Morgunblaðið - 20.03.1985, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.03.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 19 Morgunblaðið/Árni Scberg Þau taka þátt í söngtónleikum f tUefni 30 ira kennsluafmelis Sigurðar Demetz Franzsonar. Fri vinstri Oddur Sigurðsson, Sigurður Demetz Franzson, Sigrfður Elliðadóttir, Guðbjörn Guðbjörnsson, Björn Björnsson og Gunnar Guðbjörnsson. Á myndina vantar Höllu Jónasdóttur. Sigurður Demetz Franzson held- ur upp á 30 ára kennsluafmæli SIGURÐUR Demetz Franzson söngkennari heldur upp i 30 ira kennsluaf- mæli sitt í sumar. Sigurður Demetz er fæddur í Suður-Tyrol. Hann kom hingað til lands þann 26. júli 1955 og hét þá Vincenzo Maria Demetz. Sigurður segir ástæðu þess að hann kom til íslands vera þá, að íslenskur nem- andi hans i Mílanó, Svanhildur Egilsdóttir, sem nú er prófessor í Vínarborg, lét sér detta í hug að hann héldi námskeið á íslandi. Upphaflega átti þetta námskeið ekki að standa lengi, en svo fór að hann settist hér að. Fyrstu tólf árin sem Sigurður dvaldist hér kenndi hann við sinn eigin skóla, Söng- og óperuskólann í Reykjavík. Næstu 12 árin kenndi hann við Tónlistarskólann á Ak- ureyri og undanfarin 6 ár hefur hann kennt við Nýja tónlistarskól- ann í Reykjavík. í tilefni 30 ára kennsluafmælis- ins verða haldnir söngtónleikar á nokkrum stöðum á landinu. Á tón- leikunum munu nokkrir nemendur Sigurðar Demetz syngja, þau Gunnar Guðbjörnsson, tenór, Björn Bjömsson, bariton, Sigríður Elliðadóttir, mezzosópran, Guð- björn Guðbjörnsson, tenór, Oddur Sigurðsson, bassi, og Halla Jóns- dóttir, sópran. Auk þess mun Sig- urður Demetz Franzson syngja dúetta með þeim Höllu og Sigríði. Undirleikarar á tónleikunum verða Vilhelmína Ólafsdóttir, Bjarni Þ. Jónatansson og Ragnar Björnsson, en þau eru öll kennarar við Nýja tónlistarskólann. Fyrstu tónleikarnir verða nk. sunnudag, 24. mars, á Akranesi og fimmtudaginn 28. mars i Keflavík. Næstu tónleikar verða í Mosfells- sveit, en ekki er enn ákveðið hve- nær þeir verða. Að hausti verða fleiri kaupstað- ir sóttir heim, svo sem Akureyri, Isafjörður, Siglufjörður og Húsa- vík. Lokatónleikarnir verða síðan í Reykjavík. Selt verður inn á tónleikana, sem verða haldnir í tengslum við tónlistarskóla viðkomandi staða, og mun ágóðinn renna til þessara skóla til stuðnings afbragðsnem- endum þeirra við nám hér eða er- lendis. AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands uerður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, fimmtudaginn 18. apríl 1985, kl. 14:00. -------------DAGSKRÁ------------------ 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Lagðar fram til fullnaðarafgreiðslu tillögur til breytinga á 4. gr. samþykkta félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu uera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum uerða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjauík frá 12. apríl. Reykjauík, 16. mars 1985 STJÓRMN EIMSKIP Frekari upplýslngar um Dorlnt- sumarhusaþorpift í Wlntertoerg velta söluskrttstotur Flugleiða. umboftsmenn og ferðaskritstotumar ÞORPIDI ÞYSKALANl SUMARHUSA Nýjasti áfangastaður Flugleida og fjölskyldufólks á leið í sumarfrí er Dorinl-sumarhúsaþorpið I nágrenni Winlerberg í Þýskalandi. Þetta eru söguslóðir Grimmsævintýranna. Sumarfrí í skógivöxnu og hæðóttu umhverfi IV/nferöergereinnigævintýrilíkast. ígrenndinnier Rínardalurinn og fjölmargar spennandi borgir: Marburg, Kassel, Dússeldorf, Köln, Bonn, Koblenz, Mainz og Frankfurt. I Dorint-sumar- húsaþorpinu eru í boði 4 stærðir íbúða og sumarhúsa. Á svæðinu eru góð veitingahús, krá, verslun, barnaheimili, sundlaug, sauna, Ijósaböð, tennisvellir, minigolf og keiluspil. Far- þegar á leið í Dorint-sumarhúsaþorpið í Winterberg geta valið um að fljúga með Flugleið- um til Frankfurt eða Luxemborgar. Frankfurt: Rútuferðir til Winterberg. Aðeins 160 km akstursleið. Bílaleigubílar í boði, en þeir fást einnig afhentir I Winterberg. Luxemborg: Þar eru bílaleigubílar til reiðu. Leiðin til Winterberg er fjöl- breytt og skemmtileg. Dæmi um verð: Heildarverð fyrir 4 manna fjöl- skyldu í 2 vikur (flug, íbúð og rútuferðir frá og til Frankf) er kr. 72.608.- en þá á eftir að draga frá afslátt vegna 2 barna (2-11 ára) kr. 12.800.- Verðið samtals er kr. 59.808.- , eða kr. 14.952.- á mann. Flugvallar- skattur er ekki innifalinn. FjölskyldiLstemmning ásöguslóðum Grimmsœvnntým FLUGLEIÐIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.