Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 Fiskirækt — hug- sjón eða veruleiki? eftir Björn G. Jónsson Ef til vill er að bera í bakkafull- an lækinn að ræða fiskiræktar- mál, en um þessar mundir má víða sjá þau mál á prenti, og varla sú ræða flutt að ekki sé minnst á þennan málaflokk. Má með sanni segja að þjóðin sé gripin „írafári" sem er gamalt orðtak yfir þær að- stæður, þegar óvæntir atburðir eða málefni koma skyndilega að fólki, og það veit varla í hvaða átt það á að snúa sér fyrir fumi og fáti. Því verður varla neitað að stundum er eins og við Islendingar séum haldnir einhverju tregðu- lögmáli, og að okkur láti best að vaða ýmist í ökla eða eyra. Gagnvart fiskirækt höfum við sofið á verðinum undanfarin 10—15 ár, og verður það tjón seint uppunnið. Samt hefur lengi leynst einhver áhugi á möguleikum þess- arar greinar, og margir höfðu gaman af að ræða ýmsa mögu- leika, og gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, en þegar til kast- anna kom vildu fáir taka hendurn- ar fram úr ermunum, enda lítill stuðningur pólitískur eða fjár- hagslegur fyrir hendi. Þær fáu fiskiræktarstöðvar, sem starfað hafa á undanförnum árum, hafa átt við mikla erfiðleika að búa, ekki síst fjárhagslega, og af þeim sökum gátu þær ekki aflað sér er- lendrar þekkingar eins og þörf var á. Erlend þekking barst kannski mest inn í landið með gestakom- um erlendra kunnáttumanna og þá oft vandinn, hvað hægt væri að nýta eða ekki af þeirra ráðum. Enn sem fyrr mun ekki neitt gott hljótast af að harma liðin ár og tækifæri, betra er að snúa sér að líðandi stund með framtíðina í huga. Mér finnst erfitt að hugsa mér, að fiskirækt í stórum stíl sem ný atvinnugrein hljóti ekki að þurfa einhvern þróunartíma, og þá líka kannski krefjast einhverra fjár- hagslegra fórna í byrjun. Hér vantar starfsreynt kunnáttufólk í stórum stíl, og það fólk þarf tíma til að aðhæfa kunnáttu sína að að- stæðum á hverjum þeim stað, þar sem fiskeldi á að stunda. Það ligg- ur í augum uppi, að heppilegra er fyrir fiskeldisfyrirtæki að byrja í hóflega stórum stíl meðan verið er að ná reynslu á hverjum stað, og geta þá betur axlað ófyrirsjáan- legar uppákomur sem hljóta alls staðar að koma til. Hér á landi er sú hefð á orðin að fiskeldisfólk er betur launað en í mörgum öðrum atvinnugreinum, er kannski tilkomið vegna þess að fiskeldi er það vandasamt að fólk sem við það vinnur þarf að hafa starfshæfni meir en í meðallagi, svo það geti talist vel hæft til þeirra starfa. Ekki má gleyma því að mikið verk er óunnið i ræktun heppilegra laxfiskastofna. Stofna sem hæfa til eldis og aðra sem hæfa til hafbeitar. Hér verður auðvitað að hefja kynbætur á lík- legum stofnum, rétt eins og í öðr- um greinum ræktunarbúskapar. Flestir vita að hafin er loðdýra- rækt hér á landi. Ekki hefði þótt álitlegt ef loðdýrabændur hefðu farið að elta uppi villta refi og minka upp um fjöll og firnindi, og byrjað búskap sinn með þeim dýr- um sem til hefði náðst. Það er að nokkru líkt með laxinn að varla gengur að taka hvaða lax sem til næst í náttúrunni til hrognatöku. Nú eru uppi hugmyndir um stórkostlegar framkvæmdir í fisk- eldi, aðallega í laxeldi. Ég ætla ekki að vera með neinar hrakspár þeim til handa en ekki fer það fram hjá mér að víða verður stór vandamál að yfirstíga. Hugsum okkur t.d. að eitt fiskeldisfyrir- tæki hugsi sér að reisa seiðastöð og sleppa 10 milljónum seiða til hafbeitar. Og þá vakna þar spurn- ingar. Hvernig á að afla ca. 13 milljóna hrogna sem heppileg eru til hafbeitar á umræddum stað? Hvar finnast 5000 sekúndulítrar af góðu grunnvatni? Hvernig á að finna 50 manns af starfsvönu fólki á þeim vinnumarkaði sem þegar er uppurinn? Hversu mikil er áhættan ef sjúkdómur kemur upp í þvílíkri risaklakstöð? Ég get ekki séð að slíkri fram- kvæmd verði komið á fót nema með margra ára þróun. Mér er ljóst að á teikniborðinu og í bygg- ingarframkvæmdum er hægt að gera stórkostlega hluti, ef fjár- magn er fyrir hendi. En hinir mannlegu og lífeðlisfræðilegu þættir munu reynast erfiðari við- fangs. En svo eru fleiri fiskistofnar en gardavÍtn* . T , ‘ ,1 > I 1 - ' * u if-» U-—L. - -i~' V„ Mr. 21.ÓS0Gt*í% ViÐ BJOÐUM í SUMAR BEINT FLUG TIL vikur TVEGGJA FEGURSTU STAÐA ÍTALÍU. GARDAVATN. ^ Allir róma legurð Gardavatns Peir sem hnfist hafa af sumarhúsum noröar i Evrópu kunna að meta aðstöðuna við Gardavatn Kjörinn staður til þess að hafa börnin með Fjölbreyttar skoðunarferðir, t d FENEYJAR, ÓPERAN í VERONA, FLÓRENS, INNSBRUCK í AUSTURRÍKI o.fl. ÍTALSKA RIVIERAN: Vinsælasti ferðamannastaður ítaliu. M|ög góð aðstaða til þess að iðka sund, brettasiglingar. tenms, bocce og fleiri iþróttir Fjöldi góðra veitmga- og skemmtistaða, diskótek o.m m fl Fjolbreyttar skoðunarferðir, t d FLÓRENS, PÍSA, NICE, CANNES, PORTOFINO, MONACO. MONTE CARLO, KORSIKA o.fl. Opnunartimi hjá okkur í TERRU Tll þess aö koma til móts viö þarfir viðskiptavina okkar höfum viö opiö á fimmtudögum til kl. 19 og á laugardögum kl. 10-12. GISTING I FYRSTA FLOKKS ÍBLIÐUM OG HOTELUM Verð frá kr. 20.400- f 3 vik ur viJL SERSTAKLEGA HAGSTÆTT VERÐ fíh'.KIf) S tV/t\ OKKAR VERf) OC t VVtKK t Hringið og fáið nán Laugaveqi 28. 101 Reykjavik r fsíma 2 97 40 og Björn G. Jónsson „Gagnvart fiskirækt höfum við sofið á verð- inum undanfarin 10—15 ár, og verður það tjón seint unnið upp.“ lax, sem vert er að gefa gaum. Sér- staklega held ég að vert sé að at- huga regnbogasilunginn. Einn mesti kostur við þann fiskistofn er, að hann er jafnvígur í fersku sem söltu vatni. Víða hér um land er ónýttur jarðhiti, og önnur sú aðstaða sem kjörin er til að reka regnbogasilungabú. Ef Norðmenn eru farnir að framleiða þennan fisk til sölu til Bandaríkjanna þá sé ég ekkert á veginum fyrir því að íslendingar geri það líka. En ekki er vert að gleyma þeim þætti fiskiræktarinnar sem kannski vegur ekki minnst, en það er hinn villti stofn, ein dýrmætasta perla íslenskrar náttúru. Hér er um af- ar mikilvægan hlut að ræða, hvort hægt verður að auka laxagengd og arðsemi hennar að miklum mun. Ljóst er að mikið verk er óunnið á þeim vettvangi, ekki minnst í rannsóknum á laxveiðiám. Á ég þar við að fá vitneskju um hvaða ræktunaraðferðir hæfa hverri á best til að auka laxagengdina. Þetta starf er að vísu hafið víða um land en alltof mikið óunnið. Svo óheppilega hefur tiltekist að þetta rannsóknarstarf varð á eftir þróun klakstöðva og seiðaeldis, en hefði fremur átt að vera öfugt, til að seiðasleppingar í árnar hefðu nýst betur. Ég ætla ekki að hætta mér út á þann hála ís, að ræða mikið um ræktunaraðferðir í ám. En ég vil geta þess að mér finnst of mikið um að lærðir og leikir setji fram öfgaskoðanir og kenningar ósann- aðar með öllu, og oft óframkvæm- anlegar í tilbót um þessi ræktun- armál. Þótt þessar kenningar rek- ist hver á annarrar horn, eiga þær það flestar sameiginlegt að telja allt það starf er áður hefur verið unnið til ills eins. Þessi umræða hefur í mjög mörgum tilfellum gert veiðiréttar- eigendur og veiðiáhugamenn svo ruglaða og efablandna, að margir hafa talið sínum hag best komið með að leggja allar seiða- sleppingar niður að mestu af ótta við að þær skemmdu frekar en hitt. Líka lætur það ljúft í eyrum að geta sparað sér stórfé í seiða- kaupum. Ég veit manna gerst að laxaseiöi eru dýr, en það er samt enn dýrara að eiga nær laxlausar laxveiðiár. Við veiðiréttareigendur Laxár í Aðaldal og tengdra vatna, þ.e. Mýrarkvíslar og Reykjadalsár og aðrir þeir, sem þessum vötnum eru tengdir, höfum látið þessar Félag íslenska prentiönaöarins Almennur félagsfundur veröur haldinn í Félagsheimili FÍP á Háaleitisbraut 58—60, Reykjavík, fimmtudaginn 28. febrúar 1985, kl. 17.00. Dagskrá: Ingvar Ásmundsson skólastjóri lönskólans í Reykjavík flytur framsöguerindi um iön- fræöslu. Aö loknu framsöguerindi veröa al- mennar umræöur. FÉLAG ÍSLENSKA PRENTIÐNAÐARINS <T\ ( 0DEXION Höfum ávallt fyrirliggjandi Dexion hilluefni. Pöntum eftir óskum þunga- vöruhillur, færibönd o.fl. Nýtt fyrirtœki á traustum grunni LANDSSMIÐJAN HF. SiMI 91-20680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.