Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 Friðrik Sophusson: Hillír undir frjálst útvarp Annarri umræðu um stjórnarfrumvarp til nýrra útvarpslaga, sem hófst í neðri deild Alþingis sl. mánudag, var fram haldið í gær með því að Hjörleifur Guttormsson (Abl.) hélt áfram ræðu sinni, sem hann gerði hlé á er þingdeild- arfundi lauk sl. mánudag. Engar auglýsingar HJöRLEIFUR GUTTORMS- SOH (Abl.) sagði Alþýðubandalag- ið leggja höfuðáherzlu á þrennt: 1) að styrkja stöðu Ríkisútvarpsins, 2) að dreifikerfi útvarpsstöðva verði í opinberri eigu og 3) að eng- ar viðskiptaauglýsingar verði leyfðar í nýjum stöðvum. Talsmenn auglýsinga bæru tvennt fyrir sig: annars vegar að þær væru nauðsylegar til að tryggja rekstrargrundvöll stöðv- anna, hins vegar að þær yrðu skattstofn fyrir sérstakan sjóð til að styrkja innlenda dagskrárgerð. Hvort tveggja væri fyrirsláttur afla, sem „hafi ákveðið að selja skrattanum ömmu sína“. Tals- menn auglýsinga vildu tryggja áhrif gróðaafla. Eins væri hægt að fara fram á það að rjúfa sýningar í Þjóðleikhúsi til að koma þar að auglýsingum, t.d; fyrir ísfilm. Þá gagnrýndi Hjörleifur bæði tillögur stjórnarliða og Jóns Bald- vins Hannibalssonar um lögfest- ingu útvarps á vegum varnarliðs- ins. Alþýðubandalagið væri ekki líklegt til að styðja slíkan gjörn- ing. Breytingartillaga frá varaform- anni Sjálfstæðisflokksins, m.a. um auglýsingar, bæri ekki vott um rnikla festu í samkomulagi stjórn- arflokkanna. Fjarskiptareglugerð væntanleg MATTHÍAS BJARNASON, samgönguráðherra, svaraði fyrir- spurnum, sem til hans var beint í fyrri hluta umræðunnar varðandi eignarhald á dreifikerfum út- varps, með kapli eða þráðlaust, og til sendivirkja eins og endurvarps- stöðva. Ráðherrann sagði að þegar um væri að ræða kerfi, sem þjóna muni mörgum kynslóðum, væri að sínum dóm bezt að þau væru í opinberri eigu, til að gera öllum jafnt undir höfði. Þó kæmi til álita að þessi kerfi væru að einhverju eða öllu leyti í eigu sveitarfélaga. Ráðherra kvað lög um fjarskipti tæplega árs gömul. Unnið væri að gerð reglugerðar, byggðri á fjar- skiptalögum, sem hefði dregizt, enda málið flókið. Strax og sú reglugerð liggur fyrir verður hafin endurskoðun laganna. Frumvarp til breytinga kemur þó ekki fram á þessu þingi en líklega einhvern tíma næsta þings. Hillir undir frjálst útvarp FRIÐRIK SOPHUSSON (S) sagði hilla undir frjálst útvarp með því frumvarpi, sem nú væri rætt. Hann rakti aðdraganda málsins og frumkvæði Guðmund- ar H. Garðarssonar, sem fyrstur hefði lagt fram frumvarp um þetta efni. Friðrik kvaðst þó held- ur hefði kosið frumvarpið í öðrum búningi nú. Að sínu mati hefði út- varpsréttarnefnd átt að vera emb- ættismannanefnd, skipuð en ekki kjörin af þingi, og með takmörkuð völd. Sá aðili, sem mestu ætti að ráða um svæðisbundna útvarps- stöð, væri viðkomandi sveitar- stjórn. Það sem til bóta horfði er að nú væri gert ráð fyrir að heimila út- varp einkastöðva á miðbylgju, auk FM. Ennfremur að útvarpsstöðvar mættu eiga þau tæki, sem þau reka til rekstrarins. Ef hins vegar eigi að tryggja hvort tveggja, næga samkeppni á þessum sviðum og nægt framboð efnis, er geri fólki kleift að velja og hafna, þurfi að tryggja fjár- magnsforsendur, m.a. með auglýs- ingatekjum. Þess vegna flytji hann tillögu þar um, í heimildar- formi, þann veg að þeim, sem af „hugsjónaástæðum" vildu reka út- varp án auglýsinga, væri það frjálst, að uppfylltum öðrum skil- yrðum. Ör tækniþróun gerði fólki senn kleift, bæði hér og annars staðar, að fylgjast með sendingum um gervihnetti, þar sem auglýs- ingar væru fastur dagskrárliður, og eðlilegt væri að innlendar stöðvar sætu við sama borð og er- lendar í þessu efni. Augiýsinga- bann á Norðurlöndum væri sett til Sextíu og þrjár milljónir í vegagerð undir Ólafsvíkurenni Matthías Bjarnason, samgöngumálaráðherra, svaraði nýlega á þingi fyrir- spurn frá Skúla Alexanderssyni um kostnað við gerð vegar undir Olafsvíkur- enni. Ráðherra sagði m.a.: 1. Heildarkostnaður við gerð vegar undir Ólafsvíkurenni var áætlaður af Vegagerð ríkisins 93,7 m. kr. Sá áfangi, sem boðinn var út, átti að kosta 69,5 m.kr. skv. sömu áætlun. 2. Tilboð Hagvirkis hf. í þann áfanga var 36,8 m.kr. 3a. Svo sem fyrr var getið var þegar við gerð verksamnings bætt við verkið einingarverði tilboðs, og var upphæð verksamnings við Hagvirki hf. 4(),3 m.kr. Kostnaðar- áætlun fyrir sama áfanga var 75,5 m.kr. 3b. Hækkun á verksamningi vegna magnbreytinga, breyttra forsenda í klapparskurði og ann- arra ófyrirséðra atriða var 1,1 m.kr. eða 2,7% af samningsupp- hæð. Heildarkostnaður við útboð- inn verkáfanga varð því 41,4 m.kr. 3c. Kostnaður við að ljúka vega- gerð og leggja bundið slitlag varð 2,0 m.kr. og önnuðust Hagvirki hf. og Völur hf. þau verk. 3d. Kostnaður Vegagerðar ríkis- ins vegna hönnunar, stjórnar o.þ.h. varð 4,9 m kr. 3e. Kostnaður við aðkeypt eftir- lit varð 2,4 m.kr. 3f. Aðrir kostnaðarþættir en þegar eru taldir eru einkum tveir, þ.e. tilraunavinnsla árið 1982 9,2 m.kr. og efniskaup ásamt nokkr- um frágangsverkefnum 2,9 m.kr. Alls nema þessir kostnaðar- þættir því 12,2 m.kr. og annaðist Vegagerð ríkisins þá. Heildarkostnaður við vegagerð undir Ólafsvíkurenni á verðlagi í mars 1983 varð því 62,9 m.kr. Hjörleifur Guttormsson verndar dagblöðum á auglýs- ingamarkaði, sem sum hver stæðu höllum fæti, en væri nú til endur- skoðunar. Viðhorf Alþýðubandalagsins kemur hins vegar ekki á óvart. Það vill takmarka allt frelsi. Tvö frumvörp til útvarpslaga GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR (Kvl.) minnti á að Kvennalistinn hefði lagt fram eigin frumvarp til útvarpslaga. Kvennalistinn legði megináherzlu á að styðja einka- rétt Ríkiútvarpsins, en væri fylgj- andi landshlutaútvarpi og fleiri rásum. Gerði hún í ítarlegu máli grein fyrir efnisatriðum frum- Guðrún Agnarsdóttir varpsins, sem áður hafa verið rak- in hér á þingsíðu Morgunblaðsins, m.a. í frásögn af umræðum um það í efri deild Alþingis. Guðrún lagði einkum áherzlu á tvo þætti: annars vegar menning- arlegt efni og vemdun íslenzkrar tungu, hins vegar það að virða raunverulegt lýðræði, og taldi RÚV betur þjóna því en það sem hún kallaði „einokun fjármagns- ins í fjölmiðlaheiminum". Það ætti ekki að færa „lögmál dag- blaðarekstrarins" yfir á útvarps- reksturinn. Hún gagnrýndi og vinnubrögð varðandi þetta stjórnarfrumvarp, sem reynt hafi verið að knýja í gegnum þingið á óeðlilega skömm- um tíma. Friðrik Sophusson Matthías Bjarnason Meiri hluti fjárhagsnefndar: „Taka þarf dagvistar- málum rækilegt tak“ Frumvarpi vísað til ríkisstjórnar Frumvarpi Sigríðar Dúnu Krist- mundsdóttur (Kvl.) þessefnis að ákveðnu hlutfalli ríkisútgjalda verði varið til dagvistarmála gegn sam- bærilegu framlagi sveitarfélaga var í gær vísað til ríkisstjórnarinnar, sam- kvæmt tillögu fulltrúa stjórnarflokk- anna í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar. Meiri hluti nefndarinn- ar, sem Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Jón Kristjánsson (F), Valdimar Indriðason (S) og Egill Jónasson (S) skipuðu, skiluðu svohljóðandi nefnd- aráliti um málið: „Meirihluti nefndarinnar telur að taka þurfi dagvistarmálum barna rækilega tak og fylgjast vel með þeirri þörf sem er fyrir hendi í þjóðfélaginu á þessu sviði. Meiri- hlutinn er hins vegar ósammála flm. um að lögbinda skuli framlög til þessara verkefna með þeim hætti sem lagt er til í 1. gr. frum- varpsins og telur varhugavert að ganga lengra en orðið er á þeirri braut að marka tekjustofna ríkis- ins til ákveðinna verkefna. Ákvörðun um framlög ríkisins hverju sinni á að vera í höndum fjárveitingavaldsins og sé þá tekið mið af þeirri þörf sem fyrir hendi er. Á það skal sérstaklega bent í þessu sambandi að ríki og sveit- arfélög kosta byggingu dagheimila sameiginlega og er hlutdeild hvors aðila um sig í kostnaði 50%. óeðli- legt er að löggjafarvaldið bindi hendur sveitarfélaganna með þessum hætti enda kemur sú af- staða fram í umsögn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um frum- varpið. Meirihluti nefndarinnar tekur undir meginmarkmið frumvarps- ins að dagvistarmálum barna sé tekið tak sem miði að því að full- nægja þörf fyrir dagvistarrými og leggur til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Sparnaður í skólakerfinu: Kennslumagn l,5%minna Hjörleifur Guttormsson (Abl.) bar fram eftirfarandi spurningu til Kagnhildar Helgadóttur, mennta- málaráðherra, fyrir skemmstu: „• Hvernig hefur fyrirmælum menntamálaráðherra um 2,5% niður- skurð á kennslukostnaði í grunn- skólum og framhaldsskólum á árinu 1984 verið framfylgt í heild og sund- urliðað eftir skólahverfum?" Svar ráðherra: „Heildarkennslumagn í grunnskólum skólaárið 1984—1985 er 1,5% minna en skólaárið á und- an, þ.e. 1983—1984. Sparnaðurinn skiptist á eftir- _ farandi hátt eftir fræðsluumdæm- um (miðað er við kenndar stundir á viku): 1983—84I9H4—«5 % Reykjavík 19.580 19.605 Reykjanes 16.083 15.837 1,5 Vesturland 5.359 5.225 2,5 Vestfirðir 4.006 3.906 2,5 Norðurl. vestra 4.515 4.471 1,0 Norðurl. eystra 8.264 8.037 2,7 Austurland 5.104 4.995 2,1 3,2 Suðurland 7.116 6.888 Um sundurliðun eftir skóla- hverfum vísast til meðfylgjandi yfirlita frá fræðsluskrifstofum. Þótt tekist hafi að ná þessum sparnaði merkir það ekki að hver nemandi fái minni kennslu en áð- ur heldur náðist hagræðing, t.d. með því að sameina fámennar bekkjardeildir. Skýrir þetta einnig hvers vegna erfiðara reyndist að spara í Reykjavík þar sem bekkj- ardeildir voru þegar það fjöl- mennar að slíkt svigrúm var ekki fyrir hendi. í framhaldsskólum hefur kennslumagn á viku aukist milli skólaáranna 1983—1984 og 1984—1985 um 4,4% en það stafar af fjölgun nemenda eins og fram kemur af meðfylgjandi greinar- gerð og yfirliti yfir nemendafjölda og kennslumagn. Samkvæmt ákvörðun mennta- málaráðherra var sparnaðarvið- leitni í skólakerfinu miðuð við hagræðingaraðgerðir sem unnt væri að framkvæma án þess að dregið væri úr þeirri fræðslu sem skólum ber að láta hverjum og einum nemanda í té.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.