Morgunblaðið - 27.02.1985, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985
53
Næst skal það heita gjaldþrot
Útgerðarfélags Hafnarfjarðar hf.
— eftir Kristófer
Magnússon
Nú stendur fyrir dyrum uppgjör
(rétt einu sinni) á eignum og
rekstri Bæjarútgerðar Hafnar-
fjarðar og ímynduð yfirtaka Út-
gerðarfélags Hafnarfjarðar á
eignum og rekstri Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar. Eflaust verður nú
öllum viðskiptaaðilum hins nýja
félags tilkynnt bréflega, að bær-
inn beri nú ekki lengur ábyrgð á
rekstrinum? Er þá ekki allt í besta
lagi? Spurningin er bara hverjir
óska eftir viðskiptum og hvaða
banki fengist til að annast almenn
bankaviðskipti. Hvað er til veð-
setningar? Mér reiknast til, sam-
kvæmt framlögðum efnahags-
reikningi frá Helga Jónssyni lög-
fræðingi vanti um 70 milljónir
upp á að hið nýja útgerðarfélag
eigi fyrir skuldum.
Ég leyfi mér að upplýsa að ég
hef gert ítrekaðar tilraunir bæði í
síma og með ábyrgðarbréfi að ná í
skýringar frá Sigurði Stefánssyni
endurskoðanda og Helga Jónssyni
lögfræðingi án árangurs, enda
geri ég varla ráð fyrir að skýr-
ingar liggi á lausu og að þeir séu
stoltir af afkvæmi sínu.
Öflun hlutafjár
Sá grunur hefur læðst að mér,
og hefur reyndar verið staðfestur,
að bærinn hafi aldrei ætlað að
leggja fram 36 milljónir í pening-
um sem hlutafé, heldur hafi ætlað
að leggja sitt hlutafé fram sem
ofmat á togurum og eignum BÚH.
Ætlunin var að fá fyrirtæki í
bænum til að gerast hluthafar á
hinu nýja útgerðarfyrirtæki, sem
t.d. svaraði til viðskiptaskulda
BÚH við hlutaðeigandi fyrirtæki.
Það þýðir að eina lausaféð, sem
átti að vera til í fyrirtækinu, eru
framlög bæjarbúa. Ég myndi ein-
dregið ráðleggja verðandi hlut-
höfum, áður en lengra yrði gengið,
að leita álits bankastofnana um
stöðu og veðhæfni hins nýja hluta-
félags, áður en hlutabréf yrðu
keypt. Af reynslu minni, geri ég
varla ráð fyrir að opinber skýrsla
kæmi frá bæjarstjórn um slíkt áð-
ur en almennt hlutafjárútboð færi
fram.
Ég áliti það furðulega ráðstöfun
af hendi fyrirtækja í Hafnarfirði,
að þau legðu fram hlutafé sem
svaraði til skulda BÚH eða að
hluta til eins og dæmið stendur
núna og töpuðu um leið ótvíræðum
rétti sínum til greiðslu af hendi
bæjarsjóðs.
Rekstur BÚH
undanfarna
mánudi og ár
Fyrst af öllu leyfi ég mér að benda
bæjarbúum og bæjarfulltrúum á
endurskoðandaskýrslu Ólafs
Nílssonar bls. 13, þar sem hann
bendir á að verði ekki breytt um
rekstursform BÚH, stefni í
greiðsluþrot og stöðvun. Og þá
spyr ég: Hvað hafa fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði
gert til að spyrna við og koma
rekstrinum í betra horf? Tóku þeir
ekki mark á skýrslu Ólafs Nílsson-
ar eða lásu þeir hana aldrei? Ég
slæ þessu hér fram þar sem mér
finnst með ólfkindum að bæjarf-
ulltrúum í bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar hafi ekki fundist undarl-
egt hvernig rekstur BÚH hefur
getað gengið, þrátt fyrir allt.
Hvaðan kom rekstrarfé? Það eina
sem Sjálfstæðisflokkurinn og
óháðir virðast hafa nokkurn veg-
inn komið sér saman um, er að
reka BÚH samkvæmt vilja minni-
hlutans, en það þýðir ótakmarkað
austur fjármuna úr Bæjarsjóði í
óskabarnið BÚH. Hvernig hefur
rekstrarfé verið útvegað án veð-
heimildar bæjarstjórnar og ann-
ars lausafjár en sem svarar til
framlags bæjarsjóðs og nokkurra
auka milljóna sem allir vissu að
var aðeins dropi i hafi miðað við
tap BÚH.
Við komumst fljótlega að þessu
öllu með því að athuga reikninga
Kristófer Magnússon
BÚH, en enginn bæjarfulltrúi hef-
ur ennþá séð ástæðu til að skýra
bæjarbúum frá einstökum liðum
reikninganna, enda efast ég ekki
um að allir bæjarfulltrúanna, og
ef til vill ekki raunhæft ætlast til
þess, að þeir geti gert grein fyrir
málunum, þar sem skýrsla Sigurð-
ar Stefánssonar er fáorð og lftils
eða einskis gagns fyrir leikmann
enda fylgir ekkert yfirlit skýrsl-
unni.
Við lestur reikninganna kemur í
ljós að veðsetning afurða eru rúm-
ar 20 milljónir fram yfir þá a-
furðaeign sem afurðalán eru veitt
„Málid er einfalt, það
eina sem nú þarf að
gera, er að finna aðferð
til að geta staðið í skil-
um með um 150 milljón-
ir og senda svo reikn-
inginn til útsvars- og
fasteignaskattsgreið-
enda. Þá er allt gott,
jafnvel fram yfir næstu
kosningar, eða þangað
til „næst“, hvenær sem
það verður. Ætla menn
aldrei að læra af reynsl-
unni?“
út á, og 20 milljónir fram yfir það
sem reglur mæla fyrir um, eða alls
40 milljónir yfir það sem löglegt
getur talist.
Er bankinn eða
bæjarstjórn ábyrg?
Hvernig er slík yfirveðsetning
möguleg? Jú, það hlýtur að vera
með því að gefa rangar upplýs-
ingar í afurðaskýrslum til bank-
anna. Hvernig er slíkt hægt og
hver ber ábyrgð? Er ekki sniðugt
að útvega fyrirtækinu rekstrarlán
með þessum hætti? Eflaust finnst
sumum það, en gaman væri að fá
álit bankans og að ráðamenn bæj-
arfélagsins svöruðu þessari spurn-
ingu.
Nú er úr vöndu að ráða og lítið
um svör. Auðvitað vissi útgerðar-
ráð ekkert um þessar yfirveðsetn-
ingar? Því síður framkvæmda-,
stjórinn? Og þaðan af síður bæj-
arstjórnin. Að minnsta kosti hefur
enginn verið beðinn um skýringar.
Ég geri ráð fyrir, af fyrri reynslu,
að ég teljist varla til hinna svo
kölluðu „ábyrgan* aðila í málefn-
um BÚH, sem má eflaust best
dæma af því, að flest ef ekki allt
hefur komið eða er að koma i ljós,
sem ég hefi sagt um hvert stefndi
í rekstri BÚH.
Hver er lausnin og hver
verður látinn borga?
Málið er einfalt, það eina sem
nú þarf að gera er að finna aðferð
til að geta staðið í skilum með um
150 milljónir og senda svo reikn-
inginn til útsvars- og fasteigna-
skattgreiðanda. Þá er allt gott,
jafnvel fram yfir næstu kosningar
eða þangað til „næst“ hvenær sem
það verður. Ætla menn aldrei að
læra af reynslunni?
Er það gjörsamlega útilokað að
fá uppgefið frá fulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins og óháðum hvað
þeim finnst verjanlegt að veðsetja
og greiða úr bæjarkassanum fram
til 1. júlí? Ef stefnir sem horfir
má bæta 40—50 milljónum við nú-
verandi upphæð til greiðslu úr
bæjarsjóði. Hvernig væri nú að
skýra bæjarbúum t.d. frá hvert
tap bæjarútgerðarinnar hefur ver-
ið frá áramótum, en togararnir
hafa varla veitt fyrir launum og
olíu?
Kristófer Magnússon er rekstrar-
tæknifræðingur og á sæti í stjórn
fulltrúaráós sjálfstæðisfélaganna í
Hafnarfirði.
Nýtt stjórnarfrumyarp f Svíþjóð:
Stórbætt réttar-
staða fólks sem býr
í óvígðri sambúð
Stokkbólmi, 25. febrúar. Frá frétUriUr* MorgunbUAaiiks, Erík Liden.
Klassískt kvöld
í Arnarhóli í kvöld
Marakvartettinn
leikur kammertónlist undir borðhaldi.
NÝR, STÓRKOSTLEGUR SÉRRÉTTASEÐILL.
BÖRNIN taki engan arf, fyrr en
báðir foreldrarnir eru dánir. Jafn-
framt verði lagareglur um óvígða
sambúð færðar meir til samræmis
við þær reglur, sem gilda um gift
fólk. Þetta eru tvö þeirra atriða, sem
fram koma í mjög umfangsmiklu
frumvarpi til nýrra sifja- og fjöl-
skyldulaga, er sænska stjórnin hefur
lagt fram.
Sænsku erfðalögin eru í stuttu
máli á þann veg nú, að börnin erfa
helming og eftirlifandi foreldri
fær hinn helminginn. Vissar lág-
markskröfur eru gerðar þar fyrir
utan í þeim tilgangi að tryggja
hagsmuni þess foreldrisins, sem
lengur lifir.
Samkvæmt hinu nýja frum-
varpi, sem áformað er að taki gildi
sem lög 1. janúar 1987, verður
staða eftirlifandi foreldris breytt
á þann veg, að það á að erfa allt.
Börnin eiga ekki að taka neinn arf,
fyrr en báðir foreldrarnir eru dán-
ir. Forsenda þessa er þó, að um
sameiginleg börn sé að ræða. For-
eldri getur þannig ekki gert börn
sín arflaus í reynd með því að
ganga að eiga mjög ungan maka.
Margt fólk, sem býr saman án
þess að vera í hjúskap, hefur lent í
miklum erfiðleikum, er slitnað
hefur upp úr sambúðinni. Réttar-
reglurnar varðandi slík tilvik hafa
fremur orðið til fyrir atbeina
dómstóla en sem sett lög. Með
nýja frumvarpinu er gerð einörð
tilraun til þess að setja lagareglur
um þetta sambúðarfyrirkomulag,
sem orðið hefur stöðugt algeng-
ara. Tilgangurinn er að gera rétt-
arstöðu fólks í óvígðri sambúð
jafn trygga og væri það í hjúskap,
eins og frekast er unnt.
Það er lagt til sem aðalregla, að
þegar sambúðarslit verða hjá
þessu fólki, þá skuli hvor aðili um
sig fá i sinn hlut helming allra
eigna þeirra beggja. Ef annar hvor
aðilinn deyr, þá á hinn aðilinn rétt
á því að taka við íbúð og innbúi
hins eftirlátna. Þá verður hags-
munum eftirlifandi aðilans einnig
veitt nokkur trygging til viðbótar
á kostnað erfingjanna.
Hið nýja og umfangsmikla laga-
frumvarp inniheldur einnig tillög-
ur um breytingar á núgildandi
reglum um réttarstöðu hjóna. Sem
dæmi má nefna, að við hjónaskiln-
að á að verða unnt að skipta fé-
lagsbúinu fyrr en nú er hægt.
Samkvæmt frumvarpinu verður
þetta kleift strax og makarnir
sækja um hjónaskilnað fyrir
dómstólum.
NÝJUNG í KONÍAKSSTOFUNNI
Eftir ljúffengan kvöldverð er notalegt að setjast í
koníaksstofuna og hlusta á klassíska músík.
Hinir efnilegu tenórar bræðurnir Guðbjörn og
Gunnar Guðbjörnssynir syngja fyrir gesti okkar.
Undirleik annast Bjarni Þ. Jónatansson. Guðbjörn
hóf söngnám við Söngskólann í Reykjavík vetur-
inn 1982 og naut þar tilsagnar Magnúsar Jónsson-
ar í einn vetur. Sl. tvo vetur hefur Guðbjörn
stundað nám við Nýja Tónlistarskólann með Sig-
urð Demetz Franzson sem aðalkennara. Gunnar
hóf söngnám haustið 1983 hjá Snæbjörgu Snæ-
bjarnardóttur í Tónlistarskólanum Görðum, en sl.
vetur hefur hann stundað söngnám undir hand-
leiðslu Sigurðar Demetz Franzsonar við Nýja
Tónlistarskólann.
Vinsamlegast pantið borð tímanlega.
Með ósk um að þið eigið ánægjulega kvöldstund.
ARNARHÓLL
A horni Hveifisgötu og Ingó/fsstiretis.
Boróapantanirfsíina 18833.