Morgunblaðið - 20.03.1985, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.03.1985, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 Forsætisráðherra og fjármálaráðherra: Mistök að tengja ekki lánskjör og kaupmátt Ríkið getur ekki greitt niður vAvtí daaÍ*• fiói*mólofóAiiArro „ALLT frá því að þessi ríkisstjórn var mynduð, bef ég reifað þá skoðun öðru hvoru að það hafi verið mistök að taka ekki úr sambandi lánskjara- vísitöluna um leið og við tókum vísi- töhi kaupgjalds úr sambandi. Ég hef varað við því að í þessu væri hætta fyrir ríkisstjórnina, og að þetta myndi leiða til þess að hún kæmist í slík vandræði, að uppúr syði. Nú er komið að því,“ sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra, er hann var spurður álits á þeim orðum forsætisráðherra á fundi Framsókn- arfélagsins I Reykjavík sl. sunnu- dag, að það hefðu verið meiriháttar pólitísk mistök að tengja ekki lánskjör og kaupmátt, þegar byrjað var að krukka í kaupmáttarvísitöl- una. Albert sagðist telja að á sama tíma hefðu vextirnir verið of háir hér á landi. „Það þýðir ekkert fyrir okkur að vera að fara eftir einhverjum hagfræðilegum hug- „Vaxtafrelsi pólitískt glapræði," sagði Þórarinn Þórarinsson „ÞAÐ VAR þjóðarsátt í landinu, og ríkisstjórnin hafði alla burði til þess að halda áfram á þeirri braut sem hún var á,“ sagði Haraldur Ólafsson alþingismaður m.a. á fundi Fram- sóknarfélagsins í Reykjavík sl. sunnudag, en Haraldur var þar ann- ar frummælenda um stöðu Fram- sóknarflokksins og stjórnarsam- starfið. í máli Haraldar, sem og nokkuð margra þeirra sem tóku til máls, komu fram miklar efasemdir um ágæti stjórnarsamstarfs Fram- sóknarflokksins við Sjálfstæðis- flokkinn. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum voru Eysteinn Jónsson, fyrrverandi formaður Framsókn- arflokksins, og Þórarinn Þórar- insson, fyrrverandi ritstjóri. Ey- steinn sagði að ofsahræðsla hefði gripið um sig f landinu, þegar vextir voru gefnir frjálsir. Hann tökum eða kenningum — þær eiga einfaldlega ekki við í okkar þjóð- félagi," sagði Albert. „Eg tel að það hafi verið meiri- háttar pólitísk mistök í maí 1982, þegar byrjað var að krukka aftur og aftur í vísitöluna, að tengja ekki lánskjör og kaupmátt," sagði Steingrímur orðrétt á ofangreind- um fundi. Steingrímur sagði að þetta hefði verið rætt aftur og aftur í ríkis- stjórn dr. Gunnars Thoroddsen, eftir að byrjað var að krukka í vísitöluna. „Þessi mál voru rædd í rikisstjórninni og við þá hjá Seðlabankanum sem um þessi mál fjalla, en því miður án þess að sagði að það væri frumskilyrði að lánskjaravísitölu yrði breytt með lögum, þannig að hún yrði aldrei hærri en kaupgjaldsvfsitalan. Hann sagði einnig að lögbjóða ætti hámark vaxta, hvað sem það kostaði, þvf þúsundir manna lifðu hér við algjörlega óbærilegt ástand. samstaða um breytingar næðist,1 sagði forsætisráðherra. Forsæt- isráðherra lagði áherslu á að mis- gengið hefði hafist í tfð síðustu ríkisstjórnar, og reyndar hefði helmingur þessa misgengis á milli lánskjara og kaupmáttar verið kominn fram á miðju ári 1983, þcgar núverandi ríkisstjórn tók við. Sagði hann að stóri vandinn væri sá að finna leiðir til þess að aðstoða þá sem orðið hefðu hvað verst úti frá 1982. „Eina leiðin, að mínu mati,“ sagði Steingrímur, „er að aðstoðin komi í gegnum Húsnæðisstofnun, sem verður þá að fá fé frá ríkinu. Ég held að það Þórarinn Þórarinsson sagðist telja að of hart hefði verið gengið fram í því að skerða kjör launa- fólks, með harkalegum aðgerðum þessarar ríkisstjórnar. „Ég óttast,“ sagði Þórarinn, „að vaxta- frelsið í haust hafi verið dauða- dómur þessarar rfkisstjórnar, þó að hún sitji eitthvað lengur. Ég sé ekki óskynsamleg leið að lengja lánin fram i tímann og lækka þá vexti og jafnvel greiða þá vexti niður úr ríkissjóði.” Forsætisráðherra sagðist telja að þetta væri langstærsta póli- tíska verkefnið sem hvíldi á ríkis- stjórninni. Fjármálaráðherra var spurður hvort hann væri hlynntur þeim hugmyndum sem forsætisráð- herra hefði reifað, til lausnar á vanda húsbyggjenda: „Ég vil ekki taka undir það að ríkið greiði niður vexti," sagði Albert, „því það er ekki hægt að koma öllu yfir á ríkissjóð. Rikissjóður er hvorki fé- lagsmálastofnun né banki. Vissu- lega þarf að koma í veg fyrir að vandinn haldi áfram að hlaða utan á sig. Það er búið að gera ráðstafanir til þess að hjálpa þeim sem eru í greiösluvanda, og það er nóg f augnablikinu, og ekki hægt að lofa meiru í bili.“ man ekki eftir öðru eins pólitfsku glapræði." Björn Lfndal, starfsmaður við- skiptaráðuneytisins, varði vaxta- stefnu þá sem verið hefur við lýði síðan sl. haust. Björn sagði að menn yrðu að sýna biðlund. Taldi hann að inn- og útlán yrðu komin f jafnvægi eftir örfáa mánuði, en það þýddi jú minni erlendar lán- tökur. Haraldur ólafsson sagði að stór hópur framsóknarmanna hefði vantrú á því sem gert væri, vegna þess að það væri gert með Sjálf- stæðisflokknum. Síðar sagði Haraldur: „Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn bfði eftir tækifæri til þess að rjúfa þetta samstarf og hann gæti komið okk- ur á óvart í þeim efnum. Vatnið er talsvert gruggugt.” ólafur Jónsson og fleiri tóku í sama streng, og sögðu ekki ólfk- legt að sjálfstæðismenn undir- byggju nú brottfðr úr ríkisstjórn- inni. Bentu þeir á fylgisaukningu Alþýðuflokksins og töldu ræðu- menn ekki ólíklegt að Sjálfstæðis- flokkurinn vildi stefna að nýrri Viðreisn. Þetta tþldu ræðumenn vera mjög slæman kost fyrir Framsóknarflokkinn. .. . Harður árekstur á Húsavík MJÖG harður árekstur varð í nágrenni Húsavíkur á Töstudag er tvær bifreiðir rákust saman í hríðarbyl sem þar gerði seinni- partinn. Voru fimm fluttir á slysadeild, skornir og brotnir, þar af þrír til Akureyrar, en eng- inn er í lífshættu. Um var að ræða fólksbíl með fjórum innanborðs og jeppa með ökumanni. Áreksturinn varð í Aðaldalnum, um 25 kíló- metra sunnan Húsavíkur. Skullu framendar bifreiðanna . saman og er slæmt skyggni tal- ið bein orsök áreksturins. Báð- ar bifreiðirnar eru taldar ónýt- ar. Unnið að viðgerð DC-8-vélar- innar í Lúxemborg BÚIST var við að viðgerð á DC-8-vél Flugleiða, sem bilaði í flugtaki í Lúx- emborg sl. föstudag, lyki í gær. Við- gerðin fór fram hjá Cargolux og komu varahlutir í hjólbúnað vélar- innar frá Kaupmannhöfn í gær. Ekki er fullljóst hver orsök óhappsins var, en talið er að sprungið hafi á einum hjólbarða vélarinnar á flugbrautinni. Við hemlun sprakk síðan á öðrum hjólbarða. Þegar byrjað var að hemla voru aðeins eftir um tvær mílur f flugtakshraða. Við átakið myndaðist mikill hiti í hemlum vélarinnar, enda var hún fullhlað- in farþegum og eldsneyti. Þegar vélin stöðvaðist logaði f hemlun- um, en fljótlega tókst að slökkva eldinn. Sveinn Sæmundsson sagði að tæming vélarinnar hafi farið fram eftir settum reglum. Enginn ótti greip um sig meðal farþeganna, en rétt þótti að þeir færu úr vélinni eftir rennum. Sveinn sagði að allt hefði þetta farið vel og það sýndi að áhöfnin var í fyrsta flokks þjálfun. Áskorun almenns borgarafundar í Vogum: Löggiltum endurskoð- endum verði sagt upp Vogum, 18. mars. ALMENNUR borgarafundur var haldinn í Glaðheimum, Vogum, sl. laugardag þann 16. mars. Á fundin- um sem var mjög fjölmennur, á annað hundrað manns, var sam- þykkt eftirfarandi tillaga með 45 at- kvæðum, en 5 voru á móti, og 14 seðlar voru auðir. Atkvæðagreiðsla um tillöguna var skrideg. „Almennur borgarafundur haldinn í Glaðheimum, Vogum, þann 16. mars 1985, skorar á hreppsnefnd Vatnsleysustrand- arhrepps að segja löggiltum endurskoðendum hreppsreikn- inga upp störfum nú þegar, þar sem komið hefur í ljós, að þeir hafa haldið leyndum mikilvægum upplýsingum varðandi fjármál sveitarsjóðs allt frá árinu 1983 þar til í febrúar sl. Auk þess virð- ist vinna þeirra vera mun dýrari en almennt gerist í nágranna sveitarfélögum." Miklar efasemdir komu fram á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur um ágæti stjórnarsamstarfsins við Sjálfstæðis- flokkinn og töldu þó nokkrir ræðuroanna að Sjálfstæðisflokkurinn væri á leið út úr stjórninni. Framsóknarmenn í Reykjavík funda: Tortryggni í garð samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn MorxinbUMA/RAX Steingrfmur Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagðist telja það meiriháttar pólitísk mistök að hafa ekki tengt lánskjör og kaupmátt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.