Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985
Skúlptúr úr leir
Myndlist
Valtýr Pétursson
Kristjana Samper (frú Balthas-
ar) er með sína fyrstu einkasýn-
ingu í vestursal Kjarvalsstaöa.
Hún hefur þar 24 skúlptúra er hún
hefur unnið í leir og ef ég veit rétt
er slíkt mjög sjaldgæft hér á
landi. Vinnubrögð við slíka mynd-
gerð voru rækilega kynnt í Lesbók
og fer ég því ekki nánar út í þá
sálma.
Þessi sýning Kristjönu kemur
manni svolítið á óvart, fyrst og
fremst vegna þess hve heilsteypt-
an svip þessi unga listakona hefur
þegar öðlast á ekki lengri ferli.
Þeim er ekki fisjað saman kvinn-
unum úr Grímsnesinu, sagði einn
kunningi minn við mig, er hann
hafði séð verk Kristjönu og sam-
sinnti ég á stundinni. Það eru góð
vinnubrögð hjá þriggja barna
móður og húsmóður á erilsömu
heimili, sem speglast í því, sem
Kristjana sýnir. Hér er á ferð ein
af þrem sýningum á skúlptúr, sem
sett hafa verulegan svip á listalíf
borgarinnar um þessar mundir.
Það er mikið hugmyndaflug í
þessum verkum Kristjönu og þau
eru öll vel unnin. Tækni hennar
við leirinn er skemmtileg og djörf
og hvergi slegið á billega strengi,
nema ef svo mætti segja um eitt
eða tvö verk, sem mér finnst tæp-
ast falla að öðru ágætu á þessari
sýningu. Ég fæ nefnilega ekki skil-
ið jólatrésskrautið í hjartalíki,
sem dinglar inn í opnum manns-
líkama og heldur ekki hvað kaktus
er þar að gera. En verk eins og
Búkona og Hársmey sýna ótvírætt
hve miklum plastískum þroska
listakonan býr yfir. Fleiri ágætis
verk væri hægt að minnast á hér,
en upptalningar eru heldur leið-
inlegar, svo að ekki verður meira
tínt til.
Heildarsvipur þessarar sýn-
ingar er persónulegur og vitnar
um mjög vönduð vinnubrögð, svo
vönduð, að á stundum virðist
formið verða fyrir hnjaski af þess
völdum, en vonandi á Kristjana
eftir að þroskast enn meira í þá
átt að ná enn meiri og betri fyll-
ingu í plastík þeirri, sem við blasir
á þessari sýningu. Sýning Krist-
jönu er afar ólík sýningu Páls
Guðmundssonar undir sama þaki,
en þrátt fyrir andstæðurnar eiga
þessar sýningar það sameiginlegt
að vera brautryðjandi hvor á sinn
hátt og sýnir það glöggt hver
breidd er hér að færast i íslenskan
skúlptúr.
Mjög vönduð og fallega gerð
sýningarskrá er með þessari sýn-
ingu Kristjönu og er allt mjög
vandað þar i sveit. í fáum orðum
er þessi sýning mjög forvitnileg og
ánægjuleg í alla staði, og ég vil svo
óska til liamingju með sýninguna
og vonast til að framhaldið verði i
þeim anda, sem yfir þessari sýn-
ingu svífur.
Mannlegt sjónarmið
Á Kjarvalsstöðum er nú sýning
á ljósmyndum eftir hina heims-
frægu Margaret Bourke-White, en
hún var ein þekktasta kona á sínu
sviði meðan hennar naut við. Það
má víst með sanni segja, að hún
hafi verið alls staðar nálæg, þar
sem hlutirnir skeðu í heimsbyggð-
inni á vissu tímabili þessarar ald-
ar. Hún var starfandi við hið
ágæta blað Life og tók þá mynd er
prýddi forsíðuna á fyrsta tölublaði
þess. Hún varð snemma fræg fyrir
myndir sínar af þungaiðnaðinum í
Bandaríkjunum og einnig fór hún
til Rússlands um 1930 og aftur
1941 og eru myndir á sýningunni
frá þessum ferðalögum. 1936 tók
hún feikna góðar myndir af lífinu
í Suðurríkjunum í Bandaríkjunum
og sýndi örbirgðina, sem þar réð
ríkjum á þeim tímum. í Tékkósló-
vakíu var hún 1938 eða um það bil
er Adolf Hitler var að leggja það
fagra land undir ofbeldi nasista.
Að seinni heimsstyrjöld lokinni
var hún á Ítalíu og festi á filmu
hvað sú þjóð kannaðist lítið við
Signor Mussolini og einnig tók
hún myndir af Þjóðverjum er
hvergi komu nærri harmleiknum
fyrir 1945. Allt þetta sjá menn á
veggjum Kjarvalsstaða og meira
til.
Sagt er, að Margaret Bourke-
White hafi haft svo mikinn yndis-
þokka, að hún hafi verið ómót-
stæðileg mörgum herramannin-
um. Meira að segja Gandhi var
snortinn af töfrum hennar og
þannig komst hún oft á tíðum
lengra með linsur sínar en aðrir
ljósmyndarar. Hún var á Indlandi
1946—48, og er úrval af þeim verk-
um, sem þá urðu til, á þessari sýn-
ingu. 1950 er hún í Suður-Afríku
og úr þeirri reisu er sú mynd, sem
fylgir þessum línum. Svo kemur
Kórea 1952 og allt er þeirri trage-
díu fylgdi. Loksins má svo nefna
tuttugu ára feril i heimalandi
ljósmyndarans frá 1934 til 1954.
Af þessu má ráða, að það er mikið
að ákoða á þessari sýningu og allt
eru þetta úrvalsmyndir, valdar úr
miklum fjölda. Þetta er farand-
sýning, sem þegar hefur verið
sýnd viða og á eflaust eftir að fara
á enn fleiri staði. Það er vissulega
öruggt, að Bandaríkjamenn hafa
vandað mikið til þessa úrvals og
njótum við góðs af. Það er ómögu-
legt að benda á einstök verk á
þessari sýningu. Hver og einn
verður að finna sér það sem hann
vill sjá og skoða af þeim rúmlega
hundrað verkum, er þarna eru til
sýnis.
Það eru Ljósmyndasafnið,
Menningarstofnun Bandaríkjanna
og Kjarvalsstaðir sem standa að
þessum viðburði og hafi allir aðil-
ar miklar þakkir fyrir að sýna svo
merkilega sýningu hér i Reykja-
vík. Að lokum vil ég skora á fólk
að sjá alla þessa atburði aldarinn-
ar á ljósmyndum Margretar
Bourke-White. Þær eru þess virði.