Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 Uppsagnarfrestur kennara og álit Gunnlaugs Claessen eftir Arnmund Backman f álitsgerð minni til Hins ís- lenska kennarafélags um upp- sagnarfrest opinberra starfs- manna og framlengingu hans samkvæmt 15. gr. laga nr. 38/1954, er niðurstaða mín sú, eins og kunnugt er, að réttur mennta- málaráðuneytisins til framleng- ingar á uppsagnarfresti sé tæp- lega fyrir hendi ef honum er ekki beitt án ástæðulausrar tafar. Umrædd lagagrein er að mínu áliti í hæsta máta umdeilanleg. Það er t.d. umdeilanlegt hvernig ber að skilja setninguna: „að til auðnar um starfrækslu þar myndi horfa“. Og það er einnig umdeil- anlegt hvernig ber að skilja orða- lag greinarinnar um framlengingu uppsagnarfrests, allt að sex mán- uðum. Eðlilegt er að taka tillit til þess við túlkun lagagreinarinnar að hér er um lög að ræða frá árinu 1954. Viðhorf hafa breyst veru- lega. Ráðningar ríkisins eru með öðrum hætti og allmikið orðið um það nú á tímum að ráðið er til ríkisins með þriggja mánaða upp- sagnarfresti. Opinberir starfs- menn hafa nú að stórum hluta verkfallsrétt. Þess vegna má segja að allsherjarréttarsjónarmið hafi vissulega verið allsráðandi við setningu laganna nr. 38/1954 en taka verði tillit til nýrra sjónar- miða og breyttra viðhorfa um túlkun greinarinnar í dag. Eðlilegur fyrirvari Eins og fram kemur í álitsgerð minni, veita hvorki lögin, greinar- gerð með þeim eða umræður á Al- þingi um þau leiðbeiningu um meðferð framlengingarákvæðis 15. gr. Það er hins vegar ekki þar með sagt að ráðherra hafi fram- lengingarheimild til síðasta dags í uppsagnarfresti. Einhver eðli- legur fyrirvari verður að vera á slíkri ákvörðun. Spurningin er þess vegna sú hver sá eðlilegi fyrirvari eigi að vera. Við þá at- hugun hef ég leyft mér að taka tillit til gildandi vinnuréttarsjón- armiða, eins og fram kemur í álitsgerð minni. Samkvæmt þeim er uppsagnarfrestur almennt til þess ætlaður að skapa starfs- manni og atvinnurekanda nægi- legt svigrúm til að festa sér vinnu annars staðar ef um ráðningarslit er að ræða. f vinnurétti gætir ákaflega ríkra tómlætisáhrifa. Auðvitað þarf stjórnvald ákveðinn frest til að kanna áhrif uppsagnar og hvort skilyrði framlengingar á uppsagnarfresti eru fyrir hendi. En vegna hinna miklu hagsmuna starfsmannsins af því að vita með vissu um endanleg ráðningarslit með nægilegum fyrirvara til að geta gert nauðsynlegar ráðstafan- ir vegna annars starfs, verður að telja að stjórnvaldi sé skylt að til- kynna áskilnað sinn án ástæðu- lauss dráttar. Ef á það yrði fallist með ríkis- lögmanni að ráðherra væri gjör- samlega óbundinn og gæti beitt heimild sinni til framlengingar að eiginn geðþótta, væri réttur starfsmannsins fótum troðinn. Á það skal ítrekað bent að stjórn- vald hefur rétt til að áskilja sér lengri uppsagnarfrest, allt að sex mánuðum. Ef skilningur ríkis- lögmanns væri réttur, gæti stjórn- vald jafnvel á síðasta degi þriggja mánaða uppsagnarfrestsins áskil- ið sér rétt til framlengingar í nokkra daga í einu þar til fullum sex mánuðum væri náð. Starfs- maður hefði þar með enga mögu- leika á að gera nauðsynlegar ráðstafanir vegna nýs starfs og raunverulegur uppsagnarfrestur yrði þá aldrei lengri en síðasta framlengingin. Þessi niðurstaða er auðvitað fráleit. Fordæmi Ef orðalag lagagreinar er ekki nægilega skýrt, eins og í þessu til- felli, verður að leita niðurstöðu eftir öðrum leiðum. Venja skiptir hér miklu máli. í álitsgerð ríkis- lögmanns er bent á fordæmi um dómarafulltrúa. Það fordæmi er ekki fullnægjandi, enda var viður- kennt af báðum aðilum þá að dóm- arafulltrúar ætluðu sér aldrei að segja upp störfum í raun. I álitsgerð minni hef ég í þessu efni leyft mér að vísa til Reykja- víkurborgar. Samkvæmt 15. gr. reglugerðar um réttindi og skyld- ur starfsmanna Reykjavíkurborg- ar frá 7. september 1967 er borg- arráði skylt að tilkynna viðkom- andi starfsmanni ákvörðun sína um framlengingu innan mánaðar frá því að uppsögn hans berst. Benda má á til viðbótar að sam- bærileg ákvæði er að finna í reglu- gerðum Hafnarfjarðar, Kópavogs, Keflavíkur, Akureyrar o.fl. kaup- staða. Ég tel það styrkja sjónarmið mitt, að ákveðin regla skuli vera gildandi í þessu efni meðal flestra starfsmanna kaupstaða hér á landi. Sú lögskýringaraðferð er a.m.k. jafngild öðrum. Lögskýringar f umsögn ríkislögmanns til menntamálaráðherra hinn 18. febrúar sl. er lögskýringu minni hafnað. í fyrsta lagi er staðhæft að þessu sjónarmiði mínu hafi ekki verið haldið fram áður. Hér sé um nýja lagatúlkun að ræða. Þetta er rangt. í bókinni „Vinnuréttur" eftir Arnmund Backman og Gunnar Eydal frá ár- inu 1978 er þessu sjónarmiði hald- ið fram. Samtök opinberra starfsmanna hafa haldið þessu fram frá upphafi. Mér er ekki kunnugt um annað en að þetta hafi einnig verið skilningur fjármálaráðuneytisins í tíð Ragn- ars Arnalds, fyrrverandi fjár- málaráðherra. í öðru lagi heldur ríkislögmaður því fram í álitsgerð sinni að mér hafi yfirsést atriði hvað varðar reglur opinbers réttar gagnvart einkarétti. Hér sé um misskilning minn að ræða o.s.frv. Þetta er einnig rangt. Lögfræð- ingar leggja nú á tímum verulega Arnmundur Backman minni áherslu á mismun einka- réttar og allsherjarréttar. Þessari skilgreiningu er meira haldið við af hagkvæmnisástæðum en að hún hafi einhverja sérstaka þýðingu. Fræðimenn á sviði vinnuréttar hafa gert lítið úr mismuni milli opinberra starfsmanna og starfs- manna á almennum vinnu- markaði. Þetta er m.a. stutt þeim rökum, að embættismannakerfið sé á miklu undanhaldi, ríkið hafi í auknum mæli lagt niður æviráðn- inguna og tekið upp lausaráðningu með skömmum uppsagnarfresti að hætti almenna vinnumarkaðarins. í ritum sínum hafa þessir sér- fræðingar fjallað jöfnum höndum um almenna vinnumarkaðinn og starfsmenn ríkisins og lagt til grundvallar túlkun sinni megin- reglu vinnuréttar.' En jafnvel þótt litið yrði svo á, gegn öllum skynsamlegum rökum, að vinnuréttarsjónarmið eigi ekki við í þessu dæmi, þá eru lögskýr- ingarreglur allsherjarréttar ekki frábrugðnar. Staðreynd er að í lagatextanum er ekki að finna formreglu um framlengingu á uppsagnarfresti. Þegar svo er, verður að líta til þess hvað er eðli- legt og sanngjarnt og taki nægi- legt tillit til hagsmuna beggja. Ríkislögmaður fellst reyndar á þetta sjónarmið í hugleiðingum sínum um rétt framhaldsskóla- kennara sem hugsanlega hafa ráð- ið sig í vinnu hjá öðrum eftir 1. mars. Þar er hann þeirrar skoðun- ar að slíkum starfsmanni væri hugsanlega bæði bótalaust og refsilaust að hætta í starfi sínu eftir þrjá mánuði. Að þessu leyti til er hann sammála mér og kem- ur raunar inn á kjarnann í álits- gerð minni, sem byggir á tillitinu til einstaklingsins fyrst og fremst. Málflutningur Að lokum er það álit ríkislög- mannsins að það sé fulldjarflega fram gengið að telja ákvæði reglu- gerðar um réttindi og starfs- skyldur borgarstarfsmanna hafa úrslitaáhrif á efnisinnihald laga nr. 38/1954. Hér er auðvitað um vísvitandi rangfærslu ríkislögmanns að ræða. í álitsgerð minni er bent á reglur Reykjavíkurborgar „til styrktar" þessu sjónarmiði. Það er þess vegna rangt að ég telji reglu- gerðina hafa úrslitaáhrif. Ég tel hins vegar mikilvægt innlegg inn í þetta mál að starfsmenn Reykja- víkurborgar og reyndar annarra kaupstaða í landinu búa við eins mánaðar regluna, sem er bæði sanngjörn og eðlileg. Að lokum þetta. I álitsgerð sinni nefnir ríkislögmaður lögskýr- ingaraðferðir mínar ýmist yfir- sjónir, misskilning eða að full- djarflega sé framgengið. Orðfæri af þessu tagi lýsir sjálfsánægju sem er bæði tilefnislaus og óvið- eigandi í þessu máli. Ritgerð ríkis- lögmanns er enda miklu frekar í ætt við málflutning en lögfræði- lega álitsgerð. Komið hefur fyrir í málflutningi fyrir héraðsdómi að seilst er til slíks orðalags í hita leiksins og þá gjarnan í þeim til- gangi að gera málflutning and- stæðingsins tortryggilegan, létt- vægan. Þetta kemur afar sjaldan fyrir og þykir lýsa yfirlæti og skorti á umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra. Ég hef hins vegar ekki áður rekist á slíkar að- ferðir milli hæstaréttarlögmanna og allra síst í lögfræðilegum álits- gerðum. Arnmundur Barkman, hæstarétt- arlögmaður, fór þess á leit við Morgunblaðið að það birti ofan- greint svar við umsögn Gunnlaugs Oaessen, ríkislögmanns, sem blaðið birti sl. þriðjudag. Millifyr- irsagnir eru Morgunblaðsins. Hollenzkir útvarpsmenn á þorrablóti aö Hlöðum á Hvalfjarðarströnd Kleppjárnsreykjum. ÞRÍR dagskrárgorðarmenn frá hollenzkri útvarpsstöð voru hér á ferð í lok janúar til að afla íslenzks efnis í tvo út- varpsþætti: „Spektakel" og Oogluik“. Fyrir fyrrnefnda þáttinn unnu þeir þrjá þætti; um ljóðagerð á íslandi, um stuttar skáldsögur og um ásatrú. Fyrir þann síðar- nefnda unnu þeir fjóra þætti; um þorrablót, germönsk jól, fólk í fiskvinnslu, Hollendinga á ís- landi og í fótspor Ultima Thule 1878. Dagskrárgerðarmenn þess- ir eru Louis Houte, Hans Wijn- ants og Jaap Vermeer. Allsherjargoðinn Sveinbjörn Beinteinsson fræddi þá um ása- trúna og leiddi þá síðan á þorra- blót á Hlöðum á Hvalfjarðar- strönd. Sveinbjörn setti blótið með kveðskap þar sem hann sagði m.a.: „Fari nú þau á fyrsta borði/ fram á völlinn/ síðan að- rir, eins og tröllin/ upp með brak og hlátrasköllin." Morgunblaðið/Bernhard Frá þorrablótinu á Hlöðum. Matur var framborinn af mat- reiðslumönnum Járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga og síðan héldu heimamenn uppi skemmtidagskrá í rúma klukku- stund. Efni hennar var mest grín og gamanmál um sveitungana, sem féll greinilega í góðan jarð- veg miðað við undirtektir. Að loknum fjöldasöng var svo stig- inn dans til klukkan þrjú um nóttina. Þorrablót þetta bar upp á bóndadaginn og voru af því til- efni heiðraðir með blómvöndum þeir Þórður Runólfsson bóndi í Haga og Þorsteinn Vilhjálmsson frá Efstabæli í Skorradal. Meðal skemmtiatriða á þorrablótinu var „fcgurðarsamkeppni". Bernhard
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.