Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 ÚTVARP/SJÓNVARP Kjaramál Ingvi Hrafn hellti ákaft í bolla þeirra fimmmenninga úr röðum launamanna, sem mættir voru í sjónvarpseldhúsið á þriðjudags- kveldið að ræða kjaramálin. Ekki veitti af að væta kverkarnar, því allt var fólk þetta óvant því að sitja í skini fjölmiðlanna og ekki með stöðluð svör á reiðum höndum, einsog hinir svokölluðu fulltrúar hagsmunaaðila. Samt eiga svona umræður einsog fóru fram þarna við kaffiborðið hjá honum Ingva Hrafni sér stað dag hvern á hinum ýmsu vinnustöðum þessa lands. Er býsna gagnlegt að heyra á skjánum sjónarmið hinna ólíku atvinnustétta, það vill nú oft verða svo að á vinnustaðnum kynn- ist maður bara eigin kjörum eilítið betur. Þannig tel ég ólíklegt að skrifstofumaðurinn setji sig inní kjör kaffikonunnar og öfugt, svo dæmi sé tekið. Kjör hins al- menna manns Ég tel að Ingva Hrafni hafi tek- ist bara bærilega í þessum þætti að fiska uppúr fimmmenningunum, þau kjör er þeir búa við af hálfu atvinnurekenda. Að vísu var erfitt að átta sig á kjörum bóndans í hópnum enda getur hann ekki beint talist launþegi. En mikið brá mér þegar Maren Jakobsdóttir af- greiðslumaður í Hagkaup upplýsti að hún hefði 16 þúsund krónur fyrir fulla dagvinnu. Kona þessi er einstæð móðir með þrjú börn á framfæri! Ég gæti ekki rétt manneskju slík laun fyrir fulla dagvinnu. Én því miður virðist enn hér furðu lífs- seigur sá „Nýlendukapítalismi" sem byggist á því að greiða starfs- mönnum sem allra lægst laun. Þessi tegund kapítalisma á bara því miður ekki lengur rétt á sér í hátækniheimi. Hann hefur nátt- úrulega aldrei átt rétt á sér, en byggði þó upp ríkidæmi Bretlands á meðan það var heimsveldi, Portú- gals sömuleiðis og jafnvel Dana- veldis. En hvar standa þessi lönd í dag? Nú njóta þau ekki ávaxtanna af hinu ódýra vinnuafli nýlendanna og nánast fríu hráefni, þá kemur í ljós að veldi þeirra var byggt á brauðfótum. Hinir ánauðugu krefj- ast nefnilega á endanum frelsis, hinir láglaunuðu mannsæmandi launa fyrir eðlilegan vinnudag. Ný-kapítalisminn En nú er bjartara framundan í hinum vestræna heimi, því óðum ryður „Ný-kapítalisminn“ hinum úrelta „Nýlendukapítalisma" úr vegi. Nú blómstra þau fyrirtæki er byggja framsókn sína í seinn á tæknivæðingu, vöruþróun, hámarksafköstum og góðum launum tryggra og hæfra starfsmanna. Nægir í þessu sambandi að nefna tvö af framsæknustu stórfyrirtækjum Evrópu, annars vegar Volvo sem er þekkt fyrir góðan aðbúnað starfsmanná og ágæt laun, og hins vegar Olivetti, sem greiðir ekki bara starfsmönnum einhver hæstu laun í Evrópu, heldur sér þeim fyrir frírri læknisþjónustu, börn- um þeirra fyrir leikskólaplássi og svo framvegis. í krafti aukinnar menntunar og upplýsingar krefst hinn almenni launþegi betri launa og bættrar aðbúðar á vinnustað. Þau fyrirtæki sem ekki geta á næstu árum og áratugum komið til móts við þessar kröfur hins nýja tíma, eiga raunar engan tilveru- rétt, því þau hafa gefist upp við að bæta stöðu sína með aukinni tækni, hagræðingu, vöruþróun og há- marksafköstum. Þau eiga raunar ekki heima í „upplýsingasamfélagi" okkar að mínu mati, en geta nátt- úrulega flutt starfsemi sína til þriðja heimsins, í staðinn gætu komið hingað útibú fyrirmyndar- fyrirtækja á borð við Volvo og Oliv- etti. Ólafur M. Jóhannesson. „Sendi- herrann“ „ L íka fyrir fullorðna“ Leikrit eftir Slavomir Mrozek í kvöld kl. 22.35 í kvöld kl. 20.00 20 00 verður flutt í — útvarpinu leik- ritið „Sendiherrann" eftir pólska rithöfundinn Slav- omir Mrozek. Þýðingu og útvarpshandrit gerði Jón Viðar Jónsson og er hann einnig leikstjóri. Leikritið fer fram í sendiráði ótiltekins vest- ræns ríkis í ótilteknu al- ræðisríki. Sendiherrann, aðalpersóna leiksins, hef- ur nýlega tekið við stöðu sinni þar og er enn ekki orðinn vanur framandi aðstæðum. Sendifulltrúi rfkisstjórnarinnar kemur til fundar við sendiherr- ann og reynist hafa með- ferðis harla óvenjulega gjöf. Þá gerist það að ókunnur maður smyglar sér með óvæntum hætti inn i sendiráðið og biður um hæli sem pólitískur flóttamaður. Sendiherr- ann stendur nú frammi fyrir vanda, sem hann hefur aldrei kynnst áður og knýr hann að lokum til að endurmeta öll lífsvið- horf sín. í frétt frá leiklistar- deild Ríkisútvarpsins seg- ir að Slavomir Mrozek sé frægasta leikskáld Pól- verja nú og hafi um árabil búið í Frakklandi. Eitt þekktasta verk hans er Tangó, sem Leikfélag Reykjavíkur flutti árið 1966 en af öðrum leikrit- um hans sem flutt hafa verið hér á landi má nefna Á rúmsjó og Vatzlav, sem leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð sýndi fyrir nokkrum árum. Mrozek er jafnan talinn meðal fulltrúa absúrd- leikhússins, en verk hans búa þó oft yfir sterkri pólitískri ádeilu á stjórnarhætti í heima- landi hans, að því er segir í frétt leiklistardeildar- innar. Leikendur í Sendiherr- anum eru: Róbert Arn- finnsson, Harald G. Har- alds, Erlingur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Rúrik Haraldsson og Sigurjóna Sverrisdóttir. Tæknimenn eru Friðrik Stefánsson og Runólfur Þorláksson og er leikritið tekið upp og flutt í stereo sem er nýjung við flutning útvarpsleikrita. Jón Viðar Jónsson gerði þýðingu og útvarpshandrit og leikstýrir jafnframt. 35 les Kristín — Bjarnadóttir leikari þýðingu sína á þrem stuttum sögum eftir Marianne Larsen. Allar fjalla þær um unglinga. Fyrsta sagan nefnist Sunnudagsbarnið og segir frá 15 ára dreng sem verð- ur faðir. Það reynist hon- um erfitt að horfast í augu við þá staðreynd. Önnur sagan heitir Kakó- mjólk og kex og fjallar um leikfélaga sem taka tal saman. Sámtal þeirra endurspeglar afstöðu þeirra til fullorðna fólks- ins og lífsins almennt. Þriðja og síðasta sagan nefnist Dauði þjófs og fjallar um unglingsstelpu og móður hennar. Marianne Larsen er dönsk og er aðallega Pétur Jónasson leikur 21 ■■ Pétur Jónasson 35 gítarleikari — leikur í útvarpi Milan, Gaspar Sanz og Is- aac Albéniz. Pétur lærði hjá Eyþóri Þorlákssyni í Tónlistar- skóla Garðabæjar og lauk þaðan einleikaraprófi á gítar árið 1977. Þá dvald- ist hann í tvö ár við fram- haldsnám 1 Mexíkó og lauk þaðan prófi árið 1980. Sumarið 1983 fór Pétur í tónleikaferð um Pétur Jónasson Kristín Bjarnadóttir les þrjár stuttar sögur. þekkt sem ljóðskáld. Þó gaf hún út smásagnasafn 1982 og úr því eru sögurn- ar þrjár. Kristín Bjarna- dóttir hefur töluvert feng- ist við þýðingar ljóða og smásagna fyrir útvarpið. á gítar Norðurlöndin á vegum Norðurlandaráðs og haustið 1984 hlaut hann styrk úr Sonning-sjóðnum og hélt þá til Spánar, þar sem hann dvelur nú við gítarleik. Pétur hefur haldið tón- leika víðsvegar erlendis og hér heima hefur hann m.a. leikið með Sinfóníu- hljómsveit íslands, ís- lensku hljómsveitinni og Kammersveitinni. Síðast hélt hann tónleika á ís- landsvikunni í Bretlandi í nóvember á síðasta ári. ÚTVARP FIMMTUDAGUR 28. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttlr. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö: — Valdls Magn- úsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Plpuhattur galdrakarlsins" eftir Tove Jansson. Ragn- heiður Gyða Jónsdóttir les þýðingu Steinunnar Briem (11). 9JM Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tfö.“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Her- mann Ragnar Stefánsson. 11.30 „Sagt hefur það verið." Hjálmar Arnason og Magnús Gíslason sjá um þátt af Suð- urnesjum. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13J0 Barnagaman. Umsjón: Sigrún Jóna Kristjánsdóttir. 13.30 Tónleikar. 14.00 „Blessuð skepnan" eftir James Herriot. Bryndls Vlg- lundsdóttir les þýöingu slna (16). 14.30 A frlvaktinni. Þóra Mart- einsdóttir kynnir óskalög sjó- manna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar. Tónlist eftir Georg Friedrich Hándel. a. „Járnsmiðurinn söngvlsi." David Sanger leikur á semb- al. b. „Tilbrigði fyrir hörpu." Marisa Robles leikur. c. „Svlta" I g-moll“. Lugiano Sgrizzi leikur á sembal. d. Sónata I c-moll. Frantisék Hanták og Viktorie Svihili- 19.15 A döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Krakkarnir I hverfinu 11. Katrln heldur jafnvæg- inu. Kanadiskur myndaflokkur I þrettán þáttum, um atvik i Iffi nokkurra borgarbarna. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós kova leika á óbó og sembal. e. Kammertló I G-dúr. Ars Redivia-hljóðfæraflokkurinn leikur. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.55 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Sendiherrann" eftir Slavomir Mrozek. Þýð- ing og útvarpshandrit: Jón Viðar Jónsson. Leikstjóri: Jón Viðar Jónsson. Leikend- ur: Róbert Arnfinnsson, Har- ald G. Haraldsson, Krist- björg Kjeld, Erlingur Glsla- Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. 21.15 Skonrokk Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 2145 Válynd veður Bresk heimildamynd um veðurofsa: flóð, fellibylji og þrumuveður og hvernig maðurinn stenst sllkar ham- farir. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.45 Frumskógur stórborgar- innar son, Rúrik Haraldsson og Sigurjóna Sverrisdóttir. 21.35 Gltarleikur ( útvarpssal. Pétur Jónasson leikur tónlist eftir Luis Milan, Gaspar Sanz og Isaac Albéniz. 22.00 Lestur Passlusálma (22). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Llka fyrir fullorðna." Þrjár stuttar sögur eftir Mari- anne Larsen. Kristln Bjarna- dóttir les þýðingu slna. 23.00 Múslkvaka. Umsjón: Oddur Björnsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. (Asphalt Jungle) s/h. Bandarisk blómynd frá 1950. Leikstjóri John Huston. Aðalhlutverk: Sterling Hayd- en, Sam Jaffe, Louis Cal- hern og Marilyn Monroe. Roskinn glæpamaður er ekki fyrr laus úr fangelsi en hann byrjar að vinna að miklu skartgriparáni og hefur lög- fræðing I fjárkröggum að bakhjarli. Þýðandi Baldur Hólmgeirs- son. 66.20 Fréttir I dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Sigurður Sverr- isson. 14.00—15.00 Dægurflugur Stjórnandi: Leópold Sveins- son. 15.00—16.00 Otroðnar slóðir Kristileg popptónlist. Stjórnendur: Andri Már Ing- ólfsson og Halldór Lárusson. 16.00—17.00 Jazzþáttur Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 17.00—18.00 Gullöldin Lög frá 7. áratugnum. Stjórnandi: Þorgeir Ast- valdsson. 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21.00—22.00 Nú má ég! Gestir I stúdlói velja Iðgin ásamt léttu spjalli. Stjórnandi: Ragnheiður Dav- Iðsdóttir. 22.00—23.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—24.00 Söngleikir. Stjórnandi: Jón Ólafsson. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 1. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.