Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985
41
ÞANKABROT UR HEILSUGÆSLUNNI V/óiafur Mixa
Æ'
A að leggja niður heilsu
gæsluna í Reykiavík?
Nú eru ellefu ár síðan gildi tóku
þau heilbrigðisþjónustulög, er efla
skyldu alhliða heilsugæslu eins og
rakið hefur verið. Er nú svo komið
á Stór-Reykjavíkursvæðinu, að al-
gjör glundroði ríkir í heilsugæslu-
málum. Tuttugu þúsund Reyk-
víkingar hafa engan heimilis-
lækni, og fer sú tala ört vaxandi
vegna landflótta úr stéttinni og
þeirra lækna, sem heltast úr lest-
inni fyrir aldurs sakir.
Áður hefur komið fram í skrif-
um þessum, að fyrrum hafi sér-
fræðingar sinnt heimilislækning-
um. Fyrir um tuttugu árum var
svo læknum gert að velja milli
þessara tveggja aðalstarfa. Þeir
heimilislæknar, sem uppi stóðu
eftir það („g.g.h.") voru alltof fáir
til þess að geta sinnt almennum
lækningum til hlítar, auk þess sem
þeir urðu sjálfir að standa straum
af öllum stofurekstrinum. Innihélt
greiðslan til þeirra, „númeragjöld-
in“, þann kostnaðarlið. Fór þessi
greiðsla stöðugt lækkandi. Urðu
þeir sífellt að stækka sjúklinga-
hóp sinn til að viðhalda kjörum,
sem að einhverju leyti stæðust
samanburð við önnur starfssystk-
in. Lög og reglur siðaðra manna
um vinnuvernd eins og lágmarks-
hvíldartíma voru þá eins og nú
brotin á þeim sem og öðrum lækn-
um í heilsugæslunni. Nýliðun i
stéttinni var nánast engin. Leiddi
þessi vítahringur vitaskuld til
þess, að heilsugæslunni var eftir
sem áður sinnt að hluta til af sér-
fræðingum í öðrum greinum með
tilheyrandi tvíverknaði og tví-
borgunum auk annars óhagræðis.
Þáttur borgarinnar
Með tilkomu nýju heilbrigðis-
laganna 1974 kviknaði nokkur
áhugi um endurbætur. Reykjavík-
urborg lagði fram fjárstuðning
fyrir bætta aðstöðu fyrir 3—4
lækna í Domus Medica, þar sem
síðan hefur verið heilsdagsað-
gangur að almennri læknisþjón-
ustu og hjúkrunarráðgjöf fyrir um
níu þúsund manns eða nær tvöfalt
fleiri en talið er hæfilegt fyrir
hvern lækni að sinna í nútíma
heilsugæslu. Auk þess hefur borg-
in látið af hendi rakna örlítinn
stuðning. til annars læknahóps (í
Þórsgötu 26). Hefur hingað til ver-
ið litið á þessa ráðstöfun sem
bráðabirgðalausn uns eiginlegar
heilsugæslustöðvar tækju smám
saman við. Fimm stöðvum var
smám saman komið á fót í
Reykjavík og Kópavogi, ekki þó
kostuðum að 85% af ríkissjóði
eins og lög gera ráð fyrir, heldur
að töluverðum hluta af borgar-
sjóði sem einnig greiðir rekstur-
inn. Kom nú mikið babb í bátinn,
þegar upp komst, hvaða störf ættu
eiginlega að eiga sér stað í heilsu-
gæslustöð. Nefnilega heilsugæsla.
Ekki eins og menn virtust áður
hafa álitið, að g.g.h. flytti úr
gömlu kytrunum sínum með lyf-
seðlablokkina, tilvísanaeyðublöðin
og hlustunarpípuna yfir í nýjar
kytrur á heilsugæslustöðvum.
Ekki heldur að þeir störfuðu eftir
sem áður í eilífðarkapphlaupi við
klukkuna, tækju 40—50 tíma-
hraksákvarðanir um hin marg-
breytilegustu og sérhæfðustu
vandamál, sem vörðuðu heilsu og
líf borgaranna; síðan skýrsluhald,
vottorðaskrif og viðhaldsmenntun
á kvöldin og um helgar. Nú skyldi
nútímaheilsugæslu vera komið
upp og aukheldur hjúkrunarþjón-
ustu og heimahjúkrun, víðtækri
ráðgjöf, forvarnarstarfi. Þetta var
ómark. Líklega væri betra að hafa
þetta bara eins og hingað til;
heilsuvernd á einum stað, heima-
hjúkrun á öðrum, heimilishjálp á
hinum þriðja, félagsaðstoð á hin-
um fjórða og g.g.h. á þeim fimmta,
allt uppá gamla mátann. Hinn
„nýi kostnaður", sem af heilsu-
gæslu hlýst, er einmitt nær ein-
göngu fólginn í því að færa þessa
þjónustuþætti, sem þegar eru
fyrir hendi, saman á nokkrar
hverfisstöðvar til bættrar sam-
ræmingar þjónustunnar. Er þessi
kostnaður fyrst og fremst tilkom-
inn fyrir þá ákvörðun að veita yf-
irleitt þjónustuna eða bæta hana,
en ekki vegna fyrirbærisins
heilsugæslustöð. Væntanlega má
þó einnig færa rekstur þeirra til
betri vegar að fenginni upphafs-
reynslu undanfarin ár.
Er nú svo komið, að sveitar-
stjórnir í Reykjavík og nágrenni
hafa fengið frestað lokagildistöku
heilbrigðisþjónustulaganna, sem
átti að eiga sér stað um síðustu
áramót, og komið á endurskoðun
þeirra að þvi er varðar Stór-
Reykjavíkursvæðið. Er það þá
væntanlega gert í þeirri trú, að
Reykvíkingar hljóti að vera ein-
hvern veginn öðruvísi í laginu en
aðrir landsmenn. Hitt er stað-
reynd að á þeim ellefu árum, sem
liðin eru frá setningu laganna hef-
ur borgarsjóður fyrir utan það
sem að ofan hefur verið tínt til og
hefðbundna heilsuvernd á Heilsu-
verndarstöðinni ekki kostað einu
eða neinu til heilsugæslu fyrir þá
65.000 borgarbúa sem ekki hafa not-
ið þjónustu heilsugæslustöðvanna.
Og nú virðist borgin enga ósk eiga
heitari til sparnaðar en láta einn-
ig af þeim stuðningi og leggja
niður starfið í Domus Medica.
Þáttur ríkisins
Þetta hentuga aðgerðarleysi til
sparnaðar hefur borgin stundað í
skjóli þess, að ríkið hefur látið
Reykjavík og nágrenni sitja á hak-
anum með lögboðinn stofnkostnað
heilsugæslustöðva og stöður
heilsugæslulækna. Við afnám
númerakerfisins sl. vor, varð eina
opinbera framlagið til heilsugæslu
utan stöðvanna fastagreiðsla
Tryggingastofnunarinnar til
hvers læknis til að kosta rekstur
eins herbergis og sjötta hlutans úr
símsvara (mennskum þó). Þannig
vísar hver á annan. Er raunar svo
komið nú, að heimilislæknum er
sjálfum ætlað að reka obbann af
heilsugæslu fyrir Reykvíkinga
með launaflokki 115 BHM og 75
kr. framlagi frá hverjum sjúkl-
ingi, sem á stofu þeirra rekur. Og
við þessar aðstæður eiga þeir að
„keppa" við aðra sérfræðinga, en
sú var aðalröksemdin fyrir því, að
á sl. ári var ákveðið að yfirsýn,
ráðgjöf og stýring í heilsugæsl-
unni um það, hvernig best og hag-
kvæmast megi verða við heilbrigð-
isþörfum hvers íbúa, væri óþörf og
tilvísanir til annarra sérfræðinga
því lagöar niður.
Sú spurning er nú nærtækust,
hvort leggja skuli niður heimilis-
lækningar í Reykjavík. Það er
fjárhagslega ómögulegt fyrir nýj-
an heimilislækni að hefja störf,
enda hefur enginn komið til sög-
unnar sl. ár. Sá sem síðast kom
fékk heldur óblíðar viðtökur af
hálfu vinnuveitandans, og lét
nærri, að hann hrökklaðist aftur
úr starfi. Annar heimilislæknir
hefur þegar ákveðið að flytjast úr
landi. Einn heilsugæslulæknir
hefur ákveðið að hætta að sinna
heimilislækningum fyrir fullt og
allt og aðrir eru komnir á fremsta
hlunn með slíkt. Er það algjörlega
utan við hugsanlegar uppsagnir
heimilis- og heilsugæslulækna til
varnar eigin útrýmingu og kjara-
rýrnun. Ljóst er að langt verður
að bíða þess að heilsugæslustöðv-
ar annist heilsugæslu þorra
Reykvíkinga. Ætli ekkert annað
millibilsástand sé til en það að
bíða með lygnum augum eftir því
að næsta stjörnuhrap yfir íslandi
lendi ofaní tebolla einhvers deild-
arstjórans?
Starfsbróðir sá úr röðum augn-
lækna sem áður hefur verið nefnd-
ur til sögu á blöðum þessum, Ingi-
mundur Gíslason, kallaði sitt
framlag til umræðunnar „draum-
sýn heilsugæslulæknis". Nú er
undirritaður þeirrar skoðunar að
engum manni sé gefið að gægjast
uppundir augnlok sofandi fólks á
öðrum bæjum og lesa þar drauma,
jafnvel þótt hann sé augnlæknir.
En það get ég sagt honum, að
ofangreint ástand er I augum
g.g.h. líkara martröð en draum-
sýn. Er þá bara að vonast til þess
að vakna sem fyrst til að sjá, að
það er komin stjarna í bollann.
„Jslenska
kartaflan
leynirá sér“
íslenska kartaflan er meira en meðlæti.
Hún er eitthvert besta hráefni sem völ
er á og fullgild uppistaða í vandaðri
máltíð, ódýr, holl og ljúffeng. Matreiðsla
úr íslenskum kartöflum kostar þig litla
fyrirhöfn en árangurinn kemur skemmti-
lega á óvart, hvort sem stefnan er sett á
einfaldan hversdagsmat, þríréttaða
veislu eðafrísklega skyndirétti. Hver
kartöflumáltíð er full af mikilvægum
næringarefnum og er auk þess fyrsta
flokks megrunarfæða.
Kynntu þér nýju kartöfíuleiðina
Grœnmetisverslun
' landbúnaðarins f
Síðumúla 34 — Sími 81600
Kartöflugratin m/karríbeikoni fyrir 4-5____________________________________
• 500 g kartöflur • 150 g spergilkál • 1 stk. laukur • 150 g beikon • % tsk.
salt • örl. pipar • Yi tsk. karrí • 2 egg__________________________________
Skerið kartöflurnar og rífið á rifjárni. Sjóðið spergilkálið í saltvatni f 3-5 mfn.,
skerið það niður, saxið laukinn. Skerið beikonið og steikið það á pönnu ásamt
karríi. Smyrjið eldfast mót, blandið saman grænmeti og beikoni, allt sett í
mótið. Þeytið saman egg, salt og pipar. Hellið eggjunum yfir grænmetið. Bakað
neðst í ofni við 200°C f 30 mín. Borið fram sem sjálfstæður réttur með grófu
brauði.
Islenskar kartöflur eru auðugar af C-vítamíni,
einkum ef þeirra er neytt með hýðinu. Þær
innihalda einnig B, og B2 vftamfn, nfasfn, kalk,
jám, eggjahvítuefni og trefjaefni.
í 100 grömmum af fslenskum kartöflum eru
aðeins 78 hitaeiningar. Ttl viðmiðunar má nefna
að í 100 g af soðinni ýsu eru 105 he, kotasælu
110, soðnum eggjum 163, kjúklirtgum 170, nauta-
hakki 268 og f hrðkkbrauði 307.