Morgunblaðið - 27.02.1985, Page 48

Morgunblaðið - 27.02.1985, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 Minning: Árni Bergmann Þórðarson Fæddur 8. september 1919 Dáin 17. febrúar 1985 Sunnudaginn 17. febrúar sl. lést minn ástkæri tengdafaðir eftir stutta, en erfiða sjúkrahúsvist. Tengdafaðir minn var fallegur, ljúfur og góður maður, sem ávallt var reiðubúinn, hvar og hvenær sem hann gat, að greiða götu ann- arra. Var þá sama hvort heldur voru börnin hans, tengdabörnin, barnabörnin, frændur eða vinir. Það var hans einkunnarorð, að vera ávallt viðbúinn. Ekki ætla ég að rekja æviár hans, nema að litlu leiti. Árni varð fyrir því, á unga aldri, að missa föður sinn, og var móðirin orðin ein með barnahópinn sinn, sem var mjög erfitt á þeim tíma. Varð hún að sjá af Árna um tíma, er hún kom honum í fóstur hjá ynd- islegum hjónum, þeim Önnu Kristínu Björnsdóttur og Svein- birni Péturssyni, sem þá bjuggu í Skáleyjum á Breiðafirði. Olst hann þar upp í ást og umhyggju þeirra hjóna, og fóstursystur sinn- ar, ólafar Hannesdóttur (Lóu). Hefur ávallt verið mjög kært á milli þeirra, og þau fóstursystkin- in hugsað vel og borið mikla um- hyggju fyrir foreldrum sínum. Arið 1937 ákveður Árni að freista gæfunnar, og fara suður til Reykjavíkur. Flyst hann til móður sinnar, Maríu Sigurgeirsdóttur, og systkina sinna, Sólborgar, Lauf- eyjar, Olgeirs og Ólafs, og var það mikil gleði, er þau sameinuðust á ný. Hafa ávallt verið mjög sterk bönd á milli þeirra. Þann 21. júlí 1945, sté hann Fædd 22. júlí 1901. Dáin 16. febrúar 1985. María M. Guðmundsdóttir, fyrr- um húsvörður Kvennaskólans i Reykjavík, fæddist á Hofsstöðum í Helgafellssveit á Snæfellsnesi hinn 22. júlí 1901. Foreldrar henn- ar voru þau Guðmundur Bjarna- son bóndi þar og smiður og ólína Árnadóttir kona hans. Bæði voru þau fædd á Snæfellsnesi sunnan- verðu, Guðmundur á Slítandastöð- um í Staðarsveit en ólína á Fornu-Fróðá í Fróðárhreppi. Þeim hjónum varð 17 barna auðið en ekki komust nema 6 til fullorðins- ára og var María yngst þeirra fjögurra systra og tveggja bræðra. Nú lifir einungis eitt systkinanna, Soffía Guðmundsdóttir i Stykk- ishólmi. Auk hennar voru þau Guðrún, Bjarni og Kristján jafnan vestra en tvær systranna, María og Kristín ílentust syðra. Kristín var gift Jóni Ágústi Guðmunds- syni vitaverði á Reykjanesi og tók við því starfi að honum látnum. María var enn barnung þegar foreldrar hennar eignuðust Jóns- nes- í Helgafellssveit, sjávar- og hlunnindajörð í tölu þeirra sem stóðu undir orðstír Breiðafjarðar alls sem kostalandshluta. Jónsnes og líf fjölskyldunnar þar varð sá jarðvegur sem María óx af, bernskuslóð hennar og mótunarafl sem henni þótti alla tíð vænst um alls. Föður sinn mat hún umfram aðra menn og gekk með honum til verka til eyja og lands, ég ímynda mér að margur karlmaðurinn mundi fullsæmdur af handtökun- um þeim. Þegar María var nærri tvítugu tóku þau foreldrar hennar til fóst- urs Loft Gestsson, en hann og hans börn má ef til vill telja að stærsta gæfuspor í lifinu er hann gekk í hjónaband með elskulegri tengdamóður minni, Katrínu Sig- urveigu Guðgeirsdóttur, ættaðri frá Hellissandi á Snæfellsnesi. Stóðu þau þétt saman alla tíð og hef ég aldrei heyrt eitt einasta sunduryrði þau rúm 20 ár sem ég hef þekkt þau, og segi ég það alveg satt, að þau voru bæði ástfangin og hamingjusöm fram til síðasta dags. Eignuðust þau 3 mannvæn- leg börn, Kristbjörn fæddan 1945, kvæntan undirritaðri Svanhildi, fædda 1949, gift Þorvarði Har- aldssyni Þórð, fæddan 1955, kvæntan Stefaníu Ólafsdóttur, og eru barnabörnin orðin 10, yngsta hálfsmánaðar gamall yngispiltur. Ég get ekki lýst því með orðum, hvað þau voru alltaf stolt af barnahópnum sínum. Tengdafaðir minn varð fyrir öðru láni í lífinu, er hann réðst til Ó. Johnson og Kaaber. Starfaði hann þar til dauðadags, eða rúm 38 ár, lengst af í kaffibrennslunni, hjá yndislegu og traustu fyrir- tæki, sem ávallt ríkir mikil eining í og allir sem einn maður. Og hafa þeir forystumenn fyrirtækisins reynst tengdaföður minum af ein- lægni, því ófáar sjúkrahúsferðir hefur hann þurft að fara um dag- ana. Ævinlega ríkti sami skilning- ur hjá þeim. Veit ég að mér er óhætt að full- yrða, að hann Árni minn var góð- ur starfsmaður, samviskusamur og heiðarlegur, og vildi skila sínu dagsverki vel. Veit ég að hann hugsaði um velgengni fyrirtækis- ins eins og hann ætti það sjálfur. Við sátum saman í eldhúsinu hafi komist næst því að vera bðrn Maríu, því að hún giftist aldrei og eignaðist sjálf ekki börn. í uppvextinum naut María venjulegrar uppfræðslu þess tíma en mun því til viðbótar hafa notið tilsagnar í Stykkishólmi áður en hún settist f 2. bekk Kvennaskól- ans í Reykjavík árið 1922. Þaðan útskrifaðist hún eftir þrjú ár vorið 1925. Traust vináttubönd voru bundin á þeim árum, bekkjarsyst- urnar héldu saman æ síðan og þær María og Ragnheiður Jónsdóttir, kennari og síðar skólastjóri, héldu jafnan síðan sambandi og vináttu. Nokkur næstu ár eftir Kvenna- skólanámið var hún farkennari i heimasveit sinni uns hún fluttist suður til Reykjavíkur um 1930. Þar urðu nálin og tvinninn aðal- viðfangsefnið og komu í stað ára- hlummanna vestra. Vinnufyrir- komulag saumakvenna var á þeim árum gjr 'nan þannig að sumar- konan fói um vissan tíma til heimila þein \ sem unnið var fyrir og vann þar a. daginn og dagana. María mun hai • verið sérstakur aufúsugestur þvi að saman fór verklagni, vandvirkn' og auðlegð hugans sem María veu*i af þeim sem kunnu að meta. L. stkina- börnum hennar er það *ium hverjum minnisstætt að þá vrr hátíð í bæ meðan María stóð við. Á stríðsárunum tókst svo til að María fékk inni á hinni gömlu heimavist Kvennaskólans sem þá var lögð niður endanlega um leið og hússtjórnardeildin. Rúmlega tíu árum síðar, árið 1953 mun það hafa verið, varð María húsvörður skólans. Því starfi gegndi hún til haustsins 1977 eða í rétt tæpan aldarfjórðung. Það var á tæplega miðju þessu tímabili i lífi Maríu sem ég kynntist henni og skólan- heima á Borgarholtsbraut 63, í há- deginu laugardaginn 9. febrúar, og drukkum kaffi, daginn sem hann veiktist. ég man ekki af hverju það barst í tal, en það var verið að tala um afmæli og segir Árni að hvern einasta afmælisdag starfsmanna sé hringt í þá og þeim óskað til hamingju með daginn, og á stór- um afmælum komi stórgjafir. Eins hafa þeir reynst henni tengdamóður minni alveg sér- staklega vel, og vil ég þakka það af heilum hug, eins það að hann skyldi njóta samfylgdar þeirra öll þessi ár. Svo umburðarlynd, þægileg og samhent voru þessi hjón alla tíð, að sjálfsagt þótti þeim að börnin sín byggju með sínar fjölskyldur inni á þeirra heimili, meðan þau komu sér upp þaki yfir höfuðið, og þrengdu þau svo að sér, að það var ekki eftir nema eitt herbergi og stofa, sem þau höfðu eftir. Fann ég aldrei annað en þau teldu það eðlilegt. Ég get sagt það satt, að hann tengdafaðir minn var mér svo dýrmætur, reyndist mér sem besti faðir og hefði mér ekki getað þótt vænna um hann, þó hann hefði verið faðir minn, sama segi ég um tengdamóður mína, sem hefur alla tíð umvafið mig. Eins hafa þau verið við hin tengdabörnin sín, sem ég veit að bera sömu tilfinn- ingar í brjósti og ég. Hún Hrönn mín, dóttir okkar, hefur verið átt samastað hjá afa og ömmu síðustu þrjú árin aðra hvora nótt, vegna vinnu sinnar og rútuleysis heim í Mosfellssveit á síðkvöldum. Hafa þau verið henni svo góð að hún er eins og litla barnið þeirra og Hrönn og afi allt- af sammála. Hann keyrði hana í vinnuna um helgar. Hún spyr: Afi, má ég fá spariskyrtuna þina í kvöld? Svarið var. Þó það nú væri. Hún hringdi í afa og spurði: Ætlar þú að koma með mér i afmælið hennar Hlibbu vinkonu í kvöld? Sama er að segja um öll hin barnabörnin, ævinlega var afi til- búinn að gefa þeim allt af sjálfum sér. um sem hún þjónaði, mjög um líkt leyti og Davíð Erlingsson sem einnig minnist Maríu heitinnar á þessu blaði og er í rauninni litlu við þá mynd að bæta. Mér fannst strax að með vissum hætti varð- veitti María sál Kvennaskólans. Hún hafði þá verið í tengslum við skólann í ríflega 40 ár, þekkt per- sónulega þrjá af fjórum skóla- stjórum hans frá upphafi, hún vissi hvernig öllu smáu jafnt sem stóru hafði verið fyrir komið um allan aldur að því er mátti skiljast og þannig átti það líka að halda áfram að vera. Þar var á ferð sú trúmennska og elja sem ekkert taldi eftir og mældi tímann ekki í klukkustundum til launa heldUr i sómasamlega loknum verkum. María var stundum hrjúf á yfir- borði og engan vissi ég að hún tæki í trúnað sinn fyrr en eftir hæfilegan reynslutíma. En hún mátti ekkert aumt sjá og ég held að einungis þá hafi henni sárnað kröpp kjör að hún hafði ekki nóg að gefa öðrum. Mat hennar á fólki og málefnum var oft á tíðum nokkuð óvægið en grundvöllur matsins var, að því er ég fékk séð, einmitt þessi; hvort menn sóttust eftir að gera sjálfa sig mikla eða hvort að baki gjörðum manna lá fórnfýsi og hjálparlund. Það var löngum hlutskipti Maríu að þjóna öðrum og það gerði hún vel. Það var hins vegar ekki gert af þjónslund, þvert á móti var hún höfðingi í skapi, að vísu án persónulegs metnaðar, en höfðingi sem jafnan verður met- inn meira en ýmsir þeir sem hærra tilkall gera. Ég veit ekki hvort mér leyfist að kalla mig hafa verið vin Maríu en það sem hún jafnan sýndi mér leit ég á sem vináttuvott sem oft var mér hvatning til átaka meiri en hún vissi. Á móti kemur virðing mín fyrir konu sem sannaði fyrir mér flestum betur að fslensk bændamenning var ekki róman- tísk hégilja. Hitt einnig hvað það merkir að bogna ekki í storminum mikla og síðasta en brotna heldur. Aðalsteinn Eiríksson Sérstakur kærleikur ríkti meðal Árna og systkina hans, hafa þau alltaf borið mikla umhyggju hvert fyrir öðru og haft yndi af að koma saman. Ákváðu þau að koma sam- an um jól ár hvert, og skiptust á að bjóða sitthvert árið, og komu þau saman hjá tengdaforeldrum mínum síðustu jól. Ríkti mikil gleði og ánægja. Eins vil ég minnast jólaboð- anna. Hvern jóladag var saman komið á heimili þeirra í hátíða- skapi, og allt gert fyrir okkur. Var eitt skipti sem féll úr vegna veik- inda og vorum við sem rótlaus þau jólin. Þessu hafði ég ekki kynnst fyrr en ég kom í þeirra fjölskyldu. Vil ég með þessum fátæklegu orðum mínum þakka okkar góða tengdaföður samfylgdina og hand- leiðsluna, og síðast en ekki síst hlýja hjartalagið til okkar allra, og tala ég þá líka fyrir munn Væa og Stefýar. Bið algóðan Guð að geyma og varðveita okkar góða tengdaföður, og styrkja tengdamóður okkar, aldraða fósturforeldra, systkini og okkur öll. María Magðalena Guðmunds- dóttir frá Jónsnesi i Helgafells- sveit, lengi hússumsjónarkona í Kvennaskólanum við Fríkirkjuveg í Reykjavík, andaðist i Landspítal- anum aðfaranótt 16. febrúar eftir skamma legu. Það var ljóst, að hverju fara mundi. Hún vék oft orðum að þvf síðustu árin að hún myndi brátt fara héðan. Hún var reiðubúin. En lokahriðina tók miklu skjótara af en ætla hefði mátt, og henni fylgdi að því er virtist ekki mikið kvalræði. Þegar ég leit til hennar degi fyrir andlát- ið hafði hún orð á, hve vel væri um sig annazt. Að ýmsu leyti var líð- an hennar góð, þótt hið þyngsta mein sækti á, og hún hélt fullu ráði og heilu viti og yfirsýn fram á síðustu stund. Nú er hún þangað komin, að geta látið rætast þá ósk sem hún orðaði oftsinnis fyrr á árum: Ég ætla ekkert að vera að ferðast fyrr en ég er dauð. Þá kostar það hvorki fé né fyrirhöfn. Með Mariu er farinn sterkur einstaklingur, heill og hlýhuga, en sérvitur dálítið og ekki allra, því að sumstaðar var hún viðkvæm og gálausir gátu komið illa við hana. Trölltrygg var hún og dygg að Með Jesú byrja ég, með Jesú vil ég enda og æ um æviveg hvert andvarp honum senda. Hann er það mark og mið, er mæni eg sífellt á. Með blessun, bót og frið, hann býr mér ætíð hjá. (y Briem) Anna Ingibjörg Benediktsdóttir í dag er borinn til grafar Árni Þórðarson, mikill mannkostamað- ur, sem starfaði hjá fyrirtækjum O. Johnson & Kaaber hf. í nær 39 ár, eða frá 1.9. 1946 til dauðadags. Árni réð sig fyrst til starfa hjá Kaffibætisverksmiðju O. Johnson & Kaaber hf. þann 1.9. 1946 en fluttist síðan um set og hóf störf hjá Kaffibrennslunni árið 1959. Þannig á Árni að baki langan starfsferil sem ber með sér það traust sem alltaf ríkti gagnkvæmt á milli hans og forráðamanna þessara fyrirtækja. Þessa hægláta, prúða og sam- viskusama starfsmanns er nú saknað af öllum sem honum kynntust, ekki síst af þeim sem með honum unnu dagleg störf undanfarna áratugi í verksmiðj- unni að Tunguhálsi, og kveðjum við hann nú með þakklæti i huga. Við flytjum eftirlifandi eigin- konu hans, Katrínu Guðgeirsdótt- ur, börnum hans þrem, Kristbirni, Svanhildi og Þórði, svo og barna- bðrnum, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Ólafur Ó. Johnson í dag kveðjum við elskulegan föður, tengdaföður og afa með miklum söknuði og trega í hjört- um. Þegar slíkur harmur slær okkur duga orðin ein skammt til að lýsa tilfinningunum. Pabbi fæddist í Sæbóli á Hell- issandi. Móðir hans var María Sig- urgeirsdóttir og faðir Þórður Árnason sjómaður. Missti hann föður sinn kornungur. Ekkjan sat nú uppi með stóran barnahóp, sem á þeim árum var býsna algengt á Hellissandi, þar sem sjómenn réru duga því eða þeim sem hún vildi duga. Hún ólst upp þar vestra þeg- ar öldin var ung, sjálfsagt við lítil efni og að sumu leyti kröpp kjör, en líka við margvíslegt hollustu- vænlegt bjargræði sem sækja varð með atfylgi, aðgát og ósérhlífni. Með henni er nú farinn einn þeirra manna sem urðu sterkir og heilsutraustir líkamlega af þvi kraftmeti sem kom af fugli og sel, auk húsdýranna, og af því græn- meti sem meðal annars var skarfakál heyjað í eyjum og varð- veitt í stafkerjum milli skyrlaga undir hæfilegu fargi, — og and- lega á því kostmeti sem völ var á í slíkri byggð við land og við sæ með fjölbreyttu atvinnulagi á mann- mörgu heimili í stórum barnahópi, á þeirri öld sem dró andann djúpt til átaka og framfara og hafði að leiðarljósi félagshyggju af þeirri tegund sem tekið hafði áhrifum frá Grundtvig í Danmörku. Þeim fer nú að fækka sem þannig mótuðust, áður en steikin með sultu og sykurleðjubrúnuðum jarðeplum var komin út um allar sveitir þessa lands frá sama landi. Kynni tókust með okkur Maríu fyrir hérumbil aldarfjórðungi þeg- ar stjórn Kvennaskólans brá á það ráð að leigja vistarveru í skólan- um manneskju sem yrði til þess að roskin umsjónarkonan væri ekki alein í húsinu. Þetta var heillaráð fyrir mig. María beindi mér aldrei nema góðu, og ég gat við og við verið henni innan handar um eitthvað sem taka þurfti hendi til í hússgæzluhiutverkinu. Þótt langt yrði milli funda síðar, eftir að vist minni í húsinu lauk, slitn- aði sambandið milli okkar aldrei með öllu. Allra síðustu árin kom ég til hennar við og við i íbúðina litlu við Skúlagötu, þar sem hún átti heima eftir að verkdeginum var lokið. Ég varð þess fljótt var þegar ég kynntist Maríu, að af öllum stöð- um veraldarinnar áttu tveir lang- mest rúm i huga hennar. Annar þó miklu meira. Það var heimasveit- in. En næst henni gekk skólinn sem hún varði mestri starfsævi Minning: María M. Guðmunds- dóttir frá Jónsnesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.