Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 ffCBAAfm © 1984 Universal Press Syndicate A/fl t Eg gleymdI gleraupunum heima. 5tencJur 'pa.tna, oi> pá Waflr ueriá ná&o&urf>n Ast er... I ... að stela kossi TM Rn. U.S. Pat. Ott.-all rlohta r»Mrv«d • 1984 Lm Ang«l«s Tlmes Syndlcate Ég kom á undan? I «0 Þú áttir að vera laus mánuði fyrr, svo þú skuldar bér mánaöar fæði? HÖGNI HREKKVÍSI Heilaspuni manneldis- fræðingsins Borgari er lítiö hrifínn af öllum þeim bjórkrám sem risiö hafa hér á landi hver á fætur annarri. Bjórinn af hinu illa Halldór Kristjánsson skrifar: Það er frjálshyggja um of að hirða ekki um staðreyndir í mál- flutningi. Slíkt hendir dr. Jón óttar Ragnarsson í bjórgrein sinni í Morgunblaðinu 20. febrúar. Þar segir að sterkasta röksemd- in „með áfengum bjór er sú að hann getur orðið veigamikið vopn í baráttunni gegn henni“, áfengis- sýkinni. Þetta ætlar dr. Jón svo að sanna með annarri fullyrðingu. Hann segir: „Helsta orsök drykkjusýki er tíð ofurölvun." Þessi fullyrðing er úr lausu lofti gripin og hefur ekkert við að styðjast. Hún er fjarstæða. Dr. Tómas Helgason gerir glögga grein fyrir því í hinu sama Morgunblaði að menn verða háðir áfengi vegna bjórdrykkju engu síður en neyslu annarra áfengis- tegunda. Þar fer læknirinn með réttara mál en manneldisfræðing- urinn. Menn geta fengið drykkjusýki, orðið alkóhólistar, þó þeir hafi bara verið þjórarar og aldrei drukkið sig ofurölvi. Ekki er ofsögum sagt af slæm- um áhrifum annarra tegunda áfengis í grein Jóns óttars. En þegar hann segir að „helsta orsök drykkjusýki er tíð ofurölvun" er það heilaspuni hans sjálfs, full- komin markleysa. H.Kr. Ult er til þess að vita að nú skuli ráðamenn þjóðarinnar ekki sjá annan kost betri til fjáröflunar, en að gefa því fólki lausan taum, sem vill að bjórinn flæði yfir landið með tilheyrandi krám, svo geðs- legar sem þær eru. Það er hrika- legt til þess að vita að frekja skuli hafa þokað þessari ógæfu upp á okkur. Ég á þar við frekju kaup- sýslumanna (athafnamanna)!!, sem komið hafa upp allskyns sjoppum með tilheyrandi búnaði og selja bjór með brennivini útí og kalla áfengt öl!! Þetta er að vísu áfengi en alls ekki áfengt öl í þess- ara orða rétta skilningi. Þarna er verið að hræða áhrifamenn til þess að láta undan þrýstingi, þrýstingi þeirra, sem vilja græða fé á þeim sem síst skyldi og vísvit- andi fara á bak við lög og allt mannlegt velsæmi, þegnskap og tillitssemi. Þetta hitamál er alltaf vakið upp aftur og aftur af frjálshyggju- postulum og gróðafíkni athafna- mannanna, sem að mínu mati skirrast einskis við að smeygja sér milli lagabókstafanna, jafnvel þótt þeir viti að þeir séu um leið að „rneiða" samborgarana. Borgari. Þessir hringdu ... Vel lesið í útvarpi Saumaklúbbur skrifar: Við erum mjög ánægðar með rás 1 í útvarpinu en gaman væri nú ef hann Jón Múli væri dálítið hressari á morgnana, blessaður. Svo vorum við að horfa á myndina Midnight Express á myndbandi um daginn, afburða góða mynd. Samnefnd saga var eitt sinn lesin í útvarpinu og vor- um við svo ánægðar með lestur- inn hjá manninum sem las, hann hét Kristján. Væri nú óskandi að hann læsi oftar í útvarpið. Kópavogsstrætó alltaf of seinn Stelpa í Kópavogi kom að máli við Velvakanda: Ég bý í Kópavogi en geng í skóla í Breiðholti af vissum ástæðum. Vandamálið er það að Kópavogsátrætó er alltaf of seinn sem hefur það í för með sér að ég missi af þeim strætó sem ég þarf að taka þegar ég skipti. T.d. tek ég leið 23 úr Kópavogi og upp í Mjóddina. Þar þarf ég að taka annan strætó upp í Efra-Breiðholt en það bregst aldrei að ég hef misst af honum og kem því iðulega of seint í skólann. Væri nú ekki hægt að laga timann á Kópa- vogsstrætó? Passíusálma í sjónvarpið Ó skrifar: Væri ekki möguleiki á því að lesa Passíusálmana i sjónvarpi svo að þeir komist betur til skila til allra landsmanna? Þetta er til ábendingar og gaman væri að fá svar við þessu. Takk fyrir sönginn Halldóra Jóhannsdóttir hringdi: Ég vil færa kór Langholts- kirkju og Jóni Stefánssyni mínar bestu þakkir fyrir söng þeirra í sjónvarpi og vona ég að þættirn- ir verði fleiri. Þetta er með því besta sem er í sjónvarpinu. Af ísfólkinu Útgefandi fsfólksins hringdi: Að gefnu tilefni vegna fyrir- spurnar í Morgunblaðinu laug- ardaginn 23. febrúar vil ég í fyrsta lagi taka það fram að bækurnar um ísfólkið eru ekki barnabækur. f öðru lagi eru bækurnar með minni blaðsíðutölu en erlendu bækurnar en þó aldrei 120 bls. styttri eins og skýrt var frá í téðri grein. Ástæðan er sú að við komum þriðjungi meira lesmáli á síðu en í erlendu bókunum en það gerum við til þess að halda niðri verði bókanna en sem kunnugt er er pappír afar dýr. Af þessu leiðir að það er ná- kvæmlega sama lesmálsmagn á frummálinu og í íslensku þýð- ingunni, þó að íslensku bækurn- ar séu „þynnri". Því eru íslenskir lesendur ekki hlunnfarnir að neinu leyti hvað þetta áhrærir. Klúbburinn aðeins fyrir borgarbúa? Fríklúbbsmeölimur hringdi: Mig langar að spyrja yfirmenn Fríklúbbsins hvort klúbburinn sé eingöngu fyrir fólk á Stór- Reykjavíkursvæðinu og hvort klúbbfélagar úti á landi þurfi að fara suður ef þá langar til að taka þátt í námskeiðum klúbbs- ins, s.s. ljósmynda- og tungu- málanámskeiðum? Ég hef áhuga á þessu og bý úti á landi. Af hverju er ekkert gert fyrir landsbyggðina? Yrði það of kostnaðarsamt eða hvað? Má fá lög að „láni“? Kæri Velvakandi. Ég skrifa út af hljómsveita- keppninni. Hljómsveitin sem kom fram í Stundinni okkar þann 17. febrúar 1985 spilaði tvö lög (eins og aðrar hljómsveitir) en annað lagið (það seinna) var „I Just Called to Say I Love You“ og þess vegna langar mig að spyrja: Fá þeir stig fyrir lag sem er samið af öðrum tónlistarsnill- ingi á borð við Stevie Wonder? Ég held að það sé óréttlátt fyrir aðrar hljómsveitir sem semja lög sín sjálfar. Hilmar Þór 12 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.