Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 25 Frakki telur sig hafa fundið Josef Mengele Lyon, 5-marz. AP. JOSEF Mengele, yfir- læknirinn í útrýmingar- búðunum í Auschwitz, býr undir eigin nafni á griða- stað nazista í Norður- Paraguay, að því er franskur kaupsýslumaður heldur fram í blaðinu „Ly- on Matin“ í dag. Kaupsýslumaðurinn, sem vill aðeins láta kalla sig Rob- ert N, kveðst þekkja vel þennan hluta Suður-Amer- íku og hafa farið þangað í janúar til þess að heimsækja héraðið Pratis-Gill. Hann sagði að griðastaðurinn væri nálægt bænum Filadelfia. „Á því leikur ekki hinn minnsti vafi að Mengele býr á svæði, sem afmarkast af Filadelfia og Neuland," sagði kaupsýslumaðurinn. „Hann hefur ekki einu sinni leynt nafni sínu. Hann á nægar eignir svo að hann þarf ekki að hafa fjárhagsáhyggjur." Kaupsýslumaðurinn kvaðst hafa aflað þessara upplýsinga hjá vinum sínum, sem búi á þessum slóðum og hafi borið kennsl á Mengele. Hann sagði að börn í Fila- Josef Mengeie delfiu hefðu séð Mengele í fylgd með fjórum lífvörðum. Hann sagði að svæðið, þar sem Mengele ætti heima, væri undir stjórn sértrúar- flokks af prússneskum upp- runa, mennoníta, og að nokkrir aðrir nazistar byggju þar óhultir. Samkvæmt bandarískum stjórnarskjölum, sem birt voru í síðustu viku, fóru CIA að berast fréttir þess efnis 1971 að Mengele væri viðrið- inn eiturlyfjasölu í Para- guay. Liprir Götusópar Afkastamiklir Danline götusópar af ýmsum stærðum og gerðum. Stórt geymslurými - með eða án vatnsúða og rennusteinsbursta. Auðveld losun. Sterkir og endingargóðir. Hafið samband og fáið allar frekari upplýsingar. UMBOÐS- OG HE/LDVEfíSLUN LÁGMÚLI5, 108 REYKJA VIK, SÍMI: 91-685222 PÓSTHÚLF: 887, 121 REYKJAVÍK BEINT DAGFLUGISOUKINH) Benidorm er á Costa Blanca ströndinni — ströndinni hvítu — sem telst vera besta baðströnd Spánar. Strendurnar eru hreinar, sandurinn hvítur, sjórinn tær og hér er sólríkasti staður landsins. Benidorm er fiskimannabær með hvítkölkuð hús uppi við fjallshlíðarnar — og nútíma ferðamannabær með breiðgötum, nýtísku verslunum, veitinga- og gistihúsum. Eins og aiþjóðlegum ferðamannastað sæmir hefur staðurinn úrval næturklúbba og veitingahúsa, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Hér geta lífsglaðir landar — á öilum aldri — notið lífsins og látið drauminn um vel heppnað frí rætast. Það segir hreint ekki svo lítið, að Beni- dorm er vinsælasti ferðamannastaður Spánverja sjálfra. A vorin leggur ilminn af sítrusávöxtum og blómstrandi trjám yfir allt, sumarið er eitt hið sólríkasta i Evrópu, haustið langt og hlýtt. Benidorm liggur 60 km norður af Alicante og í 140 km fjarlægð frá Valencia, á þrjár hliðar umlukt fjallahring. Því er auðvelt að leita á náðir gamla timans og kynnast hjarta landsins. Margir láta sér nægja að liggja flatir í sandinum og baða sig í bláu Miðjarðarhafinu. Aðrir smella sér í golf (tveir golfvellir í nágrenni Benidorm), minigolf, tennis, keiluspil, leigja sér hjól eða fá sér göngu upp í hæðirnar fyrir ofan borgina og njóta kyrrðarinnar. Ef þú ert feiminn við sólarlandaferð, farðu þá til Benidorm! Brottfarardagar: 3/4, 17/4, 8/5, 29/5, 19/6, 10/7, 31/7, 21/8, 11/9, og 2/10. Gisting í íbúðum eða hótelum-, með eða án fæðis. Ath: Beint dagflug. BENIDORM-STRÖNDIN HVÍTA FERÐAMIÐSTODIN AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.