Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 Geysileg selagengd í ísafjarðardjúpi Bjejum, Snæfjalla.s(rönd, 25. febrúar. SVO mikil selagengd er nú hér í öllum víkum, vogum og með ströndum fram, að annað eins hefur ekki sést í manna minnum. Hver einasti steinn þakin af selum sem liggja þar á öllum fjörum, og svo er mergðin mikil, að selurinn liggur í fjörumálinu á sumum stöðum í tugatali á hverjum stað, sem þar hafa numið land. Svona er einnig norður um aila jökulfjörðu, að krökt er af sel, og ganga þar sums staðar langt á land upp, eða öllu heldur skríða, langt uppá lendur og eru dæmi um að 20—30 selir hafa verið drepnir á þurru landi þar langt frá sjó, þar sem kyrrðin og friður ríkir. Þetta virðist vera árangur þeirrar selafriðunar undanfarinna ára sem friðarpostular Náttúru- verndarráðs hafa barist sem mest fyrir, og er þá ekki einnig loku fyrir skotið, að líkt geti orðið í hvalfriðunarmálunum. En hér fyrir utan túnið í lítilli vík töldust á annað hundrað selir nú á dögun- um, á steinum og fjöru uppi, og svona er þetta alls staðar, að þar sem ekki hefur sést selur áður er nú svo krökkt af honum að iiaus er við haus þegar styggjast ofan af steinunum. Jens í Kaldalóni Vöruskiptajöfnuður í janúar: Rúmlega 700 millj. kr. hagstæðari en í fyrra Vöruskiptajöfnuðurinn í janúar 1985 var óhagstæður um 14 milljónir króna og er þájniðað við „fob-verð“ útflutnings, en „cif-verð“ innflutn- ings. Vöruskiptajöfnuðurinn í janúar í fyrra, reiknaður á gengi þessa árs, var hins vegar óhagstæður um 725 milljónir króna. Sé bæði útflutningur og inn- flutningur reiknaður á „fob- verði", eins og þjóðhagsspám og þjóðhagsreikningum, reyndist vöruskiptajöfnuðurinn hafa verið hagstæður um 233 milljónir króna í janúar 1985 en óhagstæður um 493 milljónir króna í janúar í fyrra, reiknað á gengi þessa árs. Að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá Hagstofu íslands á hag- stæð niðurstaða vöruskiptanna í janúar sl. einkum rætur að rekja til mjög mikils útflutnings, eink- um sjávarafurða, en útflutningur þeirra jókst hins vegar lítið í heild vegna samdráttar í innflutningi til virkjana og stóriðju og í olíu- innflutningi, en að frátöldum þessum liðum reyndist innflutn- ingurinn í janúar sl. hafa orðið nær 35% meiri á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. (Úr fréUatilkynníngu.) Fjölnir kaupir Tölvu- blaðið Útgáfufélagið Fjölnir hf. hefur nú keypt tímaritið Tölvuhlaðið og þegar gefið út fyrsta eintak þess, sem jafn- framt var annað tölublað ársins 1984. Tölvublaðið hefur komið út með nokkrum hléum frá því árið 1982, en útgefandi þar til nú var Tölvuútgáfan hf. Með eigendaskiptunum nú verð- ur lögð áhersla á að treysta útgáf- una, og hefur í því skyni verið lögð áhersia á að bæta efnisgæði og treysta fyrirfram ákveðna útgáfu- daga að minnsta kosti í heiít ár fram í tímann. Hefur nú verið ákveðið að á árinu 1985 komi út að minnsta kosti fjögur sjálfstæð tölublöð, og munu þau koma út í febrúar, apríl, september og des- ember. Verði viðtökur góðar er hugsanlegt að tölublöðunum verði fjölgað í sex á árinu. Frá upphafi hefur Tölvublaðið flutt marghátt- aðan fróðleik um tölvur og tölvu- notkun og svo mun verða áfram. Aherslum verður þó breytt á þann hátt, aö meiri áhersia verður nú lögð á hagnýtar upplýsingar af ýmsu tagi fyrir stjórnendur fyrir- Leiðrétting Nýlega birtist grein í Mbl. þar sem furðuleg gömul nöfn voru tek- in fyrir. Svo óheppilega vildi til að Borgarfjörður og Snæfellsnes, staðir sem sérkenniieg nöfn komu m.a.frá, misrituðust sem einkenni- leg nöfn. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. tækja og þá sem vinna við tölvur, auk þess sem birtar verða í aukn- um mæli fréttir, greinar og viðtöl úr viðskiptalifinu hér á landi sem erlendis. Megináhersla verður þannig lögð á að sinna þörfum þeirra sem í atvinnulífinu eru, þó um leið verði áfram leitast við að bjóða upp á fjölbreytt efni fyrir heimilin og áhugamenn um tölvur. Tölvunotkun færist nú mjög í vöxt hérlendis og því er ljóst að varla er seinna vænna að þessi nýi iðn- aður og allar þær nýjungar, sem honum fylgja, eignist eigið mál- gagn, en Tölvublaðið er eina tíma- rit sinnar tegundar, sem gefið er út á íslandi, að því er segir í fréttatilkynningu frá Fjölni. Upplag Tölvublaðsins frá og með fyrsta tölublaði 1985 verður sex þúsund eintök og er ritið þannig í hópi útbreiddustu ís- lensku tímaritanna. Tölvublaðið mun verða þátttakandi í upplags- eftirliti Verslunarráðs íslands og Sambands íslenskra auglýsinga- stofa, svo hver sem er getur fengið raunverulegt upplag staðfest. Tölvublaðið verður fimmta tíma- ritið, sem útgáfufélagið Fjölnir hf. gefur út, en fyrir voru Bóndinn, Byggingamaðurinn, Gróandinn — garðyrkjutímarit, og Mannlíf. Að- setur Fjölnis hf. er á Höfðabakka 9 í Reykjavík. spurt og svarad Almennar upplýsingar HÉR með birtast fyrstu svörin við spurningum lesenda um fjár- mál húsbyggjenda. Sigurður E. Guðmundsson framkvæmda- stjóri Húsnæðisstofnunar ríkis- ins vill taka eftirfarandi fram: „Svörin munu nú og hér eft- ir aðeins veita almennar upp- lýsingar um stöðu lánamála og eru alls ekki á neinn hátt skuldbindandi af hálfu Hús- næðisstofnunarinnar. Lána- umsóknir, meðferð þeirra og hugsanlegar lánveitingar út á þær eru einkamál milli við- komandi aðila og stofnunar- innar. Upplýsingar þar að lút- andi eru því ekki gefnar óvið- komandi aðilum og þar af leið- andi ekki birtar í dagblöðum. Þetta er nauðsynlegt að taka fram og leggja áherzlu á.“ Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Spurt og svarað um fjár- mál húsbyggjenda Seinkun lána á kostnað kaupenda Eiríkur Óðinn Hauksson spyr: Ég sótti um lán hjá Húsnæð- isstofnun ríkisins í maí vegna kaupa á nýlegu húsi. Ég fékk svar í nóvember sl. að ég fengi þetta lán, en það er ókomið enn, og ég er kominn í óþökk vegna vangreiddra skulda upp á nokk- ur hundruð þúsund krónur. Hvenær má ég búast við því að fá þetta lán og hver ber kostnað- inn af þeim skuldum sem ég hef ekki getað greitt vegna þessa? Svar Sigurðar E. Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Húsnæðis- stofnunar: Hinn 20. febrúar sl. var tekin ákvörðun um veitingu G-lána þeim íbúðakaupendum til handa, sem sótt höfðu um þau lán á tímabilinu 1. apríl til 30. júní 1984. Verða lán þessi greidd lántakendum í hendur eftir 5. marz 1985. Kostnaður einstakl- inga af bráðabirgðalánum eða öðrum peningagreiðslum vegna íbúðakaupa er mál, sem þeir hljóta sjálfir að ráða fram úr. Lán til eininga- húsa í endurskoðun Hermann Ragnarsson, Norður- völlum 8, Keflavik, spyr: Mér skilst að þeir, sem gerðu fokhelt í ágúst og september sl. og áttu íbúð fyrir, hafi fengið lausn sinna mála við síðustu út- hlutun húsnæðisstjórnarlána. Hins vegar verða þeir, sem gerðu fokhelt í nóvember og eru að byggja í fyrsta skipti, að bíða eftir láni þangað til í apríl nk. Hefði ekki verið nær að láta þá sem eru að byggja í fyrsta skipti ganga fyrir? Ég veit dæmi þess að fólk sem átti íbúð fyrir og keypti eininga- hús, sem var fokhelt í desember sl., hafi fengið lán nú á meðan aðrir sem keyptu sína fyrstu blokkaríbúð af byggingarverk- taka, sem var gerð fokheld í nóv- ember, hafa ekki enn fengið lán. Hvenær verða byggingaverk- takar sem byggja og selja hús látnir sitja við sama borð og ein- ingahúsaframleiðendur í lána- málum? Svar Sigurðar E. Guðmundssonar: Þeir húsbyggjendur, sem eru að eignast sínar fyrstu íbúðir og gerðu þær fokheldar í nóvember og desember 1984, geta vænzt þess, að fyrri helmingur bygg- ingarlánanna verði greiddur þeim í hendur eftir 15. mars 1985. Húsnæðismálastjórn hefur nú til athugunar hvort og þá hvern- ig breyta skuli því fyrirkomulagi á útborgun b.vggingarlána til handa kaupendum einingahúsa, sem verið hefur í gildi um nokk- urt skeið. í því sambandi verður höfð hliðsjón af greiðslum lána til hefðbundinna húsbygginga. Því treyst að lán séu notuð vandinn verði ekki leystur með öðrum hætti. Til álita getur komið að tryggja það með sér- stökum hætti að lánsféð komi að þeim notum, sem til er ætlast. Er það nú tií athugunar. Annar hluti greiðist eftir 20. mars Sverrir Karlsson spyr: Hvenær kemur 2. hluti hús- næðisstjórnarláns til úthlutunar fyrir þá sem skiluðu fokheldis- vottorði í mars á síðasta ári? Er það rétt að þeir sem hafa átt íbúð áður, fái ekki þetta lán? Svar Sigurðar E. Guðmundssonar: Þeir lántakendur, sem sendu Húsnæðisstofnuninni fokheld- isvottorð vegna húsbygginga sinna á tímabilinu janúar—mars 1984 og fengu fyrsta hluta bygg- ingarlánsins greiddan í hendur frá og með 15. ágúst 1984 geta vænzt þess, að fá annan af þrem- ur hlutum þess greiddan eftir 20. mars nk. Þetta nær þó aðeins til þeirra, sem átt hafa íbúð áður. í réttum tilgangi Friðrik Kristjánsson spyr: Mig langar til að spyrja í sam- bandi við þessa 150.000 króna aukaúthlutun hvort eitthvað sé athugað í hvað fólk eyðir þessum lánum? Ég veit að sumir eyða peningunum i að kaupa húsgögn og nýja bíla og láta greiðslur sitja á hakanum á meðan aðrir reyna að standa í skilum og láta bíla- og húsgagnakaup bíða. Svar Sigurðar E. Guðmundssonar: Að því er varðar hin almennu lán stofnunarinnar hefur hún ætíð treyst því, að þau væru ekki misnotuð heldur notuð í þeim tilgangi, sem þau eru veitt til. Þau sérstöku lán, sem ætluð eru frumbyggjum í greiðsluerfiðleik- um verða ekki veitt nema fyrir liggi, að mati ráðgjafa stofnun- arinnar og húsnæðismálastjórn- ar, að þeirra sé brýn þörf og Varasamt ad slá fóstu um „réttan tíma“ Sigurgeir Marteinsson spyr: Verður því fólki, sem lagði fram fokheldisvottorð í október, úthlutað láni á réttum tíma, þ.e. eftir 6 mánuði? Svar Sigurðar E. Guðmundssonar: Enn hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvenær veitt verða byggingarlán þeim aðilum til handa, sem gert hafa íbúðir sínar fokheldar frá og með 1. október 1984. Varasamt getur verið fyrir húsbyggjendur að slá neinu föstu um það, sem þeir kunna að telja „réttan tíma“, enda getur Húsnæðisstofnunin ekki gefið neinar skuldbindingar þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.