Morgunblaðið - 31.03.1985, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 31.03.1985, Qupperneq 12
12 B MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 Þær eru fyrstu konurnar í lífi okkar í Ljósmædraskólanum á Landspítalalóöinni hafa rúmlega 30 Ijósmæður víðs vegar aö af landinu þingað undanfarna viku. Þær hafa set- iö þar á endurmenntunarnámskeiði og hlýtt á fyrirlestra um meðgöngu, fæöingu, sængur- legu og brjóstagjöf auk þess sem þær hafa rætt málin innbyrðis. Hin gamla stétt Ijós- mæðra er nú að deyja út, í dag er stefnt aö því að Ijósmæður séu jafnframt hjúkrunarfræö- ingar og hjúkrunarmenntun skilyrði fyrir inn- göngu í Ljósmæðraskólann. Við litum inn á námskeiðið og tókum nokkrar þeirra tali. LJÓSMÆÐUR Á ENDURMENNTUNARNÁMSKEIÐI GUÐRÚN ERLA AÐALSTEINSDÓTTIR BÍLDUDAL „Þurfum að styðja konuna andlega bæði fyrir og eftir fæðingua Guðrún Erla Aðal- steinsdóttir útskrif- aðist úr Ljósmæðra- skólanum 75 og úr Hjúkrunarskólanum 78. Hún er Reykvíkingur en hefur unnið á Bíldudal í fimm ár. „Ég fylgist með konunum á meðgöngutímanum og hef sam- band við lækni ef ástæða er til, það eru tveir læknar á Patreks- firði og tekur þá venjulega ekki nema um þrjátíu mínútur að keyra á milli. Konurnar fæða flestar á spítala, annað hvort á Patreksfirði, ef allt er eðlilegt, eða í Reykjavík. Ljósmóð- urstarfið felst þó í fleiru en taka á móti börnum, ég er með mæðraeftirlit og tek við konun- um er þær koma heim, leiðbeini þeim með brjóstagjöf, eftirlit með brjóstunum og reyni að svara ýmsum spurningum sem upp kunna að koma. Það er ekki síst andlega hliðin sem getur verið konunum erfið fyrir og eftir fæðinguna, það er mikil breyting fyrir hana að þurfa skyndilega að vera bundin yfir nýjum einstaklingi 24 tíma sól- arhringsins. Þetta er oft mikið álag og oft erfiðast fyrir þær að koma mönnum sínum til að skilja að það er ekki síður þeirra að taka þátt í þessari ánægju og erfiði. Feðurnir hafa þó tekið auk- inn þátt í umönnun barna sinna, og það hefur orðið mikil breyting á síðustu árum, en þó ekki nægilega mikil. Þeir eru í auknum mæli viðstaddir fæð- ingu barna sinna og aukin for- eldrafræðsla hefur gert það að verkum að þeir skilja þetta bet- ur. Konur þurfa oft mikla hvatningu og fræðslu meðan á meðgöngutímanum stendur og eftir fæðinguna, margar hverj- ar eru t.d. svartsýnar á að þær geti staðið í brjóstagjöfum, og hvatning frá öðrum konum ger- ir þeim því mjög gott.“ — Hefurðu tekið á móti mörgum börnum á undanförn- um árum? „Nei, ekki síðan ég útskrifað- ist, ég fór fljótlega eftir ljós- móðurnámið í Hjúkrunarskól- ann og hef verið mest í heilsu- gæslu síðan. Ég er þó með öll nauðsynleg tæki til staðar og viðbúin því að taka á móti barni ef aðstæður krefjast þess.“ FJÓLA ÞORLEIFSDÓTTIR SAUÐÁRKRÓKI Tók í fyrsta sinn við barni í sumarbústað við kertaljós að eru 30 ár síðan ég tók við fyrsta barninu í Skagafirði." Fjóla Þorleifsdóttir er Hún- vetningur, en hefur búið á Sauðárkróki í 32 ár. „Ég var fyrst með einn hrepp, en nú er- um við þrjár sjúkrahúsljós- mæður með allan Skagafjörð nema Fljótin, þau tilheyra Siglufirði. Á spítalanum fæðast milli 70 og 80 börn á ári, ég held þau hafi verið 78 á síðasta ári, flest hafa fæðst rúmlega hundrað á ári, en fæðingum hefur fækkað eitthvað að undanförnu." — Er eitthvað til í því að fæðingar séu flestar í kringum fullt tungl? „Já, það er alveg áreiðanlegt. Það koma tímar þegar ekkert er að gera hjá okkur, en um leið og tungl verður fullt gjörbreyt- ist þetta.“ — Hvernig er aðstaðan hjá ykkur á Sauðárkróki? „Við erum með góða aðstöðu, erum með sónartæki og að öðru leyti vel búin tækjum, og þar að auki með ágæta lækna!“ — Hvaða fæðing er þér minnisstæðust? „Það er fyrsta barnið sem ég tók á móti eftir að ég lauk námi. Ég bjó þá í sumarbústað á Vatnsenda ásamt vinkonu minni og mönnum okkar. Við vorum húsnæðislaus og bjugg- um þarna í smá tíma meðan við biðum eftir íbúð i Reykjavík. Við áttum báðar von á barni, ég átti eftir tvo mánuði og hún eitthvað minna. Kvöld nokkurt kom maður vinkonu minnar inn til mín og sagði konu sína vera orðna veika. Og meðan læknir- inn var sóttur fæddi hún barn- ið, ég tók á móti við kertaljós og afar frumstæðar aðstæður. Þetta var myndarlegur 17 marka sonur, og ég náði í bendlaband úr sængurveri til að binda um naflastrenginn. Eftir á var þetta spennandi, þar sem allt gekk svona vel, en þetta er ógleymanleg reynsla." ELÍN STEFÁNSDÓTTIR MIÐFELLI í HRUNAMANNAHREPPI Alltaf verið í fullu starfi og stundað bústörf með Fyrstu fimmtán árin tók ég á móti öllum börnum sem fæddust í Hrunamanna- hreppi." Elín Stefánsdótt- ir frá Miðfelli í Hrunamanna- hreppi hefur verið ljósmóðir þar í 30 ár. „Kom fyrst uppeftir sem um- dæmisljósmóðir, hef alltaf verið í fullu starfi og stundað bústörf með, er bóndakona. Fyrstu árin tók ég á móti öllum börnunum heima, en þróunin hefur orðið sú að heima- fæðingum hefur fækkað. Nú fara flestar konur frá mér á Selfoss, þeim er fylgt, stundum hef ég verið viðstödd fæðingarnar og einstaka sinnum tekið á móti, svona að gamni mínu. Nú er ég í hálfu starfi á heilsugæslustöð í Laugarási í Biskupstungum, en þar starfa auk min tveir læknar og hjúkrunar- fræðingur. Ég er með mæðraskoð- un einu sinni i viku og við erum saman með ungbarnaeftirlit. Þetta hefur breyst mikið eftir að heimafæðingar lögðust niður. Áður komu konurnar til mín einu sinni til tvisvar á meðgöngutímanum, sumar kölluðu þó ekki á mig fyrr en rétt áður en þær fæddu. Kon- urnar höfðu ekki alltaf húshjálp svo ég reyndi að hjálpa til eftir megni og taka til höndunum, var venjulega hjá þeim í þrjá sólar- hringa eftir að þær fæddu. Það var V/Ð ULKYZVMM BRKYTTÆ VEXTI Á TXJSLElXmJM CiJÆ TDE VRISREIKNUXG UM BANDARÍKJADOLLAR........... 8,00% ENSK PUND..................12,00% DANSKAR KRÓNUR.............10,00% ÞÝSK MÖRK.................. 5,00% BÚNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.