Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 27 Mynd 3 Skipting á framkvæmd rannsókna AÐILAR: I I Ranns.st.atv. im Æðri menntast. f 1 Aðrar opinb. stofn. ■■Sjálfseign.st. iBlFyrirtæki 1971 1977 1979 1981 Mynd 4 Hlutdeild rannsókna- og þróunarstarfsemi af vinnsluvirði í atvinnulífl Vinnsluvirði % 6- # Orkuvinnsla -------•Landbúnaður / / / / jr \ Alm. iðnaður \ \ —— Fiskiðnaður \ \ Byggingariðnaður \ V / $ / S / ;/ \ T \ N %— % % 4 L—= 1973 1975 1977 1979 1981 Ár og raunar lítiö eitt lægra en varið er til r og þ í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi, ef rann- sóknir vegna varnarmála eru und- anskildar. Þessi sérkenni okkar rann- sóknakerfis eiga sér vel þekktar og ljósar skýringar: 1. íslensk fyrirtæki eru mannfá og smá og hafa ekki bolmagn til að halda úti eigin rannsóknum, né hafa þau lengst af fundið þörf fyrir sjálfstæða viðleitni til nýsköpunar. Þetta er þó að breytast og hlutur fyrirtækja í rannsóknum fer vaxandi eins og sést af mynd 3. 2. .Mikilvægustu hagsmunir okkar hafa löngum tengst nýt- ingu á auðlindum lands og sjáv- ar og því hefur stórum hluta okkar rannsóknakrafta verið varið í þágu sjávarútvegs, land- búnaðar og orkuvinnslu, eða alls um 47% af öllu rannsókna- fé landsmanna, eins og fram kemur af töflu 2. Jafnframt hafa þær rannsóknir að mestu verið kostaðar af opinberum fjárveitingum. Aðeins 17,6% af rannsóknafé okkar er varið til úrvinnslugreina og af því 11,6% í almennum iðnaði. Tafla 2. Flokkun fjármagns til R&Þ eftir aðalflokkun árið 1981 % Krumvinnsla 47,2 Landbúnaður 14,0 Fiskveiðar 619,0 Orkuvinnsla 14,2 Úrvinnsla 17,6 Fiskiðnaður 3,5 Almennur iðnaður 11,6 Byggingariðnaður 2,5 Ýmis félagsleg viðfangsefni 10,5 Almennar grundvallarrannsóknir 24,7 Samtals 100,0 Þessar aðstæður hafa afdrifarík áhrif fyrir verkefnaval og starfs- hætti íslenskrar rannsóknastarf- semi. Ef litið er á það hlutfall, sem varið er til rannsókna í þágu ein- stakra atvinnugreina sem hlutfall af vinnsluvirði þeirra (sjá mynd 4), sést ljóslega að umtalsverðum fjármunum er varið í þágu fisk- veiða, landbúnaðar og orku- vinnslu, eða svipuðu hlutfalli og í öðrum löndum er varið í iðnaði. Hins vegar er mjög lágu hlutfalli miðað við vinnsluvirði varið til r og þ í þágu almenns iðnaðar, byggingariðnaðar og fiskiðnaðar, þ.e. úrvinnslugreinanna. Vegna þess hve fyrirtæki leggja lítið fé í rannsóknir er veruleg hætta einnig á að ekki sé nægilegt samræmi milli ákvarðana um val á rannsóknaverkefnum og ákvarð- ana um hagnýtingu þeirra, enda eru þessar ákvarðanir þá teknar á ólíkum stöðum með ólík viðhorf að leiðarljósi. Við höfum því mörg dæmi um rannsóknaniðurstöður og þekkingu, sem liggja fyrir, en ekki eru hagnýtt vegna þess að ekki er fyrir hendi þekking eða áhugi i fyrirtækjum eða samspil markaðs- og tækniþekkingar til að koma niðurstöðunum í fram- kvæmd eða nýjum vörutegundum á markað. Þetta dregur því úr getu okkar til að nýta rannsókna- starfsemina til nýsköpunar. Ný- lega höfum við hins vegar séð eft- irtektarverð' dæmi um samstarf, sem tekist hefur- milli fyrirtækja og rannsóknastofnana, þar sem verið er að breyta fyrirliggjandi, jafnvel gömlum rannsóknaniður- stöðum í arðbæra söluvöru með sameiginlegu átaka tækni- og markaðsmanna. Þetta er tilkomið vegna nýrra manna í stjórnunar- stöðum fyrirtækja, sem hafa þekkingu og reynslu til að brúa það bil sem oft vill verða milli tækniþekkingar annars vegar og markaðs- og viðskiptaþekkingar hins vegar. Þetta tel ég eitt merki- legasta og mikilvægasta nýmælið í rannsóknamálum hérlendis á síð- ustu misserum. Annað atriðið í starfsháttum okkar, sem er áhyggjuefni, eru vandkvæðin á því að móta og framkvæma stefnu til lengri tíma. Fyrir tveim árum kynnti Rann- sóknaráð ríkisins langtímaáætlun fyrir rannsóknir í þágu atvinnu- veganna og lagði þar til að rann- sóknastarfsemin yrði efld með hliðsjón af þjóðhagslegum markmiðum og þeim aðstæðum, sem blasa við í megingreinum at- vinnulífsins og skilgreindar höfðu verið í athugunum á vegum ráð- sins. í heildina var gert ráð fyrir 5% aukningu á umsvifum rann- sóknastarfscminnar milli ára á tlmabilinu, en hins vegar tölu- verðum mun á vexti einstakra stofnana með sérstaka áherslu á rannsóknir í þágu úrvinnslu- greina. Rannsóknaráð lagði lang- timaáætlun þessa fyrir stjórnvöld með ályktun, þar sem í meginat- riðum er hvatt til þess að: — mótuð verði starfsskilyrði fyrir atvinnuvegina, sem hvetji til nýjunga og umbóta í atvinnu- lífinu; — rannsóknastofnanir afli eigin tekna í auknum mæli með verkefnum, sem viðskiptavinir greiði fyrir; — rannsóknastofnanir fái aukið sjálfstæði og ábyrgð í rekstrar- legum efnum, m.a. við ráðn- ingu starfsliðs; — aukið verði framlag til sjóða, sem styrkja rannsóknir vöru- og aðferðaþróunar á vegum fyrirtækja og stofnana. Jafnframt vakti ráðið athygli á því að knýjandi nauðsyn væri að leggja grundvöll að nýjum vaxt- arsviðum fyrir atvinnu- og efna- hagsframfarir og aðlaga eldri at- vinnugreinar breyttum skilyrðum. Áætlun þessari var vel tekið af ríkisstjórn. Lagði hún tillögu til þingsályktunar fyrir Alþingi, sem hlaut einróma samþykki vorið 1983, um að áætlun Rannsóknar- áðs skyldi lögð til grundvallar langtímastefnu um málefni rann- sókna í þágu atvinnuveganna. Eft- ir þessari áætlun hafa rannsókna- stofnanir atvinnuveganna í meg- indráttum farið í tillögugerð sinni og starfsáætlúnum undanfarin þrjú ár, en því miður hefur þróun- in í reynd nánast orðið gagnstæð við það, sem áætlunin gerði ráð fyrir. Á mynd 5 er sýnt hvernig þróunin hefur orðið á einstökum sviðum til samanburðar við áætl- unina, sem skilað var haustið 1982. Gagnstætt tillögu Rann- sóknaráðs um að rannsóknastarf- seminni yrði veittur aukinn stuðn- ingur þótt samdráttur yrði á næst- unni í þjóðarbúskapnum hefur rannsóknastarfsemin verið sett undir sömu takmarkanir og önnur starfsemi á vegum ríkisins og hin almenna stefna fjárlagagerðar- innar á því tímabili um að „engir nýir menn skyldu ráðnir og engin ný verkefni tekin upp“ hefur sagt til sin. Að vísu er ekki um eins mikinn raunverulegan samdrátt að ræða og myndin sýnir, þar sem raungildi launa hefur dregist verulega saman og laun eru stór þáttur í heildarkostnaði rann- sóknastofnananna. í besta tilfelli hefur starfsemin þó staðið í stað. Þó þannig hafi fremur dregið mátt úr rannsóknastarfseminni um skeið er mikið talað um nauð- syn nýsköpunar í atvinnuvegunum og nefndar háar tölur um fjár- magn, sem eigi að fara til þeirra hluta. Því miður er það svo, að þau atvinnutækifæri, sem menn tala mest um, t.d. á sviði líftækni og fiskeldis, eru að miklu leyti ennþá óundirbyggð að því er rannsóknir varðar og hafa þegar orðið af því stófelld skakkaföll. Ég óttast að á næsta leiti sé alda fjárfestinga í fiskeldi, sem að miklu leyti verði byggð á sandi, því að þeir þættir sem arðsamt matfiskeldi þarf að byggjast á hér á landi, eru enn að miklu leyti órannsakaðir og hvergi hefur ennþá verið sýnt fram á hvernig reka eigi fiskeldi í heild frá klaki til markaðar þannig að rekstraröryggi verði tryggt. Sú stýring á vaxtarferli laxins með aðstoð jarðhita, sem hér er reikn- að með, er flókið og mjög vanda- samt mál. Svipuðu máli gildir um líftækn- ina. Rannsóknir á því sviði eru nú rétt að byrja, þótt mikið sé um hana talað. Nýlega var lögð fyrir fjárveitinganefnd samhæfð áætl- un fjögurra rannsóknastofnana um átak á þessu sviði, sem kosta myndi um 16,5 m.kr. á þessu ári og væri fyrsta alvöruskrefið i þessu efni. Þessi samstarfsáætlun er út af fyrir sig merkilegt nýmæli í starfsháttum íslenskra stofnana, en beiðninni var þó ekki sinnt við afgreiðslu fjárlaga, en vísað á það fjármagn, sem ætlað er að fari til nýsköpunar í atvinnulífi og á að afla að fenginni heimild í lánsfjár- lögum. Nýlega hefur verið tilkynnt að ríkisstjórnin hafi samþykkt að veita 50 m.kr. af þessu fé til rann- sókna- og þróunarverkefna eftir umsóknum þar um. Var fram- kvæmdanefnd Rannsóknaráðs ríkisins falið að gera tillögur um hvernig staðið skyldi að ráðstöfun þessara fjármuna og hefur nefnd- in nýlega sent menntamálaráð- herra tillögur sínar þar um. Ef að framkvæmd þeirrar ákvörðunar verður, þá tel ég það mikilvægasta skref síðari ára til að efla rann- sóknastarfsemina i landinu og kemur að verulegu leyti á móts við þær stefnutillögur, sem Rann- sóknaráð hefur gert á undanförn- um árum. Þessu fjármagni má án efa beita til þess að hveta mjög til rannsókna og þróunar á nýjum og áhugaverðum sviðum og um leið hvetja samstarf milli stofnana innbyrðis og milli stofnana og at- vinnufyrirtækja. Ganga tillögur framkvæmdanefndar Rannsókna- ráðs um málsmeðferð einmitt í þá átt. Hvað er framundan? í því samfélagi smáfyrirtækja og smástofnana, sem hér rikir, og vegna þeirra fjölþættu verkefna, sem sjálfstætt þjóðfélag þarf að fást við, er okkur mikilvægara en flestum öðrum að leita okkar eigin aðferða til að samhæfa kraftana og ná a.m.k. hluta af þeim styrk sem aðrir fá af stærð sinni. Ég visa aftur til þess sem ég sagði hér á undan um forsendur samkeppn- ishæfni í nútima tækniþjóðfélagi, þar sem álit færustu manna er að hinn mannlegi þáttur, hæfileiki til aðlögunar, góð menntun og fram- ar öllu góð stjórnun á flóknu sam- spili tækni, fjármagns og markað- ar.verði ráðandi. í þessu sambandi vil ég nefna nökkur atriöi, sem ég held að skipti miklu í þróun okkar samfé- lags á komandi árum: 1. Koma þarf á nýrri tegund sam- skipta milli samtaka atvinnu- lífsins og þess opinbera er byggjast á samvinnu um markvissa sókn eftir aukinni framleiðslu og framleiðni í þjóðfélaginu. Slík samvinna getur aðeins grundvallast á samkomulagi um réttláta skiptingu þess afraksturs, sem verða kann af aukinni fram- leiðni og framleiðslu. Það er mál til komið að hætt verið að rífast um skiptingu á minnk- andi köku, og að atorka manna fari í þaö að auka það sem til skiptanna er. 2. Breyta þarf tímaviðmiðun ákvarðana í þjóðfélagi okkar þannig að horft sé fram á við, sett skýr og skiljanleg markmið og kraftarnir sameinaðir að því að vinna að slíkum markmið- um. Hverfa þarf frá hugsunar- hætti veiðimannasamfélagsins, þar sem beðið er eftir uppgripa- afla og skjótfengnum gróða og hlaupið í vanhugsaðar fjárfest- ingar. í stað þess verði tekin upp vinnubrögð ræktunar- mannsins, þar sem natni, vinnusemi og skipulögð upp- bygging er í fyrirrúmi, sem byggir á rökstuddri von um uppskeru í samræmi við sán- ingu. 3. Þar sem íslensk fyrirtæki hafa að jafnaði ekki möguleika á að stunda sjálf rannsóknir og hafa á sínum vegum sérmenntað starfslið til þeirra verka, er nauðsynlegt að finna okkar eig- in leiðir til að gera stofnanirn- ar að nokkurs konar rannsókn- ar- og þróunardeilum íslenskra fyrirtækja. Enginn vafi er á því að íslenskar rannsóknir húa orðið yfir þekkingu, sem hægt væri að nýta betur en nú er gert, ef nánari samvinna tækist við fyrirtækin. Til þess að þetta megi verða þurfa fyrirtækin og stjórnend- ur þeirra að geta veitt hæfa, markaðslega og viöskiptalega forustu, m.a með leiðbeiningum I vali á ábatavænlegum rann- sóknarverkefnum, útvegun á fjármagni til þeirra og forustu um skjóta hagnýtingu niður- staðna og markaðsfærslu á nýj- um eða endurbættum afurðum. Á móti verða stofnanir að beita þekkingarmætti sínum fyrir vagn fyrirtækjanna og sýna í því sambandi aukinn sveigianleika við val á verkefn- um. I því efni er tímabært að draga úr áherslu á hina ströngu atvinnuvegaskiptingu stofnana. Líta þarf fremur á þær sem miðstöðvar þekkingar, færni og aðstöðu til rannsókna á ýmsum sviðum, sem síðan má beita í mismunandi samhengi við lausn áhugaverðra verkefna án tillits til atvinnuvegaskipt- ingar. 4. Stjórnvöld þurfa að sínu leyti að skapa umhverfi sem er hlið- hollt nýsköpun, þar sem sáð er fyrir réttri hvatningu til fyrir- tækja og til einstaklinga. Mikil- vægur þáttur þar í er heilbrigð samkeppni og möguleiki á umb- un fyrir árangur. Skapa þarf samstilltan vilja til að mynda samkeppnishæft þjóð- félag. Leggja þarf miklu meiri rækt en verið hefur við hinn mannlega þátt þróunarinnar, svo og bætt vinnubrögð í stjórnun. Ég veit að af hálfu rannsókna- stofnana er mikill áhugi á því að taka þátt í þessu starfi. Rann- sóknaráð hefur raunar reynt að vekja hann með athugunum sínum á þróun megingreina atvinnulífs- ins og með þeirri stefnu, sem boð- uð er í langtímaáætlun ráðsins. Ef til vill fæst nú einmitt hljóm- grunnur fyrir sumt af því sem þar er boðað. Verði af því er ég ekki í vafa um að framlag rannsókna- stofnana til uppbyggingar í at- vinnulífinu gæti stóraukist frá því sem nú er og það stuðlað að bættri alþjóðlegri samkeppnishæfni ís- lenskra atvinnuvega í framtiðinni. Dr. Yilbjálmur Lúðvíksson er fram kvæmdástjóri Rannsóknaráés ríkÍBÍmá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.