Morgunblaðið - 20.03.1985, Page 1
64 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
66. tbl. 72. árg.
MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Brezka fjárlagafrumvarpið:
Áherzla lögð á að-
hald í útgjöldum
Halli á fjárlögum 7 milljarðar punda
London 19. marz AP.
KOLAVERKFALLIÐ í Bretlandi, sem stóó í heilt ár, hefur orðið til þess að
auka halla ríkissjóðs þar um 2.750 raillj. punda. Kom þetta fram i ræðu
Nigels Lawsons fjármálaráðherra f neðri málstofu brezka þingsins í dag, er
hann fylgdi úr hlaði fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar.
Lawson sagði, að verkfallið væri
brezku þjóðinni dýrkeypt. Það
hefði spillt mjög fyrir þeirri við-
leitni að draga bæði úr verðbólgu
og halla ríkissjóðs. Lawson sagði
hins vegar, að það hefði reynzt enn
dýrkeyptara, ef stjórnin hefði lótið
undan í verkfallinu.
Með fjárlagafrumvarpinu nú,
sem er fyrir fjárhagsárið
1985—1986 er hefst í apríl, er lögð
megináherzla á það aðhald f pen-
ingamálum, sem stjórn Margaretar
Thatcher hefur fylgt fast eftir i 6
ár. Nema niðurstöðutölur frum-
varpsins 134,1 milljarði punda og
er hækkun þess frá þvf áður um
5%. Er hækkun þessi mjög f sam-
ræmi við verðbólguna f landinu. í
frumvarpinu er gert ráð fyrir halla
rfkissjóðs, sem nemi 7 milljörðum
punda.
Gert hafði verið ráð fyrir halla
rfkissjóðs að fjárhæð 7,2 milljarðar
punda f núgildandi fjárlögum, en
ljóst er, að hann verður um 10,5
milljarðar punda. Sagði Lawson, að
langmestur hluti þessa mikla halla,
eða 10 milljarðar punda, væri af-
leiðing kolaverkfallsins.
Belgía: .
Meirihluti með
stýriflaugum
Brttnel, 19. marz AP.
MINNKANDI líkur vora i þvf f
kvöld, að til atkvæðagreiðslu myndi
koma í belgíska þinginu gegn ákvörð-
un stjórnarinnar að setja upp stýrf-
flaugar f landinu. Var þetta Ijóst, eftir
að Luc van den Brande, einn helzti
andstæðingur stýriflauganna á þjóð-
þingi Belgfu, sneri við blaðinu í dag
og ákvað á sfðustu stundu að styðja
ákvörðun stjórnarinnar.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir
10% lækkun tekjuskatts og lækkun
á gjöldum vegna almannatrygg-
inga hja öllum þeim, sem hafa
minna en 130 pund f tekjur á viku.
Á móti koma hækkanir á tóbaki,
áfengi og bensfni. Útgjöld vegna al-
mannatrygginga eru langhæsti lið-
ur frumvarpsins og nema þau 40,1
milljarði punda. Síðan koma út-
gjöld vegna varnarmála að fjárhæð
18,1 milljarður punda.
Nigel Lawson, fjármálaráðherra Bretlands, með
stendur Teresa, kona hans.
,fjárlagatöskuna“ f hendinni á leið til þings í gær. Við hlið hans
Stríð írana og fraka harðnar enn:
Eldflaug skotið á Bagdad
Fjórtán manns bíða bana
írakar svara með því að gera loftárásir á fimm borgir í íran
Bagdad, 19. marz. AP.
HERÞOTUR íraka gerðu í dag loftáásir á fimm borgir í íran, eftir
að feiknarleg sprenging hafði orðið í íbúðarhverfi ( Bagdad, höfuð-
borg íraks. Fjórtán manns fórust í sprengingunni og fjögur íbúðar-
hús eyðilögðust. íranir sögðust í dag hafa skotið langdrægri eldflaug
á borgina og hefði hún valdið sprengingunni. Væri þetta fjórða
langdræga eldflaugin, sem þeir hefðu skotið á Bagdad undanfarna
fímm daga. Var því hótað, að ekkert lát yrði á áframhaldandi
eldflaugaárásum á borgina næstu daga. „Bagdad verður jöfnuð við
jörðu, ef loftárásum á íranskar borgir verður haldið áfram,“ sagði f
tilkynningu, sem lesin var upp (íranska útvarpinu.
Haft var eftir sjónarvottum, að
sprengingin i Bagdad hefði lagt
húsin fjögur gersamlega i rúst, en
þau stóðu í íbúðarhverfi á vestur-
bakka Tigrisfljóts, sem rennur í
gegnum Bagdad. Hefði fjölmennt
lögreglulið afgirt þetta svæði i
skyndi og lokað þvi, eftir að lækn-
ar og hjúkrunarfólk var komið á
vettvang.
Bardagar fóru hins vegar
minnkandi i dag á fenjasvæðinu i
suðurhluta Iraks, þar sem hvað
ákafast hefur verið barist undan-
farna daga.
Útlendingar i írak reyna nú sem
óðast að komast burt frá landinu i
kjölfar harðnandi stríðsátaka
undanfarinna daga. Þannig flutti
vestur-þýzka flugvélagið Luft-
hansa 357 Evrópumenn frá írak (
dag og yfir 300 Tyrkir fóru þaðan
með tyrkneskum fluvélum, sem
flugu margar ferðir til íraks i dag.
íranir segjast hafa unnið stóra sigra í bardögum við íraka (fenjasvæðunum syðst (frak. Mynd þessi, sem (ranska fréttastofan IRNA sendi frá sér í gær, á að
sýna hluta þeirra 3000 hermanna Iraka, sem íranir segjast hafa tekið til fanga f bardögunum undanfarna daga.
Talsmaður írösku herstjórnar-
innar sagði, að flugvélar fraks
hefðu gert loftárásir á borgirnar
Bushehr, Hamadan, Erdebil,
Krand og Korramabad. Væri
markmiðið með þessum loftárás-
um að „knýja ráðamenn f Iran til
þess að fallast á frið og binda endi
á stríðið".
MX-áætl-
unin sam-
þykkt
WuhiB(toii, I*. nut AP.
Öldungadcild Bandaríkja-
þings samþykkti í dag með
55 atkvæðum gegn 45 áætlun
Reagans forseta um smíði
svonefndra MX-kjarnorku-
eldflauga. Er þetta talið
vera meiriháttar sigur fyrir
forsetann.
Reagan lýsti þessum úrslitum
sem „sönnun um einurð Banda-
rikjamanna“. Sagði hann enn-
fremur, að Sovétmenn myndu
hafa túlkað það sem merki um
istöðuleysi og óákveðni af hálfu
Bandaríkjanna, hefði áætlunin
um MX-flaugarnar verið felld.
Hefði þá mátt vita það fyrir-
fram, að afvopnunarviðræður
þær, sem nú eru nýhafnar i
Genf, myndu fara út um þúfur.