Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 Hljómsveitin Rikshaw mun sjá um undirleik fyrir keppendur í söngvakeppninni sem eru sex. Söngvakeppni í Hollywood VEITINGAHÚSIÐ Hollywood og umboðsfyrirtækió Sólo sf. gangast fyrir söngvakeppni í Hollywood í kvöld, 28. febrúar, fimmtudaginn 7. mars og sunnudaginn 10. mars. Fyrirkomulagi keppninnar er þannig háttað að tvö fyrstu kvöldin verða kynningarkvöld á keppendum, koma þar fram þrír þátttakendur hvert kvöld, en alls eru keppendur sex. Sunnudaginn 10. mars fer fram úrslitakeppnin og mun hljómsveitin Rikshaw sjá um undirleik fyrir keppendur. Hópur tónlistarmanna og blaðamanna verður dómarar í keppnjnni en auk þess verður gestum gefinn kostur á að taka þátt í kosningunni með því að fylla út kjörseðil sem þeir fá við innganginn í Hollywood. Þeir sem koma fram auk hljómsveitarinnar Rikshaw eru Guðjón Guðmundsson, Jón Magnússon, Gunnlaugur Fallk, Jón Ben Einarsson, Sigurður Dagbjartsson og Ósk Óskars- dóttir. Hanki-rallið í Finnlandi: „Ekki er litið á rall- akstur sem strákapör“ MorjfunblaðiS/TOPPFOTO Sigurvegarar í llanki-railinu urðu Anterio Laine og Pekka Huolman á 350 hestafla Audi Quattro. I»eir notuðu 100 dekk í keppninni á meðan íslensku ökumennirnir notuðu Ueplega 10 ... — elsti keppand- inn 75 ára! „Á SAMA tíma og við ókum í Hanki-rallinu voru samtals 1500 manns að aka 750 bíl- um í röllum víðsvegar um Finnland. Þetta sýnir best áhugann á þessari íþrótt meðal Finna,“ sagði Stein- grímur Ingason í samtali við Morgunblaðið en hann keppti í rallakstri í Finnlandi ásamt þremur íslendingum um sl. helgi eins og þegar hefur verið greint frá í blað- inu. „í Finnlandi tekur fólk á öll- um aldri þátt i rallakstri, ýmist sem keppendur eða stjórnendur. í rallinu sem við tókum þátt í var t.d. sérflokkur fyrir öldunga. Elsti keppandinn þar var 75 ára. Voru þessir kappar í fremstu röð á árum áður, en óku nú að- eins hluta af rallinu til gamans. Það er því sannarlega ekki litið á rallakstur sem strákapör þarna, eins og oft vill verða hérlendis. Áhorfendur að keppninni létu ekki 30 stiga frost aftra sér frá því að fylgjast með, héldu hita á sér með því að kynda varðelda og grilla mat. Viðgerðarmennirnir þurftu að hita verkfærin sérstaklega fyrir notkun, en unnu síðan berhentir þrátt fyrir kuldann. Við áttum erfiðara með að aðiaga okkur, hefðum líklega frosið fastir ef við hefðum staðið lengi í sömu sporum ... Finnarnir taka þessa íþrótt mjög alvariega, enda eiga þeir ökumenn hjá flestum verk- smiðjuliðum. Toppökumennirnir sem allir voru áhugamenn í Hankirállinu létu sig ekki muna um að skipta um dekkjaganga eftir hverja sérleið, notuðu um 10 sérnegld vetrardekk, á meðan við frá „litla íslandi" notuðum 10. Það er komið gott samband núna milli íslenskra og finnskra rallökumanna og má búast við allmörgum Finnum í Ljómarall- ið í sumar,“ sagði Steingrímur. íslendingarnir Þorsteinn Ingason og Bragi Guðmundsson þeysa hér snjó- lagða sérleið í 30 stiga frosti, sem aftraði þó ekki Finnum frá því að fylgjast með keppninni/ Útivistar- ferðir ’85 Ferðaáætlun Ferðafélagsins Úti- vistar árið 1985 er komin út. Er hún að þessu sinni stærri og fjöl- breyttari en áður, enda tileinkuð 10 ára afmæli félagsins, en það var stofnað þann 23. mars árið 1975. Samtals eru 235 ferðir í ferða- áætluninni, þar af eru 123 dags- og kvöldferðir, 83 helgarferðir, 21 sumarleyfisferð og 8 hesta- og veiðiferðir. Sérstakar afmælis- ferðir eru 22 og verður sú fyrsta sunnudaginn 24. mars. ÍJtivist- ardagar fjöiskyldunnar eru þrír og er sá fyrsti 12. maí. í afmælis- ferðunum er lögð áhersla á gönguleiðir á Keili, en þangað var einmitt fyrsta Útivistarferð- in farin. í helgarferðum er oftast farið í Þórsmörk, en þá er gist í skála Útivistar í Básum. Nýjung í helg- arferðum eru reglulegar ferðir á Fjallabakssvæðið þar sem gist er í góðum skála við Eldgjá. Er fyrirhugað að bjóða upp á sil- ungsveiði í þeim ferðum. í sumarleyfisferðunum er fjöl- margar nýjungar að finna. Má þar nefna gönguferðir á Aust- fjörðum og ferð í Fjörðu og Flat- eyjardal. Af sumarleyfisferðum eru að venju fjölmargar Hornstrandaferðir. Ferðaáætl- unin verður kynnt á mynda- kvöldi Útivistar fimmtudags- ÚTIVISTARFERDIR 0UTD00R UFi TOURS 1985 IITIVIST LÆKJAftÖATA BA - RCYKJAVÍK SíMl/SlMSVAHí m kvöldið 28. febr. í Fóstbræðra- heimilinu og hefst það kl. 20.30. Allir eru velkomnir meðan hús- rými leyfir. Þátttakendur í Útivistarferð- um síðasta árs voru 4.514. Útivist er almenningsfélag og eru ferðir þess opnar öllum. Skrifstofan í Lækjargötu 6a veitir allar nánari upplýsingar um starfsemina. (FrétUtilkynning) Bridge Arnór Ragnarsson Vesturlandsmót í sveitakeppni Vesturlandsmót í sveitakeppni var haldið í Hótel Stykkishólmi helgina 23.-24. febrúar. 10 sveitir tóku þátt í mótinu og voru spilaðir 16 spila leikir. Sigurvegari varð sveit Alfreðs Viktorssonar frá Akranesi með 190 stig. Auk Alfreðs spiluðu þeir Karl Alfreðsson, Guðjón Guðmundsson og ólafur Grétar ólafsson í sveitinni. Þeir félagar verða fulltrúar Vesturlands í undankeppni Islandsmótsins. Röð efstu sveita varð þessi: Sv. Þorvaldar Pálmassonar, Borgarfirði 160 Sv. Jóns Á. Guðmundssonar, Borgarnesi 159 Hreyfill — Bæjarleiðir Tólf sveitir taka þátt í board- a-match-keppni sem stendur yfir ■hjá bílstjórunum og er lokið tveimur umferðum af fjórum. Staöan: Birgir Sigurðsson 155 Cyrus Hjartarson 143 Anton Guðjónsson 127 Skjöldur Eyfjörð 104 Kristján Jóhannesson 96 Gísli Sigurtryggvason 93 Næsta spilakvöld er á mánu- daginn kl. 20 í Hreyfilshúsinu. Bridgefélag Siglufjarðar Þegar 5 umferðum var lokið í aðalsveitakeppninni var staða efstu sveita þessi: Sveit: Boga Sigurbjörnssonar 105 Valtýs Jónassonar 102 Þorsteins Jóhannssonar 91 Níelsar Friðbjarnarsonar 85 Reynis Pálssonar, Fljótum 84 Georgs Ragnarssonar 78 Guðlaugar Márusd., Fljótum 68 Sv. Ellerts Kristinssonar, Stykk- ishólmi 157 Sv. Guðna Hailgrímssonar, Grundarfirði 140 Bridgesamband Vesturlands þakkar Hótel Stykkishóimi fyrir mjög lipra og þægilega þjónustu í sambandi við mótið. Vesturlandsmótið í tvímenn- ingi verður haldið í Borgarnesi og verður auglýst síðar. Bridgedeild Sjálfsbjargar Aðalsveitakeppni deildarinnar lauk sl. mánudag með sigri sveit- ar Rutar Pálsdóttur. Með henni spiluðu í sveitinni: Hlaðgerður Snæbjörnsdóttir, Guðmundur Þorbjörnsson og Þorbjörn Magn- ússon. Lokastaðan: Rut Pálsdóttir 93 Pétur Þorsteinsson 92 Sigurrós Sigurjónsdóttir 85 Mánudaginn 4. mars hefst tvímenningur. Ef nýir spilarar vilja bætast í hópinn eru þeir beðnir að hafa samband við skrifstofu Sjálfsbjargar. Síminn er 17868. Spilað er í Sjálfsbjargarhús- inu kl. 19.30. Bridgefélag Suðurnesja Hin árlega keppni milli Sel- fyssinga og Suðurnesjamanna fór fram á Selfossi um sl. helgi. Spiluðu 6 sveitir frá hvoru liði og enduðu leikar með sigri Suður- nesjamanna sem fengu 99 stig á móti 86. Tveimur umferðum er lokið í Suðurnesjamótinu í sveita- keppni og er staða efstu sveita þessi: Stefán Jónsson 47 Nesgarður 38 Haraldur Brynjólfsson 34 Sigríður Eyjólfsdóttir 30 Sigurhans Sigurhansson 29 Alls taka 12 sveitir þátt í þess- ari maraþonkeppni. Spilað er í Samkomuhúsinu í Sandgerði á mánudögum ki. 20. or aA oin |£| U^lllí í llAftlÍ" „uuit ci du ciy ICm TliUm 1 IIUllU . . •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.