Morgunblaðið - 31.03.1985, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985
B 29
Fyrirlestur
í Norræna húsinu:
Stöðlun í raf-
magnsfræði
ALMENNUR fyrirlestur um stöðlun
í rafmagnsfræði verður haldinn í
Norræna húsinu miðvikudaginn 4.
aprfl og hefst hann kl. 16.
Hans Svensson starfsmaður
SEK (Svenska elektriska komm-
issionen) er nú staddur hér á landi
og flytur hann fyrirlesturinn. Mun
hann skýra frá stöðlunarmálum í
grannlöndunum, viðhorfum sínum
til þeirra mála hér á landi, auk
þess sem hann svarar fyrirspurn-
um.
Trúnaðar-
bréf afhent
HINN 14. mars sl. afhenti Harald-
ur Kröyer sendiherra Juan Carlos,
konungi Spánar, trúnaðarbréf sitt
sem sendiherra íslands á Spáni
með aðsetur í Frakklandi.
Framsóknarmenn
fagna hugmyndum
um greiðslujöfn-
un fasteignalána
Á RÁÐSTEFNIJ Framsóknarflokks-
ins um sveitarstjórnarmál sem hald-
in var 22.-23. mars sl. var m.a.
samþykkt að hvetja ríkisstjórnina til
þess að breyta lánum íbúðarkaup-
enda og húsbyggjenda þannig að
greiðslubyrði lánanna miðist fram-
vegis við þróun launa.
Samþykkt var að fagna tillögum
og hugmyndum félagsmálaráð-
herra, sem lagðar hafa verið fram
í ríkisstjórn og kynntar opinber-
lega, en tillögur þessar og hug-
myndir eru um svonefnda
greiðslujöfnun fasteignalána ein-
staklinga. Vildi ráðstefnan hvetja
til þess að tillögum þessum yrði
vel fylgt eftir og frumvarpið lagt
fram á Alþingi sem fyrst, svo orð-
ið geti að lögum.
Aðalfundur Starfs-
mannafélags Rvíkur:
Vinnubrögð
ríkisstjórn-
ar gagnrýnd
AÐALFUNDUR Starfsmannafé-
lags Reykjavíkurborgar var hald-
inn 9. mars sl. og var þar meðal
annars ályktað að gagnrýna harð-
lega þau vinnubrögð núverandi
ríkisstjórnar að skrifa undir
stefnumarkandi kjarasamninga á
liðnu hausti „án þess að gera
minnstu tilraun til að standa við
þá“ eins og segir orðrétt í ályktun-
inni.
Þá taldi fundurinn að staðan i
lánamálum væri „vonlaus" og
skoraði á allt launafólk að standa
vörð um afkomu sína.
Færeysk
alþýðulög
í Norræna
húsinu
KRISTIAN Blak, Sharon Weiss og
Þórður Högnason halda tónleika í
Norræna húsinu annað kvöld og
hefjast tónleikarnir kl. 20.30.
Kristian Blak er danskur að
uppruna, en fluttist fyrir áratug
til Færeyja. Hann hefur gefið út
sex hljómplötur. Tónlistin sem
hann flytur er aðallega færeysk
alþýðulög með djassívafi.
Sólskinsparadísj^xgH?^
Im/l I I ^ rtV— TzTapríl 1985 er flogiö til PALMA á
MALLORKA í einu leiguflugi.
Mallorka og
Skemmtisigling
um AusturKluta
Miðj arðarhafsins
Brottför frá Keflavík kl. 10:00.
Dvalist á ibúðahótelinu ROYAL
JARDIN DEL MAR til 24. april.
Þá verður flogið til Genúa á
ítaliu og stigiö um borð í
lúxusskipiö EUGENIO C, sem er
italskt. Brottför er kl. 17:00
sama dag.
Siglingin:
miðvikudagur 24. april:
fimmtudagur 25. april:
föstudagur 26. apríl:
laugardagur 27. apríl:
sunnudagur 28. apríl:
mánudagur 29. apríl:
þriðjudagur 30. april:
miðvikudagur 1. mai:
fimmtudagur2. maí:
föstudagur 3. maí:
laugardagur 4. mai:
Skoðunarferðir:
Margar spennandi skoðunarferöireru i boði.
Skal nefna þær helstu. Ferö til Pompeji á Ítalíu,
ferð til Kaíró og pýramidanna í Egyptalandi og
til Jerúsalem og Betlehem í israel.
brottför frá Genúa kl. 17:00
Napólí/italiu 13:00 — 19:00
Messina/Sikiley 09:00 — 10:00
á siglingu
Alexandria/Egyptalandi 08:00 — 10:00
Port Said/Egyptalandi 20:00 — 23:00
Ashdod/israel 08:00 — 19:30
Limassol/Kýpur 08:00 — 13:00
Rhodos 08:00 — 20:00
á siglingu
á siglingu
Genúa/italiu 10:00
-
Að siglingu lokinni:
Laugardaginn 4. maí er svo flogið frá Genúa
aftur til Palma og dvalist þar i tvo daga á sama
íbúðahóteli til 6. maþÞaðan erflogið beint til
íslands. Brottför frá Palma er kl. 15:30.
Verð: Verð kr. 68.250.— fyrir manninn i tvibýli.
Innifalið er: öll-feröalög (nema skoðunarferðir i
landi), gisting i 1. flokks íbúöum á Mallorka,
skemmtisiglingin með fullu fæði i 11 daga,
fararstjórn um borð og á Mallorka og
flugvallarskattur.
Verðiö er háð breytingum á gengi erlendrar
myntar og miöast við 10. janúar 1985.
Umboð á íslandi fyrir
DINERS CLUB
INTERNATIONAL
mdivtiK
SIMAR 28388
- 28580
FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1,
Sinfóníutónleikar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Efnisskrá:
Magnús BLöndal Jóhannsson
Béla Bartók
Paul Hindemith
Atmos 1
Píanókonsert nr. 3
Sinfónían Matthias málari
Einleikari:
Anna Málfríður Sigurðardóttir
Stjórnandi:
Arthur Weisberg
Tónleikarnir hófust á Atmos 1
eftir Magnús Blöndal Jóhanns-
son. Verkið er í hæsta máta
hægferðugt, liggjandi hljómar
og smá laglína leikin á einleiks-
flautu, sem Bernharður Wilk-
insson flutti mjög laglega og ein-
faldur síendurtekinn hljómaleik-
ur á hljóðgerfil. Allt var þetta
ómblítt en frekar viðburðalítið í
gerð. Annað verkið á efnis-
skránni var píanókonsert nr. 3,
eftir Béla Bartók. Þniðja kons-
ertinn samdi Bartók siðasta árið
sem hann lifði og náði ekki að
Ijúka verkinu. Hann mun hafa
vel vitað að hann átti skammt
eftir ólifað, svo sem kemur fram
í bréfum hans til William Prim-
rose og í raddskrá píanókons-
ertsins skrifaði hann á ung-
versku „vege“, sem mun merkja
„endir". Siðustu sautján takta
verksins gerði Tibor Serly, vinur
Bartóks. Fyrsti kaflinn er í són-
ötuformi. Miðkaflinn er talinn
með því fallegasta er Bartók
samdi. Lokaþátturinn er eins
konar „skersó" með fúgu sem
tríó-þátt. Anna Málfríður Sig-
urðardóttir lék konsertinn mjög
vel, enda góður píanóleikari. Síð-
asta verkið var svo sinfónían
Matthías málari eftir Hindem-
ith. Fyrsti þátturinn er forleikur
óperunnar. Aðalstefið er flutt af
básúnunum en það er gamalt
stef við textann „Es sungen drei
Engel" og heyrist þetta stef oft í
óperunni og meðal annars í loka-
þættinum á mjög áhrifamikinn
hátt. Eftir að „þrír englar smá-
ir“ hefur verið flutt koma tvö
stef, sem bæði eru vel þekkt.
Þegar lengra líður eru bæði stef-
in ofin saman í fúgu og „engla-
lagið“ fléttað saman við. Annar
þátturinn er saminn upp úr tón-
list sjöttu sviðsmyndar óperunn-
ar og síðasti þátturinn unninn úr
intermezzo í lokaþætti óperunn-
ar. Þessi síðasti þáttur sinfóní-
unnar er voldugastur og endar á
eins konar „halelúja". Sinfóníu-
hljómsveit fslands lék „Matthí-
as-sinfóniuna“ mjög vel og var
auðheyrt að hljómsveitarstjór-
inn, Arthur Weisberg, kann vel
til verka, því hafi hljómsveitin
leikið vel, þá var það ekki síður
fyrir sterk áhrif stjórnandans
hvað sinfónían var vel flutt.