Morgunblaðið - 27.03.1985, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.03.1985, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 iðleikum með að setja sig inn í hlutskipti túlksins. Hann er sjálfur flóttamaður og átti fót- um fjör að launa undan hersveit- um Rauðu Khmeranna, var tek- inn til fanga í þrígang og missti framan af fingri við pyntingar. „Þetta er ótrúlegt," sagði Ngor þegar hann veifaði verðlauna- styttunni stoltur í fyrrakvöld, „en þannig hefur allt mitt líf verið.“ Hann þakkaði framleið- endum The Killing Fields fyrir að vekja athygli á þjáningum þjóðar sinnar. „Ég á það Búddha að þakka að ég skuli yfirleitt vera hérna,“ bætti hann við. Ngor starfar nú sem ráðgjafi fyrir aðra flóttamenn frá Kam- bódíu í Los Angeles, þar sem hann stundar jafnframt há- skólanám til að öðlast réttindi til að starfa sem læknir í Banda- ríkjunum. Hann er líka búinn að fá sér umboðsmann og hefur fengið nokkur tilboð um frekari kvikmyndaleik. í 57 ára sögu Óskarsverðlaunanna hefur ómenntaður og óreyndur leikari aðeins einu sinni áður öðlast slíkan heiður. The Killing Fields hlaut einnig verðlaunin fyrir af- bragðs kvikmyndatöku Englend- ingsins Chris Menges og klipp- ingu. Gamla leik- hússtjarnan Þótt stórmynd Davids Lean, A Passage to India (sjá umsögn í Mbl. í gær), hafi ekki orðið eins sigursæl og framleiðendur henn- ar höfðu vonað var ein frægasta leikhússtjarna Englendinga, Dame Peggy Ashcroft, sem er 77 ára að aldri, vel að sínum verð- launum komin fyrir besta leik í aukahlutverki kvenna. Túlkun hennar á hinni spakvitru frú Moore hefur fært list þessarar miklu leikkonu „til kvikmynda- húsagesta um allan heim“, eins og Angela Lansbury sagði er hún tók við verðlaununum fyrir hönd Dame Peggy sem þurfti að vera viðstödd jarðarför starfsbróður síns, Sir Michaels Redgrave, heima á Englandi. íslenskir sjónvarpsáhorfendur hafa áður séð Dame Peggy Aschroft túlka enska konu í indversku umhverfi í hlutverki hins viljasterka trú- boða Barbie Bachelor í syrpunni um Dýrasta djásnið. A Passage to India fékk ein önnur Óskars- verðlaun, — fyrir bestu frum- sömdu tónlistina. Hún var verk franska tónskáldsins Maurice Jarre. Skákin í Genf Besta erlenda kvikmyndin að mati úthlutunarnefndarinnar var svissneska myndin „Hættu- legir leikir" sem fjallar um sam- skipti tveggja skákmeistara, Sovétmanns og útlægs andófs- manns, á heimsmeistaramóti í skák sem haldið er i Genf. Leik- stjóri myndarinnar er Richard Dembo, en í aðalhlutverkum eru alþjóðlegar stjörnur eins og Michel Piccoli, Liv Ullman og Leslie Caron. Besta söngtónlistin var valin rokkmúsík stjörnunnar Prince í myndinni Purple Rain, sem til skamms tíma var sýnd í Austur- bæjarbíói, og besta lagið I Just Called to Say I Love You eftir Stevie Wonder úr gamanmynd- inni The Woman in Red. Besta heimildamyndin í fullri lengd var The Times of Harvey Milk um morð á kynhverfum embætt- ismanni í San Francisco, og besta stutta heimildamyndin The Stone Carvers. Indiana Jon- es and the Temple of Doom var verðlaunuð fyrir bestu tækni- brellurnar. Og mestur fögnuður braust út á Óskarshátíðinni í fyrrakvöld þegar Cary Grant af- henti sínum gamla starfsbróður James Stewart, sem nú er 72 ára, heiðursverðlaun fyrir hálfrar aldar starf í bandarískri kvik- myndagerð. Hið vandaða handverk fékk Oskarsverðlaunin - Verðlaunamyndirnar allar væntanlegar eða komnar í íslensk kvikmyndahús Kvikmyndir Árni Þórarinsson Vönduð, frekar en ævintýra- gjörn kvikmyndagerð hreppti að venju obbann af amerísku Óskars- verðlaununum sem úthlutað var í fyrrakvöld. Fyrirfram var búist við því að kvikmynd hins gamalreynda enska stórmyndaleikstjóra Davids Lean, A Passage to India, sem nú er sýnd í Regnboganum í Reykja- víki, myndi sópa til sín verðlaun- um með 11 útnefningar. Svo fór þó ekki. Kvikmynd tékkneska leik- stjórans Milos Forman, Amadeus eftir samnefndu leikriti Peters Shaffer sem Þjóðleikhúsið sýndi fyrir nokkrum árum, var ótvíræður sigurvegari á Óskarshátíðinni með alls 8 verðlaun af 11 útnefningum, — þar af verðlaunin fyrir bestu myndina, bestu leikstjórnina og besta leik í aðalhlutverki karla, fyrir túlkun F. Murray Abraham á undirmálstónskáldinu Salieri. Sally Field hlaut verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna fyrir Places in the Heart, og fyrir besta leik í aukahlutverkum deildu þau verðskulduðum verð- launum, sú aldna enska leikhús- stjarna Dame Peggy Ashcroft fyrir A Passage to India og nýliði, ómenntaður í leiklist, dr. Haing S. Ngor, fyrir The Killing Fields. Það er af sem áður var að ís- lenskir kvikmyndahúsagestir þurfi að bíða í nokkur ár eftir að fá að sjá Óskarsverðlaunamyndir. Sýn- ingar á A Passage to India standa nú þegar yfir og senn er von á Places in the Heart í Stjörnubíó. Háskólabíó bætir svo enn um bet- ur, því The Killing Fields kemur þar á tjaldið á næstu dögum og sjálfur Amadeus í júní. Mozart og snilligáfan Amadeus er, eins og íslenskir leikhúsgestir muna af uppfærslu Þjóðleikhússins með Róbert Arnfinnssyni sem Salieri og Sig- urði Sigurjónssyni sem Mozart, lýsing á sambandi hins villta snillings og afbrýðissams eldra tónskálds. Forman, sem nú starfar í Bandaríkjunum, hefur áður hlotið Óskarsverðlaunin einu sinni fyrir leikstjórn sína á Gaukshreiðrinu, — One Flew Over the Cuckoo’s Nest. F. Murray Abraham er á hinn bóg- inn nýtt nafn í bandarískri kvikmyndagerð. Hann er 45 ára leikari sem varið hefur starfsævi sinni til þessa í sjónvarpsauglýs- ingum og jaðarleikhúsum í New York. Við afhendinguna sagði Abraham: „Það er aðeins eitt sem ég sakna í kvöld, og það er að hafa ekki Tom Hulce við hlið mér,“ og átti þá við mótleikara sinn í hlutverki Mozarts. Ama- deus fékk ennfremur verðlaunin fyrir handritsútfærslu leik- skáldsins Shaffers á eigin leik- riti, förðun, hljóð, útlitshönnun og búningateikningu. Bóndakonan Hin geðþekka kvikmyndaleik- kona Sally Field tók við Óskars- verðlaununum öðru sinni, nú fyrir túlkun sína á dugmikilli ekkju sem lætur ekki hrekja sig af bóndabýli fjölskyldunnar í hörmungum kreppunnar í sjálfs- ævisögulegri kvikmynd leik- stjórans Roberts Benton, Places in the Heart. Benton, sem fræg- astur er fyrir Kramer vs. Kram- er, hlaut svo verðlaun fyrir besta frumsamda kvikmyndahandrit- ið. Field þakkað Benton sérstak- Amadeusi fagnað — Besta myndin, besta leikstjórnin, besti leikur í karlhlutverki. Þeir höfðu gilda ástæðu til að vera kampakátir í fyrrakvöld, leikstjórinn Milos Forman (Lv.), leikarinn F. Murray Abraham og framleiðandinn Saul Zaentz. Læknirinn sem fékk Óskarsverðlaun — Dr. Haing S. Ngor — brosir stoltur með Óskarsverðlaunastyttuna í hendinni. Hann tók við henni fyrir besta leik í aukahlutverki karla fyrir túlkun sína á túlkinum Dith Pran í hinni sannsögulegu kvikmynd The Killing Fields, sem verður páskamynd Háskólabíós. Verðlaunin afhenti Linda Hunt (Lh.) sem í fyrra hlaut verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki kvenna. lega í ávarpi sínu í fyrrakvöld og sagði: „Þú hefur sannarlega breytt lífi mínu.“ Sally Field, sem er 37 ára að aldri, hefur áð- ur leikið seigar, ungar baráttu- konur í myndum eins og Absence of Malice og Norma Rae, sem hún hlaut fyrri Oscar sinn fyrir árið 1979. Places in the Heart er ein þriggja bandarískra kvik- mynda síðasta árs sem fjalla um ungar bóndakonur í stríði við umhverfi sitt, og sú eina sem fékk Óskarsverðlaun. Hinar tvær eru Country með Jessica Lange og The River með Sissy Spacek. Kambódíski læknirinn Breska kvikmyndin The Kill- ing Fields hreppti þrenn verð- laun. Myndin, sem gerð er af framleiðandanum David Putt- nam og leikstjóranum Roland Joffee, er sönn saga um banda- ríska blaðamanninn Sidney Schanberg og túlk hans, Dith Pran, vináttu þeirra og örlög í ólgu Kambódíustríðsins. Lækn- irinn Haing S. Ngor, sem aldrei hefur leikið áður, átti ekki í erf-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.