Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 9 Fjórðungsmót sunnlenzkra hesta- manna, FH ’85 Fræöslunefnd Fáks efnir til fræöslufundar um FH ’85 í Félagsheimili Fáks viö Bústaöaveg fimmtu- daginn 21. marz og hefst kl. 20.30. Undirbún- ingsstörf og framkvæmdir á félagssvæöi Fáks, Víöivöllum, verða kynntar. Skýrt veröur frá fyrir- komulagi, þátttökuskilyröum, dagskrá, aöstööu fyrir menn og hesta og ööru viökomandi FH ’85 mótinu. Kvikmynd af FH ’84 á Vesturlandi veröur sýnd. Fræðslunefnd Fáks Námskeið fyrir iðnfyrirtæki Öryggi á vinnustaö — auknar tekjur Markmið — Koma í veg fyrir framleiöslustöövun og rekstrartap vegna slysa og skipulagsleysis i öryggismálum. — Bæta afkomu fyrirtækisins meö bættu öryggi. — Greina rangar og hættulegar vinnuaöferöir. Lýsing Stuöst er viö námskeið frá National Safety Council i Bandarikjunum: — Öryggi sem stjórnunaraðferð. — Forysta - þátttaka stjórnenda i öryggismálum. — Finna rangar og hættulegar vinnuaöferöir. — Öryggiseftirlit á vinnustaö. — Mengun og umhverfi á vinnustað. — Eldvarnir. — Öryggisfatnaöur. — Lyfta rétt. Þátttakendur Námskeiöiö er einkum ætlaö og þeim stjórnendum fyrirtækja er bera ábyrgö á öryggi starfsmanna. Leiðbeinandi Ágúst Þorsteinsson, ráögjafi i öryggismálum. Tími 26.-28. mars nk. kl. 8.30-12.30. Staður Hallveigarstigur 1, 3. hæö. Verð Fyrir félagsmenn FÍI kr. 2.400.- Fyrir aöra kr. 3.200.- Þátttaka tilkynnist til Félags íslenskra iönrekenda, Hall- veigarstíg 1, simi 91-27577 fyrir 21. mars nk. Markmiö Félags islenskra íönrekenda er aö efla islenskan iönaö þannig aö iönaöurinn veröi undirstaöa bættra lifskjara. Félagíö gætir hagsmuna iönaöarins gagnvart opin- berum aöilum og veltir félagsmönnum ýmiskonar þjónustu. FÉLAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA Óróinn á Stórhöfða íslenzks samfélags Þeir eru kampakátir stjórnarliöarnir á þessari mynd, þar sem þeir brosa hver framan í annan og tilveruna af tröppum Alþingis- hússins, enda lengir dag, voriö framundan og sólris á himni. Engu aö síöur er órói í stjórnarliðinu, ef marka má fum og fuöur NT dag hvern síðastliðnar vikur. Bandalag jafnaöarmanna og Samtök um kvennalista sverja af sér í gríö og erg Alþýöubanda- lagiö, sem hríöhorast í innbyröis átökum og skoðanakönnunum. Nýkjörinn formaöur Alþýöuflokks heldur í víking á hendur Skand- inövum, eftir aö hafa „höggviö mann og annan" heimafyrir. Þá er síður en svo koppalogn á vinnumarkaöinum, allra sízt innan ríkisbúskaparins, þar sem fjóröi hver islendingur þiggur laun. Staksteinar staldra lítiö eitt viö á Stórhöföa hins íslenzka sam- félags í dag. „Mikil óánægjaM „Mikil óánægja er nú meóal framsóknarmanna meö stjómarsamstarfið. Kemur sú umræóa í kjölfar þess að samkvæmt skoó- anakönnunum tapar flokk- urinn nú mikhi fylgi." Þannig hefst forystu- grein NT í gær. Hún er aó- eins bergmál af fyrri skrif- um; sibylja úr Hljóðaklett- um Kramsóknarflokksins. NT hefur í raun verió mik- ilvirkasta stjómar- andstöðumálgagnið frá því að Þórarinn Þórarínsson vék úr ritstjórasæti. Ríkis- stjóra Steingríms Her- mannssonar, formanns Framsóknarflokksins, bef- ur hlotið fleiri skráveifur hjá NT en Þjóðviljanum, sem hefur verið heldur þunnmjólkurlegur lengi undanfarið. Leiðari NT segir enn- fremun „Sjálfstæðismenn munu á landsfúndi sínum í aprfl leggja línur að nýjum kosn- ingum og nýrri ríkisstjórn. Framsóknarmenn mega ekki sitja með hendur í skauti og bíöa þess sem veröa vilL“ Það þarf ekki glöggan mann til að lesa á milli lína, hvað NT er að fara. Framsóknarflokkurinn á að hlaupast undan ábyrgð en skella skuldinni á sam- starfsflokkinn. Þetta era máske mannleg viðbrögð en ekki stórmannleg! „Framsóknarmenn þurfa að standa upp úr hægindum sínum og byrja að predika. Þeir eiga góða predikara ekkert síður en aðrir," segir NT. Þetta var skondin setning. Vóru þá ráðherrastólar Framsóknar aðeins hægindi? Og hver er hinn nýi predikari vinstri mennskunnar á NT? Því er heldur ekki að leyna að nokkur órói með stjóraarsamstarfið hefur gert vart við sig innan Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrar verða að taka af skarið með skörungs- skap og kunngera trúverð- uga verkáætlun í vanda- málum þjóðarinnar. Ef ekki fjarar enn frekar und- an stjórninni hjá öllum al- menningi. Ein er stoð sem aldrei bregst Því er ekki að neita að ýmis dökk ský hafa hrann- ast upp á himin stjórnar- samstarfsins. Þar er þó ein stoð sem aldrei hefur brugðizt fjórskipt. hand- ónýt og sundurþykk stjórn- arandstaöa. f samanburði við stjórnarandstöðuna hefur rikisstjórain vinning- inn. Alþýðubandalagið, sem nú er hálfdrættingur af sjálfu sér 1978 samkvæmt skoðanakönnunum, fór á fjörur um „nýtt land- stjórnarafl" við aðra stjórnarandstöðuflokka. sem síðan hafa keppst um að sverja Alþýðubandalag- ið af sér. Ástæðan er arf- leifð þess frá ríkisstjórnum 1978—1983: 130% verð- bólga, vaxandi viðskipta- halli við útlönd, himinháar erlendar skuldir, stanz- laust gengisfall og lýrnun kaupgildis krónunnar, hallarekstur ríkissjóðs, stóraukin skattheimta og fjórtán skerðingar á verð- bótum launa! Stjórnarandstöðuflokkar hafa eldað grátt sflfur og staöið í innbyrðis hanaslag það sem af er kjörtímabif inu. Formanni Alþýðu- flokksins finnst sem von- legt er h'tið púður í því að hirta áfram hrófatildrin í stjórnarandstöðunni hér heima og hefur snúið sér að því að hressa upp á jafn- aðarmannaflokka á Norð- urlöndum, sem ekki mun af veita, þó þeir þekki hinsvegar ekki sinn vitjun- artíma né framúrstefnu offarans. Alþýöubandalag- ið stendur í innbyrðis „hallarbyltingum" og reyt- ir af sér fylgið í allar áttir. Það blæs ekki byrlega um samstöðuna í þessu þjóðfélagL Þverbrestir sjást víða: hjá stjórnarliö- um, hjá stjórnarandstöðu og á vinnumarkaöinum, ekki sízt innan ríkisbú- skaparins, þar sem fjórð- ungur vinnufærra manna blívur. Þjóðartekjur dragast saman og kaupmáttur krónunnar þverr. Meian íslendingar takast á um rýraandi skiptahhit vaxa vandamálin j höndum þeirra. Var nokkur að tala um þjóðarsátt og nýsköpun at- vinnulífsins? Húsavík: Leikfélagið frumsýnir „Astin sigrar“ HúsaTÍk, 17. mara. LEIKFÉLAG Húsavíkur minnist á þessu ári 85 ára afmælis síns, — stofnað 14. febrúar 1900. — í tilefni af því hefur félagið þeg- ar tekið tvö verkefni til sýningar á þessu leikári. Það sýndi fyrir ára- mótin barnaleikritið Gúmmí- Tarzan við mikla aðsókn og góðar undirtektir. Á föstudagskvöldið frumsýndi félagið gleðileikinn Ástin sigrar, nýtt leikrit eftir ólaf Hauk Sím- onarson, og leikstýrði því Þórhall- ur Sigurðsson, leikari Þjóðleik- hússins, sem jafnframt gerði leik- mynd með Þorvaldi Daða Hall- dórssyni. Með aðalhlutverk fara Jón Frið- rik Benónýsson, Anna Ragnars- dóttir, Arnar Björnsson og Snædís Gunnlaugsdóttir. Leikritið var að nokkru leyti staðarhæft og kom það öllum skemmtilega á óvart að sjá alla bæjarstjórn Húsavíkur á þrekæfingarnámskeiði og trimm- aði bæjarstjórnin um leiksviðið og sýndi nú ýmsar þrekæfingar og aflraunir í verki, en ekki látin segja orð á þessum vettvangi. Frumsýningargestir skemmtu sér vel og mikið var hlegið að ýms- um tilburðum og orðaskiptum. Leikarar, leikstjóri og höfundur voru óspart hylltir í leikslok með lófataki og blómum. Stjórn Leikfélags Húsavíkur skipa nú: Anna Ragnarsdóttir, formaður, Ása Gísladóttir, gjald- keri, og Snædís Gunnlaugsdóttir, ritari, Svavar Jónsson og Þorkell Björnsson, meðstjórnendur. Félagið starfar nú af miklum krafti, en við lélagar og erfiðar að- stæður í litlu húsi, en eins og segir í leikskrá: „Þrátt fyrir að ýmsar blikur séu á lofti er bjartsýni ríkjandi hjá félögum LH og vonast allir til að geta haldið 100. afmælissýninguna í nýju og glæsilegu leikhúsi." Fréttaritari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.