Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 Réttur ttmsius Margrét Þorvaldsdóttir „Þegar ord þér á tungu brenna — þá láttu þau brenna," segir fornt persneskt spakmæli. Mikil viska er falin í þessum orðum. Það má hafa þau í huga þegar boðið er upp á óvenjulega fiskrétti — þeir koma oft þægilega á óvart. Dæmi um það eru Fiskflök með sinnepssósu 800 gr ýsa eða þorskur 1 sítróna 100 gr flesk (saltað beikon) 'k bolli mysa 2 matsk. brauðmylsna (1—2 tómatar ef til eru) 1. Fiskur fæst freðinn þessa verk- fallsdaga. Það er auðvelt að roðfletta hann frosinn. Losið roð frá holdi við hnakka, þar er flakið þykkast — og flettið þvf af með einu handtaki. Látið fiskinn þiðna í ca. 30 mín. 2. Þerrið fiskinn, skerið í hæfilega bita og leggið f smurt, eldfast fat. Safinn úr sítrónunni er settur yfir fiskinn. Safinn bragðbætir fiskinn og gerir hann þéttari. Saltið. 3. Laukurinn er skorinn í bita og fleskið er skorið í litla teninga svo og tómatarnir ef til eru. Setjið yfir fiskinn, fleskteninga efst og stráið yfir 2 matsk. af brauðmylsnu. Bakað í ofni við 220 gráður í ca. 20—25 mín. (Önnur aðferð er að hita 2 matsk. af smjörva á pönnu og steikja flesk og lauk áður en hann er settur yfir fiskinn, Brauð- mylsnunni er sleppt og er 10—15 mín. bökunartími nægjanlegur.) Sinnepssósa er nauðsynleg með fiskréttinum. Einföld hvít sósa: 3 matsk. smjörvi 3 matsk. hveiti 2 bollar mjólk (léttmjólk) 2 tesk. Dijon sinnep salt eftir smekk Borið fram með soðnum kartöfl- um. Verð á hráefni Fiskur frosinn kr. 91,50 flesk kr. 39,10 sítróna kr. 9,50 laukur kr. 3,00 Kr. 143,10 Álagning er kaupmönnum frjáls — á allar fisktegundir nema ferska ýsu og þorsk svo og saltfisk. Það er ástæðan fyrir þvl hve verð- lag er breytilegt frá einni verslun til annarrar. Sem viðmiðun má nefna að 1 kg af frosnum ýsuflök- um kostar í dag 114 kr. hjá Hag- kaup. Þeirri spurningu hefur verið varpað fram hversvegna kjúkl- ingakraftur sé notaður í svo mörg- um réttum dagsins. Svarið er, kjúklingakraftur er viðurkenndur bragðbætir í stað víns. Við íslend- ingar notum ekki vín I daglegan mat eins og boðið er upp á I þess- um þáttum, þvi er kjúklingakraft- ur notaður. í fiskrétti dagsins í dag er mysa og sftrónusafi notað- ur í stað víns. Cterkurog L/ hagkvæmur auglýsingamiöill! pior^uuXilatit^ Kristilegt stúdentafélag með mót í Borgarfírði UM SÍÐUSTU helgi var Kristilegt stúdentafélag með venjubundið vormisserismót sitt í Ölveri undir Hafnarfjalli í Borgarfirði. Voru um 50 manns á þessu stúdentamóti. Yf- irskrift eða viðfang mótsins var „Lifðu lífínu lifandi" þar sem hin margvíslegustu viðfangsefni voru tekin fyrir, m.a. „líf í tuskunum", „líf í gjöF', „lifandi dauður?“, „lífgjöfin“, „samlíf hjóna“, „varð- veit orð lífsins“ og „jarðarfórin auglýst síðar“. Málstofuflytjendur voru Helgi Hróbjartsson sóknar- prostur í Hrísey, Kjartan Jónsson kristniboði og Gunnar Gunnarsson kennari í Kennaraskólanum. Kristilegt stúdentafélag starf- ar innan Háskólans og Kennara- skólans auk þess sem það er fyrir þá aðra, er náð hafa 20 ára aldri. Núverandi formaður Kristilegs stúdentafélags er Harpa Arnar- dóttir, 22 ára Borgnesingur, nemi í sjúkraþjálfun. Sagði Harpa, að Kristilegt stúdentafélag hefði það að markmiði að efla trú á Krist á meðal nemenda í HÍ og KHÍ, styrkja trúarlíf einstakl- inganna og uppfræða þá um Orð Guðs. Markmiðið með þessum mótum sem væru einu sinni á misseri, væri að fá 2 heila daga, þar sem unnt sé að einbeita sér að Orði Guðs og efla samféiagið á milli félaganna sjálfra. Harpa Arnardóttir, formaður Kristi- legs stúdentafélags. Starfsemi félagsins fer fram á Freyjugötu 27 í Reykjavík, þar sem fræðslufundir eru á föstu- dagskvöldum. Gefur félagið út blaðið SALT, sem dreift er til nemenda og félagsmanna ókeyp- is. Félagsmenn hittast reglulega í heimahúsum þar sem þeir lesa úr Ritningunni og brjóta til mergjar 43 Um 50 manns voru á mótinu í Ölveri. Þarna er setið í einni fræðslustundinni. efni hennar, biðja saman og eiga hressar stundir yfir kaffi og með- læti á eftir. Sagði Harpa, að það væri mikilvægt að þessir heima- hópar störfuðu, þar sem það væri góður stuðningur við trúarlífið og efldi samfélagið, líkt og þetta mót sem væri vítamínsprauta fyrir trúarlífið. Framundan er það helzta í starfi Stúdentafélagsins að dag- ana 5.—11. ágúst í sumar verður haldið norrænt kristilegt stúd- entamót undir nafninu „kristinn á krepputímum". Er áætlað að 500 manns komi á mótið frá hin- um Norðurlöndunum, auk íslend- inga, sem taka þátt í mótshaldi á einn eða annan hátt. pþ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.