Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 44______ Minning: Héðinn Finnboga- son lögfrœðingur Fæddur 10. maí 1923 á honum að merkja, að hann yrði Dáinn 23. febrúar 1985 Enn er höggvið skarð í hóp þeirra rúmlega 40 stúdenta, sem brautskráðust vorið 1945 frá Menntaskólanum á Akureyri. Héðinn Finnbogason, lögfræðing- ur, sem lést 23. þ.m. var sá áttundi sem hrifinn er brott úr þeim hópi langt fyrir aldur fram. Héðinn fæddist 10. maí 1923 að Hítardal í Mýrasýslu sonur Finn- boga Helgasonar bónda þar og konu hans, Sigríðar Teitsdóttur. Finnbogi var sonur Helga Helga- sonar, sem ættaður var úr Dölum, en Sigríður var dóttir Teits Pét- urssonar, hafnsögumanns í Reykjavík. Þau hjón bjuggu allan sinn búskap í Hítardal frá 1910 til 1951, er þau létust bæði á sama árinu. í Hítardal ólst Héðinn upp í hópi margra systkina þar til hann fór í Menntaskólann á Akureyri haustið 1939 og þar lágu leiðir okkar saman í fjóra vetur. Við Héðinn áttum það sameiginlegt að vera sveitastrákar langt að komn- ir. Vildi svo til að við vorum her- bergisfélagar þrjá vetur í heima- vist menntaskólans. Tel ég það hafa verið mikið lán fyrir mig að eignast slíkan félaga. Var Héðinn hinn ágætasti drengur, mörgum kostum prýddur. Hann var mjög reglusamur og samviskusamur. Snyrtimenni var hann svo af bar. Það sem mér er þó eftirminni- legast við Héðinn var drenglund hans og félagslyndi. Hvar sem hann kom meðal manna stafaði frá honum glaðværð og gáska. Hafði hann alltaf á takteinum ein- hver gamanmál sem komu öllum í gott skap. Við bekkjarsystkin Héðins stöndum í þakkarskuld við hann fyrir óeigingjamt starf við að halda bekknum saman og efla og styrkja tengsl við skólann, sem hann mat svo mikils. Aðeins fyrir nokkrum dögum efndum við samstúdentarnir, sem búsettir erum á höfuðborgarsvæð- inu, til fundar þar sem fjallað var um undirbúning að 40 ára stúd- entsafmæli okkar að vori. Lagði Héðinn þar á ráðin og hvatti mjög eindregið til mikillar þátttöku í hátiðahöldunum á Akureyri við skólauppsögn næsta vor. Við blót- uðum þorra einnig lítið eitt í leið- inni og var Héðinn hrókur alls fagnaðar eins og endranær og ekki látinn innan viku. — Svona eru vegir almættisins óútreiknanlegir. Héðinn lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands og hóf þá um haustið störf í Stjórnarráðinu og vann þar til 1961. Frá ársbyrjun 1962 til dauðadags starfaði hann sem lögfræðingur hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Árið 1952 kvæntist Héðinn hinni ágætustu konu, Auði Böðv- arsdóttur Pálssonar, kaupfélags- stjóra frá Bíldudal. Auður lést í maí 1982 eftir þungbær veikindi. Þau eignuðust fimm börn, Lilju, Bolla, tvíburana Sigríði og Böðvar og Sverri sem lést 6 ára. Þau Auð- ur voru með afbrigðum samhent og mjög gestrisin. Minnumst við Hólmfríður kona mín margra ánægjulegra samverustunda með þeim. Við Hólmfríður vottum bðrnum Héðins, barnabörnum, systkinum og öðrum ástvinum einlæga sam- Ingvi S. Ingvarsson í dag er til moldar borinn frá Bústaðakirkju i Reykjavík Héðinn Finnbogason, héraðsdómslögmað- ur, tæpra 62ja ára að aldri. Kallið kom snöggt og óvænt, svo að við samstarfsfólk hans í Trygginga- stofnun ríkisins, þar sem hann starfaði tvo síðustu áratugi, erum naumast farin að átta okkur á því að hann skuli ekki lengur vera á meðal okkar. Aðrir kunnugri munu verða til þess að rekja ætt Héðins og upp- runa, enda eru þessi fáu orð fyrst og fremst rituð í því skyni að kveðja góðan dreng og kæran samstarfsmann. Þess skal þó get- ið, að Héðinn var Mýramaður, ættaður frá höfuðbólinu forn- fræga Hítardal í Hraunhreppi vestur. Hann bar í brjósti óvenju- lega tryggð til fæðingarstaðar síns og æskuheimilis og var stoltur af því að eiga kyn sitt að rekja til Mýramanna hinna fornu. Megineinkennin í skapgerð Héð- ins Finnbogasonar voru hin létta græskulausa lund, félagslyndi og vilji til góðra verka. Lögmanns- störf létu honum vel, enda er góð- vild og mannskilningur mikils- verðari þáttur í störfum lögmanna en harka og óbilgirni. Mér er vel kunnugt um það, að Héðinn var vinsæll lögmaður af þeim mörgu sem þurftu til hans að leita, eink- um í sambandi við skuldaskil og Minning: Björn Ársælsson Fæddur 11. júní 1917 Dáinn 20. febrúar 1985 Einhvern tíma heyrði ég þá sögu sagða um Björn Ársælsson, að hann hafi stungið sér eftir sel í Njarðvíkum. Hann var þá drengur að aldri. Ekki var afrekið unnið í leikara- éða fíflskap, Björn var að draga björg í bú, að leggja sitt af mörkum í hörðu ári fátæktar og kreppu. Er ég innti Björn eftir þessari sögu lét hann lítið yfir og eyddi talinu. Er það í samræmi við þann lífsstíl hans að hafna hólinu og hlaða ekki undir sjálfan sig að einu né neinu, en hjálpa frekar öðrum sé þess kostur og að vera léttur í lund. Það var nefnilega þannig með Björn að hann henti gaman að öllu og var ekki að flækja málin. Þó var honum lífs- baráttan alvarjeg. Það er vafalaust að uppvaxtarár Björns hafi verið honum þung í basli fátæktarinnar suður með sjó go að þessi ár hafi sett sinn svip á lífsviðhorf hans. Einnig hefur haft áhrif sá mótbyr í lífsins sjó, er Björn varð ekkjumaður með tvö ung börn er fyrri kona hans, Guð- rún Soffía, andaðist árið 1957 og þar til hann kynntist eftirlifandi konu sinni, Dagný Karlsen, nokkr- um árum síðar. Það sem mér þótti mest um vert í fari Björns, var þessi skilyrðis- lausa umhyggja hans og ást á börnum sínum og barnabörnum. Meðan Björn var við heilsu kom hann nær daglega á heimili okkar Margrétar dóttur hans, stundum með ýsubita eða lúðu, stundum kartöflur í poka eða eitthvað ann- að. Þetta voru stutt stopp meðan kannað var hvernig liði, hvernig gengi og ætíð var hann tilbúinn til að hjálpa, alltaf glaður í bragði með gaman og glens. Björn var börnum sínum ekki einasta uppspretta ánægju og gleði, hann var þeim sannur bak- hjarl. Dótturson sinn, Björn Ár- sæl, tóku þau Dagný og Björn til fósturs og ólu hann upp sem sinn son þar til fyrir fimm árum er Björn varð lamaður að mestu af völdum heilablóðfalls. Ef maður á annað borð getur fylgst með hinu daglega lífi, skyldi maður ætla það flestum ofraun að liggja hjálparvana og mállaus í hart nær fimm ár. í augunum á munu margir viðskiptavinir Tryggingastofnunar ríkisins og lífeyrissjóða starfsmanna ríkisins sakna vinar í stað. Fyrir hönd stjórnenda og starfsmanna Tryggingastofnunar ríkisins færi ég Héðni Finnboga- syni einlægar þakkir fyrir ánægjuleg samskipti og vel unnin störf. Fari hann í friði. Guðjón Albertsson Héðinn Finnbogason, sem í dag er kvaddur eftir mjög svo ótíma- bært fráfall, er harmdauði öllum sem hann þekktu. Héðinn var kominn af traustu bændafólki og ávallt kenndur við Hítardal þar sem hann var fæddur. Hann stundaði nám við Mennta- skólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan 17. júní 1945 ásamt þeim hópi sem æ síðan hefur litið á hann sem sameiningartákn bekkj- arins, enda maðurinn afburða vel til forustu fallinn, röggsamur, glaðbeittur og mikill mannasætt- ir, ef svo bar undir. Ég kynntist Héðni og hans ágætu konu, Auði Böðvarsdóttur, fyrst að marki á 25 ára stúdentsafmæli bekkjarins þegar hópurinn hélt til Akureyrar til að samfagna nýstúdentum og öðrum, sem þangað voru komnir til hátíðahalds. Það var létt yfir mönnum þessa daga og lið það sem Héðinn stýrði vakti verðskuldaða athygli norður þar, enda kunni foringi okkar vel til verka við liðskipan og stjórnun þegar tilefni gafst. Nú er annað stórafmælið fram- undan og var Héðinn sem fyrr vakinn og sofinn við allan undir- búning og mikill hugur f öllum að hittast á ný á gömlum slóðum. Ég veit að það var í anda Héð- ins, að þrátt fyrir þetta stóra skarð sem nú er höggvið í okkar raðir, þá skulum við „halda gleði hátt á loft“, þegar á hólminn er komið. Héðinn var hæfileikamaður á mörgum sviðum. Meðal annars var hann afar handlaginn eins og margt heima í Kjalarlandi 20 ber vott um. Hann útlistaði oft fyrir mér hvernig best væri að standa að einu eða öðru, sem ég taldi mig þurfa að gera, en þegar ég bar við klaufaskap mínum svaraði hann að bragði: „Þetta er ekkert mál, við Bolli skreppum bara til þín einhvern laugardaginn." Mér er minnisstætt er við hjón- in vorum að leggja af stað í utan- landsreisu, áttum aðeins eftir að hringja á bíl, þegar knúið var dyra og úti standa Auður og Héðinn, sem segir hvatlega: „Eru ekki far- þegar á leið til Rómaborgar, eða hvað?“ síðan skelltu þau okkur út á Loftleiðir, en svo lá leið þeirra upp á fæðingardeild, þar sem von Birni var þó engan bilbug að finna, þótt eðlilegar tilfinningar í gleði og sorg sýndu sig ef svo bar við. Það er til marks um þá ást sem Björn vakti hjá nánustu aðstand- endum sínum, að varla féll úr sá dagur að hans væri ekki vitjað í þessi hart nær fimm sjúkdómsár, um lengri eða skemmri stund, tvisvar á dag. Fór þá Dagný dag- lega nánast undantekningalaust og oft tvisvar. Sýndi hún Birni og gaf mikinn styrk. Á kveðjustundu minnumst við góðs manns sem þjáöist mikið. Megi hann hvíla í friði. Skúli Thoroddsen Þann 20. þ.m. lést í Landakots- spítala Björn Ársælsson til heim- ilis f Bólstaðarhlíð 30. Þeim sem fylgst hafa með veikindum Björns í tæp fimm ár kom ekki á óvart hver endalokin urðu, heldur hitt, hvað hjartað gat lengi slegið í lömuðum líkama og við slík atvik og umskipti er Björn varð fyrir í maí 1980. Átakanlegt hefur verið fyrir móður mína, börn hans og aðra aðstandendur að horfa upp á hvernig mannslfkaminn getur orð- ið sem blaktandi strá allt í einu sem hendi sé veifað. Þannig liðu þessi löngu ár fyrir Birni, engan bata að fá, aðeins að bíða svo loks kom dauðinn sem lfknandi engill að frelsa sál úr þjáðum líkama. var á fyrsta afa- og ömmubarninu, Vilborgu. Nokkur fyrstu árin var haldið upp á afmæli þeirrar litlu heima hjá afa og ömmu og okkur Ingibjörgu boðið. Héðinn sagði þá gjarnan sem svo: „Jæja, þá eru þrjú ár síðan þið lögðuð af stað til Rómar.“ Nú eru liðin 10 ár síðan við fjög- ur ásamt tviburunum Sigríði og Böðvari héldum til Kanaríeyja, þar sem þessir vinir okkar sam- glöddust mér á fimmtugsafmæli mínu. Ég mun sakna þess að finna hvergi þeirra hýra bros og glaða viðmót meðal gesta nú 10 árum siðar, og heyra ekki Héðinn minn kasta fram sfnum velþekktu at- hugasemdum, sem komu öllum í gott skap á góðra vina fundum. Margar gleðistundir höfum við Ingibjörg átt með þeim hjónum allt til þeirrar stundar er hann varð að sjá á eftir konu sinni yfir móðuna miklu í maí 1982. En þvi trúi ég staðfastlega að þar fyrir handan bfði hún nú. Ég get vel séð þau hjónin fyrir mér, haldast f hendur og hlaupa eftir ströndinni eins og þau gerðu á Krít forðum. Bræðrum Héðins og systur sendum við samúðarkveðjur. Börnum hans, Lilju, Bolla, Sigrfði og Böðvari, tengdabörnum, barna- börnum og öðrum aöstandendum vottum við dýpstu samúð. öll él birtir upp um sfðir. Blessuð sé minning vinar okkar Héðins Finnbogasonar. Ingibjörg og Móses „Gleðin týnist ein og ein.“ Héðinn Finnbogason var glaður maður. Af honum stafaði ávallt gustur hressileika, en jafnframt var hann hlýr í viðmóti. Við kom- um sama haustið í byrjun síðari heimsstyrjaldar f Menntaskólann á Akureyri, ég í 2. bekk, en hann í 1. bekk. Man 'ég þá gjörla þennan eldhærða dreng frá Hítardal, sem virtist hverjum manni vel. Svo liðu árin, fyrst fyrir norðan og síð- an hér syðra í háskóla. Við vorum jafnan í kallfæri hvor við annan. Þetta voru góðir og glaðir dagar, enda þótt skotsilfur lægi ekki ætfð Björn fæddist í Keflavík 11. júní 1917, sonur hjónanna Jóninu Ein- arsdóttur og Ársæls Þorsteins- sonar. Hann var einn af sjö börn- um þeirra hjóna og sá fimmti sem kveður af systkinahópnum. Ég undirrituð veit ekki svo glöggt um æsku og uppvaxtarár hans að rétt væri með það farið. Kynni mín af Birni hófust fyrir tæpum 24 árum þegar móðir mfn, Dagný Karlsen, hóf sambúð með honum og tveim á lausu. Við Héðinn höfum verið spilafé- lagar um margra ára skeið. Var hann jafnan í essinu sínu, sagði stundum nokkuð djarft, en spilaði oft mjög vel og með tilþrifum. Rausnarveitingar voru ávallt á borðum hjá honum og ágætri konu hans Auði, sem lést einnig mjög um aldur fram fyrir tæpum þrem- ur árum. Allt skaplyndi Héðins var á þann veg að hann hafði mjög gam- an af félagsmálum. Fyrir kom að spilamennska féll niður sökum þess að hann þurfti að stjórna fundi hjá framsóknarmönnum, og létum við það ætíð kyrrt liggja. Hann hafði mjög næmt auga fyrir hinu spaugilega, en undir niðri var hann þó viðkvæmur, það fann maður glöggt þegar hann opnaði hug sinn. — Við bjuggum í nokkru nágrenni um árabil og lit- um því stundum inn hvor hjá öðr- um, báðum til verulegrar ánægju að ég hygg. Að Héðni Finnbogasyni er sjón- arsviptir og mikil eftirsjá, en eigi þýðir um að sakast. Allir erum vér vígðir til moldar. — Við þessi skil er okkur félögum þakklæti efst í huga fyrir langa og heiðarlega vináttu. Við sendum börnum hans, tengdabörnum og öðrum ástvinum hlýjar samúðarkveðjur. Megi hon- um nú vel farnast á vegunum miklu um loftin blá „austur af sól og suður af mána“. Runólfur Þórarinsson Kveðja frá Framsóknar- félagi Reykjavíkur Héðinn Finnbogason hafði um áratugaskeið starfað innan Fram- sóknarfélags Reykjavíkur, og var í hópi áhugasömustu félaga þar. Þegar slíkur maður fellur frá fyrirvaralaust, er skarð fyrir skildi. Héðinn fylgdist grannt með þjóðmálaumræðunni, og var jafn- an virkur í henni. Skoðanir sínar lét hann í ljós umbúðalaust, án þess þó að þröngva þeim upp á nokkurn mann. Hann var vinsæll og vinamargur. Og á góðum stund- um var hann hrókur alls fagnaðar. Það var einmitt á slikri stund, sem kallið kom svo skyndilega. Fyrr um kvöldið höfðum við átt langar viðræður um verkefni, sem beið úrlausnar næstu daga. Eins og jafnan áður var hann áhugasamur og fastmælum bundið að hittast nokkrum dögum síðar. Úr þeim fundi gat því miður ekki orðið. Fyrir hönd hinna fjölmörgu vina hans í Framsóknarfélagi Reykjavíkur, eru þessar fáu línur settar á blað til að votta góðum félaga virðingu á skilnaðarstund. Alfreð Þorsteinsson formaður FR. börnum hans. En Björn hafði misst konu sína Guðrúnu Soffíu Sigurðardóttir árið 1957, hann hafði einnig eignast einn son fyrir fyrra hjónaband. Björn var hinn prúðasti og glaðværasti i allri um- gengni, hjálpsamur og traustur. Öfá skipti greiddi hann götu mína þegar ég leitaði til hans. Björn var með afbrigðum barngóður og ól hann upp ásamt móður minni Björn, dótturson sinn, sem var sól- argeisli afa síns, hann stundar nú nám við Menntaskólann á Akur- eyri. Þegar Björn veiktist stóðu móð- ir min og börn hans við hlið hans tilbúin að gera honum allt til hjálpar sem þau gátu. Má segja að dag hvern sem hann dvaldist á sjúkrahúsinu hafi móðir mín setið þar flestar stundir þar til yfir íauk. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. Ég og fjölskylda mín vottum mömmu, börnum Björns, tengda- börnum og barnabörnum innilega samúð. Minningin um Bjöm Ársælsson lifir skýr og björt í hugum þeirra sem kynntust góðmennsku hans og nutu hennar. Blessuð sé minning hans. Kristjana Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.