Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 29 TREHOLT-RÉTTARHÖLDIN AP/Simamynd Arne Treholt í réttarsal í gærmorgun. Treholt um tengslin við KGB-manninn Titov: Vildi auka skiln- ing og bæta samskiptin í)sl«, 27. febrúar. Rrí Jmn Krik Laure, fréttarilara Mbl. ARNE Treholt hélt áfram varnar- ræðu sinni í morgun og dvaldist mest við þann tíma, sem hann var ráðherraritari og aðstoðarmaður Jens Evensens, þáverandi hafrétt- arráðherra og nú dómara við Al- þjóðadómstólinn i Haag. Gerði hann það til að sýna fram á, hve nauðsynlegt það hefði verið honum að hafa mikil og góð sambönd við erlenda sendiráðsstarfsmenn og þá sérstaklega við Gennady Titov, háttsettan starfsmann sovéska sendiráðsins í Ósló, sem var tengi- liður hans í Noregi. Treholt lagði áherslu á, að hafréttarráðuneytið hefði aðeins átt að vinna að ákveðnu verkefni og síðan hverfa úr sögunni og því orðið að byggja á sérfræðiþekk- ingu annarra ráðuneyta og eiga trúnaðarsamskipti við hags- munaaðila. „Hvort sem okkur líkaði betur eða verr hljótum við að viður- kenna, að án sambands við ráða- menn í Moskvu hefði okkur ekki tekist að færa lögsöguna út með árangursríkum hætti,“ sagði Treholt og bætti því við, að hann hefði viljað auka skilninginn og bæta úr því samskiptaleysi, sem verið hefði milli stjórna land- Sagan um barnið var tilbúningur Treholts Fyrsta bónin aðeins að senda 40 bækur Ósló, 27. febrúar. AP. ARNE Treholt lýsti því í dag þegar hann komst fyrst í samband við sovéska sendiráðið í Ósló og hvernig það bar til, að þeir urðu vinir, hann og sovéski sendiráðsstarfsmaðurinn Evgeny Beljajev. I>að er hann, sem er upphafsmaðurinn að frekari tengslum Treholts við aðra KGB-menn. Treholt kvaðst hafa hitt Belj- ajev fyrst í hanastélsveislu árið 1968 og að síðan hefði hann átt 15 fundi með honum fram til ársins 1971. Hefðu þar engin leyndarmál verið til umræðu, að- eins almennt tal um daginn og veginn, utanríkismál og sam- skipti stjórnar og stjómarand- stöðu í Noregi. Um áramótin 1970—71 kom Beljajev í heimsókn til Treholts, mjög afdrifaríka heimsókn að sögn ákæruvaldsins, því að það hefði verið þá, sem KGB fór fyrst í alvöru að leggja snörurn- ar fyrir Treholt. „Beljajev var með lista með nöfnum 40 manna og bað mig að senda til þeirra bókina „Niður með herforingjastjórnina í Grikklandi". Mér fannst þetta dálítið vafasamt og ekki síst fyrir það, að Beljajev skildi 1000 kr. eftir í umslagi og mér datt í hug að láta lögregluna vita. Ég gerði það þó ekki,“ sagði Treholt. Treholt kvaðst hafa haft sam- band við félaga sina, aðra rót- tæka vinstrimenn, sem börðust gegn herforingjastjórninni í Grikklandi og hefðu þeir einnig verið sammála um að láta lög- regluna ekki komast i málið. Var ástæðan fyrir því sú, að sem róttækum vinstrimönnum fannst þeim sjálfgefið, að lög- reglan hefði á þeim sérstakar gætur og þess vegna gæti það komið samtökunum, baráttunni gegn herforingjastjórninni í Grikklandi, illa að segja frá sambandinu við sovéskan sendi- ráðsmann. Þegar Beljajev fór frá Ósló ár- ið 1971 boðaði hann Treholt á sinn fund í veitingahúsi í borg- inni og kynnti hann þar fyrir sovéska sendiráðsmanninum Gennady Titov, sem Treholt átti eftir að hafa mikið samband við. ()Oó, 27. febrúar. AP. ÞAÐ KOM fram viö réttarhöldin yfir Arne Treholt í gær, í varnar- ræöu hans, að sagan um að hann ætti barn í Tékkóslóvakíu væri uppspuni frá rótum og aö hann væri sjálfur upphafsmaöur aö benni. Fréttin um að Treholt ætti barn í Tékkóslóvakíu vakti mikla athygli á sínum tíma en þó tókst aldrei að henda reiður á sann- leiksgildi hennar. Kom hún fyrst í norsku dagblaði og var þar höfð eftir tveimur vina Treholts. I varnarræðu sinni í gær vék Tre- holt að þessu máli og sagði, að á námsárum sínum hefði hann farið víða um Austur-Evrópu- lönd, m.a. Tékkóslóvakíu, og hefði einu sinni látið að því liggja við vinina fyrrnefndu, að hann ætti barn með tékkneskri konu. Hefði það þó bara verið tilbúningur. Þegar Treholt var inntur eftir því hvers vegna hann hefði kom- ið sögunni á kreik, svaraði hann og sagði, að það hefði hann gert til „að gera sig meira spennandi i augum kunningjanna". Kólombia: Skæruliðar fá vopn frá Nicaragua BogoU, Kólombíu. 27. febrúar. AP. Ilershöföingi í her Kólombíu heldur því fram aö vinstri sinnaöir skæruliöar í Kólombíu fái vopn frá Nicaragua. „Við höfum fengið óyggjandi vitneskju um þessa vopnaflutn- Grænland: Aðstoðarbæjar- stjóri viðriðinn hasssölu 27. fehrútr. frá fréttariUra Mbi. Aðstoðarbæjarstjórinn í God- havn á Vestur-Grænlandi hefur verið handtekinn grunaður um að hafa verzlað með hass. Vara- bæjarstjórinn, Andreas Mölgaard, hefur viðurkennt að hafa staðið í viðskiptum með hálft kíló af hassi. Nú mun eftirlitsnefnd sveitar- stjórna á Grænlandi meta hvort hann geti haldið áfram stjórn- málastarfi. Mölgaard er fulltrúi vinstriflokksins Inuit Ataaatigiit. inga. Vopnin eru flutt sjóleiðina frá Nicaragua til Kólombíu," sagði hershöfðinginn, Fernando Gomez. Vopnin eru fengin skæruliðum í suðvesturríki Kólombíu, Cauca, þar sem allar fimm skæruliða- hreyfingar landsins eru með menn undir vopnum. Að mati hers Kól- ombíu er áætlað að sveitir skæru- liða telji milli 12 og 30 þúsund menn undir vopnum. Gomez sagði að verið væri að afla sönnunargagna um vopna- flutninga, sem afhent yrðu Belis- ario Betancur forseta. Betancur fékk leiðtoga fjögurra skæruliða- hreyfinga af fimm í fyrra til að undirrita vopnahléssamkomulag. Her landsins hefur ekki farið dult með andstöðu sína við samkomu- lagið og varð það m.a. til þess að Betancur vék varnarmálaráðherra landsins, Fernando Landazabal hershöfðingja, úr starfi. Leyst hefur verið úr bráðum olíuskorti í Nicaragua um stund- arsakir þar sem kúbönsk olíuskip losuðu hráolíu þar í landi um helg- ina. Andrei Gromyko, utanríkisráöherra Sovétríkjanna, og Jóhannes Páll páfi II heilsast viö upphaf fundar síns í Páfagaröi í gær. Páfinn á fundi með Gromyko Páfagarði, 27. febrúar. AP. JÓHANNES Páll páfi II og Andrei Gromyko utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna ræddu saman í nær tvo klukkutíma í dag. í viðræðum þeirra bar hæst „hlutskipti kaþólskra manna“ í Sovétríkjunum en einnig ýmis helztu vandamál heimsmál- anna nú. Þetta var fyrsti fundur páf- ans og Gromykos í 6 ár. Eftir fundinn sagði Gromyko, að viðræðurnar hefðu verið gagn- legar. Ekkert hefði hins vegar ver- ið rætt um hugsanlega heimsókn páfans til Sovétríkjanna. í fyrra skýrði páfinn frá því, að honum hefði verið neitað um leyfi til þess að fara til Litháen, en þar eru kaþólskir menn í Sovétríkjun- um hvað fjölmennastir. KUIM333] AUGLÝSIR $ STILL-LONGS ULLARNÆRFOT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI KULDAÚLPUR M/HETTU LÓÐFÓDRADIR SAMFESTINGAR FYRIR DÖMUR OG HERRA KAPPKLÆÐNAÐUR MARGAR GERÐIR MITTISÚLPUR (ULLAREFNI) ULLARPEYSUR ÍSL. ULLARNÆRFÖT • SJÓFATNAÐUR REGNFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR VINNUHANSKAR KLOSSAR GÚMMÍSTÍGVÉL GÚMMÍSKÓR REIMAÐIR ÖRYGGISSKÓR • BÓMULLARGARN HVÍTT i RÚLLUM MARGAR ÞYKKTIR NÆLONGARN HESSIAN-STRIGI GISINN OG ÞÉTTUR Æ&ujdin* BOROLAMPAR HENGILAMPAR VEGGLAMPAR OLÍULAMPAR GASLUKTIR MINKAGILDRUR MÚSA OG ROTTUGILDRUR RYÐEYOIR — RYÐVÖRN LOÐBYSSUR LÓÐBOLTAR LÓÐTIN í rúllum og stöngum LÓÐFEITI LÓÐVATN PLÖTUBLÝ 1,11/2, 2mm • BAUJULUKTIR ENDURSKINSHÓLKAR ENDURSKINSBORDAR VELATVISTUR í 25 KG BÖLLUM HVÍTUR OG MISL. GRISJUR í RÚLLUM ANANAUSTUM SÍMI 28855 Opiö laugardaga 9—12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.