Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 47 Minning: Guðrún Þorsteins- dóttir, Brúnstöðum Fædd 17. nóvember 1906 Dáin 8. janúar 1985 Með þessari síðbúnu kveðju úr annarri álfu vildi ég minnast Guð- rúnar á Brúnstöðum, eins og hún jafnan var kölluð, og þakka henni órofa vináttu og tryggð. Guðrún fæddist 17. nóvember 1906 að Ytri-Þorsteinsstöðum í Haukadal í Dalasýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Guðfinna Eyj- ólfsdóttir og Þorsteinn Þorvarð- arson sem þar bjuggu. Þeim hjón- um varð ellefu barna auðið. Tvö barnanna, tvíburar, létust ný- fædd. Auk þess misstu þau elsta barn sinn, stúlku, þegar hún var 14 ára að aldri, en hin átta náðu fuilorðinsaldri. Guðrún var nr. 6 í systkinahópnum. Guðrún ólst upp í foreldrahús- um á Ytri-Þorsteinsstöðum sem barn og unglingur. Síðan kann ég ekki að rekja feril hennar þar til á ofanverðum þriðja tug ævinnar að forlögin höguðu því svo, að Guð- rún giftist móðurbróöur minum Ingimundi Gíslasyni, en þau gift- ust 10. júní 1933. Ingimundur var sonur hjónanna Guðrúnar Magn- úsdóttur og Gísla Gestssonar i Suður-Nýjabæ, Þykkvabæ, næst- elstur úr hópi 10 systkina sem upp komust. Ingimundur og Guðrún settust að í Reykjavík og stofnuðu heimili sitt þar á kreppuárunum upp úr 1930. Fyrst bjuggu þau að Berg- staðastræti 42, en 1935 keyptu þau jörðina Brúnstaði við Þvotta- laugaveg og þar bjuggu þau síðan til æviloka. Ingimundur lést 3. des. 1978 og Guðrún var þvi ekkja siðustu 6 ár ævinnar. En hún bjó áfram á Brúnstöðum og þar sagði hún skil- ið við þennan heim, varð bráð- kvödd á Brúnstöðum 8. jan. 1985, rúmlega 78 ára að aldri. Guðrún og Ingimundur eignuð- ust 3 börn. Svanhildur er þeirra elst, húsmóðir í Reykjavík, gift Axel Þóri Gestssyni og eiga þau 2 dætur, Guðrúnu og Ragnheiði, og einn son, Ingimund Gest. Hilmar er annar í röðinni, hæstaréttar- lögjnaður i Reykjavík, giftur Erlu Hatlemark. Þau búa í Garðabæ og eiga þrjá syni, Snorra Örn, Örvar og Darra Örn. Yngsta barn þeirra Guðrúnar og Ingimundar andaðist nýfætt. Guðrún og Ingimundur voru af bændafólki komin og búskapur var þeirra ævistarf þó bær þeirra væri nánast inn í miðri Reykjavík þegar þau voru komin á miðan aldur. Fyrst voru þau með kúabú, en hættu þeim búskap fljótlega eftir stríð. Þá fóru þau út í svína- og hænsnarækt og voru með mik- inn búrekstur í báðum greinum í fjölda ára. Auk þess áttu þau allt- af hesta, þó forsendur fyrir þeirri tegund „búskapar" breyttust með breyttum þjóðfélagsháttum, en hestar voru þeirra líf og yndi og margur góður gæðingur prýddi þar garða. Guðrún og Ingimundur áttu enga sjóði þegar þau hófust handa frekar en annað alþýðufólk þeirra tíma. Hinsvegar höfðu þau hlotið dugnað, áræði og útsjónarsemi að veganesti og fyrr en varði fór búskapur þeirra að blómstra og að lokum urðu þau vel efnuð. Þar kom engin fyrirgreiðsla til, þau einfaldlega unnu fyrir því. T.d. stundaði Ingimundur bæði sjó- sókn og verkamannavinnu jafn- framt búskapnum fyrstu árin og kom það þá einatt i hlut Guðrúnar að sjá ein um búskapinn. Mér er nær að halda að Guðrún hafi frek- ar hvatt Ingimund en latt til þess- ara aukastarfa. En hér með er aðeins hálf sagan sögð. Fleiru þurfti að sinna. Brúnstaðir lágu i þjóðbraut á ár- um áður, við Suðurlandsbrautina á leið í „bæinn“. Heimilið á Brúnstöðum var því þægilegur án- ingarstaður þeirra sem erindi áttu til Reykjavíkur og þar var öllum tekið opnum örmum. Það var því fleira en lega heimilis Guðrúnar sem laðaði gesti að. Gestrisni hennar var viðbrugðið og heimilis- andinn óþvingaður og einlægur. Það leið öllum vel í návist hennar. Ég er einn þeirra sem naut gestrisni Guðrúnar á Brúnstöðum í ríkum mæli og get því trútt um talað. En ég naut þar ekki einung- is gestrisni heldur má segja að ég hafi eignast þar athvarf á há- skólaárum mínum. Umhyggja Guðrúnar fyrir mér á þessum ár- um og æ síðan ber vitni um hjartalag hennar, tryggð hennar og vináttu sem ég var svo lánsam- ur að njóta. Og vinátta hennar Minning: Guðrún Soffía Guðmundsdóttir „Það er svo margs að minnast frá morgni æsku Ijósum. Er vorið hló við barnsins brá og bjó því skart af rósum “ Þessar ljóðlínur komu upp í huga mínum er ég settist niður til að minnast frænku minnar, Guð- rúnar Gunnarsdóttur frá Kefla- vík. Mér er það í ljósu minni, er ég sem lítill drengur fékk að fara i kaupstaðinn, eins og það var kall- að í gamla daga, með foreldrum minum. Þá bjuggu þau hjónin Páll Stefánsson og Guðrún í litlu húsi við Suðurgötuna á Króknum og þangað var ætíð komið, ef farið var í bæinn. Ég man það sérstak- lega, öðru fremur, hvað það var mikið blómaskrúð I garðinum fyrir sunnan húsið hennar, en hún hafði alla tíð mikið yndi af blóma- rækt. Guðrún Soffía Gunnarsdóttir fæddist 8. október árið 1896. Hún var ein úr stórum systkinahópi þeirra hjóna Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur, er þá bjuggu í Keflavík í Hegranesi. Þau systkini voru 14 og 1 hálf- bróðir. Guðrún var komin af sterkum ættum, bæði frá föður og móður. Gunnar faðir hennar var fæddur á Ögmundarstöðum í Staðarhreppi. Þar bjuggu foreldrar hans, Ólafur Jónssod og Valgerður Gunnars- dóttir. Móðir Guðrúnar, Sigur- laug, var dóttir Magnúsar Árna- sonar bónda að Utanverðunesi og hans konu, Sigurbjargar Guð- mundsdóttur. Guðrún ólst upp ! stórum systk- inahópi, ;em óðum nr að kveðja jætta jarðlíf, aðeins þrjár systur á lífi iægar jæssar línur eru i-itaðar. Hún átti sterkar iaugar íii síns kæra æskuheimilis eins og þau systkin öll. Þar sleit hún sínum bernskuskóm og átti mörg sporin i æsku, og raunar af og til í gegnum lífið. Ég man það, að eitt sinn er ég gekk með henni heim í Kefla- vík, að hún sagði við mig, að sér fyndist hún alltaf eiga heima hérna. Guðrún ólst upp í föðurgarði, þar til hún giftist föðurbróður mínum, Páli Stefánssyni, 1928. Þau byrjuðu búskap í Enni og Ás- geirsbrekku í Viðvíkursveit og bjuggu þar í nokkur ár, uns þau fluttu til Sauðárkróks, og bjuggu þá að Suðurgötu 18. Mann sinn missti Guðrún árið 1955, en eftir það bjó hún í sama húsi og sonur hennar og tengdadóttir á Óldustig 5 hér í bæ og þar átti hún sína eigin íbúð. Guðrún var sterkur persónu- leiki, hún var vinamörg og tröll- trygg hennar vinátta, sama þó væri henni óskylt sem og hennar skyldmenni. Hún var vel gefin kona og fylgdist vel með öllu hinu daglega lífi fram að hinstu stund. Eitt af því marga góða sem hún átti í sínu fari var hennar sterka minni. Ég dáðist oft að, hvað hún mundi löngu liðna atburði vel, og hvað henni var létt um að segja frá löngu liðnum dögum. Við hjón- in komum oft til hennar nú á síð- ustu árum og alltaf var það svo, að þegar við vorum búin að dvelja með henni nokkra stund, drekka kaffisopa og spjalla, varð maður einhvers fróðari eftir þær sam- ræður Þau Páll og Guðrún áttu 3 börn: Sigurlaugu, sem gift er Þorkeli Eggertssyni og búa j>au á Ákur- eyri. Áöalfríði, hún var jíift JCyj- ólfi Pálssyni, en hann undaðist fyrir nokkrum árum, býr nú með Steini Sveinssyni og eru þau bú- sett í Reykjavík. Stefán, giftur Rannveigu Sturludóttur og búa þau á Öldustíg 5 hér í bæ. Guðrún andaðist þann 11. febrúar síðastliðinn á sjúkrahús- inu á Sauðárkróki eftir rúmlega 6 vikna dvöl þar. Með hækkandi sól hverfur hún yfir móðuna miklu, til landsins helga, en minningar um göfuga konu munu geymast meðal ættingja og vina, og vil ég senda þessar örfáu línur sem lítinn þakklætisvott fyrir fjölmargar ánægjustundir á genginni leið. Megi miskunn Guðs og kærleikur leiða hana á ljóssins landi, þar sem henni verður fagnað af ætt- ingjum og vinum, sem horfnir eru af þessu jarðlífi. Blessuð sé minn- ing hennar. Börnum hinnar látnu og fjöl- skyldum þeirra færum við hjónin okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. „Far þú í friði, friður Guðs j)ig ölessi, íafðu |)ökk íyrir allt og ;illL“ (V. ilriem). : laukur ' laraldsson rofnaði ekki þó vettvangur minn yrði í öðrum landshluta. Hugar- þelið og viðmótið var alltaf hið sama, þó samverustundir yrðu strjálar og stuttar eins og vill verða i nútima þjóðfélagi, þar sem ræktun vináttunnar víkur fyrir ímynduðum skyldum í önn dags- ins. En fleiri áttu athvarf á Brún- stöðum en ég. T.d. dvaldi faðir Guðrúnar hjá henni síðustu ævi- árin í hárri elli og eftir að barna- börnin bættust í hópinn voru þau ófáum stundum hjá afa og ömmu. Ég mæli því fyrir munn margra þegar ég með þessum fátæklegu orðum þakka Guðrúnu þær fjöl- mörgu stundir sem hún veitti öðr- um af ævi sinni. Ég læt hugann reika til baka í eldhúsið á Brúnstöðum, stórt og rúmgott. Hér gekk hún Guðrún um beina, hér var vettvangur hennar. Hún var lágvaxin, snagg- araleg, oftast alvarleg, engin til- gerð. Þó var alltaf stutt í glettn- ina. Þótt ótrúlegt megi kallast minnist ég varla að hafa tyllt mér niður í eldhúsinu á Brúnstöðum án þess að einhver annar gestur væri þar einnig. Það var alltaf kaffi og kökur, fréttir af frændum og vinum, spjall um landsins gagn og nauðsynjar. Sem sagt lifandi heimili. Mér hrýs hugur að hugsa til þess, að e.t.v. erum við tslend- ingar að kveðja vissan „kúltúr“ um leið og við kveðjum þessar gömlu húsmæður, húsmæður sem stóðu undir nafni, veittu athvarf og skjól og skópu lifandi heimili. Um leið og þær hverfa af sjón- arsviðinu er heimurinn ekki sá sami og áður. Ég er hræddur um að missir okkar verði meiri en margan grunar. Fyrir hönd okkar hjónanna, móður minnar og fjölskyldunnar allrar, votta ég börnum og barna- börnum Guðrúnar svo og öðrum nákomnum, okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Guðrúnar á Brúnstöðum. Gísli G. Auðunsson Utfaraskreytingar Kistuskreytingar, krans- ar og krossar meö stutt- um fyrirvara. Sendum um ailt land. Flóra, Langholtsvegi. Sími 91-34111. Opiö til kl. 22.00. Firmakeppni Taflfélags Reykjavíkur á mánudag SKÁKKEPPNI stofnana og fyrir- tækja I985 hefst í A-riðli mánudag, 4. mars kl. 20 og í B-riðli miðviku- dag, 6. mars kl. 20. Teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur á Grensásvegi 44—46. Keppnin verður með svipuðu sniði og áður — í aðalatriðum á þessa leið: Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi í hvorum flokki um sig. Umhugsunartími er ein klukkustund á skák fyrir hvorn keppanda. Hver sveit skal skipuð fjórum mónnum auk 1—4 til vara. Fjöldi sveita frá hverju fyrir- tæki eða stofnun er ekki takmark- aður. Sendi stofnun eða fyrirtæki fleiri en eina sveit, skal sterkasta sveitin nefnd a-sveit, næsta b-sveit o.s.frv. Þátttökugjald er kr. 2.500 fyrir hverja sveit. Nýjar keppnissveitir hefja þátttöku í B-riðli. Keppni í A-riðli fer fram á mánudagskvöldum, en í B-riðli á miðvikudagskvöldum. Fyrsta kvöldið verður tefld ein umferð, en tvær umferðir þrjú seinni kvöldin. Mótinu lýkur með hraðskákmóti, sem fram fer í A-riðli þriðjudag, 26. mars kl. 20 og i b-riðli fimmtu- dag 28. mars kl. 20. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGU skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Hjartkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUNNAR HALLDÓR SIGURJÓNSSON loftskeytamaöur, Álfaskeiöi 57, Hafnarfiröi, veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni i Hafnarfiröi föstudaginn 1. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Gertrud M. Sigurjónsson, Þór Gunnarsson, Ásdfs Valdimarsdóttir. Sigurjón Gunnarsson, Þorbjörg Bernhard, Ludwig H. Gunnarsson, Guörún Jónsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúö og hlýju viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur okkar. tengdafööur, afa og langafa. HJARTAR HJARTARSONAR, Espigeröi 4, Ásta S. Björnsdóttir. Björn Hjartarson, Hjörtur Hjartarson, Anna Hjartardóttir, Grótar Hjartarson, Anna Ottesen, i>arnabörn « Sigrlöur Armann, ■lenný Guömundsdóttir, Aóalsteinn Kristjénsson, Olöf Kiemensdóttir, •lón Hjörnsson, hernabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.