Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985
Tvennir tónleikar
Háskólakórsins
Á LAUGARDAG og sunnudag held-
ur lláskólakórinn tvenna tónleika í
Keykjavík, en í næstu viku er kórinn
á förum til Hollands til tónleika-
halds.
HlaÖbær hf.
með lægsta tilboð
TILBOÐ í byggingu brúar yfir
Kringlumýrarbraut voru opnuð hjá
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar
á þriðjudaginn sl. og reyndist tilboð
verktakafyrirtækisins Hlaðbæjar
lægst, rúmar 32 milljónir króna.
Fimm tilboð voru opnuð, sem höfðu
verið valin áfram úr forvali.
Samkvæmt kostnaðaráætlun var
gert ráð fyrir að kostnaður við
bygí?inKu brúar yfir Kringlumýr-
arbraut næmi rúmum 39 milljón-
um króna og er tilboð Hlaðbæjar
því um 7 milljónum króna undir
kostnaðaráætlun. Ákvörðunar um
hvaða tilboði verður tekið er að
vænta á næstu dögum að því er
upplýst var hjá Innkaupastofnun
Reykjavíkur í gær.
Á efnisskrá kórsins er sem fyrr
lögð megináhersla á íslenska sam-
tímatónlist og að þessu sinni
verða frumflutt tvö ný verk eftir
ung tónskáld. Annað þeirra, „I
Sing the Body Electric" fyrir þrí-
skiptan kór og segulband eftir
Lárus Halldór Grímsson, var sam-
ið fyrir Háskólakórinn fyrir milli-
göngu Musica Nova. Hitt er „Noct-
urnes handa sólkerfinu" eftir
Hilmar Þórðarson við ljóð eftir
Sigurð Pálsson.
Þá mun kórinn flytja verk Jóns
Ásgeirssonar, „Á þessari rímlausu
skeggöld", við ljóð Jóhannesar úr
Kötlum.
Auk þessara verka verða á efn-
isskránni lög úr Sóleyjarkvæði,
sem kórinn flutti fyrr í vetur við
góðan orðstír.
Tónleikarnir verða sem fyrr
segir laugardag og sunnudag, 2. og
3. mars, í Félagsstofnun stúdenta
við Hringbraut og hefjast klukkan
17.00 báða dagana.
Stjórnandi Háskólakórsins er
Árni Harðarson.
(Fréttatilkynning)
Bandalag áhugamanna
um listir stofnað
FIMMTUDAGINN 21. mars nk. kl.
20.30 verður haldinn í Tónabæ
stofnfundur nýs félags sem ber heit-
ið: „Bandalag áhugamanna um list-
ir“. Er hér um að ræða nýtt félag,
sem mun einbeita sér að hagsmun-
um félagsmanna sinna, fræðslustarf-
semi, sýningarstarfsemi, ýmissi
þjónustu fyrir félaga s.s. útvegun
bóka og blaða, efnis hvers konar
o.fi. og margskonar þáttum er varða
líf áhugamannsins á listabrautinni.
Bandalagi áhugamanna um list-
ir verður skipt niður í fimm deild-
ir, sem eru: kvikmynda-, ljós-
mynda-, leiklistar-, myndlistar- og
tónlistardeild. Ættu allir að finna
hér eitthvað við sitt hæfi. Margir
jafnvel fleira en eitt. Allar deild-
irnar fimm eiga síðan sinn hlut í
útgáfustarfsemi félagsins, sem
verður m.a. í formi blaðs. Blaðið
verður fjölþætt og fallegt og gefið
út með reglulegu millibili.
Ef einhverjum finnst þetta
höfða til sín þá vinsamlegast mæti
hann á stofnfundinn, þar sem til-
gangur, starfsemi, markmið og lög
Bandalags áhugamanna um listir
verða kynnt nánar. Þar mun
ennfremur verða kosið í stjórn og
félagsmenn skráðir niður.
(FrétUtilkynning)
Ráðstefna um mál-
efni aldraðs fólks
Öldrunarráð íslands boðar til
ráðstefnu um málefni aldraðra borg-
ara, sem búa á heimilum sínum.
Ráðstefnan verður haldin á Hótel
Esju, annarri hæð, fostudaginn I.
marz, kl. 13:00, en gert er ráð fyrir að
henni Ijúki kl. 18:00.
Á ráðstefnunni verða flutt stutt
framsöguerindi, Sigurveig Sigurð-
ardóttir, félagsráðgjafi, talar um
„Kosti og galla þess frá félags- og
sálfræðilegum sjónarmiðum að búa
heima". Guðrún Hafsteinsdóttir,
talar um „Umhverfi", Sigríður Jó-
hannsdóttir, sjúkraliði um „Fjöl-
skyldu- og félagslíf", Jónína Pét-
ursdóttir, deildarstjóri, um „Heim-
ilishjálp, umfang, framkvæmd og
nýting starfskrafta", Guðjón
Brjánsson, um „Dagvistun" og
Sveinn H. Ragnarsson, félagsmála-
stjóri, um „Nýtingu fjármagns í
samanburði við aðra þætti öldrun-
arþjónustu". Þá verður gert kaffi-
hlé, en síðan hefjast umræður,
Ráðstefnustjóri verður formaður
Öldrunarráðs íslands, Sr. Sigurður
Helgi Guðmundsson. Ráðstefnan er
öllum opin.
(flr rrélUlilkynninKU)
Háskólakórinn söng við athöfnina.
Kandídatar útskrif-
ast frá Háskólanum
í IIPPHAFI haustmisseris hafa eft-
irtaldir 52 stúdentar lokið prófum
við Háskóla íslands.
Kmbættispróf í guðfræði (1)
Guðmundur Guðmundsson
Embættispróf í lögfræði (4)
Bergsteinn Georgsson
Georg Kr. Lárusson
Gunnar Jónsson
Una Þóra Magnúsdóttir
Kandídatspróf í viðsk.fræðum (15)
Baldur Pétursson
Benóní T. Eggertsson
Eyþór Tómas Heiðberg
Hallgrímur Tómas Ragnarsson
Hjalti H. Hjaltason
Jón Grímsson
Jón Þorkelsson
Margrét Guðjónsdóttir
Ólafur Ólafsson
Óskar Þórðarson
Ottó Leifsson
Pétur Vilhjálmsson
Sigurður Ingi Margeirsson
Skúli Bergmann Garðarsson
Þóra Þorvarðardóttir
Kandídatspróf í sagnfræði (1)
Valdimar Unnar Valdimarsson
Kandídatspróf í ensku (I)
Neil McMahon
B.A.-próf í heimspekideild (7)
Anna Soffía Svavarsdóttir
Edda Möller
Friðný Guðrún Pétursdóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Sigríður G. Björnsdóttir
Sigríður Birna Guðjónsdóttir
Veturliði Óskarsson
Verkfræði- og raunvísindadeild (14)
Lokapróf í rafmagnsverkfræði (3)
Óskar B. Hauksson
Valur Knútsson
Vignir Bjarnason
B.S.-próf í tölvunarfræði (3)
Björgvin L. Gunnlaugsson
Gunnar Halldórsson
Trausti Leifsson
B.S.-próf í eðlisfræði (1)
Birgir Jóhannesson
BJS.-próf í jarðeðlisfræði (1)
Sigurður Erlingsson
BJS.-próf í matvælafræði (1)
Elín Guðmundsdóttir
B-S.-próf í líffræði (1)
Steingrímur P. Stefánsson
B.S.-próf í jarðfræði (2)
Guðmundur H. Guðfinnsson
Viðar Karlsson
B.S.-próf í landafræði (2)
Elín Erlingsdóttir
Kristján M. Baldursson
Kandídatspróf í tannlækningum (1)
Ingimundur Kr. Guðjónsson
Guðmundur Magnússon, rektor há-
skólans, ávarpaði gesti við braut-
skráningu kandídata þann 23. febrú-
ar sl.
B.A.-próf í félagsvísindadeild (8)
B.A.-próf í bókasafnsfræði (2)
Auðbjörg Guðjónsdóttir
Ragna Hafdís Stefánsdóttir
B.A.-próf í sálarfræði (2)
Reynir Harðarson
Valgerður Magnúsdóttir
B.A.-próf í uppeldisfræði (1)
Hrafnhildur Skúladóttir
B.A.-próf í félagsfræði (2)
Auðbjörg Nanna Ingvarsdóttir
Sveinbjörg J. Svavarsdóttir
B.A.-próf í stjórnriíálafræði (1)
Friðrik Þór Guðmundsson
Húsnæðisstofnun talin hafa ofreiknað verðtryggingu:
„Aðeins fáein hundr-
uö króna á hvert lán“
Norræna húsið:
Minnist hátíðarárs
Kalevala-kvæðabálksins
— Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar
„VIÐ HÖFUM ritað Seðlahankanum bréf og ég hef talað við
einn hankastjóra Seðlabankans um að þegar í stað verði
hafnar viðræður um það hvernig hægt sé að standa að fram-
kvæmd þessara fyrirmæla, og ég vona að þær viðræður geti
hafist nú, hvern daginn sem er,“ sagði Sigurður E. Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins,
er blm. Mbl. spuröi hann hvernig Húshæðisstofnun hygðist
snúa sér í því að hún er talin hafa ofreiknað verðtryggingu af
húsnæðislánum frá í september 1983 um þrjú prósentustig,
þar sem ríkisstjórnin tók þá ákvörðun á þeim tíma að verð-
trygging af lánunum skyldu aðeins vera 5,1 %, ekki 8,1 %.
Kalevala-dagurinn, 28. febrúar, er
opinber fánadagur í Finnlandi og
haldinn hátíðlegur sem dagur
finnskrar menningar.
f ár eru liðin 150 ár frá útkomu
Kalevala-kvæðabálksins finnska,
en finnski læknirinn Elias Lönnrot
ferðaðist um Finnland, einkum
austurhéruðin og safnaði gömlum
þjóðkvæðum. Hann bjó þau til út-
gáfu og gaf þau út í fyrsta sinn
1835.
Kalevala eru hetjukvæði frá mið-
öldum, en þau endurspegla mörg
eldri menningarskeið. Þessi þjóð-
kvæði áttu mikinn þátt í finnskri
þjóðarvakningu og hafa einnig inn-
blásið finnskar bókmenntir,
finnska myndlist og tónlist.
í tilefni þessa hátíðaárs Kalev-
alakvæðabálksins efnir Norræna
húsið til sýninga, tónleikahalds og
annarra kynninga, sem dreifast
einkum á marz og apríl. í bókasafni
og hluta anddyris verður bókasýn-
ing og í samkomusal verður lit-
skyggnusýning í gangi. f marz
verður væntanlega opnuð sýning
með Kalevala-Koru-skarti, og í
apríl efnir Háskóli fslands í sam-
vinnu við Norræna húsið til mál-
þings um kvæðin. Sett verður upp
skermasýning, sem sýnir tilurð
kvæðanna, og er ætlunin, að sú
sýning verði send í skóla og söfn
víða um land.
Veggspjöld hafa verið gerð í til-
efni ársins og munu þau skreyta
veggi Norræna hússins við og við á
árinu.
(f r rrcltatilkynmnjlu)
Sigurður sagði að Húsnæðis-
stofnun hefði þann 7. september
1983 ritað félágsmálaráðuneytinu
bréf, þar sem farið var fram á að
ráðuneytið skýrði hvernig þessi
ákvörðun ríkisstjórnarinnar
skyldi framkvæmd, þar sem í
septembermánuði var hvorki
gjalddagi á lánum hjá Bygginga-
sjóði ríkisins, eða Byggingasjóði
verkamanna. Því hefði verið vand-
séð til hvaða tilvika þessi
ákvörðun hefði átt að ná'.
Sigurður sagði að svar við þessu
bréfi hefði enn ekki borist, en
hann hefði nú nýverið fengið upp-
lýsingar um að félagsmálaráðu-
neytið hefði staðið í þeirri mein-
ingu að Húsnæðisstofnun og
Seðlabanki hefðu hafið samvinnu
um að kanna með hvaða hætti
unnt væri að standa að þessari
framkvæmd. Hér hefði því verið
um gagnkvæman misskilning að
ræða, en nú væri sem sagt verið að
kanna þessi mál ofan í kjölinn og
með hvaða hætti hægt væri að
gera tillögur um frámkvæmd, til
félagsmálaráðuneytisins.
Aðspurður um hvort hér væri
um miklar upphæðir að ræða í
hverju tilviki, fyrir þá lántakend-
ur sem hefðu greitt þarna þremur
prósentustigum of mikið í verð-
tryggingu, sagói Sigurður: „Það
hefur lítilsháttar athugun farið
fram á þessu í Veðdeild Lands-
bankans, og hún gefur ekki til
kynna að svo sé. Þau dæmi sem
skoðuð voru fyrir okkur, benda til
þess að þarna sé um að ræða fáein
hundruð króna á hvert lán.“
Stjórn Húsnæðisstofnunar hélt
fund í gær og þar bar þetta mál á
góma, en stjórnin var sammála
um að það þyrfti nánari skoðunar
við, ásamt meiri upplýsingum
stjórnvalda, samkvæmt upplýs-
ingum Björns Þórhallssonar, eins
stjórnarmanna stofnunarinnar.