Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 Börn, tenydabörn, barnabörn, vinir oy kunn- inyjar um land allt. Mínar innileyustu þakkir til ykkar allra fyrir hlýjar vinarkvebjur, yjafir oy heimsóknir á afmœlisdayinn minn 15. febrúar sl. Gub blessi ykkur öll. Þóra Helgadóttir, Steinholtsvegi 12, Eskifírði. Ryðgað bárujárn [3jí22j| Hljóm Bladburðarfólk óskast! Austurbœr Laugarásvegur 32—77 Síöumúli Sóleyjargata Lindargata frá 40—60 Miöbær I Bergstaöastræti 1—57 JHtfgmdHafetfe Gjöf Jóns Siguróssonar Samkvæmt reglum skal veita fé úr sjóönum Gjöf Jóns Sigurössonar „til verölauna fyrir vel samin vísindaleg rit og annars kostar til þess aö styrkja útgáfur merkilegra heimildarita". Heimilt er og aö „verja fé til viöurkenn- ingar á viöfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa vísindarit í smíöurrT. Öll skulu rit þessi „lúta aö sögu íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn og framför- um.“ Verölaunanefnd Gjafar Jóns Sigurössonar auglýsir hér með eftir umsóknum um fjárveitingar úr sjóönum. Skulu þær stílaöar til verölaunanefndarinnar, en sendar for- sætisráöuneytinu, Stjórnarráöshúsi, 101 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk. Umsóknum skulu fylgja rit, ritgeröir eöa greinargeröir um rit í smíöum. Reykjavík, 22. febrúar 1985. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurössonar. Sigurður Sverrisson Boss Step on it RCA/Skífan Sumar hljómsveitir ætla sér stundum alla leið á toppinn í einu risastökki á ímyndinni ein- ni saman. Hvergi er þetta meira áberandi en innan ramma þungarokksins, þar sem margir virðast halda að síður makki, leðurbrækur, botnkeyrðar græj- ur — samfara því að gítarleikar- inn nái því að leika 500 nótur á mínútu — sé það sem til þarf. Þessi misskilningur hefur átt upp á pallborðið í mjög vaxandi mæli og virðist mjög ríkjandi hjá þeim félögum í Boss. Ekki verður annað heyrt en þessi sveit ætli sér á toppinn með framangreind vopn í poka- horninu. Reyndar státar hún ekki af gítarleikara, sem býr yfir ofangreindum hraða, en hitt er þama allt saman. Það dugir bara einfaldlega ekki til. Lögin eru ákaflega klisjukennd, söngv- arinn og trommarinn fyrir neð- an meðallag og hinir rétt hanga i þvi að teljast eiga erindi á plötu. Eins og nærri má geta verður samkrullið aldrei sann- færandi hjá þessum ástralska kvintett. Fimmmenningarnir eru þó ungir að árum — geta huggað sig við það — en verða óneitanlea að framleiða eitthvað betra en þetta ef árangur á að nást utan þröngs hóps blindra áhangenda. Það er annars dálítið merki- legt með þungarokkið í henni Ástralíu, að allt frá því AC/DC „sprakk út“ upp úr miðjum síð- asta áratug hefur hver sveitin á fætur annarri reynt að feta ein- stigið á toppinn en allar misst fótanna á miðri leið. Rose Tattoo með Angry Anderson í hlutverki Angus Young hjá AC/DC var á góðri leið upp metorðastigann þegar sveitin splundraðist og sömu sögu er að segja af Angel City. Boss hefur enn ekki einu sinni náð fótfestu þannig að ef ekki verður snarlega breyting til batnaðar verður ferð þeirra eftir einstiginu ákaflega snubbótt. Friðarsinninn, ameríski sendiherrann og hin ótrúa eiginkona hans ræða útlit og horfur í alþjóða stjórnmálum í rúminu yfir glasi af vodka. Dallas fyrir botni Miðjarðarhafs Kvikmyndir , Árni Þórarinsson Háskólabíó: Sendiherrann — The Ambassador ★,/i Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit: Max Jack. Leikstjóri: J. Lee Thompson. Aðalhlutverk: Robert Mitchum, Ellen Burstyn, Rock Hudson, Fabio Testi, Donald Ple- Um tíma heldur þessi maka- lausa kvikmynd að hún sé al- þjóðleg stjórnmálaskýring sem hefur eftirfarandi lausn fram að færa á deilunni fyrir botni Mið- jarðarhafs: Eiginkona ameríska sendiherrans í ísrael heldur fram hjá manninum sínum með háttsettum foringja í Frelsis- hreyfingu Palestínu. Þegar upp kemst um framhjáhaldið, — og israelska leyniþjónustan Mossad hefur til vonar og vara látið kvikmynda það —, taka þeir höndum saman, kokkállinn og eljarinn um að koma á friðar- fundi milli hinna striðandi fylk- inga, gyðinga og araba. Þessi lausn á hinu illleysanlega deilu- máli er svo snjöll að fyrst ólík- legt er að kvikmyndin The Amb- assador fái óskarsverðlaunin finnst mér það réttlætismál að hún fái Friðarverðlaun Nóbels. I 1 flti framaÝ • Telexþjónusta v Sjáum um alla almenna telexþjónustu og seljum einnig hugbúnað fyrir telexsendingar. Auk þess bjóðum við sendi- ráðgjafa- auglýsinga- og tryggingaþjónustu, vélritun, Ijósritun, bókhald, skráningu o.fl. Sendum upplýsingabækling og verðskrá ef óskað er FRum Tölvu- skrifstofu- banka- og tollaþjónusta. Sundaborg 1—104 Reykjavík - Símar 81888 og 81837 Vegna öfgasinna úr flokki Pal- estínuskæruliða nær þessi lausn að vísu ekki fram að ganga í myndinni. Þá er að láta á hana reyna í alvörunni. Þeir kóngarnir í Cannonfilms, Golan og Globus, sýna hér og sanna eina ferðina enn að þótt þeir kunni að ávaxta sitt pund og fá til liðs við sig sæmilega stór nöfn úr alþjóðlegri kvikmynda- gerð hafa þeir ekki hundsvit á því hvað er góð saga, gott hand- rit. The Ambassador er for- kostuleg blanda af pólitískum barnaskap, dramatískri smekk- leysu og frambærilegri fag- mennsku, sem yfirfærir frásagn- armat amerískra eldhúsreyfara eins og Dallas og Dynasty á ólguna í Miðausturlöndum nær. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa samansúrraðri dellunni. Það verður ekki af henni skafið að hún er dálítið skemmtileg. Yfirþyrmandi heimska sem keyrir sig áfram af jafn miklum sannfæringarkrafti og hér er heillandi og sjarmerandi á sinn hátt. Og það er ævintýri líkast að sjá lokafléttuna, þegar hinn lánlausi kokkáll, sendiherrann, sem Robert Mitchum leikur eins og svefngengill sem missir út úr sér gervistellið í hvert sinn sem hann rumskar, snýr heim í sendiherrabústaðinn eftir „frið- arfundinn" með eljara sínum. Sá fundur hafði ekki alveg heppnast sem skyldi því fundarmenn voru allir dritaðir niður, jafnt arabar sem gyðingar. Þá lætur gamli sendiherrann nokkur vísdóms- orð falla um að komandi kyn- slóðir, unga fólkið, taki við kyndli friðarins úr sinni þreyttu, vonsviknu diplómatahönd. Og viti menn: Áð sendiherrabú- staðnum streyma hundruð ung- menna með logandi ljós og frið- arorð á vörum, rétt eins og sjón- varpsauglýsing frá Coca Cola: It’s the real thing... peace is... The Ambassador er líflegt sorp, álíka grípandi og það er glórulaust. LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AD VANDADRI LITPRENTUN MYNDAMÓTHF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.