Morgunblaðið - 20.03.1985, Side 4

Morgunblaðið - 20.03.1985, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 Fjölmennur fundur um skólamál á Akureyri: Skora á stjórnvöld að ganga þegar til samninga Akureyri, 19. mars. Geysifjölmennur fundur kennara, nemenda, foreldra og annars áhugafólks var haldinn í Sjallanum í gærkvöld. Fundar- boðendur voru framhaldsskóla- kennarar og fundarefnið: „Ástandið í skólunum“. Fund- argestir voru nokkuð á sjötta hundrað eða nokkurn veginn eins margir og aðalsalur Sjall- ans framast rúmaði. Valdimar Gunnarsson, fyrrver- andi kennari við MA, setti fund- inn en Þóroddur Jóhannsson, ökukennari, var fundarstjóri. Frummælendur voru Bragi Guð- mundsson, fyrrverandi kennari við MA, Bernharð Valsson, for- maður Skólafélagsins Hugins, Þóra Björg Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, Ingvar Ingvars- son, kennari við Lundarskóla, og gestur fundarins, Heimir Páls- son, fyrrv. menntaskólakennari. Um tuttugu ræðumenn tóku til máls auk frummælenda og f fundarlok var samþykkt eindreg- in ályktun til stuðnings fram- haldsskólakennurum í kjarabar- áttu þeirra og í ályktuninni var einnig skorað á stjórnvöld að ganga tafarlaust til samninga við þá. Nemendum bættur kennslumissir: Nemendur Iönskólans í Reykjavík sóttu ekki kennslustundir { gær. Með því sögðust þeir vera að sýna samstöðu með milstað kennara sem lagt hafa niður störf. Iðnskólinn: Nemendur sóttu ekki kennslustundir í gær — mótmæltu aðgerðarleysi stjórnvalda í kennaradeilunni „ÞAÐ HEFUR verið lítið um kennslu hér í dag vegna aðgerða nemenda," sagði Ingvar Ásmunds- son, skólastjóri Iðnskólans í Reykja- vík, í samtali við blm. í gær. Nemendur Iðnskólans ákváðu i gærmorgun að mæta ekki í kennslustundir þann daginn. Að sögn Ingvars héldu þeir fund í húsnæði skólans. „Ég lét þá vita af því að fundur þessi væri í óþökk minni, en þá var liðið að hádegi og greinilega búið að spilla allri kennslu í dag,“ sagði hann. í Iðnskólanum hefur um 90% kennslu verið haldið uppi undan- farna daga. Ingvar sagði talsmenn nemenda hafa gefið þá skýringu á því að mæta ekki til náms, að þeir væru að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda i kennaradeilunni. Hann sagðist búast við að nem- endur mættu til náms í dag, svo ekki yrði um frekari truflun á skólastarfinu að ræða. í dag var kennsla felld niður í öllum grunnskólum á Akureyri og Verkmenntaskólanum á Akur- eyri en kennarafundir voru haldnir í þess stað, þar sem fram- tíðarhorfur nemenda og ástandið í skólamálum var til umræðu í ljósi siðustu atburða. — Sv.P. INNLENT Ráðning forfallakennara, viðtalstímar fyrir nemendur og lenging kennslutíma — meðal úrræða sem menntamálaráðuneytið telur vænlegust NEMENDAFÉLÖG framhaldsskólanema i höfuðborgarsvæðinu sendu á minudag bréf til menntamilariðuneytisins, þar sem þeir óska svara við því hvort samningsaðilar í kennaradeilunni eygi leiðir til þess að Ijúka þessu starfsmisseri og með hvaða hætti það gæti orðið og einnig hvort aukailag i kennara og nemendur sé sú skólairsins fram i sumar. leið sem stjórnvöld hugsi og/eða lenging Segir í bréfinu, að siík lenging myndi óhjákvæmilega leiða til þess að nemendur hefðu ekki fjár- ráð til að halda áfram námi á vetri komanda. Framhaldsskóla- nemar lýsa yfir áhyggjum sínum yfir ástandinu, sem skapast hefur í skólunum og krefjast skýrra og Skorað á kennara og stjórnvöld að leysa deiluna sem skjótast „VIÐ hörmum þi stöðu, sem komið hefur upp í kjaradeilu kennara og ríkisins og forum fram i það við samningsaðila að þeir leysi deiluna sem skjótast,** segir í undirskrifta- lista 100 nemenda við Menntaskól- ann i ísafirði. Morgunblaðinu hefur einnig borist bréf frá 32 kennurum við Hagaskólann í Reykjavík. Þar seg- ir, að kennararnir lýsi yfir fullum stuðningi við baráttu fram- haldsskólakennara og átelji harð- lega móðgandi viðbrögð ráða- manna. 1 niðurlagi bréfsins segir, að kennarar hafi áhyggjur af stöð- unni eins og hún er nú spyrja síð- an hvað vika eða mánuður sé í samanburði við það ástand sem upp komi ef ekkert verði að gert. Félag kvenna í fræðslustörfum, Delta Kappa Gamma, Alfa-deild, ályktaði svo á fundi sínum síðasta laugardag, að skora á stjórnvöld og kennara að gera allt sem i þeirra valdi standi til að ráða bót á því ófremdarástandi sem nú rík- ir i framhaldsskólum landsins og koma í veg fyrir að nemendur tefj- ist i námi og framtíðaráætlanir þeirra raskist af þessum völdum. greinargóðra svara við þessum spurningum. f svari menntamálaráðuneytis- ins til nemendafélaganna í gær kemur fram, að það sé sameigin- leg stefna ráðuneytisins og skóla- stjóra framhaldsskólanna að brautskrá nemendur í vor, þrátt fyrir ýmsa óvænta erfiðleika, sem komið hafi upp á á þessu skólaári. Ráðuneytið hafi bent skólastjór- um á eftirtaldar leiðir til að bæta nemendum þann kennslumissi sem þeir hafa orðið fyrir: 1. Ráðnir verði forfallakennarar eftir þvi sem tök eru á í stað þeirra sem hurfu frá störfum. 2. Takist ekki að ráða forfallakenn- ara i skólana verði skipulagðir viðtalstímar fyrir nemendur, þar sem þeir geti fengið aðstoð og leiðbeiningar í námi sínu. 3. Kennslutíminn til vors verði lengdur eins og hægt er með góðu móti, t.d. með þvi að kenna á laug- ardögum, í dymbilvikunni og verja skemmri tíma til prófa en venja er. Þá kemur til greina að lengja skólaárið. „Aðildarfélög Launamálaráðs geta unnt kennurum meiri hækkunar en þau fá“ — segir formaður Launamálaráðs „ÞAÐ ER rétt að kennarar hafa gert hærri kröfur en aðrir ríkisstarfs- menn með sambærilega menntun og Launamálaráð BHM befur sam- þykkt þessar kröfur þeirra sem réttmætar,“ sagði Stefán Ólafsson formaður Launamálaráðs í samtali við blm. í gær. Stefán sagði, að hin 24 félögin, sem eru innan Launamálaráðsins, gætu unnt kennurum þess að fá hærri uppbót en þau fá. „Kröfur kennara eru ekki það miklu hærn en annarra félaga að þau geti ekki sætt sig við það,“ sagði Stefán. „Félögin hafa öll dregist aftur úr í launum og þó talað sé um að kenn- arar fái tvo launaflokka aukalega, þá er það tiltölulega lítill hluti af þeirri leiðréttingu sem þarf að gera. Hin félögin eru sammála um það að kennarar hafi dregist örlít- ið meira aftur úr en þau og það er því enginn ágreiningur um að kennurum beri að fá meiri leið- réttingu," sagði formaður Launa- málaráðs að lokum. í lok svarbréfs menntamála- ráðuneytisins kemur fram, að það sé von ráðuneytisins að kennarar hverfi til starfa sinna hið fyrsta þannig að það tjón, sem brottför þeirra hefur í för með sér, verði ekki meira en orðið er. Foreldrar hugleiða að höfða skaða- bótamál á hendur HÍK „FJÖLMARGIR foreldrar hafa hringt í menntamálaráðuneytið til að lýsa áhyggjum sínum vegna aðgerða framhaldsskólakcnn- ara,“ sagði Ragnhildur Helga- dóttir menntamálaráðherra f samtali við blm. Mbl. Ragnhildur sagði marga for- eldra vera að íhuga að fara I skaðabótamál við Hið íslenska kennarafélag. „Foreldrar eru óskaplega reiðir vegna þessara aðgerða kennara og það virtist keyra um þverbak þegar grunnskólakennarar ákváðu að leggja niður störf í gær,“ sagði menntamálaráðherra. „Á mánudagsmorgun hringdu margir og sögðust ætla í skaðabótamál, því þeir álitu aðgerðir kennara hafa skaðað börn sín verulega og heimilin í heild. Þeir sem eiga börn í framhaldsskóla og grunnskóla voru afar reiðir yfir því að nám grunnskólanna skyldi einnig vera truflað," sagði Ragnhildur Bfelgadóttir að lokum. T3F--------------------

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.