Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 Sigurkarl Fjólar Ólafsson - Minning Fæddur 2. ágúst 1954 Dáinn 20. febrúar 1985 Aðfaranótt 20. þ.m. lést í Land- spítalanum frændi minn, Sigur- karl Fjólar Ólafsson, til heimilis á Kópavogsbraut 105 . Foreldrar hans voru Karólína Fjóla Val- geirsdóttir og ólafur Jens Péturs- son. Skammt naut hann móður sinnar, hún varð bráðkvödd á sjöunda degi frá fæðingu hans. Var honum komið í fóstur hjá hjónunum Helgu Helgadóttur og Sveinbirni Breiðfjörð Péturssyni fóðurbróður hans. Engan grunaði þá annað en að þroski hans mundi verða með eðlilegum hætti, en það fór á annan veg. Hann var í viss- um skilningi barn til hinstu stundar. Vandi foreldra er mikill, en hvað þá þegar saman fer fóst- urbarn og mikil fötlun. Fötlun frænda míns var svo mikil að hann gat aldrei unnið fyrir sínu lífsviðurværi. Það kom í hlut fóst- urforeldra hans að sjá fyrir hon- um alla hans ævi. Það var mikil gæfa að hann skyldi lenda hjá þeim mannkostamanneskjum, sem þau Helga og Sveinbjörn eru. Allt gerðu þau fyrir hann til að gera honum lífið bærilegt. Það kom f hlut Helgu að hjúkra honum daglega, því hann þurfti mikillar umönnunar við og Sveinbjörn, ekki var hans hlutur minni. Sem dæmi skulu nefnd þrjú ferðalög, sem ég man að hann fór með hann í. Eitt sumar þegar hann vann um borð í ms. Gullfossi bauð hann Fjólari í siglingu. Annað sumar þegar báðir bræður hans voru er- lendis, þá gat hann ekki hugsað sér að Fjólar færi varhluta af ferðalögum og þeir brugðu sér dagsferð til Grænlands. Sumarið 1983 fóru þeir til Noregs svo hann gæti hitt bróður sinn, Helga, sem dvelur þar. Þetta þykir kannski óþarfa upptalning, en fyrir þá sem til þekkja var þetta ómetanlegt. Tvö áhugamál átti hann, sem gerðu honum kleift að lifa fjöl- breytilegra lífi. Það var frí- merkjasöfnun og íþróttir. Þegar frændi minn fékk áhuga á ein- hverju, þá var ekki slegið slöku við. Það var ekki nóg að safna fyrir sig, heldur einnig fyrir bræð- ur sina og systurson. Þegar fyrsta- dagsumslög komu út var nóg að gera á Kópavogsbraut 105. Kom- ast sem fyrst niður á pósthús að ná í umslög og merki, láta mömmu líma þau á, svo farið til Hrannar, hún sá um vélritun. Fyrir áhuga hans á þessu, komst hann í kynni við fólk sem reyndist honum vel. Til marks um það þegar ég kom til hans á sjúkrahús síðustu helgina er hann lifði, þá sýndi hann mér kort sem nokkrir félagar í Félagi fsl. frfmerkjasafnara höfðu sent honum á sjúkrahúsið. Þá var það Iþróttafélag lamaðra og fatlaðra. Eg held að það hafi verið Helgi bróðir hans, sem mest hafi átt þátt í að hann komst í kynni við þann félagsskap. Þar æfði hann lyftingar af miklum áhuga og margir voru verðlaunapeningarnir áður en yfir lauk. Sfðastliðið sumar er hann varð þrftugur héldu foreldrar hans honum veg- legt hóf. Meðal vina hans voru þarna nokkrir frá íþróttafélaginu. Þeir færðu honum forkunnarfagr- an bókahníf, sem einn félaginn hafði smfðað. Og ekki var minna um vert þegar formaður félagsins færði honum disk með merki fé- lagsins ásamt snjallri ræðu, sem yljaði manni um hjartarætur. Ýmsa aðra mætti nefna sem reyndust honum góðir, sem ég kann ekki skil á. Ollu þessu fólki þakka ég innilega fyrir þann styrk og stuðning sem það veitti honum. En hæst ber þó fjölskyldu hans, pabba, mömmu og systkinin þrjú, Hrönn, Helga og Héðin, mág hans, Nikulás Magnússon, og frænd- systkinin Sveinbjörn og Brynhildi. 011 reyndu þau að hjálpa honum, hvert með sínum hætti. Ekkert orð sem um er vert á ég til sem gæti lýst þakklæti mínu til þessar- ar fjölskyldu. Ég á þá ósk heitasta að þeim megi öllum vegna vel. Að leiðarlokum vil ég segja þetta. Vissulega var sárt að sjá frænda svo illa farinn, en hann fór vammlaus af þessum heimi. Lán hans var að hann eignaðist góða fjölskyldu. Blessuð sé minning hans. GV „Margs er að minnast margt er hér að þakka; guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna; guð þerri trega-tárin stríð.“ (Vald. Briem) í dag verður jarðsunginn bróðir okkar Sigurkarl Fjólar Ólafsson sem andaðist miðvikudaginn 20. febrúar sfðastliðinn, og er okkur harmur í huga. Fullu nafni hét hann Sigurkarl Fjólar ólafsson, nafn það fékk hann við kistu móður sinnar en hún lést þegar hann var sex daga gamall og tóku foreldrar okkar hann að sér þegar hann var ellefu daga gamall og reyndist hann okkur sem sannur bróðir. Við þökkum honum fyrir allar þær samverustundir sem við áttum með honum á hans lifsleið. Fjólar var okkur systkinunum sannur leikfélagi þvi hann hafði ávallt vökul augu með okkur og passaði hann okkur á sinn óeig- ingjarna hátt og var hann okkur alltaf sem bróðir, félagi og vinur. Hann gaf okkur svo mikið og svo ómetanlegt. Viðmót hans var blandið hlýju f garð okkar og bar hann ávallt hag okkar fyrir brjósti. Hann gekk ekki heill til skógar og þurfti hann stundum að fara f sjúkrahús vegna veikinda. í návist hans leið okkur vel því frá honum streymdi góðvild og lífs- gleði til allra þrátt fyrir líkamlega erfiðleika hans frá æsku. Hann var mikill starfsmaður miðað við þá lfkamlegu getu sem hann hafði og kom það best i ljós i ákafa hans og dugnaði við æfingar hjá íþróttafélagi fatlaðra og vann hann til margra verðlauna fyrir afrek í lyftingum. Með atorku og viljastyrk kom hann með verð- launapeninga heim einn af öðrum og gladdi það okkur mjög að sjá hvernig lífsgleðin geislaði frá hon- um þrátt fyrir fötlun hans. Fleiri áhugamál hafði hann eins og t.d. frímerkjasöfnun. ótaldar stundir vann hann að frímerkja- söfnun sér til dægrastyttingar og hafði hann góða þekkingu og kunnáttu í sambandi við frímerki. Fjólar var virkur félagi í Félagi frímerkjasafnara og átti hann ótaldar gleðistundir á fundum hjá félaginu. Þekking hans á frímerkj- um var svo mikil að við systkinin áttum fullt í fangi með að taka þátt í vinnugleði hans við frí- merkjasöfnun. Fyrir hönd bróður okkar Fjólars viljum við þakka félögum í íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og félögum i Félagi frímerkjasafn- ara gleðistundir honum veittar sem voru ómetanlegar stundir í lífi hans. Einnig þökkum við hin- um fjölmörgu vinum hans sem veittu honum stuðning og ánægju- stundir í lífi hans. En nú stöndum við hljóð og hnípin við brottför bróður, vinar og félaga, félaga sem við dáðum og elskuðum. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt." (Vald. Briem) Hrönn, Helgi og Héðinn Það er jafnan sem kaldur gustur fari um sálina þegar maður fréttir að dauðinn hafi kvatt dyra í ná- grenni manns. Svo fór mér þegar ég frétti látið hans Fjólars heitins, þó var heilsu hans þannig háttað að dauðinn var bezta lausnin. Það var fyrir 12 árum að ég hóf vinnu í Veizlustöð Kópavogs, sem aðeins átti að vera skamman tíma, en varð upphaf að meira en ára- tugar vináttu okkar hjónanna og fjölskyldunnar á Kópavogsbraut 105. Þá var Fjólar fóstursonur hjónanna 18 ára gamall og var þvl aðeins liðlega 30 ára er hann lést, en hann hafði aldrei notið lífsins í þess orðs merkingu. í bernsku hafði hann tekið þann sjúkdóm, sem læknavísindin réðu ekkert við, sjúkdóm sem hagaði sér þann- ig að ellin sótti hann heim langt fyrir aldur fram. En Fjólar var góð sál, sem gat glaðst yfir litlu. Þökk sé honum fyrir heimsóknirnar til mín. Hve hann var glaður að geta sýnt mér frimerkjabókina sína og ekki síst ef bæst hafði gamalt frímerki í einhverja eyðuna. Eða er hann gat tekið þátt í lyftingum hjá lömuð- um og fötluðum og náði að vinna fallegan verðlaunapening. Þá var hann nú ákveðinn í að bæta við sig. En allt hefur sín takmörk. Þegar Fjólar kom síðast og hafði verið í meðhöndlun á stofnun kvartaði hann ekki, en sagði bara: „Heima er alltaf best.“ Ég vissi að hann kunni að meta sina ágætu fósturforeldra og sín kæru fóst- ursystkini, sem hafa tekið út auk- inn þroska af samverunni við hann. Við sem trúum á annað líf lifum í vissunni um að hann eigi greið- færari leið að loknu þessu lifi. Blessuð sé minning Fjólars. Margrét Sigtryggsdóttir í dag kveðjum við kæran vin, Sigurkarl Fjólar Ólafsson. Of skamma stund fengum við að njóta samvista við þennan ljúfa dreng. Fjólar gekk í íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík fáum árum eftir að það var stofnað. Fjólar varð strax áhugasamur þátttakandi i lyftingum og boccía, þó lyftingar væru hans aðalgrein, á þær lagði hann svo mikla ástundun að oftast var hann mættur fyrstur allra og jafnvel búinn að stilla upp tækjum og tól- um þegar aðrir mættu og þær voru ekki margar æfingarnar sem hann lét sig vanta á, hefur hann án efa verið mætingakóngur öll árin sem við nutum samvistar hans. Fjólar var einstaklega glað- lyndur, samviskusamur og dreng- lyndur og margar ánægjustundir áttu við með honum í ferðalögum, á mótum og á æfingum og dáð- umst að þolinmæði hans og léttri lund. Sl. haust áttum við ógleyman- lega stund i þrítugsafmæli hans á Kópavogsbraut 105, hjá ágætum fósturforeldrum hans sem reynd- ust honum sem bestu foreldrar. íþróttafélag fatlaðra í Reykja- vík á sér kjörorð; „Að vera þátt- takandi er stærsti sigurinn". Óll þátttaka Fjólars i félaginu var eins og hann hefði það sífellt í huga. Að lokum þökkum við okkar kæra vini fyrir allar samveru- stundirnar og vottum ástvinum hans okkar dýpstu samúð. Félagar í lyftingadeild Iþrótta- félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni. Viötalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík I I Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viðtals í Valhöll, ' Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum í borgarbúum boðið aö notfæra sér viötalstíma þessa. || Laugardaginn 2. mara varða til viötala Sigurjón Fjeldatad lormaður veituatotnana og atrætiavagna Reykjavíkur og i atjóm launanetndar aveitarté- laga og Anna K. Jónedóttir I atjórn télagamála- og hail- brigðiaréöa Raykjavíkurborg- PSORIASIS- SJÚKLINGAR Ákveðið er aö stofna til 2ja hópferöa fyrir psoriasissjúkl- inga til eyjarinnar Lanzanrote. Fyrri feröin veröur 17. apríl nk., en seinni feröin veröur í ágúst nk. og veröur auglýst síöar. Dvaliö veröur á heilsustöðinni Panorama. Fyrirkomulag veröur meö svipuöum hætti og í fyrri feröinni. Þeir sem hafa áhuga á aö taka þátt í þessari ferö, vinsamlega fáiö vottorö hjá húösjúkdómalækni um þörf á slíkri ferö og sendiö þaö merkt nafni, heimitisfangi, nafnnúmeri og síma til: Tryggingayfirlæknis, Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114, 3. hæð, 105 Reykjavík. Umsóknir veröa aö berast fyrir 25. mars nk. Tryggingastofnun ríkisins. _______________________________________________ Mjög handhægar viö öll rannsóknarstörf. Vogarsviö: frá 0,1 mg. til 20 kg. Sýnishorn á staönum. HIíisLiki lil' síml Bíldshöfða. 10,110 Rvk. OfcDDO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.