Morgunblaðið - 20.03.1985, Síða 19

Morgunblaðið - 20.03.1985, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 19 Morgunblaðið/Árni Scberg Þau taka þátt í söngtónleikum f tUefni 30 ira kennsluafmelis Sigurðar Demetz Franzsonar. Fri vinstri Oddur Sigurðsson, Sigurður Demetz Franzson, Sigrfður Elliðadóttir, Guðbjörn Guðbjörnsson, Björn Björnsson og Gunnar Guðbjörnsson. Á myndina vantar Höllu Jónasdóttur. Sigurður Demetz Franzson held- ur upp á 30 ára kennsluafmæli SIGURÐUR Demetz Franzson söngkennari heldur upp i 30 ira kennsluaf- mæli sitt í sumar. Sigurður Demetz er fæddur í Suður-Tyrol. Hann kom hingað til lands þann 26. júli 1955 og hét þá Vincenzo Maria Demetz. Sigurður segir ástæðu þess að hann kom til íslands vera þá, að íslenskur nem- andi hans i Mílanó, Svanhildur Egilsdóttir, sem nú er prófessor í Vínarborg, lét sér detta í hug að hann héldi námskeið á íslandi. Upphaflega átti þetta námskeið ekki að standa lengi, en svo fór að hann settist hér að. Fyrstu tólf árin sem Sigurður dvaldist hér kenndi hann við sinn eigin skóla, Söng- og óperuskólann í Reykjavík. Næstu 12 árin kenndi hann við Tónlistarskólann á Ak- ureyri og undanfarin 6 ár hefur hann kennt við Nýja tónlistarskól- ann í Reykjavík. í tilefni 30 ára kennsluafmælis- ins verða haldnir söngtónleikar á nokkrum stöðum á landinu. Á tón- leikunum munu nokkrir nemendur Sigurðar Demetz syngja, þau Gunnar Guðbjörnsson, tenór, Björn Bjömsson, bariton, Sigríður Elliðadóttir, mezzosópran, Guð- björn Guðbjörnsson, tenór, Oddur Sigurðsson, bassi, og Halla Jóns- dóttir, sópran. Auk þess mun Sig- urður Demetz Franzson syngja dúetta með þeim Höllu og Sigríði. Undirleikarar á tónleikunum verða Vilhelmína Ólafsdóttir, Bjarni Þ. Jónatansson og Ragnar Björnsson, en þau eru öll kennarar við Nýja tónlistarskólann. Fyrstu tónleikarnir verða nk. sunnudag, 24. mars, á Akranesi og fimmtudaginn 28. mars i Keflavík. Næstu tónleikar verða í Mosfells- sveit, en ekki er enn ákveðið hve- nær þeir verða. Að hausti verða fleiri kaupstað- ir sóttir heim, svo sem Akureyri, Isafjörður, Siglufjörður og Húsa- vík. Lokatónleikarnir verða síðan í Reykjavík. Selt verður inn á tónleikana, sem verða haldnir í tengslum við tónlistarskóla viðkomandi staða, og mun ágóðinn renna til þessara skóla til stuðnings afbragðsnem- endum þeirra við nám hér eða er- lendis. AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands uerður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, fimmtudaginn 18. apríl 1985, kl. 14:00. -------------DAGSKRÁ------------------ 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Lagðar fram til fullnaðarafgreiðslu tillögur til breytinga á 4. gr. samþykkta félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu uera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum uerða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjauík frá 12. apríl. Reykjauík, 16. mars 1985 STJÓRMN EIMSKIP Frekari upplýslngar um Dorlnt- sumarhusaþorpift í Wlntertoerg velta söluskrttstotur Flugleiða. umboftsmenn og ferðaskritstotumar ÞORPIDI ÞYSKALANl SUMARHUSA Nýjasti áfangastaður Flugleida og fjölskyldufólks á leið í sumarfrí er Dorinl-sumarhúsaþorpið I nágrenni Winlerberg í Þýskalandi. Þetta eru söguslóðir Grimmsævintýranna. Sumarfrí í skógivöxnu og hæðóttu umhverfi IV/nferöergereinnigævintýrilíkast. ígrenndinnier Rínardalurinn og fjölmargar spennandi borgir: Marburg, Kassel, Dússeldorf, Köln, Bonn, Koblenz, Mainz og Frankfurt. I Dorint-sumar- húsaþorpinu eru í boði 4 stærðir íbúða og sumarhúsa. Á svæðinu eru góð veitingahús, krá, verslun, barnaheimili, sundlaug, sauna, Ijósaböð, tennisvellir, minigolf og keiluspil. Far- þegar á leið í Dorint-sumarhúsaþorpið í Winterberg geta valið um að fljúga með Flugleið- um til Frankfurt eða Luxemborgar. Frankfurt: Rútuferðir til Winterberg. Aðeins 160 km akstursleið. Bílaleigubílar í boði, en þeir fást einnig afhentir I Winterberg. Luxemborg: Þar eru bílaleigubílar til reiðu. Leiðin til Winterberg er fjöl- breytt og skemmtileg. Dæmi um verð: Heildarverð fyrir 4 manna fjöl- skyldu í 2 vikur (flug, íbúð og rútuferðir frá og til Frankf) er kr. 72.608.- en þá á eftir að draga frá afslátt vegna 2 barna (2-11 ára) kr. 12.800.- Verðið samtals er kr. 59.808.- , eða kr. 14.952.- á mann. Flugvallar- skattur er ekki innifalinn. FjölskyldiLstemmning ásöguslóðum Grimmsœvnntým FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.