Morgunblaðið - 20.03.1985, Page 34

Morgunblaðið - 20.03.1985, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 VIÐSKIPn AIVINNULÍF Rafeindaiönaöur Framleiðsla tölvuvoga Pólsins komin í fast form íufírAi, 8. mara. RAFVIRKJAR fiskvinnslufyrirtækja úr öllum landsfjóröungum hafa verid i námskeiði hjá Pólnum hf. til að geta þjónustað rafeindavogir þær sem fyrirtækið framleiðir. Að þessu sinni voru 12 menn á námskeiðinu frá jafn mörgum fyrirtækjum, en nú þegar eru í gangi u.þ.b. 700 rafeindavogir hjá 80—90 fyrirtækjum um allt land. Fyrirtækið hóf framleiðslu fyrstu voganna 1978, en nú er haf- inn útflutningur til Noregs, Fær- eyja og Englands. Auk þess hefur Danir með í sjón- varpshnetti DANSKA fjárfestingafélagið Kirkbi Invest A/S, sem meðan annars á leikfangagerðina LEGO, hefur ákveðið að gerast aðili að samstarfí tíu annarra evrópskra fyrirtækja um stofnun hlutafélags í Lúxemborg til að reka sjónvarpshnöttinn Coronet. Fyrirtæki þessi leggja fram alls sem svarar 50 milljónum sænskra króna (221 milljón ísl. kr.) til að skjóta Cononet-hnettinum á loft haustið 1985, en frá hnettinum verður unnt að sjónvarpa á 16 rás- um efni til landa í Vestur-Evrópu. Nýja fyrirtækið i Lúxemborg nefnist S.E.S. (Société Européene de Satellite), og meðal annarra eigenda er sænska fjárfestingafé- lagið Kinnevik AB. Heildarkostn- aður hluthafanna 11 við að koma Coronet í gagnið er áætlaður and- virði 1,6 milljarða sænskra króna, og skortir því enn mikið fé um- fram hlutafjárframlög, en vilyrði hafa fengizt hjá bönkum í Lúx- emborg fyrir lánum. verið samið við fyrirtækið Micro Tools í Bandaríkjunum um fram- leiðslu voganna fyrir Bandarfkja- markað. Póllinn setur saman raf- eindabúnaðinn en bandaríska fyrirtækið smíðar kápurnar utan um og setur saman. Langt í 100 vogaeiningar eru farnar til Bandaríkjanna, en nú er staddur hér á Isafirði forstjóri Micro Tools, Þorsteinn Þorsteinsson, en framundan er smíði flokkunar- samstæðu, í samráði við fyrirtæk- ið. Þá er einnig staddur hér núna fulltrúi hins norska umboðsfyrir- tækis Pólsins, Sotra Maskin a.s. Sá heitir Reidar Skorpen, en nú er í undirbúningi sérstakt markað- sátak þar, en þess má geta, að Póllinn er með milli 80—90% markaðshlutdeild í rafeindavog- um í Færeyjum. Nú starfa 25 manns eingöngu við þróun og framleiðslu rafeinda- voganna, þar af 8 forritarar. Salan er nú orðin það markviss, að fram- leitt er á lager 6 tegundir voga, en framleiddar eru 13 tegundir auk afbrigða af þeim flestum. Rafvirkjarnir sem námskeiðið sátu luku allir upp einu orði um það, að reynslan af Pólsvogunum væri mjög góð og bilanatíðni óveruleg. Þá töldu þeir það mjög til bóta að geta lagfært flest af því, sem úrskeiðis gengur á staðn- um í stað þess að senda vogirnar til Reykjavíkur eins og oftast þurfti með eldri gerðirnar. - Úlfar. Morgunblaöiö/Olfar Ágústsson TENGSLIN STYRKT ÞAÐ var létt yfir tækni- mönnum fiskiðnaðarins að loknu námskeiðshaldinu hjá tölvudeild Pólsins hf. (stærri myndin) en á hinni myndinni eru forsvarsmenn Pólsins og helstu umboðsmennirnir — frá vinstri: Jón Ágústsson sölustjóri Pólsins, Reidar Skorpen frá Noregi, Þor- steinn Þorsteinsson frá Bandaríkjunum og Ásgeir Erling Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Pólsins. Samvinna ITT og Sperry NÝLEGA fóru fram I New York viðræður fulltrúa stórfyrirtækjanna HT og Sperry um hugsanlegan samruna. Talsmenn ITT hafa sagt að þær umræður hafí ekki borið árangur, en margt bendir til nánara samstarfs þessara tveggja fjarskiptafyrirtækja. Fulltrúi ITT f New York, Dave Allen, segir að viðræðum um gagnkvæm skipti á tækniupplýs- ingum og sameiginlega söluþjón- ustu verði fram haldið, og í við- ræðunum riki góður andi. „Tölvur taka brátt við af síman- um,“ segir hann. „Okkar aðalsvið er fjarskipti, en Sperry er aðallega á tölvusviðinu. Þessi tvö tæknisvið grípa hvort inn í hitt, og þess vegna eru möguleikarnir á sam- starfi fyrirtækjanna miklir." Sperry framíeiðir meðal annars megintölvur í harðri samkeppni við IBM, og nam ársveltan í fyrra 5,7 milljörðum dollara, en hagnað- urinn 216 milljónum. Veltan hjá ITT, sem meðal ann- ars stafar frá smfði fjarskipta- tækja, tryggingarfélögum, fjár- mögnun og hótelrekstri með meiru, nam í fyrra 19 milljörðum dollara. Stjórnun Kúnstin að ZUrich, Frá blaöunanni Mbl. Onnu BjarnadóUur. ÞAÐ er hægt að græða á fíeiru en raf- og heimilistækjum. Frits Philips, einn af sonum raftækja-Philips, verslar með hugmyndir og rekur samningaráðgjafarfyrirtæki í Hol- landi. Hann hefur fengið dreifíngar- rétt í Evrópu á hugmyndum Har- vard-háskólans um samningaaðferð- ir. Bóking Getting to Yes, eftir Rog- er Fisher og William Ury, kom út í Bandaríkjunum árið 1981 og seldist strax vel. Þar koma fram niðurstöð- ur rannsókna, sem menn úr ýmsum deildum Harvard unnu á aðferðum til að ná fram góðum samningum, hvort sem er í viðskiptum, stjórn- raálum eða fjölskyldulífínu. Roger Fisher, lagaprófessor í Harvard, er leiðtogi samningarannsóknahóps há- skólans og forsvarsmaður hans. Hann var í Evrópu á dögunum og hjálpaði Philips að kynna hugmynd- irnar og auglýsa námskeið í samn- ingagerð sem ráðgjafafyrirtæki Phil- ips býður upp á. ★ í samningum á enginn að vinna né tapa Aðferðirnar sem Fisher mælir með við samningagerð virðast svo einfaldar að það mætti búast við að allir reyndir semjendur hefðu þegar tileinkað sér þær. En svo er víst ekki. Fyrirlestrasalur í Zíirich var þéttsetinn misjafnlega hátt- settum mönnum úr viðskiptalífinu þegar Fisher kom þar fram. Hann varaði menn við og sagði að eig- andi einnar stærstu fasteignasölu Bandaríkjanna hefði sagt: „Eg vissi allt sem er í bókinni áður en ég las hana,“ eftir að hann las Getting to Yes, en bætti svo við: „Hann vissi bara ekki að hann vissi þetta allt.“ Fisher leggur áherslu á að við samningagerð eigi enginn að vinna eða tapa. Góðir samningar byggjast á því að allir aðilar séu sáttir við þá. Hann nefnir sjö at- riði sem allir semjendur ættu að hafa í huga áður en þeir setjast að samningaborði. 1. Einhver ávinningur verður að vera af samningagerðinni. Það er til lítils að setjast niður ef allir aðilar græða ekki eitthvað á því að semja. 2. Allir aðilar verða að geta sætt sig við samningana. „Maður sjálfur ætti helst að vera ánægður," sagði Fisher. „And- stæðingurinn ætti að vera sæmilega ánægður og öðrum ætti að standa á sama um samninginn." 3. Samningar ættu að vera ná- kvæmir og hnitmiðaðir. Þeir ættu að koma í veg fyrir hvers kyns sóun. Það er t.d. til einskis að heimta að borgun fari fram 1. hvers mánaðar ef pen- fá já inganna er ekki þörf fyrr en mánuði seinna. 4. Samningar ættu að vera rétt- látir. Engum samningsaðilanna ætti að finnast að það hafi ver- ið svindlað á sér. 5. Samband milli semjenda þarf að vera gott svo að samningar náist á sem skemmstan og best- an hátt, þeir þurfa að vera reiðubúnir að hlusta hver á annan. 6. Skuldbindingar í samningum þurfa að vera raunhæfar og vel úthugsaðar. 7. Samkomulag semjenda ætti að vera svo gott að þeir séu færir um og reiðubúnir til að eiga frekari samningaviðræður sín í milli í framtíðinni að lokinni samningagerð. Semjendur ættu að hafa þessi atriði á hreinu áður en sest er að samningaborði," sagði Fisher, „al- veg eins og læknar vita hitastig, blóðþrýsting og hver veit hvað um sjúklinga áður en þeir hefja með- ferð.“ ★ Hvorki iint né hart viðmót Fisher mælir með að semjendur reyni að skilja sem best afstöðu andstæðingsins og telur heldur gagnslaust að tileinka sér „lint“ eða „hart“ samningsviðmót. „Hin- ir „linu“ græða ekki á því að gefa eftir, aðrir koma ekki til móts við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.