Morgunblaðið - 20.03.1985, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
3
íslensk auglýsing hlýtur viðurkenningu:
Gaman að kollegarn-
ir skoði okkar vinnu
gagnrýnum augum
„VIÐ ERUM montin af þessu enda þykir upphefð að fi birta auglýsingu í
þessu blaði, sem er einskonar biblía auglýsinga- og markaðssérfrseðinga um
allan heim,“ sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri auglýsingastofu er
ber nafn hans, í samtali við blm. í gærkvöld.
Auglýsing, sem stofa hans gerði
um Parísarferðir Flugleiða, hefur
verið birt í þættinum „Global
Gallery“ í bandariska auglýs-
ingatímaritinu „Advertising
Age“, sem er líklega stærsta og
virtasta blað sinnar tegundar i
heiminum og kemur út í milljón-
um eintaka.
„Maður er vanur að líta fyrst af
öllu á þessar síður til að sjá hverj-
ir hafa komist inn,“ sagði Ólafur.
„Það er mikil ánægja fyrir okkur
að fá slika viðurkenningu fyrir
fagleg vinnubrögð og fallegan
hlut og gaman að hugsa til þess,
að starfsbræður okkar um allan
heim eru að skoða okkar vinnu
gagnrýnum augum. Það eru yfir-
leitt engir aukvisar, sem fá sín
verk birt á þessum síðum — mest
eru það risarnir á hinum alþjóð-
lega auglýsingamarkaði.
Meðal annarra, sem eiga aug-
lýsingar í „Global Gallery" í blað-
inu 7. mars eru fyrirtækin sem
annast auglýsingagerð fyrir
Chevrolet GM, Boeing-verksmiðj-
urnar og Kodak.
Margeir
tefiir við
Schvidler
MARGEIR Pétursson mætir ísra-
elska skákmanninum Schvidler í
einvígi um rétt til þátttöku á milli-
svreðamóti í skák. Schvidler geröi
jafntefli við v-þýzka skákmanninn
Lau í einvígi um réttinn til að tefla
við Margeir, 2-2. En þar sem
Schvidler hafði unnið innbyrðis við-
ureign þeirra, komst hann áfram.
Skáksamband tsraels bauöst til
að halda einvígi Margeirs og
Schvidlers, en tekið var fram, að
það sæi sér ekki fært að taka þátt
í ferðakostnaði Margeirs. Skák-
samband tslands sendi ísraelum
skeyti um hæl, þar sem „boði“
tsraels var hafnað og talið móðg-
andi. Jafnframt bauðst Skáksam-
bandið til að halda einvígið í
Reykjavík með sömu skilmálum
og ísraelar. Það er að Schvidler
yrði að koma sér hingað til lands.
Þó var tekið fram, að Skáksam-
bandið mundi veita verðlaun.
„Reiöubúinn
að hitta kenn-
ara hvenær
sem er, nótt
eða dag
— segir Albert Guðmunds-
son, fjármálaráðherra
„ÞAÐ síðasta sem ég sagði við for-
ystumenn kennara var að ég væri
hvenær sem er reiðubúinn að hitta þá,
nótt eða dag, ef þeir óska eftir og
halda að það geti borið árangur, og ég
hef ekki heyrt frá þeim síðan," sagði
Albert Guðmundsson fjármálaráð-
herra er hann var spurður hvort hann
einn stæði í vegi fyrir því að gengiö
yrði til samninga við kennara.
„Að sjálfsögðu reyna kennarar
núna á síðustu stundu, áður en
Kjaradómur tekur málið til með-
ferðar,“ sagði Albert, „að beita
þrýstingi frá almenningi á mig sem
fjármálaráðherra. En ég fer að lög-
um. Ég hef tekið að mér að vinna
ákveðið verk fyrir þjóðfélagið og ég
fer að lögum, hvort sem það hefur
slæm áhrif eða ekki fyrir mig per-
sónulega og þar á ég við fylgið. En
það skal enginn segja að ég hafi
brugðist í starfi.“
Fulltrúar Hins íslenska kennara-
félags munu í dag ganga á fund Al-
berts Guðmundssonar, fjármála-
ráðherra, og ræða við hann deilu-
mál sín og fjármálaráðuneytisins,
að þvl er upplýstist í gærkvöldi.
Rannsóknastofnun
byggingariðnaðaríns:
Hákon Olafsson
verður forstjóri
SVERRIR Hermannsson iðnaðar-
ráðherra ákvað í gær að skipa Hákon
Ólafsson forstjóra Rannsóknastofn-
unar byggingariðnaðarins frá 1. aprfl
nk„ en þá lætur Haraldur Ásgeirsson, .
núverandi forstjóri af störfum, sam-
kvæmt eigin ósk.
Hákon Ólafsson hefur verið yfir-
verkfræðingur stofnunarinnar og
gegnt forstjórastarfinu í fjarveru
Haraldar. Stjórn stofnunarinnar
mælti einróma með því að Hákon
hlyti stöðuna, en auk hans sóttu
þeir Guöni Jóhannesson og Björn
Oddsson um stöðuna.
Þægilegar og • falla vel að. .
Sloggi nærbuxur eru úr 95% bómull og 5% Lycra. Sloggi nærbuxur halda alltaf lögun sinni
og góðri teygju. Sloggi nærbuxur falla þétt að líkamanum og því sjást engin brot í buxunum.
AGUST ARMANN hf
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
SUNDABORG 24, SÍMI 686677
/k
HALLDÓR JÓNSSON / VOGAFELL HF.
Dugguvogi 8-10, símí 686066