Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985
Réttur
ttmsius
Margrét Þorvaldsdóttir
„Þegar ord þér á tungu brenna —
þá láttu þau brenna," segir fornt
persneskt spakmæli. Mikil viska er
falin í þessum orðum. Það má hafa
þau í huga þegar boðið er upp á
óvenjulega fiskrétti — þeir koma oft
þægilega á óvart. Dæmi um það eru
Fiskflök með
sinnepssósu
800 gr ýsa eða þorskur
1 sítróna
100 gr flesk (saltað beikon)
'k bolli mysa
2 matsk. brauðmylsna
(1—2 tómatar ef til eru)
1. Fiskur fæst freðinn þessa verk-
fallsdaga. Það er auðvelt að
roðfletta hann frosinn. Losið
roð frá holdi við hnakka, þar er
flakið þykkast — og flettið þvf
af með einu handtaki. Látið
fiskinn þiðna í ca. 30 mín.
2. Þerrið fiskinn, skerið í hæfilega
bita og leggið f smurt, eldfast
fat. Safinn úr sítrónunni er
settur yfir fiskinn. Safinn
bragðbætir fiskinn og gerir
hann þéttari. Saltið.
3. Laukurinn er skorinn í bita og
fleskið er skorið í litla teninga
svo og tómatarnir ef til eru.
Setjið yfir fiskinn, fleskteninga
efst og stráið yfir 2 matsk. af
brauðmylsnu. Bakað í ofni við
220 gráður í ca. 20—25 mín.
(Önnur aðferð er að hita 2
matsk. af smjörva á pönnu og
steikja flesk og lauk áður en hann
er settur yfir fiskinn, Brauð-
mylsnunni er sleppt og er 10—15
mín. bökunartími nægjanlegur.)
Sinnepssósa er nauðsynleg með
fiskréttinum. Einföld hvít sósa:
3 matsk. smjörvi
3 matsk. hveiti
2 bollar mjólk (léttmjólk)
2 tesk. Dijon sinnep
salt eftir smekk
Borið fram með soðnum kartöfl-
um.
Verð á hráefni
Fiskur frosinn
kr. 91,50
flesk kr. 39,10
sítróna kr. 9,50
laukur kr. 3,00
Kr. 143,10
Álagning er kaupmönnum frjáls
— á allar fisktegundir nema
ferska ýsu og þorsk svo og saltfisk.
Það er ástæðan fyrir þvl hve verð-
lag er breytilegt frá einni verslun
til annarrar. Sem viðmiðun má
nefna að 1 kg af frosnum ýsuflök-
um kostar í dag 114 kr. hjá Hag-
kaup.
Þeirri spurningu hefur verið
varpað fram hversvegna kjúkl-
ingakraftur sé notaður í svo mörg-
um réttum dagsins. Svarið er,
kjúklingakraftur er viðurkenndur
bragðbætir í stað víns. Við íslend-
ingar notum ekki vín I daglegan
mat eins og boðið er upp á I þess-
um þáttum, þvi er kjúklingakraft-
ur notaður. í fiskrétti dagsins í
dag er mysa og sftrónusafi notað-
ur í stað víns.
Cterkurog
L/ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
pior^uuXilatit^
Kristilegt stúdentafélag
með mót í Borgarfírði
UM SÍÐUSTU helgi var Kristilegt
stúdentafélag með venjubundið
vormisserismót sitt í Ölveri undir
Hafnarfjalli í Borgarfirði. Voru um
50 manns á þessu stúdentamóti. Yf-
irskrift eða viðfang mótsins var
„Lifðu lífínu lifandi" þar sem hin
margvíslegustu viðfangsefni voru
tekin fyrir, m.a. „líf í tuskunum",
„líf í gjöF', „lifandi dauður?“,
„lífgjöfin“, „samlíf hjóna“, „varð-
veit orð lífsins“ og „jarðarfórin
auglýst síðar“. Málstofuflytjendur
voru Helgi Hróbjartsson sóknar-
prostur í Hrísey, Kjartan Jónsson
kristniboði og Gunnar Gunnarsson
kennari í Kennaraskólanum.
Kristilegt stúdentafélag starf-
ar innan Háskólans og Kennara-
skólans auk þess sem það er fyrir
þá aðra, er náð hafa 20 ára aldri.
Núverandi formaður Kristilegs
stúdentafélags er Harpa Arnar-
dóttir, 22 ára Borgnesingur, nemi
í sjúkraþjálfun. Sagði Harpa, að
Kristilegt stúdentafélag hefði
það að markmiði að efla trú á
Krist á meðal nemenda í HÍ og
KHÍ, styrkja trúarlíf einstakl-
inganna og uppfræða þá um Orð
Guðs.
Markmiðið með þessum mótum
sem væru einu sinni á misseri,
væri að fá 2 heila daga, þar sem
unnt sé að einbeita sér að Orði
Guðs og efla samféiagið á milli
félaganna sjálfra.
Harpa Arnardóttir, formaður Kristi-
legs stúdentafélags.
Starfsemi félagsins fer fram á
Freyjugötu 27 í Reykjavík, þar
sem fræðslufundir eru á föstu-
dagskvöldum. Gefur félagið út
blaðið SALT, sem dreift er til
nemenda og félagsmanna ókeyp-
is.
Félagsmenn hittast reglulega í
heimahúsum þar sem þeir lesa úr
Ritningunni og brjóta til mergjar
43
Um 50 manns voru á mótinu í Ölveri. Þarna er setið í einni fræðslustundinni.
efni hennar, biðja saman og eiga
hressar stundir yfir kaffi og með-
læti á eftir. Sagði Harpa, að það
væri mikilvægt að þessir heima-
hópar störfuðu, þar sem það væri
góður stuðningur við trúarlífið og
efldi samfélagið, líkt og þetta mót
sem væri vítamínsprauta fyrir
trúarlífið.
Framundan er það helzta í
starfi Stúdentafélagsins að dag-
ana 5.—11. ágúst í sumar verður
haldið norrænt kristilegt stúd-
entamót undir nafninu „kristinn
á krepputímum". Er áætlað að
500 manns komi á mótið frá hin-
um Norðurlöndunum, auk íslend-
inga, sem taka þátt í mótshaldi á
einn eða annan hátt.
pþ