Morgunblaðið - 20.03.1985, Side 31

Morgunblaðið - 20.03.1985, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. MARZH65 31 Brazilía: Fyrstu ráðstafanir nýju stjórnarinnar Brasilía, Brazilíu, 19. nura. AP. STJÓRNVÖLD ( Brazilíu greindu í dag frá riðstöfunum í efnahagsmálum, sem ætlað er að vinna gegn verðbólgunni í landinu, sem nú er 220%. Aðeins þrír dagar eru frá því borgaraleg stjórn tók við eftir að herstjórnir höfðu farið með völdin í 21 ár. Ráðstafanirnar felast m.a. í því, að fjárlögin eru skorin niður um 10% frá því, sem herstjórnin hafði ákveðið, frestað verður lánveiting- um til útflytjenda og landbúnað- arframkvæmda í þrjá mánuði og næstu tvo mánuði mun stjórnin ekki leita eftir lánsfé á innan- landsmarkaði. Að sögn stjórn- valda er það markmiðið með þess- um aðgerðum að ýta undir áfram- haldandi hagvöxt, draga úr rikis- útgjöldum og koma böndum á verðbólguna. Auk þessa verða út- gjöldum ráðuneytanna settar skorður og engir nýir ríkis- starfsmenn ráðnir til loka ársins. Þegar ríkisstjórn Tancredo Neves tók við af herstjórninni fylgdu með í kaupunum erlendar skuldir upp á 100 milljarða dollara, þær mestu hjá nokkurri þróunarþjóð, og verðbólga, sem er rúmlega 220% á ári. Neves, sem er hálfáttræður að aldri, hefur enn ekki svarið emb- ættiseið sem forseti enda var hann fluttur á sjúkrahús aðeins nokkr- um stundum áður en athöfnin átti að hefjast. Jose Sarney, varafor- seti, sór hins vegar sinn eið og gegnir nú störfum forseta til bráðabirgðá. Svínsnef grætt á bónda í Kína Pelting, 19. ma AP. LÆKNAR hafa grætt brjósk úr svínsnefi á andlit bónda, sem varð fyrir því óláni fyrir aldarfjórðungi að rotta beit bróðurpartinn af nef- inu á honum, að sögn kínversks dagblaðs. Aðgerðin var framkvæmd í fyrravor og hefur hún heppnast vel, þvi bóndinn getur að nýju andað með nefinu og hefur endurheimt lyktarskyn sitt. Tekið var brjósk úr svínsnefi og það grætt í nefstæði bóndans. Tekinn var húðflipi aftan af vinstri öxl hans og græddur yfir brjóskið. Læknar binda miklar vonir við svínsbrjósk í lýtaskurðlækning- um og segja það að öllu leyti heppilegra en kísilgúmmí. Hvorki er skýrt frá nafni bóndans né aldri i frétt kín- verska blaðsins China Daily, að- eins sagt að aðgerðin hafi verið gerð á hersjúkrahúsi i Jinan, Sovézkir íþróttamenn heimsækja S-Kóreu ■ 1Q AD ” Seoul, 19. nuti AP. SOVÉZKIR íþróttamenn verða með- al þátttakenda í alþjóðlegri keppnis- sýningu ( listhlaupi á skautum ( næstu viku, og er það í fyrsta sinn sem sovézkir íþróttamenn sækja Suður-Kóreu heim frá þv( Kóreu- skaganum var skipt í norður- og suð- urríki við lok seinni heimsstyrjaldar- innar. Sovézku fþróttamennirnir eru í hópi austur-evrópskra skauta- manna, bandarískra og kana- dískra, sem eru á sýningarferða- lagi um Kína, Hong Kong og Suður-Kóreu. Koma þeir til Seoul 27. marz og sýna listir sínar í Seopul og Taegu. Embættismenn og yfirvöld í Suður-Kóreu hafa varizt allra frétta og neitað að gefa minnstu upplýsingar, en Kyodo-fréttastof- an japanska hefur það eftir heim- ildarmönnum i Seoul, að i hópn- um, sem kæmi til Suður-Kóreu, séu 18 skautamenn frá Sovétríkj- unum, Austur-Þýzkalandi og Tékkóslóvakiu. Nær öruggt er talið að sovézku Slasaðist við flótta- tilraun Kkury Merogin, Krakklandi, 18. man. AP. Ræninginn Bnino Sulak, sem frægð hefur hlotið fyrir óvenju djarf- an flótta úr rammgerðu fangelsi ( tvigang, liggur nú milli heims og helju eftir þriðju flóttatilraunina ( dag. Sulak, sem er 29 ára fyrrverandi leiguliði, hlaut beinbrot og mjög slæm innvortis meiðsl, er hann stökk úr fangelsisglugga á þriðju hæð. Hann hefur um dagana framið mörg skartgriparán en aldrei gert nokkrum manni mein i ránunum. Sulak afplánar nú niu ára fangelsisdóm fyrir vopnað rán. íþróttamennirnir séu og fyrstu sovézku borgararnir sem koma til Suður-Kóreu frá þvi Rússar skutu niður kóreska farþegaþotu með tæplega 300 manns 1. september 1983. Stjórnmálasamband er ekkert með Suður-Kóreu og Sovétríkjun- um, en samskipti hafa samt verið á öðrum sviðum. Sovétríkin eru bandaríki Norður-Kóreu, en fjandsamt er milli Kóreuríkjanna tveggja. TÖLVUSÍMSVARAR TIL SÖLU Hefi tekiö aö mér aö afsetja eftirstöðvar birgöa firma sem hætt hefir sölu á álitnum heimsins fullkomnustu símsvörum. Birgöir eiga aö seljast á gömlu kostnaöarveröi meö kostakjörum. Símsvararnir uppfylla öll skilyröi reglu- gerðar frá 15/6 1981 um símtækjainnflutning meö þjónustu SÍMSKÓLA- TÆKNIMANNS. Þeir eru með fullkominni fjarstýr- ingu, bæöi til 20 mínútna inntals og 50 mínútna móttekinna skila- boöa. Bil milli símtala er 20 sek- úndur. Hafa hraöa-, hljóm- og tónstillingu. Geta endurtekiö ef meö þarf 3 eöa 7 orö og allt sím- taliö meö fóttæki. Sérstakt heyrn- artæki gerir þá þannig, aö viö- staddir heyra ekki inntal á þá. Geta tekiö inn á sig símtöl og einn- ig upp samtöl þar sem þeir eru staösettir, t.d. viö samningsgeröir. Einstakan símsvara má tengja og nota fyrir 2, 3 eöa 5 símanúmer. Þeir eru fullkomnir diktófónar, sem tengja má til einkaritara, og gefa honum skýringar til uppskrift- ar meö tali inn á inntalsspóluna og þaö meö sérstakri samtengingu. Ágætis hljómflutningstæki. Þessir sænsk-bandarísku símsvarar hafa fariö sigurför í öllum tæknilöndum og eru sérstaklega hagkvæmir fyrir alla forstjóra, lækna, dómara, lögmenn, fasteignasala, miölara og kaupsýslumenn. Einstaklega hag- kvæmir fyrir aila telexþjónustu. Meö míkrafón-skilaboöum getur starfsfólk gefiö fjarverandi yfir- manni upplýsingar, svo aö hann þarfnast aöeins eins símtals til móttöku þeirra allra viö símsvara sinn. Fjarstýringin nær til símsvar- ans hvaöanæva úr heiminum. Frekari upplýsingar gefur undirrit- aöur. Þorv. Ari Arason, hrl., Smiðjuvegi D-9, 200 Kópavogi. Símar 45533 & 40170. Áskriftarsíminn er 83033 PARADIS FJOLSKYLDUNNAR Land liste ogsögu ITALIA Ókeypis ferðafræðsla Útsýnar í ráðstefnusal Hótels Loftleiða kl. 20.30 í kvöld 20. marz. LIGNANO - Gullna ströndin BIBIONE Gististaöir, verzlanir, matsölustaöir. Kynnisferöir m.a. til Rómar, Flórens, Feneyja, Verona, Austurríkis, Júgóslavíu. Pétur Björnsson aöalfararstjóri og ingiveig Gunnarsdóttir fararstjóri annast fræöslukvöidiö.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.