis ásamt óðaverðbólgu hér
heima. í öllum hinum vestræna
heimi er landbúnaður styrktur og
í öllum viðmiðunum sem gerður
er, þá er sá styrkur til landbúnað-
arins meiri en er hér. Og svo ræða
menn á íslandi um frjálsan land-
búnað og frelsi í verðmyndun við
stórlega niðurgreiddar landbúnað-
arafurðir eriendis frá, alveg eins
og þeir væru að koma frá öðrum
hnetti. Og aftur og aftur er gerður
samanburður af nytjum landsins
og annarra búgreina sem byggja á
innflutningi stórlega niðurgreidds
fóðurs. Hvernig er af sanngirni
hægt að bera slíkt saman? Og
hvar endar búskapur okkar ef við
hættum að lifa af landinu okkar?
Útflutningsuppbætur
Áður en ég vík að útflutnings-
uppbótum vil ég minna á stöðu
landbúnaðarins 1947 þegar fyrstu
lögin um Framleiðsluráð landbún-
aðarins voru sett sem m.a. kváðu á
um að tekjur bænda ættu að vera
jafnar hinum svokölluðu viðmið-
unarstéttum. Þá voru bændur
landsins 6.300, meðalbústærð með
um 6 ha ræktaðs lands, fjöldi kúa
um 27.000 með meðalnyt tæpa
3.000 litra og sauðfjárfjöldi 511
þús. með innvegið kjötmagn eftir
kind um 10 kg. í hönd fór mikil
stækkun búa, framleiðsluaukning
og fækkun bænda, en þrátt fyrir
það náðu bændur aldrei tekjum
viðmiðunarstétta og vantaði nær
öll árin sem Hagstofa íslands
reiknaði út tekjur bænda þetta frá
25 til 32% á kaupið, því um leið og
búin stækkuðu stækkaði grund-
vallarbúið sem mældi kjör bænda.
1958 reyndi fyrst á vanda um-
framframleiðslu í landbúnaðinum
sem leiddi til hækkunar verðs á
innanlandsmarkaði. Fulltrúar
neytenda i sexmannanefnd kærðu
þessa hækkun fyrir dómstólum, en
þetta mál vannst bæði i undirrétti
og Hæstarétti fyrir bændur.
Stjórnvöld vildu ekki una hækkun
verðjöfnunargjalds á innlenda
markaðsverðið og sömdu við
bændasamtökin 1959 um að í stað
þeirrar hækkunar kæmu útflutn-
ingsuppbætur sem næmu allt að
10% af heildarverðmæti landbún-
aðarframleiðslunnar hverju sinni.
Þessi samningur ríkisstjórnar við
bændasamtökin er að minni
hyggju eini samningurinn sem
staðið hefur því allir aðrir samn-
ingar síðari ára við bændasam-
tökin hafa verið brotnir með ein-
um eða öðrum hætti af ríkisstjórn.
Fyrstu 10 árin á eftir þurfti ekki
að nýta að fullu þennan útflutn-
ingsuppbótarétt, en með vaxandi
verðbólgu innanlands og auknum
styrkjum við landbúnað erlendis,
versnaði hlutfall útfiutningsins.
1976 var landbúnaðarframleiðslan
komin í ógöngur. Bændum hafði
þó fækkað um 1.500 frá 1947.
Meðalbústærð var komin í 30 ha af
ræktuðu landi, fjöldi kúa um
36.000 með meðalnyt um 3.600
lítra og sauðfjárfjöldi var kominn
í 871 þúsund með innvegið kjöt-
magn eftir kind um 16 kg.
í nokkur ár höfðu forystumenn
bændasamtakanna óskað eftir
lagaheimildum frá Alþingi fyrir
Framleiðsluráð landbúnaðarins til
að mæta þessum vanda með fram-
leiðsluminnkun, en ráð Fram-
leiðsluráðs var aðeins eftir gild-
andi lögum að leggja á verðjöfn-
unargjaid til að mæta útflutnings-
uppbótarvöxtum, sem bændur
mættu vegna kjararýrnunar með
framleiðsluaukningu. Vandinn óx
frá árunum 1976 til 1979 unz lag-
aheimild fékkst til framleiðsl-
ustjórnunar á hinum hefðbundnu
búgreinum nautgripa- og sauðfj-
árræktar. Bændur í þessum búgr-
einum tóku á sig búmark og fram-
leiðsluminnkun sem hefur numið
um 12% í mjólkurvörum og 21% í
kjötinnleggi af sauðfé fram á
þetta verðlagsár. Þessi framleiðsl-
uminnkun hefur kostað vel flesta
bændur verulega kjararýrnum,
þannig að ljóst er af fjárhagsstöðu
þeirra og uppsöfnun skulda marg-
ra bænda í kaupfélögum og víðar,
að lengra verður ekki gengið, án
þess að byggðarröskun verði svo
um munar með uggvænlegum af-
leiðingum.
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda samþykkti sl. haust stefnu-
mótun í landbúnaði í mörgum lið-
um þar sem óskað er eftir samn-
ingum við ríkisstjórn og Alþingi
um útfærslu nýrrar landbúnað-
arstefnu.
Ef þessi samþykkt aðalfundar
Stéttarsambands bænda 1984 leið-
ir til einhliða afnáms útflutnings-
uppbóta af hálfu ríkisstjórnar án
samþykkis Stéttarsambands
bænda, tel ég að bændur verði að
búa sig undir harða baráttu, þar
sem þeir verði að standa saman
um lífskjör, eignarrétt og byggð í
þessu landi.
Aðför að íslenskum landbúnaði
hefur verið linnulaus hérlendis
um áratugaskeið. Ég dáist að ró-
semi og seiglu hins íslenska
bónda, sem aðlagar sig breyttum
aðstæðum með kjararýrnun langt
umfram aðrar stéttir, sættir sig
við uppgjör afurðasölufélaga, sem
hvergi þekkist annars staðar í
vestrænum heimi, lokauppgjöri
allt að einu og hálfu ári eftir af-
hendingu afurða og síðast en ekki
síst hvernig vissir fjölmiðlar fjalla
um þessi mál, ár eftir ár, í leiður-
um sem eru lesnir upp fyrir alþjóð
dag eftir dag.
Svo lengi hefur þetta hljómað í
eyrum að bændur virðast vera að
gefast upp gagnvart því að verja
lagalegan rétt sinn, stöðu sína og
grundvöllinn sem þessi þjóð bygg-
Halldór Gunnarsson
„Viö hljótum alltaf
um síöir aö meta land-
kosti þessa lands til
fæöuöflunar, því af ööru
lifum viö ekki til lengd-
ar. Þaö hlýtur aö varða
öryggi þjóðarinnar aö
búa að því sem landið
gefur af sér, fremur en
aö eiga það undir hörð-
um og viðsjálveröum
viðskiptaheimi að kaupa
kjarnfóöur eða mat-
væli.“
ir á, að lifa af gæðum þessa lands.
Athugum nánar útflutnings-
uppbæturnar, sem stjórnarflokkar
virðast vera orðnir sammála um
að afnema á næstu 4 árum og hafa
þar með tekið upp stefnu Alþýðu-
flokksins í þessu máli. í fjárlögum
þessa árs eru þær 380 milljónir, en
það er 1,3% af heildarveltu fjár-
laga. Þörfin er áætiuð um 100
milljónum meiri en 10% rétturinn
ætti að vera nálægt 600 milljón-
um. Þessi upphæð er ekki niður-
greiðsla til útlendinga, eins og sett
hefur verið fram. Þessi upphæð
nýtist aftur og aftur innanlands.
Hún kemur 4.000 bændum til góða
og öllum þeim einstaklingum sem
talið er að hafi atvinnu af umfjöll-
un landbúnaðarafurða og einnig
koma þessar greiðslur skipafélög-
um og flugfélögum til góða, sem
okkar útflutningsvörur flytja og
síðast skilar þessi útflutningur
okkur gjaldeyri, sem er umtals-
verður þrátt fyrir allt. Það er
hægt að sýna fram á margfalda
hagkvæmni þess fjármagns, um-
framt margt annað sem við eyðum
okkar ríkisfjármunum til. Afnám
útflutningsuppbóta innan fjög-
urra ára án sambærilegs fjár-
magns í staðinn kallar á fækkun
sauðfjár um allt að 100.000 fjár og
líklega þurfa þá um 1.000 bændur
að bregða búi og flytja til Reykja-
víkur, Akureyrar og fleiri þéttbýl-
isstaða. Iðnaðurinn mun ekki
njóta skinnanna eða ullarinnar af
þessu sauðfé og allur
tilkostnaður við það sauðfé sem
eftir er verður hlutfallslega dýrari
og óarðbærari. Atvinnuleysi bíður
mun fleiri en bændanna sem
bregða búi, því öll vinna við úr-
vinnslu landbúnaðarvaranna mun
dragast saman í þessu hlutfalli.
Og ég minni enn á flutninginn,
vegna þess að gróði skipafélaga
árið 1983, ef frá er talið tímabund-
ið tap af rekstri skemmtiferða-
skips, var nærri jafn hár og út-
flutningsuppbætur það ár. Flutn-
ingur afurðanna á erlendan mark-
að er mjög dýr, vegna legu lands-
ins og oft er þessi kostnaður einn
og sér mun hærri en skilaverðið til
bóndans. Þannig að þessi flutning-
ur er áreiðanlega mjög dýrmætur
fyrir flutningsaðila.
Einhliða afnám útflutnings-
uppbóta væri því miklu meira en
aðför að íslenskum landbúnaði
einum saman.
Hverjir eru sóknar-
möguleikar landbún-
aöarins?
Það er seigla hins íslenska
bónda og vissa hans um réttmæti
Apótek opnar í Garðabæ
Nú um miðjan febrúar opnaði apótek í Garðabæ, nánar tiltekið í miðbæ
Garðabæjar, og er þetta apótek hiö fyrsta þar í bæ. Þar er hægt að fá alla
almenna lyfjaafgreiðslu og auk þess hreinlætis- og snyrtivörur. Á myndinni
má sjá Sigurjón Guðjónsson, lyfjafræðing og starfstúlkurnar Herdísi Her-
geirsdóttur og Guðfinnu Sveinsdóttur. Auk þeirra starfa þar tvær aðrar
stúlkur og annar lyfjafræðingur, Guðjón Sigurjónsson.
landbúnaðar í þessu landi. Allar
vestrænar þjóðir byggja landbún-
aðarstefnu sína á nýtingu heima-
fenginna landbúnaðarafurða. Við
getum ekki leyft okkur meiri sam-
drátt búgreina sem byggja á ís-
lensku grasi á kostnað svína- og
kjúklingakjöts sem framleitt er af
marg niðurgreiddu erlendu kjarn-
fóðri. Við hljótum alltaf um síðir
að meta landkosti þessa lands til
fæðuöflunar, því af öðru lifum við
ekki til lengdar. Það hlýtur að
varða öryggi þjóðarinnar að búa
að því sem landið gefur af sér,
fremur en að eiga það undir hörð-
um og viðsjálverðum viðskipta-
heimi að kaupa kjarnfóður eða
matvæli. Að kaupa — við íslend-
ingar höfum undanfarin ár keypt
of mikið og okkur er nær að hugsa
um það sem er heimafengið og
grynnka þannig á skuldum þjóðar-
búsins. Það er oft hægara að tala
um freisi, en að halda því og njóta
þess með öðrum.
Sóknarmöguleikar hins íslenska
landbúnaðar eru víða. En fyrst og
fremst verðum við að ganga í
gegnum þrengingu og aðhald.
Þrengingin höfðar til stjórnunar á
allri landbúnaðarframleiðslu, þar
sem allar búgreinar landbúnaðar-
ins verða að koma sér saman um
framleiðslustefnu í samvinnu við
ríkisstjórn. Aðhald verður að
koma á öllum sviðum og til að
virkja leiðbeiningarþjónustuna
betur er rétt að skoða möguleika
þess að tengja hana búgreinunum
beint og endurskoða sjóðagjöld af
landbúnaðarafurðum í því sam-
bandi og greiðslur ríkissjóðs til
landbúnaðarins í heild, til að
tryggja samvirkni mótaðrar fram-
leiðslustefnu.
Það verður ekki lengur vikist
undan því að loka bændastéttinni,
eins og öðrum stéttum þar sem
fullsetið er. Og þar sem leyfi fyrir
nýjum arðbærum búgreinum fæst,
þurfa þeir bændur að minnka
samsvarandi við sig i hinum
hefðbundnu búgreinum.
Sérstaklega verður að skoða
búrekstur þeirra bænda sem hafa
byrjað búskap síðustu ár. Búin
hafa ekki getað staðið undir vöxt-
um og verðbólgu gagnvart verð-
tryggðum lánum og útilokað er að
hegna þessum bændum með mis-
kunnarlausri eignaupptöku, sem
uppgjöf frá búskap fylgir.
Áfurðasölufélög okkar bænda
verða að ganga í gegnum sömu
þrengingar og gæta fyllsta að-
halds í rekstri. Bæta þarf betur
sláturmeðferð, lengja sláturtím-
ann og mennta og þjálfa fólk sem
við slátrun og úrvinnslu vinnur.
Bændur verða sjálfir að fylgja
þessari stjórnun afurðasölufélag-
anna eftir og fyrsta ráðið sem ég
leyfi mér að benda á, er að sam-
þykkja breyttar reglur um setu
stjórnarmanna í stjórn þessara fé-
laga, að þar sitji enginn bóndi
samfleytt lengur en í 5 ár.
Úflutningsmöguleikar eru fyrir
hendi, án mikilla útflutningsuppb-
óta, á okkar bestu afurðum, en
meðferðina og pökkunina þarf að
þróa betur. Útflutningur á land-
búnaðarafurðum er meira en erf-
iður, hann reynir á allt það besta
sem við eigum, mestu þekkingu,
hæfasta starfsfólkið og seiglu. Ég
trúi að við eignumst allt þetta og
munum — þrátt fyrir fjarlægð
landsins, þrátt fyrir niðurgreiddar
og styrktar landbúnaðarafurðir
erlendis og þrátt fyrir aðför að
landbúnaðinum hér heima — þá
munum við geta flutt út okkar
landbúnaðarafurðir í næstu fram-
tíð í einhverju magni.
Skipulega verður að vinna að
uppbyggingu nýrra atvinnutæki-
færa í sveitum landsins jafnhliða
þeirri stefnumótun og breytingum
sem landbúnaður þessa lands
verður að mæta og takast á við.
Það mun reyna á samstöðu
bænda og forystumenn bænda-
samtakanna að ná samkomulagi
við stjórnvöld um útfærslu nýrrar
landbúnaðarstefnu. Það er brýnt
hagsmunamál allra landsmanna.
Halldór Gunnarsson er sóknar-
prestur i Holti undir EyjafjöHum
og stjórnarmaöur í Hagsmunafé-
lagi hrossabænda.