Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 17 Af léttara tagi Bókmenntir Erlendur Jónsson í uppsláttarritum má lesa að Sigurður Benediktsson hafi stofn- að Vikuna 1938. Þrjú ár enn — og ritið getur haldiö upp á fimmtiu ára afmæli. Þetta er orðinn hár aldur miðað við islensk vikublöð og tímarit. Fálkinn — sem var lengi samferða Vikunni og likur henni á marga lund — er löngu úr nni. En Vikan lifir. fimmta og sjötta áratugnum (undirritaður fylgdist nokkuð vel með timaritum sem þá komu og fóru) var sagt að þvi aðeins næöi rit útbreiðslu að það birti »eitt- hvað fyrir alla* Mér sýnist Vikan fylgja þeirri reglu enn. Þrátt fyrir breytta tíma og breytt viðhorf til fjölmiðlunar hefur ritið i stórum dráttum haldið sig við sömu rás- ina árin i gegnum. Að sumu leyti lifir Vikan af hefð og vana. Nafnið er runnið ungum og gömlum i merg og bein. í öðru lagi skírskotar Vikan til þeirra sem lesa sér til afþrey- ingar. Og þeir eru margir. Sögurn- ar, sem þar eru birtar, eru af létt- ara taginu. Þar að auki er i ritinu margs konar smælki sem krefst ekki langlestrar og yfirlegu en er þeim mun hentara að glugga i til að að fylla það tóm sem oft verður i tima manns: á ferðalagi, bið- stofu, yfir kaffibolla og svo fram- vegis. Lesendabréf — og svör við þeim, stjörnuspá og draumaráðn- ingar fela naumast i sér sannindin um lífið og tilveruna. En allt er þetta hluti af daglega lifinu. Og kros8gátur eru vist eilifðar- dægrastytting. Vikan er fyrst og fremst fjölskyldublað þar sem komið er nærri áhugamálum fólks á öllum aldri. Þess vegna er þarna handavinnuþáttur svo dæmi sé tekið; og efnið: »Stór hvít peysa með fjörlegum röndum* ( ég er með 9. tbl. þessa árs fyrir framan mig), eldhúsþáttur þar sem »steiktur púrrulaukur með Bitr- ónuskvettu* er á boðstólum, og Barna-Vikan með feluleikjum. En Vikan gleymir ekki heldur hinu að i fjölskyldunni eru lika alvarlega þenkjandi einstaklingar. Otivistarfólki er bent á gönguleið- ir í Bláfjöllum. Að visu höfða þær leiðbeiningar til skiðamanna mestanpart, en munu vafalaust koma fleirum að gagni. Þótt ná- grenni höfuðborgarinnar sýnist hrjóstugt — og sé það lfka víða — leynast hér og þar friðsælir og fagrir blettir sem sjást ekki frá alfaraleiðum og henta þvi göngu- mönnum til skoðunar. Leiðbein- ingunum fylgir kort og eru leiðirn- ar merktar inn á það. Kortið hefði þurft að vera bæði stærra og greinilegra. Þá er i umræddu blaði (sem er hið nýjasta þegar þessi orð eru rit- uð) viðtal við Þorstein Pálsson undir fyrirsögninni: »HeilIaðist fljótt af hugmyndum um frelsi.« í inngangsorðum segir að brugðið verði »upp mynd af Þorsteini, i viðtali, að sumu leyti annarri en birtist vanalega f fjölmiðlum*. Þorsteinn Pálsson kom þann veg inn i stjórnmálin að ekki er að furða þó persóna hans veki for- vitni. I raun og veru var almenn- ingsálitið búið að útnefna hann formann Sjálfstæðisflokksins löngu áður en hann var kosinn til þeirrar trúnaðarstöðu á lands- fundi. Tæpast að undra þó fólk spyrji: hver er sá sem kom og sá og sigraði með slikum hætti? En Viku-viðtalið er ekki nema i aðra röndina pólitiskt. Það er maðurinn sjálfur sem blaðamað- urinn leitast við að upplýsa hver sé. Og þá kemur til að mynda á daginn að Þorsteinn og Davið Oddsson ólust upp á sömu slóðum: »Eitt af þvi sem var mest spenn- andi að gera var að fara i heim- sókn til Reykjavikur og i strætó með Davfð.« Davið kenndi Þor- steini á strætó. Sem unglingur iðkaði Þorsteinn fjallgöngur. Þó það teljist auðvitað iþrótt og heilsusamleg áreynsla fyrst og fremst má um leið minnast hins sem vitur maöur sagði eitt sinn að tslendingar — gagnstætt annarra landa fjallgöngumönnum — gengju á fjöll til að öðast viðsýni i bókstaflegum skilningi. Fylgi með vfðsýni i óeiginlegri merkingu orðsins hljóta fjallgöngur að vera ákjósanlegur undirbúningur fyrir flokksformann. Þorsteinn Pálsson segist eiga »alveg einstaklega auðvelt með að sofna fyrir framan laugardags- kvikmyndina«. Blaðamaðurinn spyr hann hvað hann lesi. Þor- steinn svarar: »Ég les minna af skáldsögum nú en áður, meira bækur sem hafa sögulegt gildi og svo finnst mér gaman að lesa ljóð, Hef alltaf haft gaman af þvi.« Það voru þessi orð sem mér þóttu athyglisverðust i viðtalinu við Þorstein Pálsson. Þvf miður er of sjaldgæft að áhrifamenn i stjórnmálum sinni bókmenntum á lfðandi stund f þeim mæli að þeir verði sjálfir dómbærir og þurfi ekki að láta aðra segja sér hvar veigur liggur i þeim Boönar miði. En svo aftur sé vikið að langlifi Vikunnar hygg ég að hún megi að drjúgum hluta þakka það fjöl- breytni f efni; og svo auðvitaö stöðugleika og efnislegu samhengi þannig að gamlir lesendur halda ósjálfrátt tryggð við blaðið, vita jafnan að hverju þeir ganga. Þess utan hefur Vikan lagað sig gæti- lega að breyttum tímum og þannig tekist, f áranna rás, að endurnýja lesendahópinn. Sauðárkrókur: Togarinn Skapti með um 120 lestir SauSirkróikur, 18. nurt. SKAPTl, togari ÚtgerAarfélags Skag- nrðinga, landaði hér f dag um 120 lest- um af góðum flski, mest þorski, en einnig grálúAu og nokkru af ýsu. Þennan afla fékk skipiA eftir 8 daga veiðiferð. Aflinn er unnin f þremur frysti- húsum, Skildi, fiskiðjunni á Sauð- árkróki og hraðfrystihúsinu á Hofs- ósi. Árni Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Skjaldar sagði að tog- arinn Hegranes væri væntanlegur á morgun eða miðvikudag með góðan afla. Drangey er i rannsóknarleiðangri á vegum Hafrannsóknastofnunar og mun væntanlega landa hér. Árni sagði að atvlnnulif hefði nú tekið mlklnn fjörkipp og ekkl verið vanþörf á, þvi vinna hjá landverka- fólki hefði legið niðri um hálfs- mánaðarskeið vegna sjómannaverk- fallsins. Kári. Friðrik og Svav- ar til Afríku FRIÐRIK Sophusson varaformaður SjálfstæAisflokksins og Svavar Gests- son formaður Alþyðubandalagsins fara f lok mánaðarins til Togo f Afrfku. Þingmennirnir fara til að sitja þing Alþjóðaþingmannasambands- ins, sem haldinn verður i Togo, sem er riki á vesturströnd Aíriku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.