Morgunblaðið - 31.03.1985, Síða 8

Morgunblaðið - 31.03.1985, Síða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 ISTRÍÐIÐ UM EITRIÐ Forða fólin sér til Brasilíu? Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, George Shultz, og bandaríska þingið hrósuðu nýlega stjórnvöldum í Colombíu fyrir til- raunir þeirra til þess að stöðva starfsemi eiturlyfjahringa í land- inu. Nú bendir hins vegar ýmislegt til þess að miðstöð eiturlyfjasöl- unnar sé að færast til nágranna- ríkisins Brasilíu. í blaðaviðtali nú nýlega í col- ombíska stórblaðinu E1 Tiempo hrósaði Shultz stjórn Belisario Betancur Curtas forseta fyrir staðfestuna við að hrekja burt eit- urlyfjasalana. Einnig lofaði hann langvarandi lýðræði í landinu sem hann sagði öruggt í sessi. Demókratinn Dante Fascell, sem er formaður utanríkismála- nefndar bandarísku fulltrúadeild- arinnar, tekur í sama streng í skýrslu um starfsemi eiturlyfja- hringa í Suður-Ameriku. Þar er lýst ánægju með tilraunir colomb- ískra stjórnvalda til þess að stöðva eiturlyfjasöluna og til framsals fjögurra höfuðpaura til Bandaríkjanna. í skýrslu Fascells eru ýmis önn- ur ríki hinsvegar harðlega gagn- rýnd, þar á meðal Mexíkó, Perú og Bolivía, fyrir að grípa ekki til svipaðra ráðstafana til þess að koma í veg fyrir framleiðslu og smygl á kókaíni og maríjúana. Þá kemur fram að hlutverk Brasilíu sé vaxandi bæði hvað varðar framleiðslu og dreifingu eitur- lyfja, og að þarlend stjórnvöld hafi harla lítið gert til að koma í veg fyrir þetta. Þó að stríðinu um eitrið sé eng- an veginn lokið í Colombíu þá líta bandarískir sérfræðingar þau teikn alvarlegum augum að mið- stöð eiturlyfjasölunnar kynni að færast til Brasilíu. Eða eins og einn sérfræðinganna orðaði það: „Við óttumst mest að í Brasilíu verði eiturlyfjasalarnir ákaflega voldugir. í svona stóru landi gætum við einfaldlega týnt þeim.“ Brasilía er hér um bil eins stór og Bandaríkin eða um helmingur alls landsvæðis Suður-Ameríku. Starfsemi eitursalanna hefur aukist mjög síðastliðið ár í Bras- ilíu eftir að eiturstríðið byrjaði fyrir alvöru í Colombíu í kjölfar morðsins á colombíska dómsmála- ráðherranum. Talið er næsta víst að þar hafi eiturlyfjasalar verið að verki, en Betancur forseti lýsti þegar yfir neyðarástandi og boð- aði strið á hendur eitursölunum. Langt er í að það stríð vinnist, en herinn í Kolombíu hefur náð á sitt vald milklu magni af maríjú- ana og kókaíni, dreift eitri yfir akrana þar sem eiturlyfjaplönt- urnar eru ræktaðar, lokað fjöl- mörgum verksmiðjum sem full- vinna kókaín og lagt hald á flug- vélar, sem grunur leikur á að séu notaðar til þess að smygla eitrinu úr landi. Þá hafa verið sett höft á innflutning á eter og öðrum efnum sem nauðsynleg eru við full- vinnslu kókaíns. GEOFFREY MATTHEWS IFLÓTTAFÓLK Eftir allar raunirnar er því vísað frá Agnes Dorval, sem er tuttugu og tveggja ára, mátti þakka sínum sæla fyrir að vera enn á lífi eftir að bandaríska strandgæslan hafði bjargað henni og 71 félaga hennar frá Haiti í janúar síðast- liðnum þar sem þau svömluðu í dimmbláu Karíbahafinu. Fólkið sem bjargaðist hafði verið á leið til Flórída i seglbát þegar hann strandaði. Fólkinu var skilað aftur til síns heima og flutt til Port-au-Prince á Haiti. Og þegar það gekk niður landganginn berfætt og aðfram- komið minnti það nánast á smá- börn, sem höfðu stolist að heiman. Frans Germain, einn þeirra sem björguðust, sagði við heimkom- una: „Ég á ekkert föðurland, getur þú útvegað mér það? Mig langar til Bandaríkjanna vegna þess að hér er enga atvinnu að fá.“ Hann er af bláfátæku fólki kominn eins og flestir þeirra 2.000 Haitibúa sem bandaríska strandgæslan hef- ur bjargað á Karíbahafi. Síðan ár- ið 1983 hefur fjöldi bátafólksins aukist um 300% Nú eru 60.000 Haitibúar búsett- ir í Miami, 500.000 í New York, 35.000 í Boston og 40.000 í Mont- real í Kanada, en talið er að helm- ingur bátafólksins hafi látist í hafi. Embættismaður í utanríkis- ráðuneytinu á Haiti sagði að- spuröur að bátafólkinu yrði ekki hegnt. Það myndi hverfa aftur til heimkynna sinna eins og ekkert hefði í skorist. Við heimkomuna var fólkið yfir- heyrt af fulltrúum frá bandaríska sendiráðinu og Rauða krossinum á staðnum. Síðan var því ekið til höfuðstöðva Rauða krossins þar DUVALIER: Illskárri en pabbinn. sem það fékk notuð föt og skó á fæturna. Hver maður fékk líka greitt rútufargjaldið heim til sín, dálít- inn mat, plastbolla og disk, þvottaskál, greiðu, tannbursta, sápu og tannkrem. Fólkið virtist mjög ánægt eftir að hafa þegið þessar gjafir, en síðan var því ekið á langferðamiðstöðina. Tveimur tímum seinna stigu Josene Sarius og Amos Constance út úr rútunni með baggana sína, en þá áttu þeir fyrir höndum 30 kílómetra gönguferð eftir rykug- um veginum til heimaþorpsins, Latapie. Þeir höfðu lagt upp í þetta ferðalag 12. desember og þá höfðu þeir í veganesti það sem foreldr- um þeirra hafði tekist að nurla saman til þess að borga með far- gjaldið með seglbátnum „Dieu Qui Bay“. Hann strandaði við Kúbu, en þar fengu Haitibúarnir mat og húsaskjól í mánaðartíma. Sfðan slógust þeir í för með öðrum hópi landa sem líka var á förum til Mi- ami. Báturinn þeirra gerði stuttan stans á eyjunni Cayo Lobos þar sem tekið var vatn og vistir. En um það bil 100 sjómflum austur af Miami strandaði farkosturinn og bandaríska strandgæslan bjargaði svo fólkinu úr sjónum. En hvernig skyldi standa á því að Haitibúar hætta lífi og limum til þess að komast til Bandaríkj- anna? Þrátt fyrir umfangsmikla þróunaraðstoð erlendis frá sem nemur um 8.500 milljónum króna á ári er þjóðin á meðal þeirra fá- tækustu á þessum slóðum. Meðal- árstekjur f sveitunum eru um 6.500 krónur, yfir 80% íbúanna eru ólæsir og óskrifandi og lífslfk- ur eru ekki nema 45 ár. Yfirmaður virtrar alþjóðlegrar hjálparstofnunar telur að á Haiti skorti viljann til framþróunar. Aðalmarkmið stjórnvalda sé ein- faldlega að sitja að völdum. Allt tal um framfarir og þróun sé ein- ungis til þess að fá eins mikla pen- inga erlendis frá og mögulegt sé. Minna ber á hræðslu íbúanna við öryggislögregluna nú undir forystu lífstíðarforsetans Jean- Claude Duvalier heldur en þegar faðir hans, Francois „Papa Doc“ Duvalier, réð ríkjum. Sá síðar- nefndi lést árið 1971. Enn er þó öryggislögreglan notuð til þess að hefta störf verkalýðsfélaga, koma í veg fyrir gagnrýni fjölmiðla og hindra samkeppni. Til dæmis var bónda einum, sem datt í hug að hækka laun verkamanna sinna um 1,5%, umsvifalaust þröngvað til þess að lækka kaupið svo það yrði aftur jafnhátt og aðrir borguðu. Engin opinber gagnrýni á stjórnvöld er leyfð. Að vísu varð breyting á þessu um hríð í lok valdaferils Carters Bandaríkja- forseta en nú er öldin önnur. Til dæmis voru tuttugu mikilsmetnir óháðir blaðamenn handteknir og sendir til Miami í nóvember 1980, skömmu eftir valdatöku Reagans. Fólk hefur verið dauðhrætt í 27 ár. Því er bannað að nefna óánægju sína svo að þrautaráðið er að yfirgefa landið. — BEN BARBER Verður sulturinn kveikjan að blóðugum átökum af því tagi sem sífellt gerast tíðari á eyjunum? —VESÖLD Sultur og seyra í sykurreyrnum | da Espanóla réttir úr sér þar sem hún er að skera sykurreyr og þurrkar framan úr sér svit- ann sem gljáir á brúnu andlitinu í kvöldsólinni. „Launin mín duga svona nokk- urn veginn til þess að kaupa hrísgrjón handa börnunum," andvarpar hún. Hún er 49 ára og hefur stritað á sykurökrunum í 38 ár. í akk- orði tekst henni að vinna sér inn um 30 krónur fyrir átta til tíu stunda vinnudag ef börnin henn- ar hjálpa henni, en sú er venjan. Eiginmaður hennar hefur um 60 krónur í daglaun og fjölskyld- an býr i bambushúsi þar sem hvorki er rafmagn né rennandi vatn. Þau njóta engrar læknis- þjónustu og hafa ekki ráð á að senda börnin í skóla. Þegar upp- skerutímanum lýkur í maí eða kannski fyrr er engar atvinnu- leysisbætur að fá og af og frá að fjölskyldan eigi fé í banka til þess að nota þegar að kreppir. En Espanól-fjölskyldan telst til þeirra lánsömu á Negros-eyju þetta árið, því að hún hefur þó vinnu og eitthvað að bofða núna. Negros-eyja er „sykureyja" Filippseyja því að þar er ræktað- ur yfir 60% af sykurreyr lands- manna. Fyrir tíu árum þegar sykurverð í heiminum snar- hækkaði, juku stórbændurnir mjög ræktun sína á sykurreyr. Leirkenndur jarðvegurinn brást þeim ekki. Framleiðslan jókst og stórbændur og nokkrir stjórnar- erindrekar græddu á tá og fingri. Nú er hins vegar heimsmark- aðsverð á sykri mjög lágt. Akr- arnir hafa orðið illa úti í hvirf- ilvindum og verðbólga, spilling og óstjorn í efnahagsmálum hafa sett strik í reikninginn. í janúar ásakaði stjórnar- andstaðan ýmsa háttsetta emb- ættismenn um að láta milljónir dollara renna í eigin vasa fyrir skömmtun útflutningsleyfa. Bændur á Negros-eyju álíta að þær fjárhæðir sem greiddar séu á bak við tjöldin til valdamikilla stjórnmálamanna og náinna samstarfsmanna Markosar for- seta nemi milljörðum dollara. Árangurinn er sá að sykur- reyrsiðnaðurinn er í miklum kröggum og raunar ólíklegt að hann verði nokkru sinni jafnöfl- ugur og áður. Ýmsir bændur álíta að ekki verði hjá því komist að endurskipuleggja alla sykur- reyrsframleiðsluna til þess kom- ist verði hjá matarskorti á með- al þeirra 1,5 milljóna sem hafa viðurværi sitt af þvi að vinna á plantekrunum. „Við búum viö lénsskipulag á plantekrunum sem við erfðum frá Spánverjum,“ segir Roger Reyes, formaður nýrra samtaka sykurreyrsbænda. „Friður er óhugsandi þegar 80% þjóðarinn- ar lifir við algjörlega ómann- eskjulegar aðstæður. Það hrykktir í stoðum samfélagsins.“ Reyes og nokkrir stjórnarer- indrekar og kirkjunnar menn hvetja stórbændur til þess að gefa atvinnulausum hluta af landi sínu til þess að þeir geti ræktað þar nytjajurtir þar til aftur verður atvinnu að fá við sykurreyrinn. En þeir eru ekki margir stór- bændurnir sem eru ýkja hrifnir af hugmyndinni. Á einni plant- ekrunni er enga vinnu að fá fyrir 28 fjölskyldur. Flestir karl- mannanna hafa yfirgefið heimili sín í leit að vinnu á öðrum plant- ekrum, þar sem í boði eru laun sem eru fyrir neðan lögboðið lág- markskaup sem er 60 krónur á dag. Konurnar og börnin sem heima sitja nota frumstæð heimasmíðuð áhöld til þess að sía sand úr nálægri á sem þau selja til húsbygginga. Þrítug kona sem vinnur við að safna sandi á árbakkanum segist stundum einungis borða einu sinni á dag og suma dagana hafi hún ekki annað að leggja sér til munns en sykurreyrinn. Formaður samtaka sykur- verkamanna, Mahinay, segir að ef lög sem eiga að tryggja rétt- indi verkamanna og lágmarks- laun verði virt þá muni staða verkamannanna batna verulega. Hann heldur því fram að þeir sem eru í verkalýðsfélögum verði fyrir sífelldum árásum og hótun- um, og að sumir þeirra séu hnepptir í varðhald vegna þess að stórbændurnir eða þeirra fulltrúar ljúgi upp á þásökum. „Þeir kalla okkur kommúnista vegna þess að þeir vilja ekki að verkamenn sameinist í baráttu- glöðum samtökum," segir for- maðurinn. „En stórbændurnir vilja ekki einu sinni að lögin um réttindi verkamanna séu virt.“ Með versnandi ástandi óttast margir að koma muni til vand- ræða á plantekrunum. Sumir halda að „Nýi þjóðarherinn" sem kommúnistar leiða muni jafnvel koma úr felum og leggja til at- lögu gegn stórbændunum. En Ida Espanóla lætur ein- faldlega hverjum degi nægja sínar þjáningar þar sem hún lyftir með erfiðismunum sykur- reyrnum upp í vagninn. Þegar hún er spurð hvað hún muni taka sér fyrir hendur þegar enga vinnu verður að fá í næsta mán- uði yptir hún bara öxlum og nýt- ir svo siðustu sólargeislana til þess að skera ögn meiri sykur- reyr. - T.R. LANSNER

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.