Morgunblaðið - 27.03.1985, Side 26

Morgunblaðið - 27.03.1985, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 iðleikum með að setja sig inn í hlutskipti túlksins. Hann er sjálfur flóttamaður og átti fót- um fjör að launa undan hersveit- um Rauðu Khmeranna, var tek- inn til fanga í þrígang og missti framan af fingri við pyntingar. „Þetta er ótrúlegt," sagði Ngor þegar hann veifaði verðlauna- styttunni stoltur í fyrrakvöld, „en þannig hefur allt mitt líf verið.“ Hann þakkaði framleið- endum The Killing Fields fyrir að vekja athygli á þjáningum þjóðar sinnar. „Ég á það Búddha að þakka að ég skuli yfirleitt vera hérna,“ bætti hann við. Ngor starfar nú sem ráðgjafi fyrir aðra flóttamenn frá Kam- bódíu í Los Angeles, þar sem hann stundar jafnframt há- skólanám til að öðlast réttindi til að starfa sem læknir í Banda- ríkjunum. Hann er líka búinn að fá sér umboðsmann og hefur fengið nokkur tilboð um frekari kvikmyndaleik. í 57 ára sögu Óskarsverðlaunanna hefur ómenntaður og óreyndur leikari aðeins einu sinni áður öðlast slíkan heiður. The Killing Fields hlaut einnig verðlaunin fyrir af- bragðs kvikmyndatöku Englend- ingsins Chris Menges og klipp- ingu. Gamla leik- hússtjarnan Þótt stórmynd Davids Lean, A Passage to India (sjá umsögn í Mbl. í gær), hafi ekki orðið eins sigursæl og framleiðendur henn- ar höfðu vonað var ein frægasta leikhússtjarna Englendinga, Dame Peggy Ashcroft, sem er 77 ára að aldri, vel að sínum verð- launum komin fyrir besta leik í aukahlutverki kvenna. Túlkun hennar á hinni spakvitru frú Moore hefur fært list þessarar miklu leikkonu „til kvikmynda- húsagesta um allan heim“, eins og Angela Lansbury sagði er hún tók við verðlaununum fyrir hönd Dame Peggy sem þurfti að vera viðstödd jarðarför starfsbróður síns, Sir Michaels Redgrave, heima á Englandi. íslenskir sjónvarpsáhorfendur hafa áður séð Dame Peggy Aschroft túlka enska konu í indversku umhverfi í hlutverki hins viljasterka trú- boða Barbie Bachelor í syrpunni um Dýrasta djásnið. A Passage to India fékk ein önnur Óskars- verðlaun, — fyrir bestu frum- sömdu tónlistina. Hún var verk franska tónskáldsins Maurice Jarre. Skákin í Genf Besta erlenda kvikmyndin að mati úthlutunarnefndarinnar var svissneska myndin „Hættu- legir leikir" sem fjallar um sam- skipti tveggja skákmeistara, Sovétmanns og útlægs andófs- manns, á heimsmeistaramóti í skák sem haldið er i Genf. Leik- stjóri myndarinnar er Richard Dembo, en í aðalhlutverkum eru alþjóðlegar stjörnur eins og Michel Piccoli, Liv Ullman og Leslie Caron. Besta söngtónlistin var valin rokkmúsík stjörnunnar Prince í myndinni Purple Rain, sem til skamms tíma var sýnd í Austur- bæjarbíói, og besta lagið I Just Called to Say I Love You eftir Stevie Wonder úr gamanmynd- inni The Woman in Red. Besta heimildamyndin í fullri lengd var The Times of Harvey Milk um morð á kynhverfum embætt- ismanni í San Francisco, og besta stutta heimildamyndin The Stone Carvers. Indiana Jon- es and the Temple of Doom var verðlaunuð fyrir bestu tækni- brellurnar. Og mestur fögnuður braust út á Óskarshátíðinni í fyrrakvöld þegar Cary Grant af- henti sínum gamla starfsbróður James Stewart, sem nú er 72 ára, heiðursverðlaun fyrir hálfrar aldar starf í bandarískri kvik- myndagerð. Hið vandaða handverk fékk Oskarsverðlaunin - Verðlaunamyndirnar allar væntanlegar eða komnar í íslensk kvikmyndahús Kvikmyndir Árni Þórarinsson Vönduð, frekar en ævintýra- gjörn kvikmyndagerð hreppti að venju obbann af amerísku Óskars- verðlaununum sem úthlutað var í fyrrakvöld. Fyrirfram var búist við því að kvikmynd hins gamalreynda enska stórmyndaleikstjóra Davids Lean, A Passage to India, sem nú er sýnd í Regnboganum í Reykja- víki, myndi sópa til sín verðlaun- um með 11 útnefningar. Svo fór þó ekki. Kvikmynd tékkneska leik- stjórans Milos Forman, Amadeus eftir samnefndu leikriti Peters Shaffer sem Þjóðleikhúsið sýndi fyrir nokkrum árum, var ótvíræður sigurvegari á Óskarshátíðinni með alls 8 verðlaun af 11 útnefningum, — þar af verðlaunin fyrir bestu myndina, bestu leikstjórnina og besta leik í aðalhlutverki karla, fyrir túlkun F. Murray Abraham á undirmálstónskáldinu Salieri. Sally Field hlaut verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna fyrir Places in the Heart, og fyrir besta leik í aukahlutverkum deildu þau verðskulduðum verð- launum, sú aldna enska leikhús- stjarna Dame Peggy Ashcroft fyrir A Passage to India og nýliði, ómenntaður í leiklist, dr. Haing S. Ngor, fyrir The Killing Fields. Það er af sem áður var að ís- lenskir kvikmyndahúsagestir þurfi að bíða í nokkur ár eftir að fá að sjá Óskarsverðlaunamyndir. Sýn- ingar á A Passage to India standa nú þegar yfir og senn er von á Places in the Heart í Stjörnubíó. Háskólabíó bætir svo enn um bet- ur, því The Killing Fields kemur þar á tjaldið á næstu dögum og sjálfur Amadeus í júní. Mozart og snilligáfan Amadeus er, eins og íslenskir leikhúsgestir muna af uppfærslu Þjóðleikhússins með Róbert Arnfinnssyni sem Salieri og Sig- urði Sigurjónssyni sem Mozart, lýsing á sambandi hins villta snillings og afbrýðissams eldra tónskálds. Forman, sem nú starfar í Bandaríkjunum, hefur áður hlotið Óskarsverðlaunin einu sinni fyrir leikstjórn sína á Gaukshreiðrinu, — One Flew Over the Cuckoo’s Nest. F. Murray Abraham er á hinn bóg- inn nýtt nafn í bandarískri kvikmyndagerð. Hann er 45 ára leikari sem varið hefur starfsævi sinni til þessa í sjónvarpsauglýs- ingum og jaðarleikhúsum í New York. Við afhendinguna sagði Abraham: „Það er aðeins eitt sem ég sakna í kvöld, og það er að hafa ekki Tom Hulce við hlið mér,“ og átti þá við mótleikara sinn í hlutverki Mozarts. Ama- deus fékk ennfremur verðlaunin fyrir handritsútfærslu leik- skáldsins Shaffers á eigin leik- riti, förðun, hljóð, útlitshönnun og búningateikningu. Bóndakonan Hin geðþekka kvikmyndaleik- kona Sally Field tók við Óskars- verðlaununum öðru sinni, nú fyrir túlkun sína á dugmikilli ekkju sem lætur ekki hrekja sig af bóndabýli fjölskyldunnar í hörmungum kreppunnar í sjálfs- ævisögulegri kvikmynd leik- stjórans Roberts Benton, Places in the Heart. Benton, sem fræg- astur er fyrir Kramer vs. Kram- er, hlaut svo verðlaun fyrir besta frumsamda kvikmyndahandrit- ið. Field þakkað Benton sérstak- Amadeusi fagnað — Besta myndin, besta leikstjórnin, besti leikur í karlhlutverki. Þeir höfðu gilda ástæðu til að vera kampakátir í fyrrakvöld, leikstjórinn Milos Forman (Lv.), leikarinn F. Murray Abraham og framleiðandinn Saul Zaentz. Læknirinn sem fékk Óskarsverðlaun — Dr. Haing S. Ngor — brosir stoltur með Óskarsverðlaunastyttuna í hendinni. Hann tók við henni fyrir besta leik í aukahlutverki karla fyrir túlkun sína á túlkinum Dith Pran í hinni sannsögulegu kvikmynd The Killing Fields, sem verður páskamynd Háskólabíós. Verðlaunin afhenti Linda Hunt (Lh.) sem í fyrra hlaut verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki kvenna. lega í ávarpi sínu í fyrrakvöld og sagði: „Þú hefur sannarlega breytt lífi mínu.“ Sally Field, sem er 37 ára að aldri, hefur áð- ur leikið seigar, ungar baráttu- konur í myndum eins og Absence of Malice og Norma Rae, sem hún hlaut fyrri Oscar sinn fyrir árið 1979. Places in the Heart er ein þriggja bandarískra kvik- mynda síðasta árs sem fjalla um ungar bóndakonur í stríði við umhverfi sitt, og sú eina sem fékk Óskarsverðlaun. Hinar tvær eru Country með Jessica Lange og The River með Sissy Spacek. Kambódíski læknirinn Breska kvikmyndin The Kill- ing Fields hreppti þrenn verð- laun. Myndin, sem gerð er af framleiðandanum David Putt- nam og leikstjóranum Roland Joffee, er sönn saga um banda- ríska blaðamanninn Sidney Schanberg og túlk hans, Dith Pran, vináttu þeirra og örlög í ólgu Kambódíustríðsins. Lækn- irinn Haing S. Ngor, sem aldrei hefur leikið áður, átti ekki í erf-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.