Morgunblaðið - 06.03.1985, Page 25

Morgunblaðið - 06.03.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 25 Frakki telur sig hafa fundið Josef Mengele Lyon, 5-marz. AP. JOSEF Mengele, yfir- læknirinn í útrýmingar- búðunum í Auschwitz, býr undir eigin nafni á griða- stað nazista í Norður- Paraguay, að því er franskur kaupsýslumaður heldur fram í blaðinu „Ly- on Matin“ í dag. Kaupsýslumaðurinn, sem vill aðeins láta kalla sig Rob- ert N, kveðst þekkja vel þennan hluta Suður-Amer- íku og hafa farið þangað í janúar til þess að heimsækja héraðið Pratis-Gill. Hann sagði að griðastaðurinn væri nálægt bænum Filadelfia. „Á því leikur ekki hinn minnsti vafi að Mengele býr á svæði, sem afmarkast af Filadelfia og Neuland," sagði kaupsýslumaðurinn. „Hann hefur ekki einu sinni leynt nafni sínu. Hann á nægar eignir svo að hann þarf ekki að hafa fjárhagsáhyggjur." Kaupsýslumaðurinn kvaðst hafa aflað þessara upplýsinga hjá vinum sínum, sem búi á þessum slóðum og hafi borið kennsl á Mengele. Hann sagði að börn í Fila- Josef Mengeie delfiu hefðu séð Mengele í fylgd með fjórum lífvörðum. Hann sagði að svæðið, þar sem Mengele ætti heima, væri undir stjórn sértrúar- flokks af prússneskum upp- runa, mennoníta, og að nokkrir aðrir nazistar byggju þar óhultir. Samkvæmt bandarískum stjórnarskjölum, sem birt voru í síðustu viku, fóru CIA að berast fréttir þess efnis 1971 að Mengele væri viðrið- inn eiturlyfjasölu í Para- guay. Liprir Götusópar Afkastamiklir Danline götusópar af ýmsum stærðum og gerðum. Stórt geymslurými - með eða án vatnsúða og rennusteinsbursta. Auðveld losun. Sterkir og endingargóðir. Hafið samband og fáið allar frekari upplýsingar. UMBOÐS- OG HE/LDVEfíSLUN LÁGMÚLI5, 108 REYKJA VIK, SÍMI: 91-685222 PÓSTHÚLF: 887, 121 REYKJAVÍK BEINT DAGFLUGISOUKINH) Benidorm er á Costa Blanca ströndinni — ströndinni hvítu — sem telst vera besta baðströnd Spánar. Strendurnar eru hreinar, sandurinn hvítur, sjórinn tær og hér er sólríkasti staður landsins. Benidorm er fiskimannabær með hvítkölkuð hús uppi við fjallshlíðarnar — og nútíma ferðamannabær með breiðgötum, nýtísku verslunum, veitinga- og gistihúsum. Eins og aiþjóðlegum ferðamannastað sæmir hefur staðurinn úrval næturklúbba og veitingahúsa, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Hér geta lífsglaðir landar — á öilum aldri — notið lífsins og látið drauminn um vel heppnað frí rætast. Það segir hreint ekki svo lítið, að Beni- dorm er vinsælasti ferðamannastaður Spánverja sjálfra. A vorin leggur ilminn af sítrusávöxtum og blómstrandi trjám yfir allt, sumarið er eitt hið sólríkasta i Evrópu, haustið langt og hlýtt. Benidorm liggur 60 km norður af Alicante og í 140 km fjarlægð frá Valencia, á þrjár hliðar umlukt fjallahring. Því er auðvelt að leita á náðir gamla timans og kynnast hjarta landsins. Margir láta sér nægja að liggja flatir í sandinum og baða sig í bláu Miðjarðarhafinu. Aðrir smella sér í golf (tveir golfvellir í nágrenni Benidorm), minigolf, tennis, keiluspil, leigja sér hjól eða fá sér göngu upp í hæðirnar fyrir ofan borgina og njóta kyrrðarinnar. Ef þú ert feiminn við sólarlandaferð, farðu þá til Benidorm! Brottfarardagar: 3/4, 17/4, 8/5, 29/5, 19/6, 10/7, 31/7, 21/8, 11/9, og 2/10. Gisting í íbúðum eða hótelum-, með eða án fæðis. Ath: Beint dagflug. BENIDORM-STRÖNDIN HVÍTA FERÐAMIÐSTODIN AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.